Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 21 Birgir ísL Gunnarsson: 30. marz 1949 Ljfom. Mbl. Ól. K. M. Ilífi hvers og eins gerast at- burðir, sem ekki mást úr minni, þótt hin daglegu atvik og það sum hver mikilvæg, hverfi í móðu gleymskunnar. Eitt af því, sem ávallt stendur mér fyrir hugskotssjónum er dagurinn 30. marz 1949 og þeir atburðir, sem þá gerðust. Ég var 12 ára strákur og einhvern veginn lá það í loftinu þennan morgunn, að miklir atburðir gætu gerst og strákar á þessum aldri láta sig ekki vanta, þar sem tíðindi eru í vændum. Auglýsingar um fundarboð höfðu dun- ið í ríkisútvarpinu um hádegið og margra leið virtist liggja í miðbæinn þennan dag. Þegar á Austurvöllinn kom hafði þar safnast saman mikill mann- fjöldi, annarsvegar borgarar, sem brugð- ust vel við boði formanna lýðræðisflokk- anna um að fjölmenna á Austurvöll til að veita Alþingi starfsfrið og verja þinghúsið. Hinsvegar það fólk, sem forystumenn kommúnista höfðu stefnt að Alþingi, til að reyna með ofbeldi að hindra það í að sinna störfum sínum — að taka lýðræðislega afstöðu til þess, hvort ísland skyldi ganga í Atlants- hafsbandalagið. Svo voru þarna líka strákar eins og ég, sem röltu um á meðal mannfjöldans, til að horfa á það, sem fram fór. Það sem fastast hefur greipst í huga minn af atburðum dagsins, er allt það hatur, sem fram kom á andlitum þess fólks, sem hvað mest hafði sig í frammi af hálfu kommúnista. Mér standa enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum andlit ýmissa manna, sem ég síðar hef kynnst og kann jafnvel vel að meta, en sem á þessari stundu ummynduðust í hatri og ofstæki. Ég man alltaf, þegar ég sá einn góðborg- ara úr hópi kommúnista, beygja sig niður, taka upp hraunhellu úr blómabeð- inu á Austurvelli og kasta henni blint af augum að Alþingishúsinu inn í mann- fjöldann, sem þar stóð. Smám saman æstist leikurinn og átök fóru að eiga sér stað og þegar fyrstu táragassprengjunni var varpað, hlupum við strakarnir burtu. Á þessari stundu skynjaði ég vafalaust ekki mikilvægi þeirra atburða, sem voru að gerast. Eitt held ég þó, að öll þessi ummynduðu andlit hafi kennt mér — og það er hve hatrið getur orðið sterkt afl í stjórnmál- um og hve auðveldara er að fylkja mönnmum til fylgis við óánægju og andstöðu en til jákvæðra verka. Að vísu má ekki gleyma því að þennan dag, 30. marz 1949, var það varðstaða hins almenna borgara um Alþingishúsið, — varðstaða hins þögla meirihluta, sem kom í veg fyrir að óhappaverk væru unnin þennan dag. Þarna var örugglega undirbúin skipuleg tilraun til að hnekkja valdi Alþingis, en sú tilraun mistókst fyrir árvekni almennra borgara í Reykjavík. Nú eru liðin 30 ár og enn hitnar mönnum í hamsi, þegar þessara atburða er minnst og enn deila menn um þau grundvallaratriði, sem tekist var á um þennan dag. Reynslan hefur tvímæla- laust sýnt, að sú akvörðun að ganga í Atlantshafsbandalagið var rétt. Banda- lagið hefur sýnt í verki að það er fyrst og fremst varnarbandalag, en þjóðir þess hyggja ekki á árásir eða landvinninga, eins og margir andmælendur héldu fram í upphafi. Þátttaka okkar í Atlantshafsbanda- laginu og síðar ákvörðun um að heimila varnarliði dvöl á íslandi hefur haft tvíþættan tilgang. Annars vegar hefur Island á þennan hátt gerst virkur aðili í varnarsamstarfi vestrænna þjóða og orðið hlekkur í þeirri varnarkeðju, sem mynduð var og hefur dugað að því leyti, að friður hefur haldist í Evrópu í þessi 30 ár og engin þessara þjóða hefur orðið fyrir þeim yfirgangi kommúnista, sem einkenndi Evrópu eftirstríðsáranna, þar til Atlantshafsbandalagið var stofnað. Hinsvegar hefur ísland á þennan hátt tryggt eigið öryggi. í stað þess að vera óvarin eyja langt úti í hafi, hverskonar vörgum að bráð, höfum við notið þess öryggis, sem felst í samstarfi við vin- veittar þjóðir. Það samstarf hefur verið á fullkomnum jafnréttisgrundvelli og hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stöðugri sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóð- ar í víðsjálum heimi. Meðan líf endist hverjum einstaklingi er lífsbaráttan stöðugt háð. Á sama hátt endar aldrei sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar, sem vill lifa sjálfstæðu lífi. Sú barátta verður ávallt að byggjast á raunsæju mati á umheiminum og á eðlilegu samstarfi við þá, sem sameigin- legra hagsmuna eiga að gæta. Því miður er ekkert, sem bendir til þess, að Atlantshafsbandalagið verði í náinni framtíð óþarft né að við íslendingar getum hætt að taka þátt í starfi þess á svipaðan hátt og við hingað til höfum gert. Sem betur fer ríkir fullur skilning- ur á þessu meðal meirihluta þjóðarinnar — þess fólks sem hugsar á sama hátt og þær þúsundir Reykvíkinga, sem stóðu vörð um Alþingi 30. marz 1949, þegar reynt var að láta grjótið, ofbeldið og hatrið taka völdin. erraembœtti furstum sinn cunuk. legt að vera ráðherra á öllu þessu 8 ára tímabili, því á þessum árum hafa verið teknar ákvarðanir sem skipta mjög miklu máli í lífi þjóðarinnar og má þar sérstaklega nefna landhelgis- málin og atvinnuuppbyggingu sem ég get kallað atvinnubyltingu þar sem atvinna hefur verið byggð upp með nýjum hætti víða um land. Þegar menn eru að tala um það að Framsóknarflokkurinn hafi tapað og orðið minnsti flokkur landsins undir minni stjórn, þá hef ég það á móti að hafa verið í ríkisstjórn í 8 ár af þeim 11 sem ég hef verið formaður Fram- sóknarflokksins og Framsóknarflokk- urinn hefur verið fyrirferðarmikill í sambandi við mikilvægar ákvarðanir og haft sín áhrif í ríkisstjórnum þessara ára. Og nú í þessari ríkis- stjórn vonar maður að verið sé að stíga skref í átt til árangursríkari stjórnar efnahagsmála þótt óvissa sé ennþá um framkvæmd málsins." Þegar abbadísin skautaði brókum biskupsins „Finnst þér Framsóknarflokkur- inn hafa átt óeðlilega undir högg að sækja í gagnrýni á undanförnum árum?“ „Það hefur verið beint einkennileg- um árásum á Framsóknarflokkinn á síðustu árum, hvaða áhrif sem það kann að hafa haft á fylgi flokksins, en það væri ráðlegt mörgum sem hafa gagnrýnt meira af kappi en forsjá að hugsa til abbadísarinnar sem sagði: „Allar erum vér breyskar", þegar hún skautaði brókum biskupsins sem gisti klaustrið. Þeir búa stundum í glerhúsi sem kasta grjótinu." „Ætlaði ekki að verða verða ráðherra eftir síðustu kosningar“ „Hyggst þú láta af starfi forsætis- ráðherra í tengslum við afsögn sem flokksformaður?“ Það hefur engin ákvörðun verið tekin í sambandi við forsætisráð- herraembættið og ég gegni því fyrst um sinn að minnsta kosti. En al- mennt er það þó eðlilegt að formaður flokks sé það, en það hefur ekkert verið rætt um það ennþá." „Þú sagðir í samtaii við Morgun- blaðið s.l. ár að þátttaka þín í þessari ríkisstjórn hefði raskað áformum þínum.“ „Ég ætlaði mér aldrei að verða ráðherra eftir síðustu kosningar hvernig sem Framsóknarflokkurinn kæmi út úr þeim, en atvikin höguðu því þannig til.“ „Miklar breytingar í stjórnmálastarfinu“ „Hvað finnst þér um þá þróun sem hefur orðið á pólitískum vettvangi landsins undanfarin ár?“ „Það hafa orðið ákaflega miklar breytingar á undanförnum árum og stjórnmálastarfið er að sumu leyti miklu erfiðara. Fjölmiðlarnir hafa komið meira inn í myndina, sjónvarp og útvarp gera aðrar kröfur til stjórnmálamanna en áður þekktust og viðtöl við fréttamenn eru mun meiri, bæði eigin flokks og ariharra. Þá hafa störf þingsins aukizt og einnig hefur þingtíminn lengst. Að öðru leyti vil ég ekki fella dóm um það hvort það sé betra eða verra." „Lífið og pólitíkin vinza sýndarmennskuna úr“ „Menn hafa á orði að sýnd- armennskan í pólitíkinni hafi auk- izt.“ „Ég held að sýndarmennskan dugi ekki til lengdar, lífið og pólitíkin vinza úr þá sem eiga að lifa og hinir sitja eftir. Það hvort menn ná varan- legri fótfestu í pólitíkinni fer fyrst og fremst eftir því hvort þeir nái og haldi trausti. Þótt sápukúlur komi upp þá springa þær ef blásið er á þær.“ — A.j. Mvndina tók Emilía ljósmyndari Morgunblaðsins af ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra f Alþingishúsinu f gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.