Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrœti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eíntakið. Eínn maður og stórveldi ár Atökin milli austurs og vesturs frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari hafa staðið um það, að þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku vilja halda fast við þá lýðræðislegu stjórnarhætti, sem smám saman hafa þróazt í ríkjum þeirra og þær telja fullkomnustu stjórnarhætti, sem komið hefur verið á í ófullkomnum heimi. Hin heimsvaldasinnuðu Sovétríki hafa hins vegar viljað koma þessum stjórnarháttum fyrir kattarnef og koma á sósíalísku þjóðskipulagi. Vafalaust halda einhverjir því fram, að þetta sé úrelt og stöðnuð mynd af þeim átökum, sem staðið hafa yfir um heimsbyggðina á undanförnum áratugum. En þetta mat er hvorki úrelt né staðnað heldur raunsætt. Að þessu leyti hefur ekkert breytzt frá stríðslokum, þótt veröldin hafi tekið miklum stakka- skiptum að öðru leyti. Þessa dagana höfum við tækifæri til að fylgjast með enn einu dæminu um það, hvers konar stjórnarhætti Sovétríkin vilja taka upp í nafni sósíalismans og hvað þeir þýða. íslendingar hafa mikinn áhuga á skák og fylgjast rækilega með því, sem gerist í skákheiminum. Við þekkjum vel til sovézka stórmeistarans Korchnois, sem er einn af beztu skákmönnum heims. Við þekkjum sögu hans síðustu árin vel. Hann gerðist landflótta og hefúr í nokkur ár barizt fyrir því, að eiginkona hans og fjölskylda fengju leyfi til þess að flytjast á brott frá Sovétríkjunum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki fengizt fram. Fyrir skömmu neituðu sovézk yfirvöld fjölskyldu Korchnois enn um leyfi til að flytjast úr landi. Nú er það nýjast af vettvangi Korchnois, að sovézka skáksam- bandið vinnur markvisst að því að útiloka hann frá þátttöku í skákmótum. Eins og allir vita eru Sovétmenn ein mesta skákþjóð heims. Sovézkir stórmeistarar eru eftirsóttir á skákmót um heim allan. Þessari aðstöðu beita Sovétmenn nú til þess að útiloka Korchnoi frá þátttöku í skákmótum. Þeir tilkynna þeim, sem fyrir slíkum mótum standa, að sovézkir skákmenn taki ekki þátt í þeim ef þessi landflótta landi þeirra verði meðal þátttakenda. Sovétmönnum verður vel ágengt í þessari herferð. Við erum hér að fylgjast með baráttu eins manns gegn öðru mesta stórveldi heims. Við erum hér að fylgjast með baráttu Korchnois við ríki, sem hefur yfir gífurlegum mætti að ráða á öllum hugsanlegum sviðum. Við erum hér að fylgjast með baráttu þessa manns fyrir því að fá fjölskyldu sína til sín og fyrir því að fá að stunda list sína í friði fyrir afskiptum þessa stórveldis. Þetta er stórkostleg barátta. Fyrirfram kann hún að sýnast vonlaus en sálarstyrkur eins manns getur jafnvel sigrað stórveldi. Það á eftir að koma í ljós. Við íslendingar eigum að standa með Korchnoi í þessari baráttu og vonandi tekst Friðrik Ólafssyni að beita áhrifum sínum í skákheiminum til þess að koma í veg fyrir að þessi svívirðilega herferð Rússa á hendur Korchnoi nái fram að ganga. En hvers konar þjóðskipulag er það, sem þolir ekki að einn maður iðki skáklist sína á borð við hvern annan? Hvers konar þjóðskipulag er það, sem getur ekki hugsað sér að leyfa fámennri fjölskyldu að sameinast? Er það þetta þjóðskipulag, sem unga fólkið sem hefur aðhyllst sósíalismann á undanförnum árum vill koma upp? Ef það er annars konar sósíalismi en sá, sem ríkir í Sovétríkjunum, hvar er hann þá að finna? Hefur nokkurs staðar í veröldinni tekizt að koma á sósíalisma, sem bregzt öðru vísi við en sá sovézki? Sá hópur ungs fólks, sem hefur fylkt sér undir merki sósíalisma á undanförnum árum mun ekki finna það ríki á þessari jörð, þar sem annars konar sósíalismi ríkir en sá, sem getur hvorki þolað að Korchnoi fái fjölskyldu sína til sín eða að hann tefli á skákmótum. I dag safnast hópur fólks saman í samkomuhúsi í höfuðborginni til þess að fagna því, að 30 ár eru liðin frá því, að sumir úr þess hópi gerðu ofbeldisárás á Alþingishúsið og reyndu að koma í veg fyrir, að lýðræði og þingræði mætti ríkja á íslandi. Fyrir 30 árum gengu þeir erinda þess stórveldis, sem þannig ofsækir einn mann og fjölskyldu hans. I dag gengur þessi hópur fólks erinda sama stórveldis. Er ekki kominn tími til að sósíalistar og herstöðvaandstæðingar á íslandi hugsi sitt mál? Er ekki kominn tími til að þetta fólk viðurkenni, að það hafi haft rangt fyrir sér. Hversu oft þurfa Sovétríkin að ráðast með ofbeldi á aðrar þjóðir og hversu öft þurfa Sovétríkin að beita öllum mætti sínum til þess að ofsækja einstaklinga áður en þetta fólk, sem safnast saman í dag, sér að sér? Vilhjálmur Þorsteinsson og Sigurjón Hansson. Vilhjálmur hefur gegnt störfum trúnaðarmanns í birgðastöðinni en Sigurjón hefur veriö á flokksstjórakaupi. Guðjón Angantýsson: „Ég reikna nú frekar með að úr þessu rætist." „Mótmaelum því að fyrirtækið geti rétt hag sinn með þessu” HJÁ EIMSKIPAFÉLAGI ís- lands hefur 18 starfsmönnum, sem náð hafa 75 ára aldri, verið sagt upp með mánaðarfyrir- vara. Morgunblaðið ræddi í gær við þrjá þessara manna. „Við viljum mótmæla því, að fyrirtækið geti rétt hag sinn með því að segja þessum mönnum upp,“ sögðu Sigurjón Hansson og Vilhjálmur Þorsteinsson sem vinna í birgðastöð Eimskips í tollstöðvarhúsinu. Sigurjón er 77 ára og hefur unnið hjá Eimskip síðan 1946 en Vilhjálmur verður 77 ára á þessu ári og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 40 ár. „Ég veit ekki hvað tekur nú við,“ sagði Sigurjón. „Ég reikna ekki með því að verða ráðinn hingað aftur. Ætli maður staðni ekki bara. Það versta fyrir okkur fjár- hagslega eru skattarnir eftir á. Ég hafði góðar tekjur á síðasta Rætt við þrjá þeirra, sem sagt var upp hjá Eimskip sökum aldurs ári og er ekkjumaður og verð því að borga tilveruskatt." Vilhjálmur og Sigurjón sögðu að þessar uppsagnir hefðu komið þeim dálítið á óvart þar sem vant er að segja mönnum upp við áramót en uppsagnarbréfin komu heft við launaumslögin er borgað var út í fyrradag. Þess má geta, að einn maður verður ráðinn í stað þriggja manna sem sagt hefur verið upp sökum aldurs í birgðastöðinni í tollstöðvarhúsinu. Guðjón Angantýsson, sem starfar við hreingerningar o.fl. í Faxaskála, var einn af þeim er sagt var upp störfum. Hann sagði: „Mér finnst það algjörlega óforsvaranlegt að gefa okkur ekki lengri fyrirvara. Okkur er sagt upp með eins mánaðar fyrirvara, en ætti í það minnsta að vera þriggja mánaða. Þetta kemur alltof snöggt og ekki hef ég nú mikla trú á, að þeir spari háar fjárhæðir með því að losa sig við okkur, en það er ástæðan, sem þeir gefa í uppsagnarbréfun- um. Og að Eimskip sé að fara á hausinn — það er nú fásinna." Spurningunni um hvað tæki nú við svaraði Guðjón: „Ég er nú orðinn 75 ára gamall og hef ekki miklar áhyggjur af framtíðinni. Ég reikna nú frekar með að úr þessu rætist. Ef þeir draga upp- sagnirnar ekki til baka, þá hljóta þeir að útvega mér aðra vinnu. Annars hef ég þó alltaf lífeyrinn og ellilaunin til að lifa á.“ Ólafur Jöhannesson: Gegni fometisráðh „FYRST og fremst hef ég ákveðið að hætta formennsku í Framsóknar- fiokknum af persónulegum ástæðum og í annan stað er það skoðun mín, að menn eigi ekki að gegna slíkum trúnaðarstörfum of lengi, því það er æskilegt að hæfiieg endurnýjun eigi sér stað í forystu stjórnmálaflokka með eðiilegu miliibili,“ sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi þegar rætt var við hann í tilefni þeirrar ákvörðunar hans að láta af starfi formanns Framsóknarflokks- ins. „Ég hef gegnt þessu starfi nokkuð lengi,“ sagði Ólafur, „og þetta er þreytandi starf og erilsamt, því auk þess að vera formaður flokksins hefur það fylgt að vera formaður fram- kvæmdastjórnar og formaður blað- stjórnar. Ég hef verið flokksformaður í 11 ár og varaformaður í allmörg ár þar á undan, 8 eða 9 ár líklega." „Tveggja flokka samstarf fyrirhafnarminna“ „Nú hcfur þú senn setið í 8 ár samfleytt í ríkisstjórn íslands, hvað viltu segja um mismuninn á sam- starfi í þeim þremur ríkisstjórnum sem þú hefur átt sæti í á þessu tímabili?“ „Almennt eðlilegt að formaður flokks sé forsætis- ráðherra” „Mismunur á samstarfi er ákaflega mikill eftir því hvort um er að ræða tveggja flokka ríkisstjórn eða þriggja flokka í samvinnu. A vissan hátt er það alltaf erfiðara að taka þátt í þriggja flokka samstarfi, en þar með er ég ekki að gefa í skyn að mér hafi líkað betur í tveggja flokka samstarfi þótt það sé fyrirhafnarminna." „Ágreiningur meira áberandi en áður“ „Sagt er að háttalag þessarar stjórnar sem nú situr sé með talsvert öðrum hætti en hjá fyrri stjórnum.“ „Þessi stjórn er nokkuð sérstök að því leyti að gert er mikið úr ágrein- ingi sem er innan hennar, en það er nú að sumu leyti vegna breytinga á fréttamennsku þar sem það tíðkast nú að bera allt á borð. Blaðamenn eru duglegir að afla frétta, en áður var ágreiningi haldið meira innan húss. Ágreiningurinn er því meira áberandi en áður.“ „Ákvarðanir sem skipta miklu máli“ „Ilafa undanfarnir mánuðir verið sérlega erfiðir í þinni ráðherratíð“? „Erfiðasti kaflinn í minni ráð- herratíð var í sambandi við 50 mílna útfærsluna, þá reyndi miklu meira á mann, en það var allt annars eðlis en nú er. Þá var þetta meira út á við, en nú inn á við. Þá talaði ég við marga fréttamenn og líklega hefur enginn forsætisráðherra þessa lands talað við fleiri fréttamenn. 50 mílna útfærslan var tiltölulega erfiðari en 200 mílna útfærslan, því þá höfðu viðhorf manna breytzt mjög mikið og var sú síðari þó nógu erfið. I bæði skiptin var ég yfirmaður dóms- mála og þar með yfirmaður landhelg- isgæzlunnar og varð oft að taka erfiðar ákvarðanir. Mér hefur þótt sérstaklega ánægju-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.