Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 13 Af æfingu á leikritinu Saumastofan. Auður Tryggvadóttir og Þórey Jónatansdóttir í hlutverkum sfnum. Leikklúbbur Laxdæla sýnir Saumastofuna Áströlsk listakona sýnir í Vogunum endur í miðbænum, svo hann dæi ekki endanlega. Vinur minn sem er leigubíl- stjóri sagði eitt sinn í langri diskúsjón: „Ég er sannfærður um að ástæða þess hve margir eru teknir ölvaðir við akstur í borginni um helgar, er skipulag skemmtanalífsins. Menn geta átt á hættu að sitja fastir fyrir utan einhvern skemmtistað í meira en klukkutíma, eftir að dansleiknum er lokið, bíðandi eftir leigubíl, bláir af kulda eða gegndrepa. Og hvað gerist, menn álpast undir stýri, til að forða sér frá lungnabólgu." Að ganga í augun á flugmönnum Eitt af því sem vekur athygli í skipulagi Reykjavíkur er ber- angurinn (útivistarsvæðin). Fyrir hverja eru öll þessi „útivistarsvæði"? Stundum finnst mér að borgin sé eitt stórt útivistarsvæði. Þegar veðr- ið er gott, flýta flestir sér út úr bænum á vit guðsgrænnar nátt- úru og útivistarsvæðin standa auð. Þegar veðrið er vont, leita menn skjóls innandyra og þau standa auð. Fyrir bragðið er borgin að verða eins og bletta- skalli, þar sem fáein hús norpa í þyrpingum, en á milli eru eyði- leg leiksvæði fyrir norðanbálið. Þegar arkitekt nokkur var inntur eftir því, hver væri helzti eiginleiki húsasamstæðu sem hann hafði teiknað í úthverfi Reykjavíkur, svaraði hann á þá leið, að húsin litu út á loftmynd eins og rós. Ég hef hingað til haldið að megin tilgangur húsa væri að hýsa fólk og láta því líða vel, en ekki að ganga í augun á flugmönnum. Islenzkir arkitektar eru flest- ir menntaðir erlendis og ég get því miður ekki varist þeirri tilfinningu að þeir skipuleggi og teikni miðað við aðstæður í þeim löndum sem þeir lærðu í, og hafi ekki tekið eftir því, að þeir eru fluttir í vindbeljandann og of- anígjöfina hér heima, þar sem rignir á ská, eins og ein sóma- kona lýsti því. Skipulagið virðist miða alfar- ið við örfáar sólskinsstundir á sumrin. Hvort sem maður er staddur á mannlausum göngu- bút í Austurstræti eða götu- horni, getur maður reitt sig á að ískaldir vindar blási frjálslega úr öllum áttum og hvergi sé hægt að finna skjól. Frá þessu er þó hægt að finna eina undantekningu. Það er til- laga finnska arkitektsins Alvar Aalto um skipulag háskóla- hverfisins. Húsum Alto er ætlað að skapa skjól á háskólalóðinni. Eru íslenzkir arkitektar svo gersneyddir skilningi á um- hverfi sínu, að það þurfi útlend- ing til að teikna frá íslenzkum aðstæðum? Er að rofa til? Nýlega kom fram tillaga á þingi um aukið frjálsræði í rekstri vínveitingahúsa, og um svipað leyti skutu hugmyndir í sömu veru upp kollinum í borg- arstjórn. Báðar þessar tillögur eru virðingarverðar, en þær grípa þó ekki á megin vandan- um: verðlagningu á veitingum. Mötuneytin njóta þeirrar sér- stöðu að þar er matur og þjón- usta víða niðurgreidd, og er því engin von til að almennir veit- ingastaðir verði samkeppnis- hæfir við þau. Grundvöllur heilbrigðs skemmtanalífs eru vel reknir og vandaðir matsölu og veitinga- staðir sem almenningur getur veitt sér að sækja, en eins og ástandið er í þessum málum er engin von um bót, nema létt verði af veitingarekstrinum þeim álögum og gjöldum sem sprengja upp verðið. Þá fyrst geta veitingahúsin veitt þjón- ustu sem allir hafa efni á að njóta. LEIKKLÚBBUR Laxdæla, Búð- ardal, frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson laug- ardaginn 31. marz. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson. Undirleik annast þau Ómar Ósk- arsson og Hafdís Kristinsdóttir. Með hlutverk fara: Auður Tryggvadóttir (Gunna), Böðvar Magnússon (Himmi), Elísabet Magnúsdóttir (Magga), Guðrún Konny Pálmadóttir (Asa), Inda Sigrún Gunnarsdóttir (Lilla), Sig- rún Ósk Thorlacíus (Didda), Svanbjörn Stefánsson (Siggi), Þór- ey Jónatansdóttir (Sigga), Þórir Thorlacíus (Kalli). Leikklúbbur Laxdæla var stofn- aður 1971 og á þessum árum sem liðin eru frá stofnun hans hafa verið sett upp níu leikrit og er SÍÐASTA sýning á spánska leik- ritinu „Ef skynsemin blundar'" verður í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Verkið fjallar um málarann Goya sem Róbert Arnfinnsson leikur. Sýning Þjóðleikhússins á leikritinu þykir nýstárleg vegna ýmissa hluta, m.a. er notaður í sýningunni fjöldi litskyggna af Saumastofan því tíunda leikritið sem frumsýnt er á vegum þess, auk þess sem leikklúbburinn hefur staðið fyrir bókmenntakynningum á verkum þekktra íslenskra rithöf- unda. Af þessum níu verkum sem Leikklúbburinn hefur sýnt eru fimm þeirra þýdd og verður Saumastofan því fimmta íslenska verkið sem tekið er til flutnings hjá Leikklúbbi Laxdæla, Búðardal. Fyrirhugaðar eru leikferðir til nágrannabyggða, auk þess sem Saumastofan verður sýnd á Jörfa- gleði Dalamanna föstud. 20. apríl n.k. Félagar í Leikklúbbnum hafa unnið mikið starf við uppsetningu á leikritinu svo sem endranær. Núverandi formaður er Sigur- jóna Valdimarsdóttir, Búðardal. málverkum meistarans er Sveinn Einarsson stýrir þeim þætti sýningarinnar. Leikmyndin er eftir Baltasar en Örnólfur Arnason þýddi leikritið úr frummálinu. Auk Róberts eru í stórum hlutverkum þau Krist- björg Kjeld, Heigi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Helga Bachmann, Gunnar Eyjólfsson og Arnar Jónsson. ÁSTRALSKA listakonan Patricia Hand heldur sölusýningu á verkum sínum í Glaðheimum, Vogum, dagana 31. marz til 8. apríl. Patricia Hand er ástralskur ríkisborgari en búsett i Vogum og auk þess að mála í frístundum er hún annar eigandi og kennari í FYRIRTÆKIÐ Samvinnu- ferðir-Landsýn gengst um þessar mundir fyrir írlandsdögum í sam- ráði við írska ferðamálaráðið. Er komin hingað til lands írska þjóð- lagahljómsveitin De Danann og skemmtir hún á skemmtikvöldum í Þórskaffi dagana 30. mars til 1. apríl. Þar verður stigin dans, boðið Ásaskólanum í Keflavík, sem þegar er orðinn þekktur á Suður- nesjum, en þar er m.a. kennd enska. Þetta er þriðja sýning Patriciu Hand, þá fyrstu hélt hún á Mokka og aðra í Glaðheimum fyrir 2 árum og þar seldust nær öll verkin upp. (Fréttatilk.) er uppá írska málsverði og gefst gestum færi á að taka með sér uppskriftir líki þeim bragðið. Sunnudaginn 1. apríl kemur De Danann einnig fram á skemmtun Samvinnuferða-Landsýnar í Háskólabíói þar sem spilað verður bingó. írska þjóðlagahljómsveitin De Danann leikur Samvinnuferða-Landsýnar í Þórskaffi næstu daga. írlandsdögum Ljósm. Emilía. Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1. apríl 1979 Kaupgengi Innlausnarverð Seðlabankans m.v. 1 árs Yfir- pr. kr. 100.-: tímabil fró: gengi 1968 1. flokkur 3.132.40 25/1 '79 2.855.21 9,7% 1968 2. flokkur 2.945.16 25/2 '79 2.700.42 -9,1% 1969 1. flokkur 2.189.66 20/2 ‘79 2.006.26 9,1%' 1970 1. flokkur 2.010.49 15/9 '78 1.509.83 33,2% 1970 2. flokkur 1.454.18 5/2 '79 1.331.38 9,2% 1971 1. flokkur 1.363.27 15/9 ‘78 1.032.28 32,1% 1972 1. flokkur 1.188.25 25/1 ‘79 1.087.25 9,3% 1972 2. flokkur 1.016.95 15/9 ‘78 770.03 32.1% 1973 1. flokkur A 770.94 15/9 '78 586.70 31,4% 1973 2. flokkur 709.95 25/1 ‘79 650.72 9,1% 1974 1. flokkur 492.91 1975 1. flokkur 401.61 1975 2. flokkur 306.98 1976 1. flokkur 291.84 1976 2. flokkur 237.03 1977 1. flokkur 220.13 1977 2. flokkur 184.41 1978 1. flokkur 150.27 1978 2. flokkur 118.61 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðað er viö auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: B — 1973 635,41 (10% afföll) C — 1973 553,71 (10% afföll) D — 1974 480,50 (10% afföll) E — 1974 340,00 (10% afföll) F — 1974 340,00 (10% afföll) G — 1975 236,82 (10% afföll) Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs: 1979 1. flokkur 100.00 + dagvextir. PléRPErrinCRRPÉU)G ÍAMIDf HP. VERÐBRÉFAM ARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 Síðasta sýning á „Ef skynsemin blundar” Samvinnuferðir-Landsýn með írlandsdaga í Þórskaffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.