Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 29 Sigríður Sigtryggsdótt- ir kennari — Minning Fædd 11. júlí 1941. Dáin 25. marz 1979. Sigríður Sigtryggsdóttir andað- ist á Borgarspítalanum í Reykja- vík aðfararnótt sunnudagsins 25. þ.m. Allir, sem þekktu hana, urðu harmi lostnir við þessa fregn. Þótt við vissum, að hún væri haldin alvarlegum sjúkdómi, datt okkur ekki í hug að dauða hennar bæri svo skjótt að. Vonin er lífseig og sem betur fer er það okkar mann- lega eðli, sem veldur því, að við höldum í hana þar til yfir lýkur. Það leið svo stutt stund frá því hún var með okkur í skólanum og þar til hún veiktist og átti ekki afturkvæmt í bekkinn sinn eða í kennarahópinn, að öllum fannst þetta óskiljanlegt. En vegir Guðs eru órannsakanlegir, við verðum að taka atburðum eins og þeir gerast og setja allt okkar traust á þann, sem öllu stýrir og ræður fyrir okkur. Sigríður Sigtryggsdóttir fæddist í Þrúðvangi við Akureyri þ. 11. júlí 1941. Hún var dóttir hjónanna Sigtryggs Þorsteinssonar og Sigurlínu Haraldsdóttur. Sigríður lauk handavinnukennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1961. Hún hóf kennsiu við Glerárskóla 1974 og kenndi fyrst í stað við forskóla- deildir, sem þá voru nýstofnaðar. Það kom fljótt í ljós, að hún var góður kennari, samviskusöm, dug- leg og ástrík. Hún var róleg í fasi, talaði lágt og sefjandi og hafði róandi áhrif á nemendur sína. Það kom líka fljótt í ljós, að börnin urðu mjög hænd að henni og vildu allt fyrir hana gera og sitja og standa eins og hún vildi. Þetta einstaka lag hennar á börnum gerði það að verkum ásamt dugn- aði og samviskusemi hennar, að þessum ungu vinum hennar sóttist námið vel. Það er mikið starf að vera kennari, vakandi og sofandi yfir velferð nemendanna, vilja ekkert til spara — síst af öllu sjálfan sig, — til að þeim megi líða sem best, þroskist sem eðlilegast og séu hamingjusamir og ánægðir með tilveruna. Þetta tókst Sigríði með afbrigðum vel, enda voru þeir ekki fáir morgnarnir eða síðdegin og jafnvel kvöldin, þegar mikið stóð til, er hún sat í skólanum og vann að undirbúningi fyrir næstu daga. Oft kom hún og talaði við mig um einstaka nemendur og hvað hægt væri að gera til að þeir öðluðust meiri þroska, liði betur og sæktist námið betur. Ungum börn- um er það mikil gæfa að kynnast og njóta leiðsagnar svona kennara, því að reynslan hefur kennt okkur, að fyrstu skólaárin eru'þau mikil- | vægustu á allri skólagöngu barns- ins. Hennar er sárt saknað í skólan- um af nemendum og samstarfs- fólki og víst er, að hennar skarð mun vandfyllt, en sárastur er harmur eftirlifandi eiginmanns og dætra. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Magnús Jónsson, rafvirkja- meistari. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Laufeyju Petreu og Sigurlínu Margréti, sem báðar eru í skóla. Eg vil að leiðarlokum þakka þessum ágæta samstarfsmanni fyrir ánægjulega samvinnu og störf við Glerárskóla og ég veit, að ég má gera það fyrir hönd allra starfsmanna og nemenda Gler- árskóla. Við hjónin vottum ykkur dýpstu samúð okkar og biðjum algóðan Guð að blessa ykkur í harmi ykkar. Vilberg Alexandersson. Hvaft.er langlffi? Lffsnautnin frjðva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvftugur melra hefur lifað svefnugum scgg, er sjötugur hjarði. (Jðnas Hallgrfmseon.) I dag verður til moldar borin Sigríður Sigtryggsdóttir kennari. Er ég frétti lát hennar setti mig hljóðan. Margar hugsanir og minningar komu fram í hugann á þessari stundu. Kynni okkar Sigríðar hófust fyrir fjórum árum er ég réðist sem kennari að Glerárskólanum á Ak- ureyri. Ég kynntist Sigríði fljótt, því hún hafði þau áhrif á fólk að það laðaðist að henni. Hún var hógvær í fasi og skemmtileg í tali því kímnigáfa hennar var mikil. Þessvegna fannst mér alltaf vera sólskin í kringum Sigríði og ég er viss um að flestir hafa sömu sögu að segja. Sigríður var góður og vinsæll kennari og þar nutu sín hinir góðu eiginleikar hennar í ríkum mæli. Hún var hjálpfús, skilningsrík og ákveðin við nemendur sína og það var lærdómsríkt að hlusta á Sigríði greiða úr ágreiningsefnum milli nemenda, sem oft koma fyrir, því eftir að úrskurður hennar var kominn voru allir ánægðir. í fram- haldi af þessu koma upp í hug minn þessar ljóðlínur eftir Örn Arnarson, „Þú varst skjóliö móöir mín því mildin þín vermdi þann veika gróöur.4* Sigríður fæddist í Þrúðvangi við Akureyri 11. júlí 1941. Foreldrar hennar vóru Sigtryggur Þorsteins- son, sem lengi var starfsmaður hjá K.E.A og þekktur leikari hér í bæ, og Sigurlína Haraldsdóttir kona hans. Sigríður ólst upp í heima- húsum. Hún lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1958 og síðan er hún í kvennaskólanum á BLöndu- ósi 1959. Handavinnukennaraprófi lýkur hún árið 1961. Sigríður giftist Magnúsi Jóns- syni rafvirkjameistara og eignuð- ust þau tvær efnilegar dætur en þær eru Laufey Petrea er nú stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og Sigurlína Margrét sem er nemandi í Glerárskólanum. Harmur Magnúsar og dætra hans er mikill og bið ég algóðan guð að styrkja þau og hugga í harmi sínum. Heimili þeirra er orðlagt fyrir myndarskap og minnist ég ætíð þeirrar hlýju og gestrisni sem mætti mér er ég kom til þeirra hjóna því ekki fór á milli mála að þar réðu höfðingjar húsum. Að lokum vil ég votta Magnúsi, dætrunum ungu og öðrum vanda- mönnum mína dýpstu samúð og fjölskyldu minnar. Ormarr Snæbjörnsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrcinar verða að berast blaðinu með góðum íyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Sólveig Eggerz Pétursdóttir: Nokkur orð um „svæða-meðferð” Á síðasta ári voru stofnuð sam- tök áhugamanna um svæðameð- ferð og heilsvernd. Þar var hópur fólks, sem sótt hafði námskeið hjá Geir Viðari Vilhjálmssyni og Norðmanninum Harald Thiis. Almenn samþykkt var gerð fyrir því að samtökin störfuðu að heilsuvernd og fræðslu á svínu sviði. Nú er það staðreynd, að svæðameðferð eða öðru nafni Rafleks Zoneterapi getur reynst svo vel í meðferð kunnáttufólks að erfitt getur orðið að skilja greini- lega á milli þess sem er heilsu- verndarhressing og áhrifa sem stuðla að beinni lækningu. Á markaðinn hefir komið mikið af bókakosti um ýmsar aðferðir og kenningar ættaðar úr austri og vestri, frá Kínverjum, Indverjum og Indjánum. Það sem hefir tekið aldalanga reynslu að þróa sem „alþýðulækningalist" ætla sumir sér að gleypa í einum munnbita án þess að vera sér meðvitandi um einföldustu líffærafræði. Það litla sem einu sinni var lært í barna- og gagnfræðaskóla er löngu gleymt. Gluggað er í eina eða fleiri bækur með myndaskýringum. Nokkur grip eru æfð og reynd með góðum árangri. Verkur hvarf hér og þar í skrokknum. Þá er rokið upp til handa og fóta, fyrst eru vinir og vandamenn prófaðir, síðan kemur ókunnugt fólk, sem hefir heyrt um „töfralækni" hverfsins. Brát.t er viðkomandi urnsetinn „sjúklingum" og allt heimilið komið á annan endann. Nokkrir sjá sér þarna leik áborði við öflun tekna, jafnvel auglýsa þjónustu sína. Nú langar mig til þess að koma nokkrum vinsamlegum ábendingum til „fótaklípara og þolenda". Þrátt fyrir þann bóka- kost, sem fáanlegur er, mun æski- legt að fá nokkra leiðsögn og verklegt nám. Það er alls ekki sama hvernig þetta er gert og nokkrir sjúkdómar eru betur settir án svæðameðferðar, svo sem sykursýki þegar fólk er á lyfjagjöf. Svo eru í lagasafni 1973 um heilbrigðismál bls. 948—949 ákvæði um, að þeim, sem hafa takmarkað lækningaleyfi, er bannað jafnt og þeim, sem ekkert lækningaleyfi hcfir, að taka til meðferðar sjúklinga með kynsjúkdóma, berklaveiki eða aðra smitandi sjúkdóma, svo og sjúklinga með krabbamein og önnur æxli. Einnig er þar bannað að þetta fólk gefi læknisráð eða lyfjameðferð. Landlæknir var fyrir skömmu að benda fólki á að þeir sem ekki hafa lækningaleyfi mega ekki bjóðast til að taka sjúkling til lækninga eða gera sér lækningar að atvinnu. Sjálf hefi ég tröllatrú á „svæða-meðferð" en láni ég vini mínum góðan hníf, þá segi ég um leið: „Gættu þess að hann er beittur." Ég vona að svæðameðferðin eigi eftir að þróast á skynsamlegan hátt og verða langlíf í landinu, því sé þetta gert með réttu hugarfari þá er það minnsta kosti mannbæt- andi. Sólveig Eggertz Pétursdóttir. 29. marz 1979. BLÓM VIKUNNAR \ \y /1 / UMSJÓN: ÁB. (200) Gúmmítré (Ficus) Innigróður er ómissandi í þeim tilgangi að lífga upp á daglegt umhverfi fólks. I þéttbýli, þar sem margir þurfa að hafast meira inni við en góðu hófi gegnir, ljáir innigróður holl tengsl við móður náttúru. Gildir þetta jafnt um heimili og vinnustaði. Hérlendis hafa blóm lengi verið notuð á heimilum, en hins vegar hefur enn sem komið er verið mjög lítið lagt upp úr því að nota blóm á vinnu- stöðum þrátt fyrir að mörg húsa- kynni bjóði upp á slíkt og gætu þar með skapað aðlaðandi og smekklegar gróðurvinjar. Ekki er víst að lesendur séu þessum hug- leiðingum allskostar samþykkir, en því skal samt bætt við að athuganir hafa leitt í ljós að í vistarverum þar sem gróður er hafður um hönd skapar nærvera hans gott andrúmsloft í andlegum skilningi. Þetta ættu atvinnufyrir- tæki og stofnanir vissulega að gaumgæfa engu síður en heimilin. Sem stofublóm hafa nokkrar tegundir gúmmtrjáa löngum verið vinsælar í ræktun. Þetta á ekki síst við Ficus elastica sem ýmist nefnist gúmmtré eða gúmmfíkjutré og er í röð mest ræktuðu stofublóma. Eins og síð- ara heitið bendir til er það skylt fíkjutrénu sem gefur af sér hin ljúffengu fíkjualdin. Mjólkursafi er í öllum tegundum gúmmtrjáa, en úr safa F. elastica — það getur orðið um 20 m á hæð — var upprunalega unnið hrágúmm og í þeim tilgangi var tréð mikið rækt- að í SA-Asíu áður fyrr. Sem híbýlaplanta getur gúmmtréð orð- ið mjög vöxtulegt og laufskrúðugt ef vel tekst með ræktun þess. Eru mörg dæmi þess að það hafi náð lofthæð í stofum á fáeinum árum. Þegar svo er komið og helst löngu áður má skera það tilbaka í 60—70 sm. hæð. Verður þá að brenna sárið við loga uns safinn storknar. Er best að þetta sé gert snemma vors. Á þennan hátt getur tekist að fá plöntuna til að skjóta 2—3 nýjum greinum. Þó gúmmtré reynist oft ótrúlega dugleg við misjöfn skilyrði má ætla að sér- staklega björt og rúmgóð húsa- kynni henti þeim best. Vinsælasta gúmmtréð sem nú er í ræktun er tvímælalaust Stofugúmmtréð (F. elastica decora) afbrigði áðurnefndar teg- undar með breiðari og útsperrtari blöð en sjálf tegundin og skemmti- legri litaáferð. Einnig er fáanlegt afbrigði með gulflekkóttum blöð- um, mjög stásslegt en viðkvæm- ara. Aðrar skemmtilegar tegundir eru: Ástralíugúmmtré (F. austral- is), Benjamínsgúmmtré (F. benja- mina) Glæsigúmmtré (F. lyrata) og Dvergfíkjan (F. pumila) sem er skuggþolin hengiplanta. Gúmmtré má fá í ýmsum stærð- um en oftast er ánægjulegast að eignast frekar litla plöntu og reyna síðan getu sína að ná henni í góðan vöxt. Plantan getur verið dálítið vandmeðfarin fyrst í stað á meðan hún er að aðlaga sig nýju umhverfi. Meðal annars er ekki óalgengt að neðstu blöðin gulni fljótlega og detti af. Þetta kemur einnig fyrir þegar plantan fer að eldast og stöngullinn að tréna. Að öðru leyti ætti ekki að fylgja ræktuninni teljandi áhætta fái plantan nægilega vökvun og hóf- lega næringu að sumri, og sé þess jafnan gætt að ekki skíni á hana mikil sól á vorin. Eins skal ráðið frá því að láta gúmmtré standa mjög nálægt hitagjafa, þar sem lofthitinn er ör. Að vetri verður vökvunin að vera mjög í hófi, sérstaklega í skammdeginu þegar lífsstarfsemin er í algjöru lág- marki. Gúmmtré þarf að umpotta á 2—3 ára fresti í gljúpa mold, helst síðari hluta vetrar áður en vöxtur hefst.Að öðru leyti hressir það mjög plöntuna að strjúka reglulega yfir blöð hennar með rökum klút eða ýra á þau svolitlu vatni. Til félagsmanna G.Í.: Þeir sem eiga enn ósótta lauka eru minntir á að sækja þá sem fyrst. Ó.V.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.