Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 40
Al'íiI,ÝSIN(>ASÍMINN ER: 22480 AIGLYSINGASIMINN ER: 22480 Jfiorflxmliln&ií) LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 / Frumvarp Olafs Jóhannessonar í endanlegri gerð: Umsamdar áfangahækk- anir afnumdar meðlögum SAMKVÆMT samkomulaiíinu, sem varð í fjárhags- og viðskiptanefnd- um Alþingis í fyrrinótt milli meirihlutaflokkanna í nefndinni, hafa verið mótaðar breytingatillögur við frumvarp Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og verða þrjár veigamiklar breytingar á frumvarp- inu. Sú veigamesta er. að frumvarpið gerir ráð fyrir því að marzlaun verði grunnkaup og það skuli haldast óbreytt, þar til um annað hefur verið samið. Tekur þetta af m.a. tvær umsamdar áfangahækkanir í kjarasamningi Samhands íslenzkra bankamanna, tvær 3% hækkanir, sem samanlagt gera 6,1%. Þá segir og í breytingartillögun- um, að þær samþykktir um há- marksálagningu, hámarksverð og aðra verðlagningu, sem í gildi eru, þegar lögin komi til framkvæmda, skulu gilda áfram. Síðan segir: „Þegar samkeppni er nægjanleg r Kókaínmálið: Gæzluvarð- hald íslend- inganna framlengt GÆZLUVARÐIIALD Islendinganna íjögurra, sem sitja í fangelsi í Kaupmannahöfn vegna kókaínmálsins, var framlengt í gærmorgun um 7 — 12 daga. Gæzluvarðhald tveggja karl- manna, sem játað hafa þátt sinn í málinu, var framlengt um 12 daga en varðhald þriðja karlmannsins og konunnar var framlengt um 7 daga. Svend Thorsted deildarstjóri i fíkniefnadeild lögreglunnar í Kaupmannahöfn sagði í gær, að enn væru nokkur óljós atriði í rnálinu og hefði þótt nauðsyn- legt að framlengja gæzluvarð- haldið af þeim sökum. Ungverjinn, sem situr inni og tnun vera aðalmaðurinn í mál- inu, hefur til þessa neitað öllum sakargiftum og var gæzluvarð- hald hans einnig framlengt í gær. getur verðlagsráð að fengnu sam- þykki ríkisstjórnar vikið frá þess; um reglum og meðal annars heim- ilað að fella einstaka flokka vöru og þjónustu undan verðlagsákvæð- um. Hafi slík heimild verið veitt, getur verðlagsstofnun engu að síður skyldað hlutaðeigandi aðila til að tilkynna stofnuninni verðhækkanir. . .“ Þá er breytt frá fyrri útgáfu laganna hámarki innstæðubind- ingar, sem megi hæst nema 28% af heildarinnstæðufé hjá hverri stofnun. Þetta mark var áður 25% í frumvarpinu. Þótt gert sé ráð fyrir að grunn- laun í marz skuii vera óbreytt þar til um annað hefur verið ákveðið, breyta ákvæði laganna í engu rétti til að gerðir séu nýir kjarasamn- ingar, jafnt um grunnlaun sem verðlagsbætur á laun. Þá segir að frádráttur frá verðbótavísitölu hinn 1. júní 1979 vegna rýrnandi viðskiptakjara skuli hæst nema 2% af verðbótavísitölu þann dag. Það, sem umfram 2% frádrátt kann að reynast, skal tilgreina, þegar reiknuð verður verðbótavísi- taia frá 1. september 1979. Þó skuli frádráttur frá hækkun verðbóta samkvæmt ákvæðum laganna ekki breyta rétti til verðbóta hinn 1. júní 1979 á laun, sem lægH eru en 210 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu. Hinn 1. september skal breyting verðbóta á laun frá 1. júní vegna viðskiptakjaraáhrifa vera hin sama fyrir þessi laun og aðra launataxta. Hinn 1. desember skal síðan gilda sama vísitala við ákvörðun verðbóta á öll laun eins og hún er ákveðin í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að kveðið verði nánar á um framkvæmd þessara atriða með reglugerð, þar með hvað skuli telja full laun fyrir dagvinnu, og hvernig tryggja skuli að ákvæðin valdi ekki óeðlilegri röskun milli launataxta og segir að í því skyni megi setja reglur um það, hvernig fara skuli með verð- bætur á laun, sem eru allt að 220 þúsund krónum á mánuði. Þá segir að þegar rætt sé um fuila dagvinnu skuli miða við kauptaxta með óþrifa- og erfiðis- álögum. Öil önnur álög hækka laun og valda því að skerðingar- ákvæðum frumvarpsins er ekki frestað. Loks segir að elli- og örorkulífeyrir skuli njóta sömu meðferðar og laun undir markinu 210 þúsund krónur á mánuði og frá sama tíma. Málin rædd við höfnina. Ljósm. Emilía. Korchnoi til íslands í boði Mjölnis „Ég ræddi við Viktor Korchnoi í sfma í dag og sagði honum að Skákfélagið Mjölnir vildi bjóða honum til íslands á þessu ári. Hann þáði boðið umsvifalaust og sagði að septembermánuður hentaði honum vel og stjórn Mjölnis mun nú vinna kappsam- lega að þessu máli,“ sagði Har- aldur Blöndal formaður Skákfé- lagsins Mjölnis í samtali við Mbl. í gær. „Kveikjan að þessu boði er samtal Morgunblaðsins við Korchnoi, sem birtist í blaðinu í dag,“ sagði Haraldur. „Ég sagði Korchnoi, að með þessu boði vildum við gefa íslendingum kost á að njóta snilli hans á skákborð- inu og einnig lýsa yfir stuðningi við hann og jafnframt andúð okkar á því framferði sovézka skáksambandsins að útiloka hann frá þáttöku í sterkum skákmótum. Frámferði sovézka skáksam- bahdsins gagnvart Korchnoi er auðvitað fyrir neðan allt velsæmi og persónulega fyndist mér rétt, að Skáksamband íslands tæki aftur heimboð sitt til Karpovs heimsmeistara meðan Rússar halda uppi ofsóknum á hendur einstökum skákmönnum," sagði Haraldur Blöndal. Bankarnir greiða 3% áfangahækkunina: Bankamenn höfnuðu tílmælum ráðherra um frestím hækkunar BANKAR og sparisjóðir munu greiða nú um mánaðamótin um- samda 3% áfangahækkun, sem kveðið er á um í kjarasamningi að bankamenn skuli fá hinn 1. apríl. Ákvörðun þessi var tekin í gær eftir að bankamenn höfnuðu tilmælum Svavars Gestssonar, hankamálaráðherra, um að þeir frestuðu áfangahækkuninni og Rannsóknaráð: Hafnað að veita 18 Rússum leyfi til rannsókna í sumar RANNSÓKNARÁÐ ríkisins hef- ur neitað Sovétmönnum um rann- sóknaleyfi hér á landi í sumar fyrir mjög stóran hóp manna er þeir vildu senda hingað, eða átján manns, að því er Vilhjálmur Lúðvíksson hjá Rannsóknaráði tjáði Morgunblaðinu í gær. Sagði Vilhjálmur að neitunin hefði verið gerð á þeim forsendum, að verkefni þeirra hefðu ekki verið nægjanlega vel skilgreind og þyrftu að endurskoðast og setjast í samhengi og samræmi við það sem verið væri að gera hér á landi. Sagði Vilhjálmur að um- sókn Sovétmanna hefði verið hafnað óbreyttri, og þyrftu Sovét- menn þvi' að endurskoða umsókn sína áður en leyfi yrði veitt. Vilhjálmur sagði að rannsóknir þær, sem hér væri um að ræða, væru allvíðtækar jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á ýmsum stöðum á landinu og einnig rannsóknir á plöntuleifum víðs vegar um landið sem væru mjög áhugaverðar og yrðu þær væntanlega unnar undir for- ystu mjög hæfs manns ef af yrði, en búningur málsins hefði ekki verið á því stigi eða með þeim hætti að aðgengilegt hefði þótt. Því hefði verið farið fram á endurskoðun umsóknarinnar. Vilhjálmur sagði að umsóknin hefði verið um 18 manns, og ef af yrði yrðu þetta einu rannsóknir Sovétmanna hér á landi í sumar, en rannsóknum þeirra og mælingum á miðhálendinu væri nú lokið. Sagði hann tilgang þessara rannsókna Sovétmanna vera vísindalegs eðlis, þeir væru að skoða hluti sem þeir hefðu mikinn áhuga á og hefðu talsvert almennt vísindalegt gildi. Sagði hann menn hafa orðið margs vísari af þessum rannsóknum, en þó misjafnlega eins og verða vildi. Sumum hefði líkað þetta mjög vel en öðrum fundist þetta vera vinna sem ekki væri af þeim gæðum sem menn teldu að hér ættu við, og oft væri verið að endurtaka það sem áður hefði verið gert. En megintilgangur þessara rannsókna af þeirra hálfu sagði Vilhjálmur hafa verið að skýra betur uppruna jarðskorpunn- ar og breytingar á henni sem stöð- ugt eru í gangi. Einkum hefði það verið landrekskenningin sem þeir hefðu verið að skoða og sannreyna fyrir sig, en á hana hefðu þeir verið mjög lítið trúaðir sjálfir og hafa haft ákveðna kenningu í því efni. tækju upp viðræður við samn- inganefnd bankanna. Banka- menn höfnuðu tilmælum ráð- herra með 11 atkvæðum gegn 6 í stjórn Sambands fslenzkra hankamanna. í gær var haldinn fundur í stjórn SÍB og sátu hann einnig formenn félags bankamanna eftir hádegið. Þar höfnuðu bankamenn áðurnefndri málaleitan ráðherra og því kom í raun aldrei til, að samninganefnd bankanna þyrfti að taka málið fyrir, þar sem samningsákvæði um 3% áfanga- hækkun voru skýr. Bréf Svavars Getssonar var stílað til formanns samninga- nefndar bankanna. í bréfinu fer ráðherra fram á það við formann samninganefndarinnar, að un-nið yrði að lausn þessa vandamáls með því að bankarnir hæfu við- ræður við SIB um opnunartíma bankanna, niðurröðun .starfsheita í launaflokka, gildistíma samn- ingsins og um aðrar félagslegar umbætur í samningamálum bankamanna. Skilyrði bankanna fyrir þessum viðræðum áttu að vera, að bankamenn féllu frá 3% áfangahækkun, sem um er getið í samningum, en þær eru tvær, 1. apríl og 1. júní, og er gildistími samningsins til 1. október. Eins og áður segir, höfnuðu bankamenn þessum tilmælum og kom því aldrei til kasta bankanna í málinu. Greiða bankarnir því þá 3% áfangahækkun, sem samning- ar kveða á um, svo og sparisjóðir. Flugmenn undirbúa harðari aðgerðir VIÐ VERÐUM með félags- fund hjá okkur á morgun og verða þar m.a. ræddar nýjar aðgerðir af okkar hálfu og mér þykir líklegt, að þær verði ekki linari, sagði Björn Guðmundsson formaður Félags ísl. atvinnuflug- manna í samtali við Mbl. í gær. — Sáttanefndin hefur ekki haft neina fundi og það hefur ekki verið talað við okkur frekar en við værum hundar, sagði Björn ennfremur. Sjá: Verkfallsaðgerðir álitshnekkur ... bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.