Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 33 fclk í fréttum + Leikkonan og borgarstjórinn. — Fyrir skömmu kom hin fræga og fallega leikkona Sophia Loren í stutta heimsókn til New York-borgar. Erindió þangað var að fylgja úr hlaði nýútkominni sjálfsævisögu leikkonunnar, sem er í skáldsagnarformi. — Hér er hún stödd í ráðhúsinu í New York, á tali við borgarstjórann í stórborginni, Edward Koch. + Forsætisráðherra Dana, Anker Jörgensen, og ráð- herrar hans í ríkisstjórn- inni hafa ekki átt rólega daga að undanförnu vegna óróa á vinnumarkaðnum, verkfalla og atvinnuleysis — eins og fréttir frá Kaup- mannahöfn hafa borið með sér. Þessi mynd er tekin á þingfundi í danska þjóð- þinginu fyrir skömmu. Lengst til vinstri er for- sætisráðherrann, þá utan- ríkisráðherra Dana, Henn- ig Christophersen, og næst okkur er efnahagsráðherr- ann Anders Andersen. — Verið var að ræða leiðir til lausnar vinnudeilunum, er myndin var tekin... + í hinu víðfræga Smithsonian-safni í Washington var 100 ára afmælis Alberts Einsteins minnst með sýningu. Rétt um það bil sem sýningin var opnuð fengu skólabörn að koma í safnið og skoða sýninguna. — Fremst á myndinni má sjá heljarstóra afmælistertu með einu kerti. öll skólabörnin fengu sneið af tertunni miklu í tilefni afmælisins. Frá Kennaraháskóla íslands Kennarar athugiö! Upplýsingar um fræöslufundi og sumarnámskeiö hafa veriö sendar í alla grunnskóla. Umsóknarfrestur fyrir júnínámskeiö er til 15. apríl, en til 15. maí fyrir ágústnámskeiö nema annaö sé tekiö fram. Tannlæknastofa — Mosfellssveit Hef opnaö tannlæknastofu í Verzlunarmiöstöö- inni Þverholti viö Vesturlandsveg. Gunilla Skaptason tannlæknir, Sími 66104. Aðalskoðun bifreiða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu veröur sem hér segir: 3., 4., 5. og 6. apríl í Borgarnesi kl. 9—12 og 13—16.30. 9., 10. og 11. apríl í Borgarnesi á sama tíma. 23.—27. apríl í Borgarnesi á sama tíma. Miðvikudaginn 2. maí í Logalandi kl. 10—12 og 13—16. Fimmtudaginn 3. maí í Lambhaga kl. 10—12 og 13—16. Föstudaginn 4. maí í Olíustöðinni kl. 10—12 og 13—16. Viö skoöun ber aö framvísa kvittunum fyrir greiddum trygginga- og bifreiöagjöldum. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Einstakt tækifæri Notaöir glussa-vinnupallar til sölu. Gott verð og greiösluskilmálar. Yfirfarnar af framleiöanda. pfumn/on & VflL//Ofl Ud. Ægisgötu 10. Sími 27745. Kvöldsími 23949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.