Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 3 1 Valdimar Björnsson skrifar að vestan: Repúblikanar sigra í Minnesota Margt hefur veriö ritað og rætt um kosningarnar hér á landi í haust og ekki sízt um úrslitin í Minnesota, þar sem Repúblikanaflokkurinn vann sigra, svo að um munaði. Dagur- inn sjálfur — hinn 7undi nóvember — er minnisstæður á íslandi: aftökudagur Jóns biskups Arasonar 1550, afmæli rússnesku byltingarinnar og afmæli Péturs Thorst. Dagurinn verður minnisverður í Minne- sota ýmsra orsaka vegna. Til dæmis, þátttakan náði 63% af þeim sem höfðu at- kvæðisrétt — ekki neitt að marka sérstaklega á Islandi, en margfalt stærra hlutfall en náðist annars staðar hér um landið. Og Democrat-Farmer-Labor- flokkurinn — sambræðsla okkar af krötum og framsókn — sem ráðið hefur flestu hér um árabil, varð fyrir skelli, sem skilur hann eftir agndofa og tvístrað- an. Kosið var um bæði sætin í efri deild þings í Washington og repúblikanar unnu þau bæði. Af átta þingmönnum héðan í neðri deild voru repúblikanar með fjögur sæti og demókratar með fjögur; sú skipting haggaðist ekki. En repúblikanar náðu líka ríkisstjóraembættinu — Governor og Lieutenant Governor eru kosnir til samans og þeir eru nú repúblikanar, þar sem áður voru DFL leiðtogar eins og skammstöfun á flokks- heitinu hér tíðkast. Og svo í hinum aðalstöðvum bar einn repúblikani sigur af hólmi af þeim fjórum ráðherrum, sem voru í framboði. Ofan á þetta allt saman bættist það, að Repúblikana- flokkurinn náði nærri því meiri- hluta neðri deildar í ríkisþing- inu. Vandi fylgir þeirri vegsemd, því að skipting atkvæða í kjördæmunum féll þannig, að annar flokkurinn hefur nú 67 sæti og hinn rétt og slétt 67 líka! Meðlimir efri deildar eru með fjögurra ára kjörtímabil, og þeir „sátu hjá“ í þessum kosningum, og fara ekki í slaginn aftur fyrr en 1980. Eitt, sem hefur vakið eftirtekt víða í sambandi við sigra repúblikana í Minnesota, er hvernig háttvirtir kjósendur fylgdu ritningunni um það að varðveita „einingu andans i bandi friðarins“. Það er að segja, að þrír aðalsigur- vegararnir voru af gerólíkum trúarflokkum. Af þeim tveimur, sem skipa nú senatorsembættin, er annar kaþólskur og hinn Gyðingur, og sá sem verður nú Governor er norsk-lútherskur. Sumir eru að segja í hálfgerðu spaugi, að Minnesotabúar hafi sýnt hvernig eigi að fylgja „ecumenical" línunni — um- burðarlyndi milli fylgjenda trúarflokka af ýmsu tagi, eða jafnvel mætur hver á öðrum. Sannleikurinn er, að þær kirkj- ur eða þau þjóðabrot sem menn tilheyra hefur miklu minna að segja en hefur kannski áður verið, og er það gott og blessað. David Durenberger er sá kaþólski, rammþýzkur að ætt- erni, þó stafsetning nafnsins hafi smábreytzt. Manni dettur í hug að binda hann við Benedikts-regluna meðal kaþólskra, úr því hann ólst upp á menningarsetri þeirra, St. John's University, nálægt St. Cloud, þar sem faðir hans, George Durenberger, var íþróttaþjálfari. Munkar úr Benediktsreglunni stofnuðu klaustrið og skólann snemma á árum, 1854, áður en Minnesota komst í ríkjasambandið, 1858. Þar útskrifaðist David og hugði sér um tíma prestsskap sem ævistarf. Hann fór þó í lögfræði og fékk sína gráðu við Háskóla Minnesotaríkis. Það er algerlega innskot, en athugavert þó, að Benedikts- reglunni á Islandi til forna var gerð góð skil í meistararitgerð eftir nunnu við St. Benedict's College í St. Joseph, Minnesota. Hún tók nafnið Sister Michael Zezza, O.S.B., hefur verið kenn- ari lengi og árið 1964 samdi hún ritgerð um nunnuklaustur Benediktsreglunnar á Islandi á árunum 1000—1550. Hún valdi rannsóknarefnið vegna þess að amma hennar var íslenzk, og fluttist vestur ung til Winnipeg í Kanada. Sá sem þetta ritar hafði gaman af því að þýða fyrir nunnuna fleiri kafla úr íslenzk- um annálum frá kaþólskri tíð. Sister Michael viðaði að sér miklu efni og meðal annarra gagna sem hún notaði voru ritgerðir eftir Guðbrand Jóns- son, Einar Ólaf Sveinsson og ítarleg grein eftir Eirík í Cambridge, samið 1897. David Durenberger byrjaði lögfræðistörf á skrifstofu í South St. Paul, þar sem leiðandi félagar hafa áður verið Harold Stassen og Harold Le Vander, sem hafa báðir verið í Governors-embættinu í Minne- sota. Hann var aðalaðstoðar- maður Háraids LeVander á meðan hann var ríkisstjóri, þekkti ríkisbáknið út í yztu æsar og fór í framboð sem Governors- efni. Flokksþingið kaus heldur að styðja Albert Quie, meðlim neðri deildar þings í Washing- ton í meir en 20 ár, og David Durenberger lét leiðast til að bjóða sig fram sem senatorsefni í staðinn og fór vel úr þeim býtum. Ungi maðurinn, rúmlega fertugur, er glæsilegur á velli, fyrirtaks ræðumaður, með góðan heila. Síðustu árin hefur hann verið háttsettur hjá stór- fyrirtækinu H.B. Fuller Com- pany, rekið af Elmer L. Ander- sen, sem var þingmaður í nokkur ár og Governor seinna. Það, sem Durenberger og aðrir bjuggust við, var að hann yrði andstæðingur Donalds Fraser sem ætlaði sér að fara úr neðri deildar sæti sínu í Washington upp í öldungadeildina, sem eftirmaður Huberts Humphreys úr því að ekkja Humphreys tók við sæti bara til bráðabirgða. En það gekk öðru vísi. Fraser náði ekki útnefningu í próf- kosningunum, féll fyrir Robert Short sem varð milljóna- mæringur á rekstri flutninga- bíla og hótelstjórnar. Short var alveg miskunnarlaus í slaginum. Hann var vonsvikinn pólitíkus sem hafði sótt um embætti tvisvar áður, barðist á móti innri hringnum í flokk sínum og eyddi hartnær tveimur milljón- um dollara af eigin fé í kosningabaráttunni. Það varð eins og Rudolph Perpich sagði eftir að hann missti Governors-embættið: „Bob Short dragged us all down“, nefnilega að Short hefði spillt fyrir öllum öðrum í kjöri þeim megin. Fylgjendur Frasers voru eldheitir á móti Short og meirihluti Durenbergers var gífurlegur, um það bil 400.000 atkvæði. Margir hafa bent á það, að Democrat-Farmer-Labor flokkurinn tvístraðist eftir að Hubert Humphrey dó. Hann hafði verið með í því að steypa saman demókrata og Farmer- Labor flokkunum, 1944, og gat haldið mismunandi öflum saman. Ekki tókst varaforsetan- um, Walter Mondale, að gera það, þrátt fyrir tilraunir hans til að stefna þeim oft til Minnesota rétt fyrir kosningar, Carter forseta og Teddy Kennedy öldungadeildarþing- manni. Það sem skeði með flokkinn var nærri því alveg hið sama og skeði með þriðja flokkinn á sínum tíma — the Farmer-Albor party — sem tvístraðist eftir lát leiðtogans, Governor Floyd Björnstjerne Olson — á bezta reki, 1936. Rudolph Boschwitz er eini Gyðingurinn sem hefur nokkurn tíma verið kosinn í embætti af ríkinu öllu og átti hann það sameiginlegt með David Durenberger að hafa aldrei sótt um embætti áður. Hann var fæddur í Berlín og fluttist til Ameríku sem unglingur meö foreldrum sínum, er yfirgáfu Þýzkaland jafnvel fyrir tíð Hitlers, árið 1931. Hann ólst upp í New York-hverfinu, rétt fyrir norðan Bronx, nam Iögfræði og varð flinkur músíkant í tóm- stundum, lék á „French horn“ með mikilli snilld. Pappi hans sagði honum, að hann mundi ekkert græða með þessu móti — hann ætti að koma í „business". Það gerði hann. Hann varð félagi bróður síns í Oshkosh, Winsconsin, í nokkur ár, við timburverzlun, og kom svo til Minneapolis. Hér stofnaði hann fyrirtæki sem kallað er Plywood, Minnesota, sem selur helzt timburefni til að þilja hús og heimili að innan, ásamt teppum og ýmsum græjum. Það leið ekki á löngu áður en útibúin voru orðin 20 talsins og Rudy orðinn milljónamæringur af eigin dáðum. Hann hafði áhuga á stjórnmálum og sótti um það, þegar breyting stóð til, að verða „National Commiteeman of the Republican party for Minnesota" — meðlimur stjórnarráðs flokksins um allt landið. Hann náði þeirri ólaunaðri stöðu og gat þá hæglega farið beint út í pólitík- ina sem háttsettur frambjóð- andi seinna meir. — Nýliðinn fékk rétt að segja kvart-milljón atkvæða meirihluta. Hann valdi vel takmark sitt og gerði það snemma — að sækja á móti Democrat- Farmer-Labor frambjóðandun- um, sem hélt embættinu, U.S. Senator Wendell Anderson. Anderson, sem var vinsæll sem þingmaður í ríkinu og Governor, gat aldrei yfirunnið það að hafa virkilega útnefnt sjáifan sig sem senator. Hann sagði upp ríkis- forystunni, lét Lieutenant Governor Rudolph Perpic taka við af sér — og Perpich útnefnd- in Anderson í þingsæti Walter Mondales, sem þurfti að segja af sér þegar hann varð varaforseti með Jimmy Carter. Það hefur sannreynzt, að DFL-flokks- leiðtogar hafa verið alltof mikið með útnefningar milli kollega. Þeir voru orðnir ailt of sérgóðir. Hann var sannarlega hreinskil- inn einn leiðtogi þeirra, Nicholas Coleman, aðalmaður flokksins í efri deild Minnesotaþings, þegar hann sagði eftir að sögulega fallið kom: „People have gained the impression that we are arrogant and corrupt. We must correct that“ — að fólk væri þeirrar skoðunar að flokkurinn væri orðinn rígmontinn og óheiðar- legur, og að þetta þyrfti að lagfæra. Margir sáu eftir því, að Albert Quie vildi ólmur sækja um Governorsembættið og hætta glæsilegum og hættulausum ferli sem neðri deildar þingmað- ur kjördæmis síns, suðaustur- hluta ríkisins, á þinginu í Washington. Hann tók við af manni látnum sem var jafnfast- ur í sessi í öruggu kjördæmi, August Andresen. En það voru leiðandi menn í flokknum, sem vildu verða við ósk Quies um að hætta þingmennskunni og hverfa aftur heim í sitt ríki með aðalstöðuna í huga. Hann er enginn ræðuskörungur, en blátt áfram, hreinskilinn og góðum gáfum gæddur. Fólk hélt að Perpich mundi ná kosningu í fyrsta skipti upp á vigin spýtur, en það varð ekki. Quie sigraði með rúmlega 100.000 atkvæða meirihiuta og norskur skóla- stjóri með honum sem Lieutenant Governor, Wansberg að nafni, frá Bemidji. Quie er útskrifaður af norsk-lútherska háskólanum í Northfield, St. Olaf College, er rammnorskur og lútherskur, sannkristinn maður sem fer alls ekki í felur með það. Hann hefur gaman af því að skýra frá nafni sínu, helzt þegar hann talar þar sem fleiri eru af norskum ættum. Hann segir, að Quie nafnið þýði „kvíga“ og er með talsvert spaug um það; ætt hans er frá Hallingdal í Noregi og var faðir hans að deyja rétt fyrir miðjan desembermánuð, rúm- lega níræður. Þórhallur Ásgeirsson gat huggað Quie eitt skiptið í Reykjavík — sagði honum að hann ætti ekki að vera að basiast með „kvígu“ þýðinguna á nafni sínu, að heitið væri dregið frekar frá orðinu „kví“, smáréttir þar sem ær eru geymdar þegar á að mjólka þær. Maður hefur heyrt Quie fara með þessa skýringu og jafnvel að koma með nafnið í franskri útgáfu líka. Hann og Þórhallur hittust þegar Quie var á raðstefnu þingmanna frá NATO-löndunum í Reykjavík. Quie hefur nóga hæfileika að vera góður Governor, þó að hann hafi verið í Washington lengi að glíma við mál, sem tilheyra landinu öllu. Enginn bjóst við því, að fylgi Repúblikanaflokksins í Minnesotaþingi mundu aukast mikið í kosningunum — svona 15 — 20 sæti var búizt við. Þingmennirnir eru 134 alls, og 67 í efri deild, sem sitja í fjögur ár í senn. Fyrir fjórum árum var tekið upp á því að láta þingmenn í ríkinu vera háða flokkum; þeir voru kosnir í „nonpartisan“ kosningum frá því 1913. Democrat-Farmer-Lahor flokk- urinn náði meirihluta þegar kosningafyrirkomulagið breytt- ist á þennan hátt og fyrir tveimur árum var munurinn virkilega mikill 103 á móti 31 í neðri deild. Það þurfti ekki annað á þeim tíma en að nefna Nixon og Watergate og þá hrundu framboðin. Nú náðu repúblikanar 35 fleiri sætum og varð úr að flokkarnir voru með 67 þingmenn hvor um sig. Lög heimta það að endur- talning atkvæða verði að fara fram í kjördæmi þar sem atkvæðamunur milli frambjóð- enda er 100 eða minni. Fleiri endurtalningar hafa verið gerð- ar og jafnteflið óbreytt. Fundir fara fram til að re.vna að koma á sáttum, að annar hvor flokkur- inn fái meirihluta í vissum tilteknum þingnefndum, en svo er ein aðalgátan — hver verði formaður þings? Hver eða hverjir skipa i nefndir? Þræta þingmennirnir í kastljósi sjónvarpsins á fundum sem hafa verið haldnir síðustu vikurnar — en skárra væri það líklegast ef þeir hittust bara á gamla mátann, lokaðir inni í eigin herbergi án truflana. En nú til dags er dýrkað það, sem kallast „the right to know“, um leið og einstaklingurinn talar um „the right to privacy" — heimtingu á því að fólk fái að fylgjast með öllu sem skcður hjá „hinu opinbera" og líka rétt ein- staklingsins til að láta stjórn- völd ekki vera of nærgöngul. Það er erfitt að þræða hinn gullna meðalveg. Rudy Boschwitz. A1 Quie og David Burenberger fagna að loknum kosningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.