Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
25
Gísli Jónsson menntaskólakennari:
Þegar ártalið
endar á 9
Svo er sagt að talan 9 sé fyrir margra
hluta sakir merkileg, en ekki kann
höfundur rök til þess alls. Eitt er víst:
Þegar ártalið endar á 9, er mikilla tíðinda
að vænta í sögu íslenskra stjórnmála á 20.
öld. Reyndar var svo stundum á 19.
öldinni líka, og nefni ég þá fyrst stjórnar-
byltingu Jörundar hundadagakonungs
1809. Jón Sigurðsson forseti lézt 1879, en
lífsstarf hans markaði þáttaskil í sögu
þjóðarinnar. Og öldin sem leið endaði svo,
að valtýskan var felld í síðasta sinn 1899
og það sama ár andaðist höfuðandstæð-
ingur hennar fram til þess tíma, eldhug-
inn mikli, Benedikt Sveinsson.
En víkjum nú að öldinni okkar. Arið
1909 urðu þau miklu tíðindi að neðri deild
alþingis samþykkti vantraust á hinn
fyrsta innlenda ráðherra, Hannes Haf-
stein, og sagði hann þá af sér, eftir
óslitinn valdaferil frá upphafi heima-
stjórnar á íslandi. Björn Jónsson, rit-
stjóri ísafoldar, varð ráðherra, nokkuð
roskinn og ekki heilsuhraustur. Hann
gróf sér von bráðar pólitíska gröf með
því, þegar á þessu sama ári, að víkja
fyrirvaralaust úr embætti bankastjóra og
báðum gæslustjórum Landsbankans. Var
þó annar hinna síðartöldu hollvinur hans
og flokksbróðir, Kristján Jónsson háyfir-
dómari frá Gautlöndum. Honum varð að
orði, er aðför ráðherra var fram komin:
„Quos vult perdere Jupiter, prius
dementat." (Þá sem guð vill fyrirkoma,
firrir hann fyrst vitinu).
Árið 1919 fóru fram alþingiskosningar,
og gerðust þau undur að forsætisráð-
Gísli Jónsson
herra, Jón Magnússon, féll í kjördæmi
sínu, Reykjavík, að unnum einhverjum
mesta pólitíska sigri í Islandssögunni, þá
er viðurkenning fullveldisins fékkst 1.
desember 1918. Ráðuneyti hans, fyrsta
ráðuneyti Islands, skipað 4. janúar 1917,
fékk og lausn 12. ágúst 1919, þótt það að
vísu gegndi störfum þangað til Jóni
Magnússyni tókst að mynda 2. ráðuneyti
sitt árið eftir.
Árið 1929 urðu þau miklu tíðindi hinn
25. maí, að íhaldsflokkurinn og Frjáls-
lyndi flokkurinn sameinuðust í einum
flokki, Sjálfstæðisflokknum nýja, sem
síðan hefur verið stærsti flokkur lands-
ins. Ekki sakar að rifja upp stofnskrá
hans hér og nú, svo stutt og laggóð sem
hún er:
„Að vinna að því að undirbúa það, að
ísland taki að fullu öll sín mál í eigin
hendur og gæði landsins til afnota fyrir
landsmenn eina jafnskjótt og 25 ára
samningstímabil sambandslaganna er á
enda.
Að vinna í innanlandsmálum að víð-
sýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grund-
velli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis,
með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“
Árið 1939 urðu stjórnarskipti. Sam-
stjórn þriggja flokka var í fyrsta sinni
mynduð, Alþýðuflokksins, Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins, nefnd
Þjóðstjórnin, enda áttu aðild að henni
flokkar með 44 þingsæti af 49. Þessi
stjórn varð ekki langlíf fremur en aðrar
þriggja flokka stjórnir á Islandi. Þær
hafa aldrei enst heilt kjörtímabil, eða 4
ár.
Árið 1949 var alþingi rofið og efnt til
nýrra kosninga. Stjórn Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, sem mynduð hafði verið
1947 af sömu flokkum og Þjóðstjórnin,
sagði af sér. Að afstöðnum kosningum
varð stjórnarkreppa, sem leystist í bili
þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn mynd-
aði minni hluta stjórn undir forsæti Olafs
Thors, og var það þriðja ráðuneyti hans.
Þessi stjórn var skammlíf. Hún sat frá 6.
des. 1949 til 14. mars 1950. Hafði fengið
vántraust alþingis 1. sama mánaðar.
Árið 1959 var gerð bylting á kjördæma-
skipan landsins. í staðinn fyrir roskinn
óskapnað, byggðan að grunni með kon-
unglegu valdboði á ævagamalli sýslu-
skiptingu, urðu til átta kjördæmi, þar
sem fimm þingmenn hið fæsta og 12 hið
flesta voru kosnir með hlutfallskosningu.
Auk þess var úthlutað 11 uppbótarsætum
til jöfnunar milli þingflokka svo sem
verið hafði frá 1934, og varð f þessu öllu
hin mesta bót á fyrra misrétti. Urðu
þingmenn nú 60 í stað 52 og hafa verið
það síðan, en tíminn og byggðaþróunin í
landinu hafa gert þessa kjördæmaskipan,
ásamt gildandi kosningalögum, svo úr-
elta, að leiðrétting hennar þolir enga bið.
Samfara stjórnarskrárbreytingunni
fóru fram tvennar alþingiskosningar^
1959, og gerðist það nú öðru sinni, að
forsætisráðherra féll í kjördæmi sínu.
Ungur frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins, Matthías Á. Mathiesen, felldi Emil
Jónsson i Hafnarfirði, þegar þar var
síðast kosið í sérstöku kjördæmi.
Að loknum síðari kosningunum, í októ-
ber, fór minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins frá völdum, og 20. nóvember myndaði
Ólafur Thors fimmta ráðuneyti sitt,
samstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins, Viðreisnarstjórnina.
Það samstarf hélst í 12 ár, heilsteyptasta
og lengsta stjórnarsamstarf í sögu lands-
ins.
í ársbyrjun 1969 var tilkynnt, að
(Sameiningarflokkur alþýðu) —
Sósíalistaflokkurinn hefði verið lagður
niður. Eigi að síður klofnaði Alþýðu-
bandalagið, og stofnuð voru síðari hluta
ársins Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, en Hannibal Valdimarsson var
fyrsti formaður þeirra landssamtaka.
Samtökin áttu verulegu fylgi að fagna og
höfðu úrslitaáhrif á kosningarnar 1971 og
endalok Viðreisnarinnar. Þó hafa menn
fyrir satt, að Hannibal og Björn Jónsson
hafi gengið nauðugir til stjórnarmyndun-
ar undir forsæti Ólafs Jóhannessonar
1971 og lengi beðið eftir kalli frá Sjálf-
stæðisflokknum, en það kall kom því
miður ekki.
Samkvæmt því, sem hér hefur verið
rakið, mætti ætla að til mikilla tíðinda
dragi í íslenskum stjórnmálum árið 1979.
Eigi að síður leyfir höfundur sér að spá
því, að hvorki verði stjórnarslit né
þingkosningar. En þess skal getið að sá
sami höfundur hefur ekki verið góður
pólitískur spámaður fram til þessa.
29.1. ’79.
Saltfiskur var fluttur út
fyrir 17 milljarða sl. ár
Afkoma saltfiskframleiðslunnar bágborin 1978
SALTFISKUR var fluttur út fyrir
um 17 milljarða króna á síðasta ári,
alls rúmlega 39 þúsund tonn. Fram-
leiðslan á árinu er samkvæmt
bráðabirgðatölum 40 þúsund lestir,
þar voru um 2.600 lestir teknar í
þurrkun. Síðastliðin 5 ár hefur
saitfiskframlciðsla íslendinga verið
óvenju mikil ef borið er saman við
framleiðsluna næstu 15 árin þar á
undan. Sérstaklega hefur verið
mikið framleitt af saltfiski þau ár,
sem skreið hefur gengið illa eða
ckki verið hægt að selja. Árið 1975
varð framleiðsla saltfisks næstum
49 þúsund tonn.
Saltfiskframleiðsla síðasta árs
varð mjög svipuð og árið á undan, en
hlutföllin í útflutningi blautfisks
breyttust hinsvegar talsvert. Mest
var selt til Portúgals í fyrra eða
15.500 tonn, en árið á undan voru
seld þangað 21.300 tonn og mest var
selt þangað fyrir þremur árum eða
um 28 þúsund tonn. Til Spánar voru
flutt út tæp 9 þúsund tonn í fyrra, en
6.250 árið á undan. Til Ítalíu 5.454
tonn á móti 3.538 tonnum. Til
Grikklands voru flutt út 4.036 tonn á
síðasta ári, en 200 tonnum meira
1977.
Þorskur er uppistaðan í blaut-
fiskframleiðslunni sem áður, eða
33.700 tonn. Ufsaflök voru unnin í
nokkrum mæli fyrir markað í
V-Þýzkalandi, alls 2.303 tonn. Fram-
leiðsla á þurrfiski nam iiðlega 2
þúsund tonnum og var mest selt til
Brasilíu eða 1.338 tonn.
Eldvíkin lestar þessa dagana
blautfisk á höfnum allt í kringum
landið og er ætlunin að skipið sigli
með 16—1700 tonn til Portúgals. Er
þetta það síðasta, sem eftir var af
framleiðslunni 1978. í síðustu viku
var endanlega gengið frá viðbótar-
samningi við Portúgali um þetta
magn, en þeir Tómas Þorvaldsson
stjórnarformaður og Friðrik Pálsson
framkvæmdastjóri SÍF voru nýlega
á ferð um helztu markaðslönd
Islendinga.
Afkoma saltfiskframleiðenda á
árinu 1978 var í heildina mjög slæm
og óvíst er enn hvaða afleiðingar sú
slæma afkoma hefur á framleiðslu
ársins 1979. Samkvæmt upplýsing-
um, sem Morgunblaðið fékk í gær
hjá Friðriki Pálssyni, hefur SÍF
þurft að gera síauknar kröfur til
Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins
um greiðslur úr honum til að halda
framleiðslunni gangandi, þó svo að
það stríði gegn skoðunum saltfisk-
framleiðenda á notkun sjóðsins.
Friðrik benti á, að fulltrúar SÍF í
sjóðsstjórninni hefðu ekki náð því
viðmiðunarverði, sem þeir hefðu
talið nauðsynlegt nokkur undanfarin
viðmiðunarverðstímabil og hefði af-
koma greinarinnar því farið stöðugt
versnandi.
Forystumenn SÍF telja að með því
viðmiðunarverði, sem ákveðið var í
ársbyrjun og því söluverði, sem
þegar liggur fyrir, verði afkoma
saltfiskframleiðenda allsæmileg á
vetrarvertíð.
„Dizzy” í
Háskólabíói
KVINTETT Dizzy Gillespies
heldur jazztónleika i Iláskólahiói
mánudag, 12. febrúar og hefjast
þeir kl. 22.00. Tónleikarnir eru á
vegum Jazzvakningar, sem nú
hefur starfsár sitt. Ár er frá því
Jazzvakning stóð fyrir fyrstu
tónleikum sínum með erlendum
jazzleikurum, en þá héldu hér
hljómleika tríó Horace Parlans
og auk þess tríó Niels-Henning
Örsted Pedersens og kvartett
Dexter Gordons.
Áður hefur verið reynt að fá
Dizzy Gillespie hingað, en á ýmsu
strandað. Gillespie fæddist árið
1917, en hann ásamt Charlie Park-
er var faðir nútímajazzins, sem
ýmist var kallaður behop eða
rebop, þótt fleiri kæmu við sögu.
Árið 1945 stofnaði Dizzy kvint-
ett með Parker, en frá 1946 lék
hann mest með stórri hljómsveit,
sem hann kom á laggirnar. Á
síðustu árum hefur Dizzy aftur
leikið með kvintett og hefur
Mickey Ronker lengi verið
trommuleikari hans. Þeir, sem
skipa kvintett Dizzys að þessu
sinni, auk Mickey Rokers, eru
gítarleikarinn Ed Cherry,
rafmagnsbassaleikarinn Benja-
min Brown og söngkonan Shey-
vonne Wright.
Frá því Dissy skóp hinn glæsta
trompetstíl sinn í seinni heims-
styrjöldinni hefur hann verið einn
dáðasti tónlistarmaður okkar
tíma. Sá eini af þrístirni jazz-
trompetsins, Louis Armstrong —
Dizzy Gillespie — Miles Davis,
sem enn er í fullu fjöri. Það gefst
varla aftur tækifæri að hlýða á
slíkan tónlistarmann sem Gille-
spie á Islandi.