Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 76. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Alvarlegt tjón í kjamaverinu í Pennsylvaníu Sjúkrabílar koma til brezka þinghússins eftir sprengingu í bflageymslu neðanjarðar er varð þingmanninum Airey Neave að bana. írskir skæruliðar segjast hafa komið sprengjunni fyrir í bflnum og Neave var látinn þegar hann kom á sjúkrahús. Harrisburg. Pennsylvaníu. AP. Reuter. BROTTFLUTNINGUR þungaðra kvenna og barna sem hafa ekki náð skólaskyldualdri hófst í dag frá svæði sem er í innan við átta kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu nálægt Harrisburg í Pennsylvaníu eftir nýja geislavirkni frá verinu sem ekki tókst að ráða við. BRETLAND: Richard Thornburgh ríkisstjóri fyrirskipaði brottflutninginn í út- varpi og sjónvarpi og gaf jafn- framt skipun um að 23 skólum sem eru á þessu svæði yrði lokað. A því eru fimm bæir og íbúarnir eru um 20.000. Skömmu síðar fyrirskipáði Carter forseti í Washington að yfirvöldum í Pennsylvaníu yrðu látnar þyrlur og fjarskiptabúnað- ur í té. Forsetinn skipaði embætt- ismönnum að sýna frekar of mikla gætni en of litla í mati á því hvort fyrirskipa skyldi brottflutning allt að einnar milljónar manna á svæði því sem geislunin nær til. Jody Powell, talsmaður forset- ans, sagði að það væri á valdi Thornburgh ríkisstjóra að ákveða hvort kalla skyldi út varaherlið. Ríkisstjórinn skipaði flugfélögum að hætta öllu áætlunarflugi til Harrisburg þangað til í kvöld. Powell sagði að yfirmaður kjarnorkumála hefði farið til kjarnorkuversins til þess að meta hve alvarlegur geislavirknilekinn væri. Hann neitaði því að forset- inn hefði ekki tekið málið nógu alvarlega og kvað hann hafa fylgzt náið með því frá upphafi. (Sjá „Mikill ótti í Harrisburg” á bls: 22) Jemenríki sameinuð Kuwait, 30. marz. Reuter. FORSETAR Norður- og Suður-Jemen samþykktu í dag sameiningu landanna að loknum þriggja daga viðræðum í Kuwait samkvæmt opinberri tilkynningu. Seinna sögðu embættismenn að margt benti til þess að alvarlegt tjón hefði orðið. Þeir sögðu að nokkurt kjarnorkueldsneyti kynni að hafa bráðnað í kjarnorkuverinu og þannig valdið hita og þrýstingi sem yrði til þess að geislavirk gasefni yrðu lengur en ella að dreifast út í loftið. Þetta er mesta óhapp sem getur orðið í kjarn- orkuveri, en á það er lögð áherzla að þetta sé enn ekki sannað. London. 30. marz. Reuter. AP. TALSMAÐUR brezka íhaldsflokksins í málefnum Norður-frlands, Airey Neave, var myrtur með bflsprengju við brezka þinghúsið í dag og skæruliðar úr írska lýðveldishernum sögðust bera ábyrgðina. Sprengjan sprakk þegar Neave var að aka bfl sfnum út úr neðanjarðarbflageymslu. Provisional-armur frska lýðveldishersins (IRA) sem hefur strengt þess heit að trufla kosningabaráttuna í Bretlandi sendi dagblaði í Dyflinni yfirlýsingu þar sem hann si Neave, sem var stríðshetja í síðari heimsstyrjöldinni, var svarinn fjandmaður baráttu IRA fyrir brott- flutningi Breta frá Norður-írlandi og hefur lengi verið talinn eitt af skotmörkum hryðjuverkamanna. Lögregluvörður var strax settur um aðra kunna stjórnmálamenn um leið og kosningabaráttan í Bretlandi er að hefjast. IRA hafði að vísu ekki gefið formlega yfirlýsingu um að hafa borið ábyrgð á verknaðinum í kvöld og írsk blöð fengu símhring- ingar frá ýmsum aðilum sem kváð- ust bera ábyrgðina, meðal annars frá írska frelsishernum, fámennum hópi hryðjuvérkamanna. Neave var fyrsti liðsforinginn sem ðist hafa skipulagt aðgerðina. flúði úr hinu rammgerða fangelsi Þjóðverja í kastalanum Coiditz. Hann samdi margar bækur um flóttatilraunir og njósnir sem fengu mikla útbreiðslu. Sjónarvottur sagði að brak úr bílnum hefði dreifzt langar leiðir og ótal skjöl lægju á víð og dreif. Gluggarúður titruðu í 200 metra fjarlægð. Stutt hlé var gert á þing- fundi. Neave hefði líklega orðið Irlands- ráðherra næstu ríkisstjórnar Ihalds- flokksins. En mörgum Irum fannst nóg um hörku hans í garð hryðju- verkamanna. Hann vildi að henging- ar yrðu aftur teknar upp til að refsa liðsmönnum IRA og taldi að það væri ómerkilegt áróðursbragð að skæruliðar sem sitja í fangelsi væru meðhöndlaðir sem pólitískir fangar. Neave er kunnasti leiðtogi sem hefur verið ráðinn af dögum í London síðan IRA myrti Sir Henry Wilson marskálk 1921. Síðasti þing- maðurinn sem hefur verið myrtur við brezka þinghúsið var Spencer Perceval 1812. Neave var einn nánasti aðstoðar- maður frú Thatcher og skipulagði valdatöku hennar í íhaldsflokknum 1975. Hún sagði að tilræðið við hann mundi í engu breyta kosningabar- áttu hennar og að dauði hans væri harmleikur. Airey Neave þingmaður, sem beið bana í sprengingunni. Skæruliðar IRA játa á sig þinghúsmorðið Her Amins í upplausn Nairohi, 30. marz. Reuter — AP. IDI AMIN íorseti Uganda tilkynnti í dag að her hans væri að heíja gagnsókn, en diplómatar í Kampala sögðu að her hans virtist haía leystst upp og að borgin gæti fallið innan nokkurra klukkustunda. Kampalabúar sem hringt var í sögðu að þeir hefðu séð fall- hlífahermenn stökkva til jarðar úr flugvélum yfir borginni, en fréttin fékkst ekki staðfest Tanzaníumenn héldu uppi stór- kotaárásum á borgina og nokkr- ir biðu bana í 50 metra fjarlægð frá franska sendiráðinu þar sem einn af bústöðum Amins forseta eyðilagðist. Einu hermennirnir sem sáust á ferli í borginni voru Líbýu- menn sem mönnuðu fallbyssur og svöruðu skothríð hermanna Tanzaníu og landflótta Uganda- manna. Þeir komu líka fyrir tálmunum til varnar gegn skrið- drekum á mikilvægustu umferðarstöðvum og kross- götum. Landsflótta Ugandamenn til- kynntu að líbýsk sprengjuflug- vél af gerðinni Tupolev 22 hefði flogið yfir Viktoríuvatn og gert árás á flugstöðvarbæinn Mwanza í Tanzaníu. Flugvélin kom frá Nakasongola, 110 km norður af Kampala, og útlagar segja að hún hafi gert mis- heppnaða tilraun til að eyði- leggja mikilvæga eldsneytis- geyma. Flóttamenn sem koma til Kenya segja frá mikilli skelfingu sem ríki í Kampala þar sem fólk flýi sprengi- árásirnar á borgina og vopnaðir liðhlaupar úr hernum taki bifreiðar traustataki. Öllum 400 starfsmönnum SÞ og fjöl- skyldum þeirra hefur verið skipað að fara frá Uganda og starfslið nokkurra erlendra sendiráða hefur verið flutt burtu. Uganda-útvarpið hóf að flytja hergöngutónlist síðdegis og áður hafði talsmaður stjórnarinnar skorað á fólk í utvarpinu að missa ekki kjarkinn. Hann sagði að stjórnin réði við ástandið og fólk gæti sinnt störfum sínum án þess að þurfa að óttast. Viðræðurnar voru boðaðar vegna harðra bardaga sem blossuðu upp í síðasta mánuði milli herliðs hægri- stjórnarinnar í Norður-Jemen og vinstrisinnaðrar ríkisstjórnar Suður-Jemens sem Rússar styðja. Sameiningin er ekki tímasett en eftir hana verður landið kallað Alþýðulýðveldið Jemen samkvæmt samkomulaginu þar sem einnig eru tímasettar ýmsar ráðstafanir sem verða gerðar í sambandi við sameininguna og höfuðborgin verður Sanaa, sem nú er höfuðborg Norður-Jemens. Ein stjórnarskrá verður fyrir landið allt og hún verður borin undir þjóðaratkvæði. Ríkisráð og bráðabirgðastjórn munu fara með völdin í landinu þar til kosningar fara fram. Samkomulag um sameiningu var einnig undirritað í Kaíró 1972 eftir svipaða landamærabardaga, en þvx var aldrei hrundið í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.