Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 17 Æ TISVEPPIR Búsílag til ársins á einni dagsstund Oft vekur furðu er heyrist af söfnun og tínslu hvers konar, er fólk stundar á okkar hrjóstruga landi. Undrar menn síður athæfið sjálft en sú staðreynd að þcim hafi eigi hugkvæmst hið sama áður. Þannig er t.d. algeng kvört- un að íslendingar séu allt of háðir útlendingum með aðföng á grænmeti þar sem hagskarpt sé með tilliti til margra tegunda í íslenzka náttúruríkinu. í ljósi upplýsinga, sem Mbl. hefur áskotnast má þó víst telja að Glæsitreflan (cortinarius triumphans) er stórvaxin og al- geng í skógum. Hatturinn er rauðgulur og sveppurinn vel ætur. í þessu efni seilast margir um hurð til lokunnar. Þrátt fyrir að vitn-. eskjan eigi nú siaukinni útbreiðslu að fagna hversu mörgum mat- skyggnum íslendingum skyldi kunnugt um að í landi þeirra fyrirfinnast ætisveppir, er sumir heimildarmenn okkar telja að Berserkjasveppur (amanita musc- aria) finnst víða í skógum. Hann hefur blóðrauðan hatt þakinn snjóhvítum flyksum. Oætur en ekki verulega hættulegur. standi jafnvel langt framar inn- fluttum sveppum að bragðgæðum. Heimildarmenn, er kvaðust sinna tínslu sveppa, er færi gæfist sögðust ekki efa að æ fleiri upp- götvuðu þetta ódýra en skemmti- lega búsílag. Þó töldu þeir eftir- tektarvert að stór hluti þeirra er sjá mætti rýna í skógum og kjarri á haustin eftir ætisveppum væru útlendingar búsettir hér og gæfi t.a.m. oft að líta kínverska sendi- raðskolla milli runna. Arleg sveppaspretta mun að vísu háð árferði ekki síður en ber, en í góðu ári, sagði okkur einn áhugamanna, mætti hæglega tína til árs á einu síðdegi. í tilefni þessara nýstárlegu frétta sneri Hlaðvarpinn sér til Helga Hallgrímssonar forstöðu- manns Náttúrugripasafnsins á Akureyri en hann mun vera með fróðari mönnum um íslenzka sveppi á landi hér. Helgi var spurður hvort ekki væri viss áhætta bimdin því fyrir áhuga- menn að fara á stúfana í sveppa- leit, einkum þar sem heyrzt hefði um sérstaka eitursveppi, er köll- uðu fram misjöfn áhrif í mönnum. Var okkur sérstaklega umhugað að vita frekari deili á hinum alræmda berserkjasvepp, en eins og lesa má í fornsögum hleyptu menn gjarnan hömum, er þeir lögðu sér plöntu þessa til munns. Helgi sagðist ekki vita til þess að finna mætti Móhneflan (russula xeramplina) er algeng í grasmóum og skógar- jöðrum og talinn mjög góður matsveppur. lífshættulega sveppi á íslandi og gilti það einnig um svokallaðan berserkjasvepp, er þó gæti kallað fram óæskilegar skyntruflanir í mönnum. Hann kvað svepp þenn- an þó auðþekktan, stóran, hvít- doppóttan og rauðan og þyrfti því enginn að villast aíhonum. Benti hann á að ekki sakaði þó að hafa uppsláttarbók við höndina er lagt væri upp í sveppaleiðangur. Má geta þess að Helgi hefur sjálfur nýlokið handbók um sveppi, sem von er á frá íslenzka Garðyrkjufé- laginu í sumar. Helgi sagði að íslenzkir sveppir hefðu verið tíndir til matar um langan aldur á íslandi og hefði sá siður breiðst út frá Kvennaskólan- um svo og með íslenzkum mat- reiðslubókum. Ætisveppir sagði hann að þrifust bezt í röku og hlýju loftslagi og væri þeirra einkum að leita í nýjum skógum innan um lerki og furu. Við fengum meðfylgjandi myndir lán- aðar úr nýrri handbók Helga með leyfi Garðyrkjufélags íslands. HELGARVIÐTALIÐ! Einhver mikilvægasti páttur í líti menningarpjóðar er án ela varðveizla tungunnar. Heimur, er stöðugt vex að Þekkingu, smækkar jafnframt meö Því að tæknin færir eina álfu annarri nær. Undir slíkum kringumstæðum Þreyta fámennar Þjóðir sífellt sömu jafnvægisÞrautina. í sama mund og Þær veita til sín straumum stærri menningarsamfélaga verða Þær að aögæta aö drekkja ekki málvenjum sínum og Þjóðarvitund en fella Þess í staö nýjungarnar inn í umgjörö eigin hefðar. Einn Þeirra, er helgað hafa sig íslenzkri málvernd, er Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri, en Gísli hefur nú kennt íslenzku um aldarfjóröungsskeið. Hann var fyrst spuröur hvort honum fyndist óeðlilega mikið af erlendum tökuorðum í málinu. Hann svaraði: „Endurnýjunarmáttur íslenzkrar tungu er blessunarlega mikill“ Nei, þaö eru færri en við mátti búast í máli smáþjóöar. Þaö er sjálfsagt af því aö snemma settu íslendingar sér málhreinsunar- og málverndunarstefnu og henni hefur veriö fylgt — aö vísu stundum meira af vilja en mætti — einkum fyrrmeir. Telur Þú íslenzku máli ógnaö af erlendum áhrifum? Já, máli okkar hlýtur alltaf aö vera ógnaö af slíkum áhrifum og þaö því meir sem einangrun lands og þjóöar veröur minni. Ég held hins vegar aö ógnunin sé ekki fyrst og fremst fólgin í því að einstök erlend orö rótfestist í málinu. Hættan er fremur í hinu aö setningaskipun, oröaröö, áherzlur og tónn breytist. Ég tek sem dæmi stööu atviksoröa gagnvart sögnum: „hann áreiöanlega veit þetta" í staöinn fyrir „hann veit þetta áreiðan- lega". Hér eru ensk áhrif á feröinni. Þá tek ég eftir því aö áherzlulögmálið raskast oft; áherzla færist af fyrsta atkvæöi á annaö. Þetta hef ég heyrt í máli manna sem mikið láta til sín taka og mlkil áhrif hafa. Telur Þú að eldri kynslóðin tali betra mál en hin yngri? Þessu er erfitt aö svara beint. Máliö hlýtur aö breytast meö breyttum þjóðlífsháttum. En sé þaö gott mál, sem verið hefur, aö talar eldri kynslóöin betra mál, Hins vegar finnst mér margt ungt fólk, t.d. ýmsir nemendur mínir og aörir unglingar, sem ég þekki, tala og rita prýöis gott mál og endurnýjunarmáttur íslenzkrar tungu er blessunar- lega mikill. Ertu ánægður með skref fjöl- miöla til endurnýjunar íslenzku máli? Mér finnst aö blöö, útvarp og sjónvarp reyni aö laga máliö aö kröfum tímans. Þaö tekst auövit- aö misjafnlega. Útvarpiö sinnir þessu meira en sjónvarpiö svo sem eðlilegt er, því þaö er vettvangur orðsins, og þátturinn „Daglegt mál" gerir áreiðanlega mikiö gagn. En ég held aö einnig í sjónvarpinu ætti aö vera hægt Gísli Jónsson mennteskólekennari. aö koma viö kennslu eða leiöbeiningum um málfar. Blöö hafa stundum haft fasta þætti um íslenzkt mál en meira þyrfti aö gera af slíku. Þegar kennsla í svokallaöri fjölmiðlun verður komin á, t.d. í Háskóla íslands, geri ég ráö fyrir aö þætti móöur- málsins veröi sinnt þar myndar- lega. Þú hefur sjálfur gert tillögur um nokkur nýyrði. Getur Þú nefnt okkur nokkur dæmi? Sjálfur hef ég gert meira af því aö koma nýyrðum annarra á framfæri en smíöa orö sjálfur. En fyrst spurt er um sjálfan mig þá hef ég t.d. myndað oröin „forvarnarstarf" í stað „fyrir- byggjandi starf" (á ensku „preventive"), „myndhús" í staðinn fyrir „gallerí", t.d. myndhús Háhóll og „harmskop- legur" í staöinn fyrir „tragikomískur" og þá nafnorðiö „harmskop" í samræmi viö þaö. Af annarra manna smíöum hef ég reynt aö koma mörgu á framfæri eins og til dæmis orðinu „skutbíll" í staðinn fyrir „station-wagon", biöstöö" í staðinn fyrir „stoppistöö" og „farspjald" í staöinn fyrir „bóá'rding card". Hverja telur Þú helztu erfið- leikana á aö taka upp ný íslenzk heiti í staö erlendra og hvernig má vinna bug á Þeim erfiðleikum? Helztu erfiöleikarnir eru fólgnir í því aö finna nógu þjál og hnyttin orö, sem uppfylla þær kröfur, sem gera verður. Ef okkur tekst ekki aö smíöa alveg ný orö í staö hinna erlendu, er um margt annað aö ræöa. Viö getum tekiö upp gömul orð og gætt þau nýrri merkingu svo sem „blak“ í staö „volley ball“, „hnit“ í staö „badminton" og „snælda“ í staöinn fyrir „casetta" og stundum getum viö tekið erlenda oröiö upp og látiö þaö laga sig aö íslenzkum fram- buröar-, beygingar- og staf- setningarreglum. Góö dæmi af því tagi eru „bíll“ og „jeppi“ og fjöldi mannanafna, svo sem Jón, Páll og Soffía. Kanntu nokkrar skemmtileg- ar sögur um upptöku nýyrða? Ekki held ég þaö. En til tíöinda má telja aö, nýyröiö „útvarp“ var tekiö fram yfir „víövarp" viö atkvæöagreiöslu á alþingi á sínum tíma. Ef til vill mætti telja til nýyröa það fyrirbæri málsins, er orö verður til fyrir misskilning. Þetta fyrirbæri mannlegs máls er gjarnan nefnt aö þýzkri fyrir- mynd „Volksetymologie", þýtt á íslenzku meö orðinu alþýöu- skýring. dæmi af því tagi er „opinsjón" fyrir „operation"; kona sagöist hafa fengiö opin- sjón á spítalanum, þ.e. þaö ástand, er sést í allt opið. Anna slíkt dæmi er þaö, aö menn skilja ekki „nivea“ í samsetning- unni „nivea-krem“, en það er komiö úr latínu og táknar eitthvaö hvítt eins og snjó, en vegna notkunarinnar hefur þaö stundum breytzt í „nefjakrem" á íslenzku. Og nýjasta dæmi um þetta kenndi mér samkennari minn, þ.e. „kattarstroffa“ í staðinn fyrir útlenda orðið „catastrophe“. ELDSPÝTURI Fjölbreytni til aö ergja neytandann Áður voru eldspýtur ekkert vandamál. Við tókum spýtuna úr stokknum og renndum eftir strokfletinum. Það var allt og sumt. Þessi einfaida aðferð virð- ist heyra til iiðinni tíð. Nú er algengt að gera verði tvær til þrjár tiiraunir áður en tekst að kveikja í vindlingi. Þó getur enginn kvartað yfir fábreytni. Boðnar eru gerðir af margvís- legu þjóðerni; tékkneskar, rússneskar, sænskar og kín- verskar. En uppskera alirar þessarar fjölbreytni virðist þó aðeins vera fjölgun leiða til að ergja neytandann. Reykingamönnum er vel kunn- ugt um hvílíkir viðsjálsgripir eldspýtur þessar eru. Annað hvort hættir þeim til að hrökkv, sundur mei' þeim afleiðingum að brennisteinsendi stöngulsins flýgur logandi út í buskann eða í andlitið á næsta manni ellegar þá að glætan slokknar sökun raka eða annars konar ónáttúru í trénu. Einkum á þetta við um stöngla af því tagi er nefndir hafa verið Grýtu-eldspýtur, en við nánari eftirgrennslan hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins kom í ljós að hér er um tékkneska framleiðslu að ræða. Ef eitt versta brúk er menn geta fundið tékkneskum eldspýtum er að fá þær til að loga, má alténd reyna þær kínversku. Það sýnir ótvíræða breidd í íslenzku eld- spýtnaframboði að gagnstætt þeim vanda, er við er að etja í fyrrgreindu tilviki, verður nú neytandinn oft að hafa sig allan við að hefta eldhafið. Er það ekki að ósekju að eldspýtur þessar bera heitið „Double Happiness" eða „Tvöföld sæla“. Með örlitilli lagni gæti neytandinn í einu vetfangi tendrað bál í bæði bux- um og vindlingi. Hjá ÁTVR fengust þær upplýs- ingar að kínversku eldspýtumar hefðu aðeins verið keyptar til reynslu og væri lítil ástæða til að hræðast aðra sendingu. Greindist talsmanni verzlunarinnar svo frá að vinsælustu eldspýtur á mark- aði innanlands hefðu komið frá Svíþjóð og Sovétríkjunum. Sagði hann að þrátt fyrir að sænskar eldspýtur hefðu ekki verið fáan- legar í landinu síðastliðin tvö ár væri þess að vænta að þær yrðu keyptar til landsins aftur. Brenn- ur varla meir á öðrum þjóðþrifa- málum nú en að landsmenn geti kveikt sér í tóbaki án þess að stofna lífi og limum sjálfra sín og annarra i bráðan voða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.