Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 framkvæmd en auðséð er nú að vilji fyrir því hjá stjórnvöldum er algjörlega enginn. En hvers vegna? Er örsökin kannski sú að Rússar vilja fá hér aðstöðu fyrir flota sinn og þá ef til vill fáanlegir til að selja okkur ódýrari olíu í staðinn. Eigum við að trúa því, að núver- andi ríkisstjórn hleypi rússneskri. oHuinnrás inn í landið? í Morgunblaðinu 24. mars ritar einn íslenskur olíuforstjóri mikinn langhund um olíuverslun og verð. Greinin er efalaust skrifuð til að sætta þjóðina við hækkandi olíu- verð og líka gefin von um olíu- verðslækkun. Nú, tveimur dögum síðar en greinin birtist, hlusta ég á tilkynningu frá olíuríkjum um að olía snarhækki um næstu mánaða- mót. Það er engu líkara en að alger samstaða sé milli erlendra og innlendra olíukónga og núverandi ríkisstjórnar um að svæfa þjóðina og sætta hana við hinar miklu hækkanir olíuverðs sem eru aug- ljóslega framundan. Olía er nú keypt fyrir um 20—30 milljarða og gæti orðið 60 eða jafnvel 100 innan tíðar. Ýmsir furðufuglar eru oft að tala um hátt rafmagnsverð en telja allt í lagi með að kasta tugum milljarða fyrir erlenda olíu sem er auk þess atgóðri leið, ásamt annarri meng- un, með að gjöreyða lífríki jarðar, jafnvel fullvíst talið að allt"'tíf verði útdautt eftir 40 ár ef ekki verður snúið við á þessari dauða- göngu. En okkar miklu mengunarlausu auðæfi skulu bara liggja þar sem þau hafa kúrt frá upphafi eða streymt ónotuð til hafs. Olíufurst- ar og stjórnardrottnar ættu nú að fara að gera sér grein fyrir því að olíuöld er brátt öll, rétt eins og bronsöld eða steinöld. Ingjaldur Tómasson. • Enginn hefur tíma til að njóta heimilis Kæri Velvakandi. Mig langar til að vekja athygli á eftirfarandi greinum sem ég er þakklát fyrir að birtust í Mbl. Föstudaginn 16. mars skrifaði Brynhildur K. Andersen „Gisti- húsið heimili". Ég sem móðir og húsmóðir, er henni svo sannarlega sammála og þakklát fyrir hennar orð. Það er til skammar í okkar velferðarþjóðfélagi að börnunum er ekki ætlað heimilið nema sem gististaður yfir nóttina. Til hvers kappkostar fólk að byggja stórar íbúðir og fylla þær af húsgögnum. Svo má enginn vera að því að vera heima og njóta heimilisins. Þá vil ég benda á grein eftir Gísla Jónsson menntaskóla- kennara en hún var í blaðinu 3. mars og nefndist „Bara húsmóðir" og grein sænska prófessorsins í Mbl. 4. mars en þar segir hann m.a.: „Hin heimavinnandi húsmóð- ir er gulls ígildi." Mér er spurn, verður næg at- vinna’ fyrir allt skólafólkið, þegar það lýkur námi, ef allar húsmæður eiga að vinna utan heimilis og öll börnin að vera á barnaheimilum. Það væri fróðlegt að fá svar við því. E.S.S. Þessir hringdu . . . • „Enn eru til alvarlegir listamenn“ Lerkur og Brúskur hringdu og vildu lýsa óánægju sinni með myndlistarþáttinn í Vöku s.l. miðvikudag. „Við viljum láta vita af því að enn eru til alvarlegir listamenn. Hver gæti ekki gert slíkt og sýnt var í þættinum?" • Góð þjónusta „Þakklátur dýraeigandi" hringdi vegna greinar sem birtist í Velvakanda um slæma dýralækn- isþjónustu. SKÁK Umsjón: Margeir Peiursson Á svæðamótinu i Amsterdarn í desember kom þessi staða upp í skák Spánverjanna Kivasar og Bellons, sem hafði svart og átti leik: 22.. . Hxí3+! 23. Kxf3 (Eini leikur- inn, því að 23. Rxf3 hefði að sjálfsögðu verið svarað með 23.. . Re4 mát.) Be4+, 24. Kg4 — f5+, 25. gxf6 (framhjáhlaup) Rxf6+, 26. Hxf6 - Dxg2+, 27.1)g3 - Dxe2+, 28. Hf3 - Rf5, 29. DÍ2 — Bxf3+, 30. Dxf3 — Rxe3+ og svartur vann auðveldlega. „Mig langar til að benda dýra- eigendum á að við eigum yndislega dýrahjúkrunarkonu við dýra- spítalann. Hún er alltaf reiðubúin til starfa hvenær sem á þarf að halda. Það hafa bæði ég og aðrir reynt. Hafi hún bestu þakkir fyrir góða og dygga þjónustu.“ HÖGNI HREKKVÍSI 'Hdcv'r 37 Vilboö óskast ^~' í nokkrar fólksbifreiöar og pick-up bifreiö, er veröa ■sýndar aö Grensásvegi 9, þriöjudaginn 3. apríl kl. 12—3. Ennfremur í nokkrar ógangfærar bifreiðar (er veröa sýndar).Tilboöin veröa opnuö í bifreiöasal aö Grensásvegi 9 kl. 5. Sala varnarliöseigna 8$ Mosfellssveit og nágrenni Ný verzlun Verzlunin Fell, opnar í Þverholti, í dag laugardag. Seljum fatnaö, sumarvörur og handavinnu. Gjöriö svo vel og reyniö viöskiptin. Verzlunin Fell, Mosfellssveit. Tilkynning til viðskiptamanna banka og sparisjóða Hinn 2. apríl n.k. breytist opnunartími innlánsstofnana á þann veg, aö afgreiðslustaðir munu eftirleiöis opna kl. 9.15, sem áöur hafa opnað kl. 9.30. Jafnframt veröur lokunartíma afgreiöslustaöa, er lokaö hafa kl. 18.30 eöa 19.00 breytt á þann veg, aö þeir munu loka kl. 18.00. Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands Búnaöarbanki íslands Verzlunarbanki islands h.f. Iðnaðarbanki íslands h.f. Samvinnubanki íslands h.f. Alþýðubankinn h.f. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóöur Kópavogs, Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóöurinn Pundiö Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Vélstjóra VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. Er þar tekiö á móti hvers konar fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 31. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi og Sveinn Björnsson varaborgarfulltrúi. Magnús er í atvinnumálanefnd, framkvæmdaráöi, Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Sjúkrasam- lagsstjórn, Umhverfismálaráöi Reykjavíkur og stjórn Verkamannabústaöa og Sveinn er í íþrótta- ráöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.