Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 19 Foreldrar og börn í Krógaseli voru áhyggjufull á svipinn eins og sést á meðfylgjandi myndum. Hvort börnin gera sér grein fyrir vandamálinu er ekki gott að segja. en þau skynja oft kvíða foreidra sinna. Foreldraheimilið Krógasel: Stöðvun starfseminnar framundan, ef ekki rætist úr um útvegun húsnæðis FORELDRAR og fóstrur dag- heimilisins Krógasels í Árbæjarhverfi boðuðu blaða- menn á sinn fund fimmtudag- inn 29. marz. Tilefnið var að kynna starfsemi heimilisins og gera grein fyrir vandamáli þess vegna væntanlegs hús- næðisleysis. Heimilið er staðsett í ein- býlishúsi í einkaeign og er það hóf þar starfssemi sína var samið um fimm ára leigutíma, er rennur út í byrjun maímán- aðar. Aðstandendur heimilisins hafa mikið leitað eftir hentugu húsnæði, en ekki haft árangur sem erfiði. Þau tóku sérstak- lega fram, að eigandi húsins hefði verið þeim mjög hliðholl- ur. en ekki væri möguleiki á framlengingu leigusamnings- ins vegna persónulegra aðstæðna hans. Krógasel er svol^allað for- eldradagheimili, er tók til starfa í maí 1974. Stofnendur voru foreldrar, er átt höfðu við vandamál að stríða við útvegun dagvistunar fyrir börn sín. Heimilið er sjálfseignarstofnun, rekið á kostnað og að tilhlutan foreldranna sjálfra, þó með nokkrum fjárstuðningi frá Reykjavíkurborg, en sá styrkur er ekki auðfenginn, því eins og einn faðirinn orðaði það: „Það er eins og að kreista mjólk úr steini að fá styrkinn útborgað- an“. Uppbygging og skipulag dag- heimilisins byggist á virkri þátttöku allra foreldra. Leitast er við að hafa samstarf foreldra og starfsfólks, sem er fimm talsins, sem nánast. Á heimilinu er pláss fyrir 20 börn í heils- dagsvistun, en þar dvelja nú 19 börn, þar af 2 í hálfsdagsvistun. Börnin eru á aldrinum 18 mán- aða til 7 ára og var ekki annað séð en að þeim líkaði vistin vel, enda heimiHð skemmtilega inn- réttað ög hafa foreldrarnir sjálfir smíðað innréttingar og flest leiktæki. Frá upphafi hafa um 65 börn dvalið á dagheimil- inu um lengri eða skemmri tíma. Öll vinna foreldra við heimilið er sjálfboðavinna og leggja þau sjálf fram fé til leikfangakaupa og skiptast á um að taka að sér tveggja daga vinnu við að leysa fóstrurnar af milli kl. 5 og 7 á daginn, ef þörf krefur. Með því móti er sveiganleiki milli komu og brottfarartíma barnanna mun meiri. Dvalartími hvers barns er þó aldrei lengri en 8 klst. á dag. Sögðu foreldrarnir, að verulegar fjárhæðir spöruð- ust með þessu móti. Ef ekki tekst að útvega heim- ilinu húsnæði í tíma mun það hafa 1 för með sér mikla erfið- leika fyrir börnin og foreldra þeirra. Einnig munu starfs- mennirnir fimm missa atvinnu sína, en þeim hefur nú verið sagt upp störfum vegna óviss- unnar um framtíðina. For- eldrarnir tóku fram í lokin að hentugasta húsnæðið til þessa reksturs væri einbýlishús með góðum garði, og skipti ekki máli hvort þar væri um að ræða gamalt eða nýtt húsnæði. Þau væru tilbúin að vinna sjálf við endurbætur, ef á þyrfti að halda. Staðsetning væri einnig aukaatriði. í dag kæmu börnin frá hinum ýmsu borgarhverfum, og eins og þau orðuðu það sjálf: „Börnin okkar fá ekki inni á dagheimilum borgarinnar og okkur finnst það vel þess virði að keyra þau langar vegalengdir og losna þess í stað við að leita inn á „dagmömmusystemið", sem við teljum algjöra neyðar- ráðstöfun“. Nokkrir leikendanna úr uppfærslu leikfélags Dalvíkur á Saumastof- unni. Talið frá hægri: Svanhildur Árnadóttir, Kristjana Arngríms- dóttir, Guðný Bjarnadóttir, Herborg Harðardóttir, Dagný Kjartans- dóttir og Sigríður Hafstað. Saumastofan á Dalvlk Bil stolið á Akureyri LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eftir A-5989, sem er rauð Cortina, árgerð 1970. Bílnum var stolið á þriðjudagskvöld á stæðinu við Hótel KEA. Refarækt á ísafirði? í Landbúnaðarrúðuneytinu hefur í nokkurn tíma legið umsókn frá aðilum á ísafirði um leyfi til að hefja loðdýrarækt þar vestra. Umsóknin hefur ekki verið afgreidd, en undan- farið hefur áhugi vaxið mjög að nýju fyrir loðdýrarækt og þá einkum á refarækt. ísfirðingarnir munu ætla sér, ef tilskilin leyfi fást, að vera bæði með refi og minka í búi sínu. LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýndi Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í gær, föstudaginn 30. mars í Ungmennafélagshúsinu á Dalvík. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir en leikendur eru: Dagný Kjartansdóttir, Guðný Bjarnadóttir, Herborg Harðar- dóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Sigríður Hafstað, Svanhildur Árnadóttir, Helgi Þorsteinsson, Kristján Hjartarson og Rúnar Lund. Næstu sýningar verða sunnu- daginn 1. apríl kl. 16 og þriðjudag- inn 3. apríl kl. 21. Gunnar Thoroddsen fjallar um 30. marz árið 1949 „30. marz 1949 og þrjátíu ár í Atlantshafsbandalaginu“ er heiti ræðu sem dr. Gunnar Thoroddsen flytur í dag á hádegisverðarfundi Varðbergs í Kristalssal Hótels' Loftleiða. I ræðu sinni mun dr. Gunnar segja frá atburðunum 30. marz fyrir þrjátíu árum, reka aðdragandann að stofnaðild ís- lands að NATO og þátttöku ís- lendinga í bandalaginu síðan, en Gunnar er eini alþingismaðurinn sem studdi þátttöku íslands að Atlantshafsbandalaginu 1949, og enn á sæti á Alþingi. Dr. Gunnar Thoroddsen Ferðaskrifstofan Víðsýn stofnuð Stofnuð hefur verið í Reykjavík ferðaskrifstofan Víðsýn, en sam- gönguráðuneytið hefur veitt sr. Frank M. Halldórssyni leyfi til reksturs ferðaskrifstofu. — Meg- intilgangurinn með stofnun þess- arar skrifstofu cr a skipuleggja ferðir á helga staði og söguslóðir. sagði sr. Frank í samtali við Mbl. og hafa þegar verið ákveðnar 3 ferðir í vor til reynslu og langar okkur að vita hver sé áhugi meðal landsmanna á fræðsluferðum sem þessum, en ekki eingöngu sólar- landaferðum. Sr. Frank sagði að fleiri ferðir væru á undirbúningsstigi, hefði þegar verið spurt eftir Evrópu- ferðum, t.d. til Þýzkalands þar sem væri hægt að sjá frægar helgi- t I Batnandi skíðafæri í nágrenni Reykjavíkur SKÍÐAFÆRÐ í skíðalöndum kringum Reykjavík verður gott um helgina samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær. í Skálafclli hefur ástandið hantað mjög, þar snjóaði í fyrrinótt og hefur því færið batnað mjög. Þar verða 2 lyftur í gangi um helgina auk einnar fyrir börn. Sömu- leiðis er ástandið í Bláfjöllum betra en verið hefur síðustu daga þar sem bætt hefur við snjóinn og verða allar lyftur í gangi þar í dag og á morgun svo framarlega sem veður skiptir ekki skyndilega um. Akvegir að skíðalöndunum eru greiðfærir. leikjasýningar í Oberammergau, svo og til Skotlands og Irlands, en reynsla þessara fyrstu ferða yrði að skera úr um framhaldið. Sr. Frank er prestur í Nesprestakalli og kvaðst hann hafa fengið til liðs við sig reynda starfskrafta til starfa á skrifstofunni sem er til húsa við Vesturgötu 19, en starf þetta kæmi á engan hátt niður á preststarfinu. Sr. Frank M. Halldórsson kvað það sér mikið áhugamál að sem flestir kynntust söguslóðum Biblíunnar og því hefðu veriö undirbúnar 2 ferðir til Israels. Verður hin fyrri páskaferð til ísraels hinn 10,—24. apríl með viðkomu í London á heimleið og hin síðari um hvítasunnuna, einn- ig hálfsmánaðarferð. Verður fyrst dvalist í Jerúsalem í þessum ferð- um, síðan í Galileu og Tel-Aviv. Þá hefur verið ákveðin ferð til Grikk- lands og Egyptalands í síðustu viku júnímánaðar þar sem m.a. verður dvalist í Aþenu og Kaíró. Borgarrád: Tíir 39% hækkun hitaveitu Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt að óska eftir leyfi til hækkunar á gjald- skrá Hitaveitu Reykjavíkur um 39%. Verði hækkunarbeiðnin samþykkt kemur hún til framkvæmda frá og með 1. maí næstkomandi. INNLENT Málverkasýn- ing t>órunnar Eiríksdóttur MALVERKASÝNINGU Þórunnar Eiríksdóttur í FIM-salnum Laugarnesvegi 112 lýkur á morgun 31. mars. Á sýningunni sem opnaði laugardaginn 24. mars s.l. eru 23 oliumálverk flest máluð á síðast- liðnum tveimur árum. Sýningin verður opin í dag og á morgun frá 14-22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.