Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Hér er aðeins brot af hinum hafnlausa flota Reykvíkinga. Þessi mynd er tekin stuttu áður en rásmerkið var gefið keppendum í sjóralli umhverfis ísland síðastliðið sumar. — D.B. mynd. Aðstöðuleysi sportbátaeigenda Saga sportbátasiglinga hér á landi er ekki löng. Ahugi á þeim hefir vaxið mjög ört hér á síðustu árum og er nú sportbátaeign Reykvíkinga að líkindum hátt í tvö hundruð talsins, þrátt fyrir þá ömur- legu staðreynd, að höfuðstað- ur þessa lands á enga höfn fyrir allan þennan bátaflota. Margar raunasögur væri hægt að segja aí þessum bátaeig- endum er þeir hafa ratað í vegna fyrrnefnds hafnleysis. Oft á tíðum hefur milljóna- tjón blasað við þeim þegar stormar hafa geisað, og aðeins er hægt að þakka það sömu mönnum, að ekki hefur orðið meiri skaði á sportbátum hér í Reykjavík en raun ber vitni. Ég hef margsinnis horft á bátaeigendur vaða út í sjó, allt upp undir hendur, í há- vaðaroki, til þess að grípa bátana jafnóðum, og þá hefur rekið upp í fjöru, eftir að þeir hafa slitnað frá bólfærum. Þessar björgunaraðgerðir hafa staðið allt upp í heilt dægur í einu. Með þessum hætti hefir tekist að koma í veg fyrir tugmilljónatjón, og vitundin um það hefur eflaust yljað, meðan á vosbúðinni stóð. Einnig eru dæmi þess, að menn hafi fest bíla sína í fjöru við sjósetningu báta, og þeir flætt, þetta er að sjálf- sögðu tilfinnanlegt tjón fyrir viðkomandi. Engan þarf að undra, þótt þessir bátaeigend- ur hafi stofnað með sér félag til þess að beita sér fyrir úrbótum á þessu ófremdar- ástandi sem hér hefur verið lýst. Komu þeir saman í húsi Slysavarnafélags Islands til stofnfundar 18. sept. 1975 og stofnuðu með sér félag sem nefnt var Snarfari, félag sportbátaeigenda. A stofn- fundinum mættu um 60 manns, síðan hefur félögum fjölgað jafnt og þétt, og er nú á fjórða hundrað manns í þessum félagsskap. Formaður félagsins frá upphafi hefur verið Hafsteinn Sveinsson. Margt hefur verið starfað innan þessa félagsskapar frá stofnun hans, svo sem steypt sjósetningarrenna, smíðuð flotbryggja, farnar hópsigl- ingar, sumarmót haldið í Við ey, sjóveiðikeppni úti á Faxa- flóa, kappsigling umhverfis Island síðastliðið sumar eins og mörgum er í fersku minni. Starfandi hefur verið örygg- ismálanefnd mönnum til leiðbeiningar varðandi sigl- ÁKVEÐIÐ hefur verið að ég undirritaður taki að mér að rita þætti í Mbl. er varða báta og hátasport. í þessum fyrsta þætti mín- um skrifa ég um aðstöðu- leysi sportbátaeigenda í Reykjavík og kynni starf- semi Snarfara, félags sportbátaeigenda. Bátar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON ingar og öryggisútbúnað sportbáta. Á annað hundrað manns á vegum Snarfara hafa farið í Stýrimannaskólann og lokið þaðan prófi, er það athyglisvert. Gefið hefur ver- ið út félagsblað sem ber nafn- ið Bátablaðið Sjósport, rit- stjóri þess er Ingólfur Ár- mannsson. Árshátíð haldin ár hvert, margt fleira hefur verið starfað innan þessa félags. Enn er það mál ónefnt sem stjórn Snarfara hefur lagt mesta áherslu á og talið mál málanna, en það er að fá samþykkt borgarstjórnar fyrir smábátahöfn hér í Reykjavík. Var því máli strax í upphafi vel tekið árið 1975 af þáverandi borgarstjóra og borgaryfirvöldum, en samt fór það svo að mörg ljón urðu á veginum sem töfðu þessa hafnarsamþykkt allt til vors- ins 1968. Mikill fögnuður ríkti í röðum smábátaeigenda að lokinni þessari hafnarsam- þykkt. Sú gleði er nú ekki lengur ríkjandi þar sem komið er í ljós að núverandi borgar- yfirvöld hafa ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til framkvæmda á fyrrnefndri hafnarsamþykkt, á þessu yfir- standandi ári þrátt fyrir áskorun stjornar Snarfara og brýna þörf. Nú kann einhver að segja sem svo: er það ekki ágætt, eru þetta ekki allt auðkýfing- ar og sportitjótar sem eru eigendur þessara sportbáta? Því er til að svara að svo er ekki, eigendur þessara báta eru úr flestöllum stéttum Reykvíkinga og síður en svo auðkýfingar, heldur venjuleg- ir fjölskyldufeður, sem kjósa að fara með fjölskyldu sína út á flóa í frístundum og draga fisk úr sjo, sér til gagns og ánægju. Þar getur fjölskyldan sameinast úti í tæru sjávar- lofti, sameinast við að draga fisk úr sjó og um leið björg í bú. Ég veit mörg dæmi þess að menn leggja meira upp úr því að eiga fleytu fyrir sig og fjölskylduna en dýran bíl, einfaldlega telja þeir bæði hollara og skemmtilegra að draga fisk en aka út á okkar rykugu grýttu og holóttu svokölluðu þjóðvegi (sem eru þjóðareinkenni). Margt er framundan í sumarstarfi Snarfara Má þar fyrst nefna, báta- sýningu í Sýningarhöllinni v/Bíldshöfða, á hún að hefjast 28. apríl næstkomandi. Þar mun flestum bátainnflytjend- um gefast kostur á að kynna báta sína svo og íslenskum sportbátaframleiðendum. Auk þess munu Snarfaramenn gefa fólki kost á að skoða flestar þær tegundir sport- báta sem þeir hafa undir höndum í dag. Vonir standa til að þetta verði yfirgrips- mikil sýning á íslenskan mælikvarða og þá um leið hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Einnig er fyrirhuguð hópsigling í Breiðafjarðareyj- ar og þar dvalist, svo og sjóveiðikeppni í Faxaflóa. Hvorugt hefur enn verið dag- sett. Þá er ákveðið sjórall 1979 sem er hraðbátakeppni um- hverfis landið fyrsta dag júlí- mánaðar næstkomandi. Þessi keppni verður eflaust með nokkuð svipuðu sniði og síð- asta sumar. Þó hafa keppnis- reglur ekki verið mótaðar enn þá. Ekki fer milli mála að nú er enn meiri áhugi fyrir næstu keppni hér á landi en var, nú þegar brautin hefur verið rudd og hugmyndin fram- kvæmd. Um keppnina síðast- liðið sumar er það að segja að hún hlýtur að vera öllum þátttakendum mjög svo eftir- minnileg. Ég hygg að ég mæli fyrir munn þeirra allra er ég segi að enginn þeirra myndi vilja missa þennan kapítula úr lífshlaupi sínu. Að sjálf- sögðu komu upp mörg vanda mál sem leysa varð og margt óvænt gerðist, marga erfið- leika þurfti að yfirstíga áður en hringnum var lokað og svo sannarlega skiptust á skin og skúrir, sem þá um leið gerði þessa keppni eftirminnilegri, litríkari og verðugri. Hafsteinn Sveinsson. Ad vera og vera ekki i vinstra samstarfi Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá fulltrúum Alþýðubanda- lagsins f Æskulýðsráði Reykjavíkur: Síðastliðið vor kusu íbúar Reykjavíkur að breyta valdahlut- föllum í stjórn borgarinnar. Nýr meirihluti var myndaður í borgar- stjórn og þeir þrír flokkar, sem að honum stóðu gerðu með sér sam- komulag um verkaskiptingu og samstarfsaðferðir. Þetta er öllum kunnugt. Kjósendur vita hins veg- ar minna um það hvernig þessum þrem flokkum tekst að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn heldur auðvitað fram sinni gömlu glundroðakenningu, hann um það. Við undirrituð höfum átt þátt í samstarfi vinstri flokkanna í Æskulýsðráði. Við komum inn í það ráð með því hugarfari að vinna ásamt okkar vinstri sam- herjum í ráðinu að málefnum æskulýðs í borginni, og ætluðum að gera það betur og hagkvæmar en íhaldið hafði gert. Til þess að svo mætti verða, yrði hinn nýi meirihluti að leggja á sig þrot- lausa vinnu. I fyrsta lagi við að fara ofan í það kerfi, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði byggt upp, kerfi, sem að sjálfsögðu var þétt- setið embættismönnum honum hliðhollum. I öðru lagi reyna að koma fram umbótum á þessu kerfi og í þriðja lagi reyna einhverjar nýjungar í málefnum æskufólks en á þeim er svo sannarlega þörf. Þessi verk kröfðust sameinaðra krafta allra fulltrúa meirihlutans. Vegna skrifa Bessíar Jóhanns- dóttur þann 15. þessa mánaðar, fréttar úr Æskulýðsráði Reykja- víkur um bókanir í ráðinu þann 27. og yfirlýsingar Sjafnar Sigur- björnsdóttur formanns Æskulýðs- ráðs 28. mars hér í blaðinu viljum við fulltrúar Alþýðubandalagsins skýra á sama vettvangi frá því hvernig vinstra samstarfið hefur gengið í því ráði: í upphafi kjörtímabilsins þ.e. síðast liðið vor og haust hélt meirihlutinn í ráðinu nokkra fundi að frumkvæði fulltrúa Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins. Lítið gerðist á þessum fundum, menn voru að kynnast, ræða vítt og breitt um æskulýðs- mál, og virtist okkur formaður ráðsins vera þeirrar skoðunar að slíka fundi þyrfti að halda og verkefnin væru nóg. I október kemur síðan að því að undirbúa þarf fjárhagsáætlun fyrir starf- semi ráðsins. Mikilvægi hennar er óþarft að tíunda hér. Biðjum við ásamt fulltrúa Framsóknarflokks- ins um meirihlutafund í samræmi við áðurnefnt samkomulag, þar sem undirbúningur fjárhagsáætl- unar skuli ræddur. Þá gerist það óvænt að formaður ráðsins Sjöfn Sigurbjörnsdóttir þverneitar allri samvinnu við okkur í þessu máli, án rökstuðnings. Síðan þetta gerðist hafa undir- rituð margoft ásamt Kristni Ágúst Friðfinnssyni reynt að koma á samstarfi innan ráðsins en án árangurs. Höfum við m.a. fengið þau skilaboð frá formanni ráðsins, að hún „talaði ekki við dóna“. Þann 7. nóvember 1978 sendum við oddvitum meirihlutaflokkanna þeim Sigurjóni Péturssyni, Kristjáni Benediktssyni og Björg- vin Guðmundssyni bréf, þar sem við röktum þessa erfiðleika og fórum fram á, að þessi mál yrðu tekin fyrir og, „að það væri ein- lægur vilji okkar, að samstarf geti aftur hafist innan meirihlutans í Æskulýðsráði Reykjavíkur, en þó svo að það samstarf verði í fullu samræmi við samkomulag meiri- hlutaflokkanna". Reynt var að fá Sjöfn Sigur- björnsdóttur til viðræðna um þessi mál, en hún harðneitaði, og um röksemdir hennar var ekkert látið uppi. Andrúmsloftið og samstarfið innan ráðsins hefur ekki farið varhluta af þessu einkennilega framferði formanns, þ.e. að vera og vera ekki í vinstra samstarfi. Er fæst ofsagt um það mál í áðurnefndri grein Bessíar Jó- hannsdóttur. Og síðasta birtingar- form þessa var hin vægast sagt ge>-ræðislega fundarstjórn for- manns á fundi ráðsins þann 12. mars s.l. Þar eins og reyndar kemur fram í bókun okkar og Kristins Ágústs Friðfinnssonar á fundi ráðsins þann 26. þ.m., neitaði hún báðum undirrituðum um orð- ið, án rökstuðnings, tók fyrirvara- laust þann dagskrárlið sem við vildum fá orðið um út af dagskrá, án rökstuðnings og neitaði Kristjáni Valdimarssyni um bók- un án rökstuðnings. Þegar við á næsta fundi þann 26. mars s.l. tókum upp umræður um þessar starfsaðferðir fundarstjóra og báðum ítrekað um skýringar og tryggingu fyrir því að slíkt endur- íslenzk-enskur blásarakvintett Helios blásarakvintettinn held- ur tónleika í Bústaðakirkju á mánudagskvöld, en kvintett þessi var stofnaður 1976 af félögum úr Royal College of Music í London og skipa hann nú: óskar Ingólfs- son, sem leikur á klarinett, Jónat- an Bager, sem leikur á flautu, Jónatan Small, sem leikur á óbó. Francis Griffin, sem leikur á horn, og Simon Durnford, sem leikur á fagott. Helios blásarakvintettinn hefur m.a. tekið þátt í alþjóðlegri tón- listarhátíð í London: St. Barthol- omew International Festival og árið 1977 vann hann til fyrstu verðlauna í Kathleen Long kamm- ermúsíkkeppninni í London. Þá hefur hann komið fram í BBC-sjónvarpi og um miðjan apríl taka þeir félagar þátt í alþjóða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.