Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 11% forskot íhaldsflokks London, 30. marz. AP. ÞRJÁR skoðanakannanir sem birtar voru í Bretlandi í dag benda tii þess, að Ihaldsflokk- urinn sigri með miklum yfir- burðum í kosningunum 3. maí næstkomandi, en þann dag ganga brezkir kjósendur að kjörborðinu í ellefta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Að jafnaði gera skoðana- kannanirnar ráð fyrir því, að íhaldsflokkurinn hafi um 11 af hundraði fram yfir Verka- mannaflokkinn. Búist er við að þetta forskot minnki þegar nær dregur kosningum. Kveikti stráksi í hótelunum Boston. 30. marz, AP. ÁTJÁN ára piltur hefur verið sakaður um að hafa kveikt í Sheraton- og Copley Plaza-hót- elunum í Boston á fimmtudags- morgun. í brunanum særðust 13 manns alvarlega og tæpir 2,000 gestir og starfsfólk hótel- anna urðu að flýja út úr húsunum. Pilturinn, sem heitir Julio Rodrigues, hefur starfað á báð- um hótelunum, en verið rekinn frá störfum. Sterling kaupir Júmbó Seattle, Washinsrton, 30. marz. AP. DANSKA flugfélagið Sterling tilkynnti í dag, að félagið hefði gengið frá kaupum tveggja Boeing-727 þotna af bandarísku Boeing-flugvélaverksmiðjun- um. Kaupverð vélanna nemur um 25 milljónum dollara, eða um átta milljörðum íslenzkra króna. Þegar nýju vélarnar tvær bætast í flota félagsins hefur Sterling yfir að ráða sjö Júmbó-þotum. Stungið upp á Carter Ósló, 30 marz. AP. JAKOB Sverdrup, forstöðu- maður Nóbels-stofnunarinnar í Ósló, staðfesti í dag að fullgild uppástunga hefði borist um að Jimmy Carter Bandaríkjafor- seta yrðu veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1979. Stungið var upp á rúmlega 50 mönnum og mun Nóbelsnefnd norska stórþingsins velja úr þeim hópi seinna á árinu eða þá þann sem hnossið hljóta. Hafa Rússar fundið Atlantis Lissabon, 30. marz. AP. SOVÉZKIR vísindamenn sem skýrt hafa frá íundi borgarleifa á botni Atlantshafsins telja sig örugga um að þeir hafi fundið hið týnda land Atlantis, að því er haft er eftir portúgölskum em- bættismanni í dag. Embættismaðurinn sagði að Rússar hefðu tekið ljósmyndir af borgarleifum á svæði um 320—480 kílómetra undan ströndum Portú- gals, og léki enginn vafi á því, að þeir hefðu fundið eitthvað mark- vert. Vísindamennirnir hefðu heimsótt stofnun hans fyrir skömmu og þá látið í ljós mikla hrifningu með fund sinn, og að um Atlantis væri að ræða. Verið er að rannsaka ljósmyndir vísindamannanna í Moskvu og verða þær birtar opinberlega að lokinni rannsókn. Vísindamenn- irnir hafa varist allra frétta af aðstæðum á fundarstað. Lítil eining hefur að undanförnu verið með leiðtogum Araba- þjóða. Einn þeirra, sem þar hefur mikið komið við sögu, er Yasser Arafat, leiðtogi Palestínuskæruliða. Myndin var tekin á fundi í æfingabúðum PLO þar sem Arafat stappaði stálinu í nýliða skæruliðahreyfingarinnar. Fækkað í her Bandaríkjaima Washingrton, 30. marz, Reuter. VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna tilkynnti í dag að fækkað yrði um 15,300 stöður í herafla Bandaríkjanna svo að spara mætti 264 millj. dollara í útgjöldum. Þessar sparnaðarráð- stafanir munu koma að ein- hverju leyti niður á 157 herstöðvum í landinu. Þar á meðal verður þjálfunarstöð hersins í Fort Dix í New Jersey lokað. Sú ákvörðun hefur hlotið misjafna dóma og munu. þingmenn New Jersey reyna að fá þeirri ákvörðun hrundið. Sparnaðaraðgerðir hers- ins eru liður í þeirri við- leitni Jimmy Carters for- seta að draga úr opinberum útgjöldum. r * * # Irska pundið óháð því brezka Dyflinni, 30. marz. Reuter—AP. IRAR rufu í dag samband það sem verið hefur á skráningu gjaldmið- ils þeirra og Breta. Ekki voru margar mínútur liðnar frá því að tilkynnt var um þessa ákvörðun þar til írska pundið lækkaði í verði gagnvart brezka pundinu og Bandaríkjadollar. Veður víöa um heim Akureyri 4 skýjað Amsterdam 7 rigning AÞena 19 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Berlín 6 rigning Brussel 8 rigning Chicago 12 rigning Frankfurt 8 rigning Genf 5 skýjað Helsinkí 4 heiðskírt Jerúsalem 23 skýjað Jóhannesarb. 22 léttskýjað Kauppiannahöfn 4 skýjað Lissabon 14 skýjað London 7 skýjað Los Angeles 16 rigning Madríd 11 léttskýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Miami 25 rigning Moskva 4 skýjaö New York 16 rigning Ósló 5 skýjað París 6 rigning íranskeisari kominn til Bahama-eyja Nassau, Rahama ,'\ jum. 30. marz. AP—Reuter. ÍRANSKEISARI kom ásamt fjöl- skyldu sinni til Bahama frá Mar- okkó í dag, en heimildir í Marokkó hermdu að keisarinn hygðist setjast að á Bahama-eyj- um. Mikil öryggisgæsla var viðhöfð þegar vél keisarans lenti og var fólki haldið fjarri flugvellinum. Aðeins starfsmenn útlendingaeft- irlitsins, öryggisverðir og örfáir blaðamenn voru viðstaddir. Keisarinn talaði ekki við frétta- menn. Biðu hans þrjár þyrlur og var keisaranum flogið á afskekkt- an stað í einni þeirra, en öðrum úr fjölskyldunni og fylgdarliði í hin- um tveimur. 50 fórust í veðurofsa Suva, Fiji, 30. marz. Reuter. ÓTTAST er að yfir 50 manns hafi farist í veðurofsa sem gekk yfir Fiji-eyjar í vikunni, að því er tilkynnt var af opinberri hálfu í dag. Meðal hinna látnu var 21 kona og börn sem höfðust við í * kirkju sem hrundi í veðurofsanum. Þetta gerðist 1971 — Liðsforinginn William Calley dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðin í My Lai. 1970 — Níu stúdentar ræna jap- anskri farþegaflugvél sem lendir í Seoul á leið til Norður-Kóreu. t061964 — Uppreisn hefst gegn stjórn Joao Goularts forseta í Brazilíu. 1955 — Kínverski kommúnista- flokkurinn byrjar hreinsanir. 1953 — Dag Hammarskjöld kos- inn framkvæmdastjóri SÞ. 1948 — Bandaríkjaþing samþykk- ir Marshall-aðstoðina. 1942 — Japanir ógna austur- strönd Indlands með sigrum í Burma. 1936 — Bretar og Frakkar heita Pólverjum stuðningi með árás. 1917 — Bandaríkjamenn taka við stjórn Jómfrúreyja af Dönum. 1913 — Tyrkir samþykkja tillögur stórveldanna um frið við Búlgara. 1905 — Heimsókn Vilhjálms II keisara veldur fyrri Marokkódeil- unni. 1889 — Eiffel-turninn í París opnaður. 1885 — Stjórn Jules Ferry fellur vegna ósigra Frakka fyrir Kín- verjum í Hanoi. 1854 — Bandaríski flotaforinginn Perry semur við Japani um opnun hafna. 1814 — Uppgjöf Parísar fyrir Bandamönnum. 1683 — Pólverjar gera bandalag við keisararíkið gegn Tyrkjum. 1496 — Alexander páfi VI stofnar Heilaga bandalagið. 1492 — Gyðingar fá þriggja mán- aða frest til að fara frá Spáni. Afmæli: René Descartes, franskur heimspekingur (1596 —1650) — Franz Josef Haydn, austurrískt tónskáld (1732—1809) — Nikolai Gogol, rússneskur rithöfundur (1809—1852) — R.W. von Bunsen, þýzkur efnafræðingur (1811-1899). Andlát: Franz I Frakkakonungur 1547 — John Donne, skáld, 1631 — John Constable, listmálari, 1837 — John Calhoun, stjórnmálaleiðtogi, 1850 — Charlotte Bronté, skáld- kona, 1855 — J.P. Morgan, fjár- málamaður, 1913. Innlent: Björn Jónsson skipaður ráðherra 1909 — Eldsumbrota vart í Vatnajökli 1934 — Gull finnst við rætur Öskjuhlíðar 1905 — d. Þorvarður Þórarinsson 1296 — f. Bjarni Þorsteinsson konfer- enzráð 1781 — Páll Melsteð amt- maður 1791 — Helgi Pjeturss 1872 — d. Indriði Einarsson 1939 — Lýðveldisflokkur stofnaður 1953 — f. Jón Múli 1921 — Gjaldþroti lokar borgarfógeta inni 1967. Orð dagsins: Áð sigra sjálfan sig er mesti sigurinn — Platon, grísk- ur heimspekingur (um 427—347 f. Kr.) Ótti ríkir í Harrisburg” ÞAÐ ÓHAPP vildi til í kjarn- orkuveri á eyju í ánni Susque- hanna í Ilarrisburg í Pennsyi- vania-fylki í Bandaríkjunum í vikunni, að kælikerfi versins bilaði og tæki í kjarnakljúfi ofhitnuðu, en við það lagði geisla- virkar gufur frá verinu og kæli- vatn varð geislavirkt. í Harris- burg er verksmiðja Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Ice- land Seafood Corporation, (ISC), og í viðtali við Morgunblaðið hafði Guðjón B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri ISC eftirfarandi um aðstæður f bænum að segja, en á svæði þar hefur neyðar- ástandi verið lýst: „Þetta slys og afleiðingar þess er mikið hitamál, ekki aðeins í Harrisburg, heldur einnig víðar. Mikil beiskja ríkir meðal almenn- ings út í forsvarsmenn kjarnorku- versins, því þeir hafa yfirleitt segir Guðjón B. Ólafsson frkvstj. þar í borg verið tregir til að skýra frá gangi mála á slysstað og legið á upplýs- ingum. Þeir skýrðu t.d. ekki frá því fyrr en í dag, að þeir hefðu hleypt geislavirku kælivatni út í ána í gær og að geislavirkum gastegundum hefði verið hleypt út í andrúmsloftið í nótt. Þá varð slysið um miðja nótt, en þeir gerðu ekki viðvart fyrr en að 3—4 klukkustundum liðnum. Fólk er einkum biturt þar sem það sem það sér ekki og á erfitt með að gera sér grein fyrir hætt- unni og það geta liðið mörg ár áður en afleiðingar geislunar koma fram. Fyrir nokkrum klukkustundum var fólk á svæði í átta kílómetra radíus frá verinu beðið um að vera tilbúið til að yfirgefa hús sín, og fólk í allt að 16 kílómetra fjarlægð beðið um að vera á varðbergi. Verksmiðja okkar er í 20 kíló- metra fjarlægð frá kjarnorkuver- inu og höfum við ekki enn orðið að grípa til þess ráðs að senda fólk heim. Slysið hefur þó haft veruleg áhrif á starfsfólk okkar og er það mjög óttaslegið yfir öllu saman. Forsvarsmenn kjarnorkuversins áætla að komist verði fyrir lekann og bilunina á næstu sólarhringum. Á eynni eru um milljón lítrar af mjög geislavirku kælivatni sem flytja þarf milli tanka, en við það verk þarf að hleypa út geislavirku gasi og kann því enn að eiga eftir að draga til tíðinda hér. Það er til að auka á alla ringul- reiðina meðal íbúa í Harrisburg að sérfræðingar sem flykkst hafa hingað greinir á um til hvaða aðgerða skuli gripið og hversu alvarlegt ástandið er.“ I fréttastofufregnum í dag seg- ir, að geislunin innan kjarnorku- versins sé hundrað sinnum meiri en venjulega. Urgangsefnin sem safnast hafa saman innan kjarna- kljúfsbyggingarinnar hafa valdið sérfræðingum erfiðleikum og er enn óljóst hvernig þeim verður eytt. Yfirvöld segja að geislun sé nú eingöngu á eynni þar sem kjarnorkuverið er staðsett, en sérfræðingar, einkum efasemda- menn, hafa dregið þær fullyrðing- ar í efa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.