Morgunblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
opnunartíma
veitingahúsa
eða hann gefinn alveg frjáls?
Hér er enn opið. enda á klukkan enn eítir Öríáar
mínútur í hálí tólf. Oft eru það þeir ágeníjustu og
handleggjasverustu sem komast inn. en þeir
hlédrægari mega
leið og
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um
breyttan opnunartíma vínveitingahúsa. Þingmennirnir Ellert B. Schram, Vilmundur Gylfason,
Eiður Guðnason og Friðrik Sophusson hafa á Alþingi lagt fram frumvarp til laga um breytingar á
áfengislögum, sem meðal annars gerir ráð fyrir að opnunartími veitingahúsa verði gefinn frjáls.
Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að áfengiskaupaaldur verði lækkaður úr 20 árum í 18.
Umræður hafa verið miklar um opnunar og lokunartíma veitingahúsa hér á landi undanfarin ár, og hafa
margir orðið til þess að gagnrýna þau lög og þær reglur sem nú eru í gildi. Gagnrýnin hefur meðal annars
beinst að því að nú skuli öllum vínveitingahúsum skylt að loka útidyrum sínum án tillits til þess hve lengi er
opið. Hús sem hafa til dæmis opið til klukkan 2 að nóttu mega ekki hleypa gestum inn eftir klukkan hálf tólf.
Þetta hefur leitt til þess að biðraðir hafa myndast fyrir utan veitingastaðina, og einnig veldur það oft
öngþveiti á leigubílastöðvunum hve margir þurfa að komast leiðar sinnar á sama tíma, það er rétt fyrir hálf
tólf.
Þá hefur gagnrýnisröddum einnig verið beint að því að nú skuli öll veitingahús loka á sama tíma. Það veldur
miklum vandræðum þegar 10 til 15 þúsund manns koma út af skemmtistöðum á svo að segja sömu mínútunni.
Liggur í augum uppi að leigubílar hafa engan veginn undan að aka öllu þessu fólki samstundis heim. Það
safnast því saman á götum úti og bíður bílfars, oft í misjöfnum veðrum. Fólk þetta er oft til trafala í
umferðinni, lögreglan verður oft að hafa af því afskipti, og eins veldur það íbúum nærliggjandi íbúðarhverfa
ónæði. — Til að leysa þetta vandamál hafa margir bent á það ráð að veitingahúsin loki á sitt hverjum tíma hin
ýmsu kvöld vikunnar.
Fleira mætti nefna af því sem gagnrýnt hefur verið við núverandi áfengislöggjöf, svo sem að ekki fer saman
löglegur aldur fólks til að fara inn á vínveitingahús og aldur til að kaupa þar áfengi, skylt er að hafa fullkomið
eldhús á öllumþeim stöðum sem selja vín og fleira og fleira.
Þar sem umræður hafa nú á ný orðið um þessi mál í kjölfar fyrrnefndra tillagna á Alþingi og í borgarstjórn
leitaði Morgunblaðið til nokkurra aðila og spurði þá álits á framkomnum tillögum. — AH.
Leigubflar í röð fyrir utan einn skemmtistaðanna í höfuðborginni.
Klukkan eitt á föstudagskvöldum og kiukkan tvö á laugardagskvöld-
um loka allir staðirnir á höfuðborgarsvæðinu. Ailir á sömu mínútunni.
Milli 10 og 15 þúsund manns koma þá út af skemmtistöðunum og
leigubflarnir hafa engan veginn undan við að aka fólki heim.
Þessi hafa verið heppin; þau hafa náð í ieigubi. Ekki eru allir jafn heppnir sem fara út að skemmta sér í
Reykjavfk um heigar. Biðin eftir bfl getur oft orðið löng, og þvi' getur oft verið freistandi að aka eigin bfl
þó áfengi hafi verið bragðað.
Einn hinna heppnu stfgur upp í leigubfl að loknum dansleik.