Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 11 tæki sig ekki, steinþagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Sáum við okkur þá þann kost einan að gera bókun um fundarstjórn hennar, sem þeg- ar hefur verið birt hér í blaðinu. Það er rétt að við höfðum þá bókun tilbúna fyrir fundinn, því þekkjandi óbilgirni Sjafnar Sigur- björnsdóttur áttum við ekki vona á að hægt yrði að leysa þetta mál innan ráðsins. Menn kunna að spyrja, hvort skortur á starfhæfum meirihluta í Æskulýðsráði Reykjavíkur komi niður á starfi ráðsins. Formaður þess fullyrðir að svo sé ekki. Sé hins vegar starf ráðsins skoðað með þau starfsmarkmið í huga sem við gátum um í upphafi, þá teljum við að niðurstaðan sé sú, að starfsemi Æskulýðsráðs sé rekin nær nákvæmlega sama hátt og var meðan íhaldið stjórnaði. Helstu breytingar eru jafnvel til hins verra, sbr. Útideild og Tónabæ, þó ákvarðanir um að leggja þá starfs- þætti niður komi að vísu ekki frá Æskulýðsráði. En allt hitt er hvorki betra né verra en áður. Þessa stjórn í anda íhaldsins kallar Sjöfn Sigurbjörnsdóttir að hennar i Mbl. að „eins og víðar þar sem samstarfi vinstri flokkanna er stefnt í voða“, þá séu „þær stall- systur Guðrún Helgadóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir ... á bak við“ þessa bókun okkar, þá skal það skýrt tekið fram að þær stallsystur eiga engan þátt i henni. Það er hins vegar merkilegt að lesa það hér enn einu sinni, að hvarvetna þar sem störf Sjafnar Sigurbjörnsdóttur sæta gagnrýni, telur hún óðara að þar sé á ferðinni samsæri þessara stall- systra hennar. Það má af framan- sögðu vera öllum ljóst, að það sem hér er til umræðu er ekki samsæri eins eða neins, heldur rökstudd gagnrýni á tiltekna starfshætti Sjafnar Sigurbjörnsdóttur. Eins og fram hefur komið hér á undan höfum við frá upphafi leitast við að leysa ágreining og árekstra við Sjöfn Sigurbjörns- dóttur innan ramma meirihluta- samstarfsins. í þess stað hefur hún nú kosið að birta í Mbl. tilhæfulaus ósannindi og ómakleg- ar dylgjur um okkur og tvo borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins. Margrét S. Björnsdóttir og Kristján Valdimarsson. láta „málefnin ráða við ákvarð- anatöku í Æskulýðsráði Reykja- víkur". Við teljum að íbúar borgarinnar hafi átt von á öðru s.l. vor. Menn kunna einnig að spyrja, hvernig standi á því að nafni Sjafnar Sigurbjörnsdóttur tengj- ast einu umtalsverðu deilur meiri- hlutaflokkanna, sbr. Kjarvalsstaði og sorphirðumálið. Annars staðar virðist ganga vel að ná málefna- legri samstöðu. Eins og fram kemur hér á undan verður að telja, að a.m.k. í Æskulýðsráði Reykja- víkur sé skýringanna fremur að leita í persónu Sjafnar Sigur- björnsdóttur, en í málefnalegum ágreiningi. Varðandi þær fullyrðingar Samt sem áður lítum við enn á það sem skyldu okkar að vinna að þeim mörgu og brýnu verkefnum, sem enn eru óleyst á sviði æsku- lýðsmála í borginni, í samræmi við það samkomulag, sem meirihluta- flokkarnir gerðu á s.l. sumri. Við höfum ekki ennþá gefið upp alla von um, að það megi takast, þrátt fyrir yfirlýsingu Sjafnar Sigur- björnsdóttur um það, að hún hafi „engar áhyggjur af svokölluðu meirihlutasamstarfi í Æskulýðs- ráði Reykjavíkur". Kristján Valdimarsson Margrét S. Björnsdóttir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í Æsku- lýðsráði Reykjavikur. Helios blásarakvintettinn. keppni blásara, sem fer fram í Colmar í Frakklandi. Auk tónleikanna í Bú- staðakirkju mun kvintettinn koma fram á Akranesi, Egilsstöðum, Neskaupstað og í Keflavík. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Sviþjóð: Frjálslyndi flokkurinn hefur mestanl blaðakost Þingkosningar verða haldnar í Svíþjóð eftir tæpt hálft ár. eða hinn 16. septem- ber n.k., og flokkarnir eru að komast í kosningaham. Mikilvægast fyrir þá er að koma skoðunum sínum og stefnumálum á framfæri og að nota sér fjölmiðla til hins ýtrasta. Stjórnarandstöðu- flokkarnir fjórir. Jafnaðar- mannaflokkurinn, Mið- flokkurinn, íhaldsflokkurinn og Vinstri flokkurinn, kommúnistar. kvarta þagar yfir því, að minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins sé allt of mikið í fréttum. Frjáls- lyndi flokkurinn telur hins vegar eðlilegt, að frumvörp ríkisstjórnarinnar veki athygli og frá þeim sé sagt í fréttum. í grein, sem birtist nýlega í Dagens Nyheter, kemur fram, að það er ekki endilega bara stjórnarseta Frjálslynda flokksins, sem ræður frétta- flóði um hann, heldur einnig sú staðreynd, að mun fleiri dagblöð fylgja Frjálslynda flokknum að málum en nokkr- um hinna flokkanna. Upplag borgaralegu dagblaðanna er samanlagt um 3 milljónir, en þar af styðja um 30 blöð, sem koma út í 1,7 milljónum eintaka, minnsta borgara- flokkinn, þ.e. Frjálslynda flokkinn. Upplag blaða jafnaðarmarina er tæp 1 milljón og kommúnista 17.500 eintök. í Stokkhólmi eru fjögur dagblöð gefin út. Morgun- blöðin eru Dagens Nyheter.sem kallar sig óháð, en hallast helzt á sveif með Frjálslynda flokknum, og Svenska Dagbladet, sem er helzta málgagn íhaldsflokks- ins. Upplag DN er um 420 000 eintök, en Svenska Dagblaðsins tæp 180 000. Eftirmiðdagsblöðin eru tvö. Expressen er stærsta blað á Norðurlöndum og gefið út í 480 000 eintökum. Það vill ekki kalla sig blað Frjálslynda flokksins heldur frjálslynt blað með litlu F. Alþýðusam- bandið er eigandi Aftonbladets, sem kemur út í 435 000 eintökum, og styður að sjálfsögðu iafnaðarmanna- flokkinn Málgagn Vinstri flokksins, kommúnistanna, Ny Dag, kemur aðeins út tvisvar í viku í 17 500 eintökum, en ráðagerðir eru uppi um að fjölga útgáfudögum þess. Mikill fjöldi dagblaða kemur út úti á landsbyggðinni. Helzta málgagn Jafnaðar- mannaflokksins, Arbetet, er gefið út í Malmö í um 110 000 eintökum. Upplag málgagna Miðflokksins, sem fékk ■ • im Kriitlanstadsbladrt ^ GOTEBORGS HiSOELS OCR SJOFARTSTIDNIRG I Jönköpings-Posten VárnamoTidningen : Smalands Tuinmi.'.nn fjórðung atkvæða í síðustu kosningum, er aðeins 4% af heildarupplagi sænskra dag- blaða. Þó eru nokkur blöð, sem styðja flokkinn, sterk í sínu héraði eins og Östersundsposten og Norrtelje Tidningen. Skánska Dagbladet. sem er talið flokksblað Miðflokksins, kemur aðeins út í 30 000 eintökum. Fulltrúar flokkanna eru misánægðir með fréttaflutn- ing dagblaðanna. Olof Palme, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, telur nauðsyn út- gáfu morgunblaðs í Stokk- hólmi, sem fylgi stefnu jafnaðarmanna, verða æ augljósari. Hann fullyrðir að meiri hluti lesenda Dagens Nyheter séu jafnaðarmenn, en síðan flokkurinn hætti stjórnarsetu 1976, fái þeir ekki rétta mynd af stefnumálum flokksins. Nú koma helzt fram viðbrögð flokksins við frum- vörpum ríkisstjórnarinnar. Olof Palme telur ríkisstjórn- ina leikna í að vekja athygli á frumvörpum sínum. Fyrst lekur fréttum í morgunblöðin, eða sjónvarpið, kallar síðan blaðamenn á sinn fund og svarar spurningum, en leggur að lokum frumvarpið fram, svo að stjórnarandstaðan geti einnig kynnt sér um hvað frumvarpið fjallar. Karin Söder, varaformaður Miðflokksins, er sammála Palme um, að frumvörp frjáls- lyndra veki of mikla athygli. Hún segir forystu Miðflokks- ins ekki eins klóka og forystu Frjálslynda flokksins í sam- skiptum við fréttamenn, en kannski þess vegna lendir hún ekki oft í vandræðum og heldur trausti kjósenda. Söder telur stefnumál flokksins mikilvægari en sterk flokks- málgögn. I byrjun þessa ára- tugar var mikil gróska í flokknum og hann sífellt í fréttum. Mesta athygli vakti barátta flokksins gegn kjarn- orku. Söder segir, að það sé sök fréttamanna, að sumir telja Miðflokkinn aðeins hafa það eitt á stefnuskrá sinni að stöðva kjarnorkuna. Ritari íhaldsflokksins, Lars Tobinsson, er ánægður með að flokkurinn reyni að gefa yfir- lýsingar sínar, þegar þær geta vakið mesta athygli, og forðist laugardaga, af því að mörg blöð koma ekki út á sunnu- dögum. Formaður Frjálslynda flokksins, Ola Ullsten for- sætisráðherra, segir forystu flokksins starfa með fjölmiðl- um. Þess sé krafizt, að fjöl- miðlar upplýsi lesendur sína og þess vegna verði stjórn- málamenn að upplýsa fjöl- miðlana. TRANAS TIDNING ^ /„í^ NYAIÆNSTIDNLNGEN . (NJT) NYA LIDKOPINGS-m ''NGEN \ .ftíiSKARABORGS UNS TIDHING É Sk..a Tidning V».««r9Ött.od. Aonon.bl.e SKOVDE " IVYHETER “tBOHI 1 Göteborgs-Posten c. HALLANDSPOSTEH SYDSVENSKA DAGBLADBT INAl.lPO.TtM nrp.tTi KVAUS/w0|"^mT vanster" ALINGSAS TIDNING Norraya^erbotten,, - \ Qslevb oWent. -'íamveiv £■ jjmsbllthvlfa Bllehanda^’ SUNDSVALLS TIDNING Falu-K"r'ren 0 Gcfle Dagblad g UUSNAN VESTMANLANDS LÍNS TIDNING Arlnxiai Ulll N<*rikos AHchanda I mgémmrm mémtmr »>—«--11,. Bergslagsposten 10*30*0 MOTAUSE3 l,tf 0 3Curiren I nom.O> It RII U.MX N III PkHIHl Katrlneholms-Kurlren elfsbobgs lAns tidníng § muBimuiimiri Den liberala presskören har flest stammor J — hár de som backar upp Ola Ullsten.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.