Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 39 Knattspyrnan af staö á sunnudag KNATTSPYRNAN fer af stað um næstu helgi. Næst- komandi sunnudag fer fram fyrsti leikurinn í Reykja- víkurmótinu á Melavellin- um og leika þá saman Vík- ingur og Fylkir. Hefst leik- urinn kl. 14.00. bar með íer boltinn að rúlla, þrátt fyrir að aðstæður séu enn vægast sagt slæmar víðast hvað. Síðan rekur hver leikurinn annan og næstu leikir í Reykjavíkurmótinu verða sem hér segir: Mánudaginn 2. apríl kl.20.00: Ármann — KR. Þriðjudaginn 3. apríl kl. 20.00: Valur — bróttur. Fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.00: Fram — Fylkir. Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00: KR — bróttur. Mánudaginn 9. aprfl kl. 20.00: Ármann — Valur. Litla bikar- keppnin í dag fara íram tveir leikir í litlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu. í Keflavík leika hcimamenn við Hauka kl. 14.00 og á sama ti'ma leika í Hafnarfirði Breiðablik og FH. Skólamót HSÍ SKÓLAMÓT HSÍ í hand- knattleik hefst í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi kl. 14.00 og heldur áfram á sunnudag kl. 13.30 í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði. Tólf skólar taka þátt í keppninni. Mótinu verður svo fram haldið um aðra helgi. Seltjarnarnes laugardag 31. mars Kl. 14.00 FL-FB B-riðill kcirlci Kl. 14.45 VSK-MH A-riðill Kl. 15.30 LSK-lR A-riðili k.cirl ti Kl. 16.15 FL-FB B-riðiU kvenna Kl. 16.50 HVÍ-ÁR C-riðill Kl. 17.35 FB-FA B-riðill Kl. 18.10 VSK-LSK A-riðill Kl. 18.55 MH-ÍR A-riðill karla 19.40 FL-VÍ B-riðill karla Innanhúss- fótbolti á Suöurnesjum ÚM helgina fer fram innan- hússknattspyrnumót ( íþróttahúsinu í Njarðvíkum á vegum íþróttabandalags Suðurnesja. Hefst mótið kl. 12.30 laugardaginn 31. marz en þann dag spila 3 efstu flokkarnir. Yngri flokkarn- ir spila svo á sunnudag og hefst keppnin á sama tíma. Fjögur félög taka þátt í mótinu en framkvæmd móts- ins annast knattspyrnufél- agið Víðir í Garði. AR/bR Valur rétt smaug Valsmenn urðu að taka á honum stóra sínum til þess að vinna baráttuglaða Frammara í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. Leik- urinn var liður í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Valur vann með eins marks mun og sigurmarkið skor- aði Þorbjörn Jensson þeg- ar aðeins um 20 sekúndur voru til leiksloka, lokatöl- ur 20—19. Valur haíði 2 mörk yfir í hálfleik, 12-10. Þrátt fyrir þá spennu sem í leikinn hljóp í lokin, leit ekki út fyrir annað en frekar öruggan sigur lengst af, því að þó að Frammarar berðust eins og ljón, héldu hinir þunglamalegu Valsar- ar þeim lengst af 2—3 mörkum frá sér. Hæst ber að geta í leiknum þátts Ólafs Benediktssonar, sem kom 9 sinnum inn á til að reyna við víti. Varði hann fjögur þeirra, en það fimmta fór í þverslána. Bjarni Guðmundsson átti einnig góðan leik og Jón Karlsson einnig, en aðrir Vaisarar áttu frekar slakan dag þrátt fyrir sigurinn. Björn Eiríksson var langbestur Frammara, harðskeyttur á lín- unni, skoraði mörk og fiskaði víti, sem félagar hans kepptust síðan við að misnota. Mörk Fram: Gústaf 6 (3 víti), Atli 4 (1 víti), Theodór, Björn og Jens 2 hver, Erlendur og Birgir eitt hvor, jú, Sigurbergur eitt líka. Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 5 ( 2 víti), Bjarni 4, Jón Karlsson, Þorbjörn Jensson og Jón Pétur 3 hver, Stefán og Gísli 1 mark hvor. — gg. • Jón Karlsson átti ágætan leik fyrir Val í gærkvöldi. hér er hann stöðvaður á óþyrmilegan hátt íleiknum ígær. Ljósm.: EmiUa. Þór vann ubk Þór vann ÞÓR frá Akureyri sigraði UBK í 1. deild kvenna 17—8 á Akureyri í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 7—5. Með þessum sigri sínum hafa Þór-stúlkurnar sennilega bjargað sér frá falli í deildinni. Mörk Þórs: Hanna Rúna 8, Magnea 4, Anna Gréta 2, Harpa 1, Guðrún 1. Mörk UBK: Sigurborg 4, Hrefna 3, Þóra 1. Þór frá Vestmannaeyjum tryggði sér annað sætið í 2. deild með naumum sigri yfir Ármanni í gærkvöldi, 20—19, staðan í hálf- leik var 12—7 fyrir Þór. Loka- sekúndur leiksins voru æsispenn- andi og Ásmundur Friðriksson skoraði sigurmark Þórs úr víti þegar 20 sekúndur voru til leiks- loka. „Nokkuð að vinna KR?“ „EIGUM við nokkuð að vera að vinna KR.“ sagði Sigurður Sig- urðsson, aðalskytta bórs frá Akureyri, þegar örfáar mínútur voru til leiksloka. Kappinn mun hafa verið að grínast, enda staðan þá 27—13 fyrir KR og horfur á bórssigri frekar daufar. Leikur- inn endaði 28—15 fyrir KR, en staðan í hálfleik var 14—7 fyrir Vesturbæjarliðið. bað er skemmst frá að segja, að KR lék mjög góðan sóknar- og varnarleik frá upphafi til enda og þegar við það bættist, að bórsar- ar virtust hafa sérlega takmark- aðan áhuga á leiknum. KR náði fljótlega yfirburðaforystu, mest 14 marka nokkru fyrir leikslok. Bestu leikmenn KR voru mark- vörðurinn Pétur Iljálmarsson, sem varði aí snilld, og Sigurður Páll í horninu. Flestir áttu þó mjög góðan dag. Ekki nokkur maður stóð upp úr meðalmennsk- unni hjá bór. Mörk bórs: Sigurður 4, Sig- tryggur 4, Ragnar, Gunnar, Valur og Guðmundur 2 hver. Mörk KR: Björn Pétursson 10. Haukur og Sigurður Páll 4 hvor, borvarður 3, Símon, Kristinn 2 hver, Ólaíur og Ingi Steinn 1 hvor. —gg. Stjarnan í fallhættu bRÓTTUR sigraði Stjörnuna 24 — 19 í íþróttahúsinu Ásgarði í gærkvöldi. Stjarnan þarf því að leika aukaleik um fallið niður í 3. deild en bróttarar sluppu fyrir horn. Framan af í leiknum í gær var Stjarnan betra liðið en í síðari hálfleiknum dró smám saman af þeim og þegar 15 mínútur votu eftir af leiknum náði Páll Ólafsson að jafna leikinn 15—15 og kom Páll svo brótti yfir skömmu síðar með laglegu marki. Eftir þau juku bróttarar forskotið smátt og smátt og sigur þeirra var sanngjarn því þeir léku mun betur í síðari hálfleiknum. Hjá Stjörnunni var Eggert ísdal langbestur. leikmaður sem hefur gott auga fyrir handknattleik og er skotfastur. Hjá brótti voru Konráð Jónsson og Einar Sveinsson bestir. Mörk bróttar: Páll 6, Konráð 6. Einar 3, Sveinlaugur 3, Gunnar 3, Ilalldór 2. Mörk Stjörnunnar: Eggert 9, Árni 3, Eyjólfur 2, Árni 2, Gunnlaugur 2, Magnús T. 2. — þr. Mikill fjöldi á skíðamoti Reykjavíkur REYKJAVÍKURMÓT á skíðum í alpagreinum fer fram í Kóngsgili í Bláfjöllum dagana 31. mars — 1. aprfl og helgina 7.-8. apríl á vegum skíðaráðs Reykjayíkur. bátttakendur eru 238 talsins frá skíðadeildum Ármanns, Fram, ÍR, KR og Víkings auk nokkurra gesta. Keppt verður í öllum aldursflokkum. Mótið hefst á laugardag með stórsvigi í flokkum stúlkna 13—15 ára. drengja 13 — 14 ára og stúlkna og drengja 11 — 12 ára. Á sunnudag verður svo keppt í svigi í flokkum stúlkna og drengja 11 — 12 ára og 15 — 16 ára. Um aðra helgi heldur mótið áfram og laugardaginn 7. aprfl verður keppt í svigi í flokkum kvenna og karla, stúlkna 13—15 ára og drengja 13—14 ára. Sunnudaginn 8. aprfl er síðasti mótsdagurinn en þá verður keppt í stórsvigi í flokkum kvenna og karla, drengja 15 — 16 ára og 10 ára og yngri. Afhending verðlauna fer fram að lokinni keppni hvern mótsdag. bað er skíðadeild Ármanns sem sér um framkvæmd mótsins. Stórleikir í blakinu TVEIR stórleikir eru á dag- skrá 1. deildarinnar ( blaki um helgina. en hvorugur í Reykjavík. Á Laugarvatni leika Laugdælir og ÍS og fer sá leikur fram á laugardag- inn klukkan 14.00. Á sunnu- daginn eigast síðan við UMSE og bróttur á Akur- eyri. Hefst viðureign þeirra klukkan 12.30. Staðan í 1. deild blaksins er geysilega jöfn og spenn- andi. Laugdælir eru efstir eins og er, með 24 stig, en bæði IS og bróttur hafa hlotið 22 stig. Öll hafa liðin leikið 15 leiki. Hand- boltinn: Barist á toppi og botni HELGIN er frekar róleg á handboltasviðinu að þessu sinni. Tveir leikir fara fram í 1. deild karla og eru báðir stórmikilvægir. HK og Fylkir mætast og skera úr- slitin í þeim leik úr um það hvort liðið eða bæði falla í 2. deild. bá mætast Víkingur og FH í Firðinum á sunnudag- inn klukkan 19.00. Leikir helgarinnar eru: Laugardagur: Laugardalshöll: 1. deild karla. Fylkir-HK kl. 15.30 Laugardalshöll: 2. deild kvenna. Fylkir—UMFN kl. 16.45 Akureyri: 3. deild karla. Dalvik—UMFN kl. 15.30 Varmá: 3. deild karla. UBK-ÍA kl. 14.00. Sunnudagur: Laugardalshöll: 1. deild karla. Víkingur—FH kl. 19.00 Laugardalshöll: 1. deild kvenna. Víkingur—FH kl. 20.15 Laugardalshöll: 2. deild karla. Leiknir—Ármann kl. 21.15 Margt um sölur MIKIÐ hefur verið um kaup og sölur á breskum knatt- spyrnumönnum að undan- förnu, sumar mjög athyglis- verðar, t.d. að Everton skipti í gær á sléttu á Micky Walsh og Peter Easstoe frá QPR. bó að Everton hafi á sínum tíma borgað 350.000 sterlingspund fyrir Walsh, var ekkert greitt á milli. bá hefur Southampton selt tvo af leikmönnum þeim er léku með liðinu til úrslita um deildarbikarinn gegn Nottingham Forest fyrir skömmu. Terry Curran var selddur til Sheffield Wednesday fyrir 100.000 pund og Tony Sealy fór til Crystal Palace fyrir 50.000 pund. Bristol City hefur loks gengið frá ' öllum smáatriðum varðandi kaup sín á þeim Geert Maijer frá Ajax og Perrti Jantunen frá sænsku smáliði. bá má Ioks geta þcss, að Everton hefur keypt Brian Kidd frá Man. City fyrir 150.000 pund, en City hefur í staðinn keypt Barry Silk- man frá Plymouth fyrir 65.000 sterlingspund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.