Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 15 Börn þeirra hjóna eru leikin af Sigurði Sigurjónssyni, Lilju Þorvaldsdóttur og Guðrúnu Gísladóttur. Sigurður er af göðu kunnur og gerir íþróttamannin- um Árna eftirminnileg skil. Þær Lilja og Guðrún eru eins og Sigurður útskrifaðar úr Leik- listarskóla Islands og hafa vakið athygli fyrir túlkun ýmissa hlutverka. Lilja kemur nú í fyrsta sinn fram í leikriti hjá Þjóðleikhúsinu og leikur hina mótsagnakenndu Mörtu, tísku- drós og karlmannagleypi af innlifun. Guðrún Gísladóttir er hin innhverfa Guðrún sem þolir ekki það andrúmsloft sem hún býr við. Þetta er vandasamt hlutverk sem Guðrúnu tekst að gera lifandi, gæða holdi og blóði. Foreldra Haralds, þau Örnólf og Guðrúnu, leika Þorsteinn Ö. Stephensen og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Ég er efins um að oft hafi sést betri samleikur, enda virðist skilningur leikar- anna á hlutverkunum slíkur að árangur hlaut að verða. Vinir Mörtu, loftkenndir gæar, einn andlega sinnaður, hinn í mótmælaskapi eru í höndum Sigurðar Skúlasonar og Rarrdvers Þorlákssonar. Einkum tókst Randveri að sýna okkur innihaldsleysi þeirrar persónu sem hann túlkaði. Tæknilega er Stundarfriður Þjóðleikhúsinu til sóma. Ég nefni til dæmis lýsingu Ás- mundar Karlssonar, leikhljóð Gunnars Reynis Sveinssonar og leikmynd og búninga Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur. Leik- stjórnarhæfileikar Stefáns Baldurssonar eru engin ný tíð- indi úr leiklistarheiminum, en honum hefur ásamt aðstoðar- fólki sínu auðnast að setja á svið sýningu sem hlýtur að eiga langa lífdaga fyrir höndum. kotbóndans og ömurlegar lýs- ingar á lífi hans og kjörum þóttu hreinar fjarstæður eða eins og Krlstján skáld frá Djúpalæk komst að orði um gamla sveitunga sína: „Þeim fannst hann (þ.e. Bjartur) svo nakin mynd af þeim sjálfum." Höfundur þessa stórbrotna verks hefur á seinni árum leitt smám saman í ljós hve barátta og þrotlaus þekkingarleit var undanfari þess, að sagan varð til (sbr. „Sagan af sögu kotúngsins" í bókinni Úngur ég var, útg. 1976). Halldór segir m.a. um smásögu („fábrotið riss“), er fjallar um einyrkjann Þórð í Kálfakoti, sem til varð haustið 1919 ... „hélt ég áfram að glíma við þennan kvillanesblesa í als- konar myndum: Þórð; já og ekki bitið úr nálinni með hann fyren eftir sextán ár, að hann reis alskapaður og endurborinn í Bjarti í Sumarhúsum 1935.“ Um söguna fullgerða segir hann: „hún endar í fullkomnum ósigri; og í ósigrinum er kallinn skást- ur.“ Þennan kall, Guðbjart bónda Jónsson, túlkar Þráinn Karlsson af mikilli nærfærni. Eins og stundum áður sýndist mér hann ekki fara allskostar giftusamlega af stað; í þetta sinn heldur hávær og örgeðull. En það kom ekki að sök. Það er vandasamt að smeygja sér úr gervi Þórðar í leikritinu „Stalín er ekki hér“ og vinda sér í flíkur annars þverhauss, Bjarts, sem er þó með allt öðru yfirbragði, án þess að það skaði þó túlkun á þeim síðarnefnda. Þráinn leggur áherslu á þá „háðung sjálfstæð- is“ hans, sem Kristinn E. Andrésson nefndi svo og fer á kostum í þeim húmoristíska stíl, sem höfundurinn gæðir persón- una. Hann er sannur í öllum tökt- um, líkt og hann hefði annast fjárgæslu um árafjöld og verið í nábýli við heiðar og öræfi, þar sem þögnin er fullkomin. I Óperutónleikar Efnisskrá: Verdi .... Upphafsatriði 2. þáttar úr Un Ballo in Maschera ..................Balletttónlist úr Aida ..............................Celeste Aida ....................Forleikur að I Vespri Siciliani Bcllini .................Forleikur að Normu Puccini.................Tvær aríur úr Tosca ....................Intermezzo úr Manon Lescaut ...................Lokaatriði 1. þáttar La Bohémé' Einsöngvarar: Radmila Bakocevic og Piero Visconti Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Margir unnendur tónlistar líta á óperutónlist eingöngu sem skemmtiefni og í samanburði við mikið unna tónlist sé hún léttvæg að gerð. Uppruni óperunnar er einmitt fólginn í þeim mun sem er á vitsmunalega uppbyggðri tón- list, þar sem byggingin er mark- miðið og tónlist sem tæki til túlkunar tilfinninga í leikrænni tjáningu. Túlkun á geðhrifum verður ekki útfærð frjálslega ef samtímis þarf að taka tillit til flókinna umvendinga stefja. Mörgum tónsnillingum hefur þó tekist að ramma leikræna tilfinn- ingatúlkun inn í meistaralega gerðan tónvef, sem ekki er aðeins fallegur áheyrnar heldur og sam- ofinn textanum og túlkun hans. Tónskáldskapur Verdis nær allt frá einföldu sönglagi, sem ómenntaður söngmaður getur flutt í upprunalegri gerð til stór- fenglegra tónverka, er gera ýtr- ustu kröfur um hæfni flytjenda. Fáum tónskáldum hefur tekist betur að samstilla tónmál sitt við leikræna túlkun textans svo að skilin milli túlkunar flytjenda texta og atferlis og samleiks við hljóðfæraleikara hverfa rétt eins og hljóðfæraleikararnir séu einnig leikarar verksins. Þetta mátti merkja í leik Sin- fóníuhljómsveitar íslands og var samspilið á milli stjórnandans Jacquillat og hljómsveitarinnar frábært. Vonandi tekst forráða- mönnum hljómsveitarinnar að fá Jacquillat til áframhaldandi sam- starfs og kenna íslendingum að hlusta á óperur og góða tónlist. Ópera hefur undanfarið verið mjög til umræðu og ráðamenn Piero Visconti hafa af rausnarskap miklum veitt heilum mánaðarlaunum skrif- stofumanns í styrk til slíkrar starfsemi. Heyrst hefur að fjár- munanna verði aflað með því að taka 13. mánuðinn af einhverjum óflokksbundnum opinberum starfsmanni. Það er því ekki iítil upplyfting að fá til landsins slíka listamenn, sem nú sungu okkur Islendingum ástríðuþrungna söngva sunnan úr Evrópu. Rad- mila Bakocevic og Piero Visconti sungu söngva úr Grímudansleikn- um og Aidu, eftir Verdi en eftir Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Þráinn Karlsson í hlutverki Bjarts í Sumarhúsum. Lelkllst eftir BOLLA GÚSTAVSSON í. Laufási ósigrinum rís túlkun Þráins hátt. Svanhildur Jóhannesdóttir fer með hlutverk Ástu Sóllilju. Hún hefur leikið stór hlutverk í öllum leikritum, sem L.A. hefur sýnt í vetur. Skorti þar aldrei á vandvirkni og öryggi, en ekki get ég neitað, að sá grunur læddist að mér, að til lengdar mætti búast við nokkurri ein- hæfni í túlkun hennar. En hér kveður við allt annan tón en áður og með prýði stenst Svan- hildur prófið, er hún sýnir lífsblóm Bjarts, allt frá ungl- ingsaldri þess til fullorðinsára. Hvergi er brotalöm í síbreyti- legu svipbrigðamáli þessarar óhamingjusömu manneskju, sem ein fær þó að skyggnast andartak í innra líf Bjarts. Þórey Aðalsteinsdóttir leikur Rósu í Niðurkotinu. Hún skilur hlutverkið út í æsar og gerir ekki minna úr því en efni standa til. Samleikur Þóreyjar og Þráins er öruggur og sann- færandi, lýsir vel þrjósku, sem horfir til tveggja ólikra átta. Jóhann Ögmundsson leikur séra Guðmund á þann veg, að 8. þáttur, Erindagerðir, er eitt skemmtilegasta atriði sýningar- innar. Jóhann er traustur leik- ari og gæddur næmu skopskyni. Þuríður Schiöth er varla nógu sannfærandi í hlutverki Rauðsmýrarmaddömunnar og galt þess, að hún á nokkuð ólært í listinni. Gervið er gott, en öryggi þessarar háleitu og bosmamiklu frúar er ekki sem skyldi og framsögnin alls ekki eðlileg. Líklega má rekja það helst til óstyrks nýliðans. Heimi Ingimarsson hefi ég ekki séð leika betur en í þetta sinn. Hann sýnir þann Jón hrepp- stjóra, sem sagan lýsir, af þeirri nákvæmni að undrum sætir. Náði hann því óákveðna hljóði út um nefið, sem til er ætlast og umgekkst tóbakslöginn af natni allt til enda, kipraði varirnar utan að honum „sem ósjálfrátt tákn þess, að hann sleppti engu fyrr en hann hafði sogið úr því þann safa, sem hægt var að hafa.“ Minnilegt er samtal hans við Hallberu gömlu, sem leikin er af Sigurveigu Jónsdóttur af hógværð og innlifun. Kemur það sem skemmtilegt mótvægi við sviptingar leikkonunnar í viða- miklum hlutverkum fyrr í vet- Radmila Bakocevic ur. Viðar Eggertsson er of ör í hlutverki kennarans. Það skort- ir nokkuð á að hann nái þeim tóni, sem lýsir ömurlegri vesöld og gæfuleysi undir þunnri skel blekkingarinnar, sem felst í fjálglegu tali þess veraldarvana menntamanns, sem hann segist vera. Fjálgleikinn verður of sterkur og maður sér ekki gæf- uleysið falla af síðum þessa Sólons. Viðar leikur reyndar tvö hlutverk, kennarans og Einars í Undirhlíð. Aðalsteinn Bergdal, Theódór Júlíusson og Gestur E. Jónasson fara einnig með tvö hlutverk hver og gera þeim ágæt skil. Aðalsteini lætur vel að túlka umkomulaus gamal- hlé tvær aríur úr Tosca eftir Puccini og luku tónleikunum með lokaatriði 1. þáttar úr La Bohéme. Ef hugsað væri til þess að hér starfaði söngleikahús og í stað þess að hlýða á þessa ágætu listamenn aðeins á tónleikum, hefðu þeir einnig sýnt okkur list sína á leiksviði. Slíka drauma má ekki hafa hátt um og eru reyndar hlægilegir í háhlöðnu papp- írs-sorteringarskipulagi, sem étur alla fjármuni samfélagsins og brjálar bezta fólk. Um söng slíkra listamanna eins og Bakocevic og Visconti er óþarft að fjalla. Söng- ur þeirra var glæsilegur og víða frábær. Að halda svona óperutón- leika er meira en sjálfsagt, það er blátt áfram nauðsynlegt, bæði sem hluta af áskriftarkerfinu og einnig sem sjálfstæða tónleika. Það mætti, allt eins og að flytja smáþætti úr mörgum verkum, flytja heillegri myndir úr óperum, jafnvel með aðstoð ísl. kóra og einsöngvara og þannig bæta að nokkru úr þeirri vöntun sem við búum við og leggja grunn að þörf fyrir óperuhús í framtíðinni. Jean-Pierre Jacquillat menni og leikur hans og gervi í hlutverki Þórðar í Niðurkotinu eru afbragð. Ingólfur Arnarson Jónsson er sannfærandi boðberi samvinnuhreyfingarinnar í meðförum Theódórs. Gestur E. Jónasson sýndi hressilegan leik og var ekki síðri í hlutverki ókunna mannsins í firðinum. Það kemur jafnan í ljós, hvað þeir félagar eru góður efniviður og gera vel, ef leikstjórinn er akveðinn húsbóndi og mikill kennari. Nanna I. Jónsdóttir dró upp trúverðuga mynd af Hallberu í Urðarseli. Þá má ekki gleyma tíkinni, sem aldrei datt út úr hlutverkinu. Trúað gæti ég, að þeir, sem fundu að því fyrr í vetur, að útilegumenn- irnir í Skugga-Sveini hefðu ver- ið í of hvítum og vel verkuðum gærum, myndu gagnrýna, hversu bústin og gljáandi á belginn þessi lúsarlausa skepna er þarna í Sumarhúsum. Eitt af Akureyrarblöðunum kvartaði nýlega undan „snaut- legu listalífi" okkar hér nyrðra. Sennilega stafar þetta álit af skjálgum augum eða þá alltof réttum; sálarlífi, sem haldið er af þrjósku og ofsatrú á pólitísk- um stefnum. Þetta dapurlega þunglyndi þolir illa hækkandi sól og verður óskiljanlegt, þegar þess er gætt, hve mikill fjöldi fólks starfar hér af elju í akri listanna við nyrsta haf. Hlutur Leikfélags Akureyrar hefur ver- ið gildur. Það nýtur dugandi leikhússstjóra. Með þessari viðamiklu sýningu bætist at- hyglisverður þáttur í fjölbreytt verkefnaval vetrarins. Ég óska Baldvin Halldórssyni til ham- ingju með þessa sýningu, sem er ótvíræður sigur hans, og þakka forráðamönnum Leikfélagsins það áræði, er þeir hafa sýnt. Þeir hafa skilið þessa setningu Kristins E. Andréssonar rétt, að til þess „að þræða alla þá stigu þarf augu, sem mega kannske hvorki vera rétt eða skjálg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.