Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Áhrif efnahagsmálafrumvarpsins; V erðbólgan verð- ur 41% áþessu ári HAGDEILD Vinnuveitendasam- bands íslands helur reiknað út verðbólguhraðann á þessu ári miðað við þær tillögur, sem full- trúar VSÍ gerðu í vísitölunefnd- inni í janúar síðastliðnum og verðbólguhraðann samkvæmt þeim tillögum, sem eru í frum- varpi Ólafs Jóhannessonar í þeirri endanlegu gerð eins og það er nú í. Samkvæmt tillögum VSÍ hefði verðbólguhraðinn orðið um 30%, en samkvæmt tillögum í frumvarpinu verður verðbólgu- hraðinn tæplega 11% meiri eða um 41%. Framsóknarflokkurinn: Ólafur lætur af formennsku ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins tilkynnti á mið- stjórnarfundi flokksins í gær að hann hefði að mjög yfirveguðu ráði tekið þá ákvörðun að láta af starfi sem formaður flokksins og vcrður nýr for- maður og ný stjórn kjörin í dag á miðstjórnarfundi. Allar lfkur benda til að Steingrímur Hermannsson verði kjörinn formaður. en þó hafa flciri verið nefndir, eins og t.d. Halldór Ásgrímsson og einnig hefur verið rætt um Hauk Ingibergs- son inn í stjórn flokksins. bá er gert ráð fyrir að Tómas Árna- son verði ritari, cn hann hefur gegnt starfi gjaldkera. Á fundinum gerði Ólafur grein fyrir stöðu efnahagsmála og ræddi stöðu Framsóknarflokks- ins og flokksstarf. Á fundinum í gær voru ræddar ýmsar tillögur og í frjálsum umræðum kom það almennt fram í ræðum manna, að þeir hörmuðu ákvörðun Ólafs um að segja af sér, en ákvörðun hans var skýlaus. Miðstjórnar- fundinum lýkur á morgun, en í kvöld halda framsóknarmenn árshátíð sína. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Þorsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands íslands, er hann hélt í gær á aðalfundi Sambands fiskvinnslustöðvanna. Forsendur útreikninga Hagdeildar VSI eru þær að viðskiptakjarakjör haldist óbreytt miðað við meðaltalið 1978, að engar frekari hækkanir verði á olíu, en nú þegar er gert ráð fyrir að meðaltalshækkunin 1. júní verði 8,9%, 1. september 9,7% og 1. desember 8,2%. Þetta þýðir að mati VSÍ, að verðbólgan verði komin í 41% í desembermánuði. Ef hins vegar hefði verið farið að tillögum VSÍ í vísitölunefnd, sem í meginatriðum voru að greiða vísitölu á 6 mánaða fresti, að launahækkanir hefðu ekki áhrif á vísitóluna til hækkunar á sama hátt og gert er við launalið bónd- ans og að óbeinir skattar færu út úr vísitölunni, hefði vísitöluhækk- un hinn 1. júní orðið 8% miðað við sömu skerðingu viðskiptakjara, engin hækkun orðin 1. september og 10% hinn 1. desember. Þetta dæmi þýðir að verðbólgan yrði 30%. Ræða Þorsteins Pálssonar fjall- aði um stöðuna á vinnumarkaðin- Utanríkisráóherrafundur Noróurlanda: Benedikt og Frydenlund ræddu um Jan Mayen Hans G. Andersen og Jens Evensen komu til Kaupmannahafnar frá Genf til aó taka þátt i viðræóunum BENEDIKT Gröndal og Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs, sem báðir sátu vorfund utanríkisráðherra Norðurlanda sem lauk í Kaupmannahöfn í gær, áttu með sér sérstakan fund í gær, þar sem þeir ræddu Jan Mayen-málið, að því er utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Bene- dikt að þennan fund hefðu einnig setið þeir Hans G. Andersen sendiherra. og Jens Evensen, og komu þeir gagngert frá Genf í Sviss til að sitja fundinn, en þar stendur nú yfir hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna sem kunnugt er. Benedikt Gröndal sagði að þess- ar viðræður hefðu verið algjörar könnunarviðræður, en þó hefði verið farið allýtarlega yfir málið frá ýmsum hliðum og farið yfir það almennt. Kvað utanríkisráð- herra ekki tímabært að skýra frá efnisatriðum þessara viðræðna enn sem komið væri, þetta væru fyrstu umræður um málið, enda hefði hann ekki viljað ræða það hingað til, en mikill þrýstingur væri nú kominn á málið í Noregi, og því hefði ekki verið rétt að fresta þessum viðræðum lengur. Kvaðst utanríkisráðherra ekki vilja segja annað en hann hefði staðið fast á rétti íslendinga í málinu og kynnt afstöðu okkar til réttinda á svæðinu við Jan Mayen. Utanríkisráðherrafundinn sagði Benedikt hafa fjallað almennt um helstu heimsmál, og væri gerð grein fyrir því í fréttatilkynningu frá fundinum, en einnig hefði verið samþykkt sérstök ályktun þar sem var lýst miklum áhuga á að haf- réttarráðstefnunni yrði lokið sem fyrst. Fundinum lauk sem fyrr segir síðdegis i gær, og kvaðst ráðherr- ann ekki reikna með öðrum form- legum fundi þeirra Frydenlunds, og ekki væri ákveðið um framhald málsins, nema hvað þeir Hans G. Andersen og Jens Evensen myndu ræða málið áfram er þeir kæmu til Genfar, enda væru þeir fremstu menn sinna þjóða á þessu sviði. Hér er Karl matsveinn á Nausti með lifandi humar sem hann hefur tekið upp úr búri í matsalnum, en þar geta gestir valið sér humar til steikingar. Ljósm.: Kristján. Lifandi humar á matseðli Nausts VEITINGAHÚSIÐ Naust hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða gestum sínum að velja sér lifandi humar, er síðan verður matreiddur fyrir þá er óska. Er humarinn fluttur hingað til lands frá Kanada. og er hafður f sérstökum búrum þar sem gestir geta séð og valið sér málsverðinn ef þeir óska. Ib Wessmann matsveinn í Nausti sagði í samtali við Morg- unblaðið, að humarinn kæmi hingað til lands frá Nova Scotia í Kanada, og væri fluttur inn af Islenskum matvælum. Þessi humar sagði Ib að væri talsvert miklu stærri en íslenski humar- inn, og hann væri frábrugðinn okkar humri að því leyti, að hann væri grófari og bragð- sterkari. Sagði hann að stærð humarsins væri miðuð við að einn humar væri nægileg máltíð fyrir einn mann. Humarinn er matreiddur á þann hátt, að eftir að gestirnir hafa valið sér humar í matinn, þá er honum siátrað þannig að honum er dýft í sjóðandi vatn. Sagði Ib þetta vera fljótlegan dauðdaga, því hann dræpist á sekúndubroti. Síðan er hann soðinn í þrjár til fjórar mínútur. Þá er hann tekinn upp úr og klofinn og þurrkaður, sett er í hann kryddsmjör, hann „gratin- eraður" í ofni og síðan borinn fram. Ib Wessmann sagði að humar- inn væri fluttur hingað í rökum umbúðum, hann þyldi vel þann- ig við í raka um tíma, en síðan væri hann geymdur í geymslum hjá Nausti og fluttur upp í búr þannig að fólk getur valið sér sinn eigin humar. Að lokum sagði Ib að tilgang- urinn með þessari nýbreytni væri að bjóða gestum eitthvað nýtt, en þetta væri mjög þekkt erlendis. Síðar sagði hann koma til greina að vera með krabba og fleira þess háttar með þessu fyrirkomulagi, en það færi eftir því hvernig þessari nýbreytni yrði tekið. Kröf ur FFSI gíf urlegar / — segir Jón H. Magnússon ráðningastjóri EI FARMANNA- og fiskimanna- samhand íslands afhenti vinnu- veitendum í fyrradag kröfugerð sína, en sambandið er að hefja Dróst með bílnum áður en hann hrapaði 230 metra fram af Olafsfjarðarmúla Dalvík og ólaisfirði 30. marz. STEYPUBIFREIð sem var á leið- inni frá Dalvik til Ólafsfjarðar rann út af veginum í ólafsfjarð- armúla laust eftir hádegi 1 dag og gjöreyðilagðist. Slys urðu ekki á mönnum. en bílstjórinn dróst stuttan spöl með bifreiðinni áður en hún fór fram af brúninni. Nánari tildrög voru þau, að skammt innan við Ófærugjá varð bílstjórinn að stöðva bifreiðina vegna þess að hlekkur í keðju hafði slitnað. í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi sagði bílstjórinn, Hreiðar Leósson á Dalvík, að hann hefði stoppað þar sem honum sýndist vera besti staðurinn, síðan hefði hann byrjað að gera við keðjuna. Þá hafi heyrst smellur og bíllinn runnið af stað, um það bil eina biflengd og síðan út af brúninni. Sagist Hreiðar hafa dregist stuttan spöl með bílnum , þar sem úlpa sem hann var í festist í bílnum, en það hefði þó ekki verið alvarlegt og hann hefði ekki einu sinni haft tíma til að verða hræddur. En bíllinn fór fram af brúninni, steyptist niður urðir og kletta um 230 metra fall og staðnæmdist ekki fyrr en í flæðarmálinu þar sem hann liggur nu,' gjörónýtur. Skipverjar á báti frá Ölafsfirði, sem þarna sigldi um síðdegis í gær, sögðu að bifreiðin væri mölbrotin og gjörónyt. Bifreiðin var frá Steypustöðinni á Dalvík, og var á leið með um 5 rúmmetra af steypu til Ólafsfjarð- ar er óhappið varð. — Fréttaritarar. nýja samningsgerð. Kröíurnar, sem afhentar voru eru gerðar fyrir 5 félög innan FFSÍ, Skip- stjórafélag íslands, Stýrimanna- félag íslands, Vélstjórafélag ís- lands, Félag íslenzkra loft- skeytamanna og Félag bryta. í kröfunum er farið fram á grundvallarbreytingu í uppbygg- ingu launataxta og er t.d. launa- töxtum stýrimanna og vélstjóra í kröfunum fækkað úr 6 í 2. Að öðru leyti fékk Morgunblaðið þær upp- lýsingar í gær að kröfurnar væru mjög flóknar og væri því erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því, hve háar þær væru. Jón H. Magn- ússon, ráðningarstjóri Eimskipa- félags Islands sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri, að kröfur þessar væru „gífurlegar", en hann kvað þær samt ekki verða reiknaðar fullkomlega út fyrr en í næstu viku. Olíustyrkurinn 270 millj. á ársfjórðungi OLÍUSTYRKUR hefur verið hækkaður í fimm- þúsund krónur á árs- fjórðungi fyrir hvern ein- stakling, þar sem olía er notuð til íbúðarhúsakyndingar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær í við- skiptaráðuneytinu þýðir þessi hækkun, að samtals mun ríkið verða að greiða milli 260 til 270 milljónir króna í olíustyrk fyrir yfirstandandi tímabil, en ekki hefur enn verið ákveðið hve hár styrkurinn verður síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.