Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Vísindalegar rannsóknir Þær Þjóðir sem lengst eru komnar í Þróun fram- leióslu og verðmæta- sköpunar og bezt eru settar efnahagslega hafa um langan aldur variö mun hærri hluta pjóðar- tekna en við til vísinda- legra rannsókna, sem tengdar eru atvinnu- greinum peirra. Þær hafa litið á Þá fjárfestingu, sem fer í menntun vísindamanna og vísindalegar rannsóknir, sem arögæfa ráöstöfun fjármuna, enda hefur reynslan sýnt, aö Þeir fjármunir hafa skilað sér margföldum í sívaxandi hagkvæmni framleiðsl- unnar eða Þjónustunnar í Þjóðarbúskapnum. Fáar Þjóöir, sem búa við sam- bærilegar aöstæöur og viö, verja lægra hlutfalli Þjóðartekna til slíkrar starfsemi. Víðast hvar fara Þessar vísindalegu rannsóknir fram á vegum fyrirtækja eða atvinnugreina, sem sjá sér hag í pví, að Þróa starfsemi sína til sífellt meiri fullkomnunar. Hér á landi eiga fyrirtæki og atvinnugreinar erfiðara um vik. Því veldur eink- um tvennt: 1) Smærri fyrirtækjaeiningar og 2) Skattpfning, sem byggist á Þeirri allt of útbreiddu skoðun, að eiginfjár- myndun í atvinnurekstri (gróði) sé af hinu illa, og að atvinnurekstur megi helzt ekki skila tekjum umfram beinan rekstrar- kostnað nema sem svari skatttíund til ríkis og sveitarfélaga. Nauðsyn eiginfjármyndunar, m.a. til að standa undir rann- sóknum, tæknivæðingu, vexti fyrirtækis eða til að mæta skakkaföllum, er í engu viöurkennd. Jafnvel vaxandí atvinnupörf stækkandi pjóðar, sem Þó er sú hliðin á Því margumrædda atvinnu- öryggi, sem snýr að okk- ur á allra næstu misser- um, hverfur í myrkur rót- gróins Þjóðarmisskiln- ings á nauösyn eiginfjár- myndunar í atvinnu- rekstri. Af Þessum sökum hef- ur rannsóknar- og vís- indastarf hér á landi verið nær einvörðungu á veg- um ríkis og ríkisstofnana. Og Þar hefur síður en svo verið undir Það mulið. Þessa hefur íslenzkur at- vinnurekstur, íslenzk tæknipróun og íslenzk almannakjör goldið. Sérstaöa, sem ekki veröur fram hjá gengiö Þjóð, sem byggir fram- leíðslu sína, útflutning og afkomu í jafn ríkum mæli á fiskveiöum og fisk- vinnslu, hlýtur að eiga mikið komið undir fiski- fræðilegum rannsóknum og niðurstöðum vísinda- manna sinna. Sú stað- reynd, að byggja verður stjórnvaldsákvarðanir á efnahagslegum niður- stööum í bland við fiski- fræðilegar, breytir Þar engu um, hvorki um ágæti fiskifræöinga okk- ar né nauðsyn rannsókna Þeirra. Þjóö, sem um ár- Þúsundir var bændaÞjóð og byggir enn í dag til- veru sína á að vera sjálfri sér nóg um búvöru, auk Þess sem búskapur er veigamikill hráefnisgjafi iðnaðar og atvinnulegur bakhjarl fjölmargra sjávarplássa, á mikið undir fræðilegum athug- unum bústofns og gróðurmoldar. Þjóð, sem hlýtur að byggja framtíð sína í vaxandi mæli á nýtingu jarðvarma, virkj- un fallvatna (innlendum orkugjöfum) og jafnvel nýtingu jaröefna, á ekki lítið undir jarðfræðileg- um vísindamönnum komið. Og ekki skekkir Það gildismatið, að við búum í landi jarðhrær- inga og eldgosa, sem öryggis vegna kallar á rannsóknarstörf. Fjölmörg dæmi önnur mætti til tína. En fyrst og síðast Þarf að efla rann- sóknir og tæknivæðingu í atvinnugreinum okkar, sem skapa verðmætin, er kjör okkar og allir aðrir Þættir Þjóðiífsins grund- vallast á. Erfitt er aö meta til fjár rannsóknir og vís- indastörf í heilbrigðis- kerfínu. Hækkun meöal- aldurs, sem hér hefur tekið stökk upp á við á liðnum áratugum, og færri veikindadagar frá vinnu, hafa aö vísu verö- mætagildi í atvinnulífinu. En fyrirbyggjandi aðgerðir á vettvangi heilsugæzlu, sem og lækníngastörf, er auka á velferð og lífshamingju einstaklinganna, verða naumast mæld á mæli- stikur prósentumanna og krónuteljara. Tími er til kominn að Þjóðin fari að hyggja aö Þýöingu rannsóknar- starfs og fræöimennsku í Þjóðarbúskapnum. Vís- indamenn eiga ekki að vera hafnir yfir gagnrýni, en hins vegar Þarf aö rétta hlut Þeirra eins og allt er í pottinn búiö í Þjóðfélaginu í dag. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? TJ M ALGLYSIR l’M ALLT LAND ÞEGAR Þl' Al'GLYSIR Í MORGLNBLAÐINL ALLEGRO ER EITTHVAÐ MEIRA í vetrarhörkum á vondum vegum, jafnast ekkert á við gódan bíl með framhjóladrifi. Austin Allegro er framhjóladrifinn og vandaður. Þú þarft ekki að leita lengur. Rafhituð afturrúða Armpúði f aftursæti Bakkljós Stokkur á milli sæta m/klukku Vfnylklæðning á þaki Höfuðpúöar Litað gler Vindlakveikjari Rafdrifin rúðusprauta Hliöarspeglar 2ja hraða rúðuþurrka Hlíföarlistaráhliöum Hlífðarlistará sílsum Framhjóladrif / Aflhemlar Sjálfstæð vökvafjöðrun á öllum hjólum EINNIG TIL í STATION ■—ctaí beos'° ,—spaía, b aksWtskePPn ® oovrrv tör P. STEFANSSON HF. SÍOUMÚLA 33 — SÍMI 83104 • 83105 Styrktar- og minningasjóður Samtaka gegn astma og ofnæmi, veitir í ár styrki í samræmi viö tilgang sjóösins, sem er: a. aö vinna aö aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum. b. aö styrkja lækna og aðra, sem leita sér þekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra, meö framhaldsnámi eöa rannsóknum á þessu sviöi. Umsóknir um styrki ásamt gögnum, skulu hafa borist til sjóöstjórnar í'þósthólf 936 Reykjavík fyrir 16. maí 1979. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu samtak- anna í síma 22153. Sjóöstjórnin SSiS. Finlux LITSJÓNVARPSTÆKI 20“ .. kr. 415.000.- ^ 22“ kr. 476.000.- jjjjjjSSgjj 26“ kr. 525.000.- SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.