Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 5 Þýskurkór á Akureyri BLANDAÐUR kór, Der Nieder- sachschÍNche Singkreis, frá Hann- over í Þýzkalandi syngur á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar í Akureyrarkirkju sunnudag- inn 1. aprfl, og hefjast tónleikarn- ir kl. 20.30. Tónlistarfélagið á Akureyri hefur ekki áður gengist fyrir slíkum tónleikum en á efnis- skránni í Akureyrarkirkju eru verk frá „gullaldarskeiði" evrópskra madrigala, einnig verk eftir Brahms, Hindemith, Distler, Kodaly, og slóvakísk þjóðlög í úrvinnslu Béla Bartók. Stjórnandi kórsins, Willy Tráder, er einn af stofnendum samtaka evrópskra æskukóra, og hefur kór hans verið leiðandi á kóramótum samtakanna Evrópa Cantat. Kórinn hefur ferðast til flestra landa í Evrópu, einnig til Banda- ríkjanna og Afríku. Hann hefur hlotið verðlaun í kórakeppni á Irlandi, Italíu og í Ungverjalandi. Auk fjölmargra hljómplatna hefur hann sungið í föstum útvrpsdag- skrám Norður-þýzka útvarpsins. Verkefnaskrá kórsins spannar yfir tónlist frá 16. öld og til okkar tíma, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Willy Tráder hefur haldið kór- námskeið víða um lönd, og eitt slíkt fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð á meðan kórinn dvelur þar. Einnig syngur kórinn á tvennum tónleikum á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavík, fyrri tónleikarnir verða í sal Mennta- skólans við Hamrahlíð mánudag- inn 2. apríl en þeir síðari í Há- teigskirkju miðvikudaginn 4. apríl. A Akureyri fer -forsala fram í Bókabúðinni Huld og við inngang- inn. Gírskiptisveif stöl- ið frá sendli Mbl. BÍRÆFINN þjófnaður var fram- inn við vöruafgreiðslu Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið í gær. Sendill Mbl. var þar á ferð á skellinöðru sinni, sem af gerðinni Suzuki 50. Skrapp hann í 5—10 mínútur inn á afgreiðsluna og skildi hjólið eftir fyrir utan á meðan en þegar hann kom aftur út hafði einhver fingralangur stolið girskiptisveif af hjóiinu. Þessi sveif er mjög mikilvæg því án hennar er ekki hægt að skipta um gír. Ef einhver hefur séð til kauða eða getur bent á það hvar sveifin er nú niður- komin er hann vinsamlega beðinn að hringja til Morgunblaðsins í síma 10100. Ásgeir Bjarnþórsson við nokkur verka sinna. Asgeir Bjarnþórsson opnar málverkasýningu ÁSGEIR Bjarnþórsson opnar málverkasýningu sunnudaginn 1. aprfl kl. 14.00 að Kjarvals- stöðum. Stendur sýningin í hálfan mánuð og er opin frá kl. 14 — 22 um helgar, 16 — 22 virka daga, lokað er á mánu- dögum. Á sýningunni eru 149 verk, sem listamaðurinn hefur unnið frá árinu 1917 fram til dagsins í dag. Flestar eru myndirnar portret, en þó eru nokkrar landslagsmyndir. Þær eru lang- flestar í einkaeign, þó eru nokkrar til sölu á sýningunni. Geir Hallgrímsson Jónas Bjarnason ísland til aldamóta Ráðstefna um mótun íslenzks þjóðfélags SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til ráðstefnu um framtíðarsýn og langtíma- markmið fyrir mótun íslenzks þjóðfélags undir heitinu „ísland til aldamóta“ í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í dag kl. 9.30 og hefst hún með ávarpi Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Jónas Bjarnason, formaður starfshóps, kynnir drög að markmiðum, en síðan greinir Gunnar G. Schram frá leiðbein- ingum fyrir starfshópa. Síðan taka starfshópar til starfa til kl. 14.30, er niðurstöður verða kynntar, en síðan verða almennar umræður. Ráðstefnuslit verða kl. 18.30. K jar valsstaðir: Heimskringluteikningar á sýn- ingu frá 31. marz—17. apríl nk. Á ÞESSU ári eru liðin 800 ár frá fæðingu Snorra Sturlusonar, hann fæddist 1 Hvammi í Dölum árið 1179. Þess verður minnst með ýmsum hætti, m.a. er ráðgerð sýning í Bogasal Þjóðminjasafns íslands í sumar á handritum og útgáfum rita Snorra. Norðmenn gefa út viðhafnarútgáfu Heims- kringlu og efna til sýningar á frummyndum þeim sem skreyttu útgáfu ritsins 1899, og hafa síðan skreytt margar aðrar útgáfur, m.a. fyrstu fslenzku heildarútgáf- una, sem Helgafell gaf út 1944. Myndirnar gerðu: Halfdan Ege- dius, Christian Krogh, Gerhard Munthe, Eilif Peterssen og Erik Werenskjold. Þessar myndir, 67 að tölu, eru í eigu Nationalgalleriet í Ósló. Nor- ræna listabandalagið hefur tekið að sér að skipuleggja sýningar á þeim á öllum Norðurlöndunum, og verður hún fyrst sett upp á Kjarvalsstöðum og stendur sýningin yfir frá 31. marz til 17. apríl n.k. Félag íslenzkra myndlistarmanna hefur veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar hér á landi, og annast það myndhöggvararnir Hallsteinn Sigurðsson og Helgi Gíslason. Sýningin verður á eystri gangi Kjar- valsstaða og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Á sama tíma efnir Ásgeir Bjarn- þórsson listmálari til yfirlitssýning- ar á verkum sínum í vestursal Kjarvalsstaða. Hann opnar sýning- una sunnudaginn 1. apríl á áttræðis- afmæli sínu. I Kjarvalssal er sýning á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval í eigu Reykjavíkurborgar. Þessar sýningar verða á Kjarvals- stöðum fram yfir páska. Þá verða þær allar teknar niður til þess að rýma fyrir „Listahátíð barna“, sem verður í öllu húsinu dagana 28. apríl til 7. maí. SOKKABUXUR SEM PASSA HNJÁM. Frábær teygjan lætur L’EGGS passa bæði að fratnan og aftan. Hvorki hrukkur í hnjám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.