Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
þurfum ekki einu sinni að kvíða
komu njósnaranna, því ekkert er
leynt allt liggur frammi.
Páll postuli ritaði eftirfarandi
til Efesusmanna: „Takið því al-
vpæni Guðs ... Standið girtir
sannleika um lendar yðar, klæddir
brynju réttlætisins, skóaðir á fót-
um fúsleik til að flytja fagnaðar-
boðskap friðarins, — og takið ofan
á allt þetta skjöld trúarinnar sem
þér getið slökkt með öll hin eldlegu
skeyti hins vonda, takið hjálm
hjálpræðisins og sverð andans sem
er Guðs orð.“ (6. kafli vers 13—18).
„Því að Guðs orð er lifandi og
kröftugt og beittara hverju
tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í
innstu fylgsni sálar, anda, liða-
móta og mergjar og er vel fallið til
að dæma hugsanir og hugrenning-
ar hjartans." (Heb. 4:12)
Með þökk fyrir birtinguna.
Einar I. Magnússon.
Sendum heim á kvöldin
Þessir hringdu . . .
• „Standið vörð
um börn og
ungmenni á
barnaárinu“
Móðir hringdi:
„Mig langar mikið til þess að
láta í ljós skoðun mína í sambandi
við morðmálið sem nýlega var í
fréttum. A barnaárinu finnst mér
það vera mjög svo ógeðslegt að
fjölmiðlar skuli hafa látið uppi
nafn 17 ára gamals pilts sem alls
ekki er víst að hafi myrt stúlkuna
og lögin segja svo til um að maður
sé saklaus þar til sekt hans sé
sönnuð. 17 ára piltur er bara barn
og því er það ógeðslegt að vera að
bendla nafn hans við glæp áður en
nokkuð er vitað með vissu.
Nú heyrist ekkert í fjölmiðlum
um þetta mál og fólk er farið að
hugsa hvort það sé ekki sú raunin
á að drengurinn sé saklaus. Hvað
ætla fjölmiðlarnir þá að gera ef
svo reynist vera?
Að lokum vil ég þakka Magneu
Matthíasdóttur fyrir góða grein
sem hún skrifaði í Mbl. fyrir
stuttu. Hún kemst þar beint að
efninu.
Á barnaári ættum við að standa
vörð um velferð barna og unglinga
í stað þess að hafa uppi ógeðslegar
ásakanir sem ef til vill eru úr
lausu lofti gripnar."
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
I sovézku fyrstu deildar keppn-
inni í ár, sem jafnframt var
undanúrslit fyrir sovézka
meistaramótið, kom þessi staða
upp í skák þeirra I. Ivanovs, og
Kupreitschiks, sem hafði svart og
átti leik.
29... Hxg2+!! 30. Kxg2 - De2+,
31. Kgl - Dxfl+ 32. Kxfl -
Re4+, 33. Df3 - Rxg5, 34. Dxf8+
— Kxf8 og með tvo riddara fyrir
hrók vann svartur án erfiðleika.
Þeir Tukmakov og Tseshkovsky
urðu jafnir og efstir á mótinu, með
10 'h v. af 16 mögulegum. Næstir
komu þeir Beljavsky og
Mikhailschisin með 10 v. Þátt-
takendur á mótinu voru 17, þar af
11 stórmeistarar.
• „Hættuleg
atvinna“
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
„Mig langar til að bera sjón-
varpinu mínar bestu þakkir fyrir
norska sakamálaflokkinn „Hættu-
leg atvinna".
i'essi paciur er Kærkomin til-
breyting frá öllum þeim þáttum
sem við fáum frá enskumælandi
löndum. Auk þess er „Hættuleg
atvinna“ nokkuð góður og spenn-
andi þáttur sem gaman er að horfa
á.“
HÖGNI HREKKVlSI
Tóbak, sælgæti, pylsur, samlokur, blöö og
tímarit, hreinlætisvörur, klaki í pokum. Allt gos
beint úr kæli, ís og ístertur o.fl. o.fl. Kaupum allar
tómar flöskur.
Söluturninn
NÓRI
Háteigsvegi 52 — Sími 21487.
Verður haldinn fimmtudagskvöld 8
febrúar kl. 21.00 að Síðumúla 35 uppi.
NámskeiÖið getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína.
★ Koma hugmyndum þínum örugglega til skila.
★ Sigrast á ræöuskjálfta.
★ Þjálfa minni þitt — skerpa athyglina.
★ Auka eldmóðinn meiri afköst.
★ Sigrast á óhyggjum og kvíöa.
★ Eignast vini, ný áhugamál og fleiri ánægju-
stundir í lífinu.
Hjón hafa náö góöum árangri saman, viö hin
ýmsu vandamál og unga fólkiö stendur sig betur í
skóla og sjóndeildarhringurinn stækkar.
Þú getur sjálfur dæmt um þaö, hvernig
námskeiöiö getur hjáipaö þér.
Þú ert boöinn ásamt vinum og kunninaium, aö
líta viö hjá okkur án skuldbindinga eöa
kostnaöar.
Þú munt heyra þátttakendur segja frá því, hvers
vegna þeir tóku þátt í námskeiöinu og hver var
árangurinn.
Þetta veröur fræöandi og skemmtilegt kvöld er
gæti komiö þér aö gagni.
FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI
ÆVILANGT.
Innritun og upplýsingar í síma
STJORNUN ARSKOLIN N
Konráð Adolphsson
MANNI 0G KONNA
HAGTRYGGING HF
ÞARNA ER
BRÚ, BETRA
AD HÆGJA Á
SÉR.
^l/-------
SÝNIÐ FYLLSTU AÐGAT EF SKEPNUR ERU A EÐA VIÐ VEGINN.