Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 3 V erkf allsaðgerð- irnar álitshnekk- ur fyrir félagið — segir blaðafulltrúi Flugleiða EKKERT ílug verður á innan- landsieiðum Flugleiða, né til Norðurlandanna um helgina, en á mánudag verður flug með eðlileg- um hætti. Á þriðjudag verður ekki flogið til Egilsstaða, Norð- fjarðar, Óslóar eða Kaupmanna- hafnar og á miðvikudag verður ekki flogið til Vestfjarða eða Hornafjarðar. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði í samtali við Mbl., að mjög mikil vinna hefði verið fyrir farskrárdeild félagsins að sjá um að breyta áætlunum farþega yfir helgina, margir sem ætluðu til Norðurlanda í dag eða á morgun hefðu flýtt för sinni um einn dag eða frestað til mánudags og aðrir hefðu notfært sér ferðirn- ar til Luxemborgar. — Þessar verkfallsaðgerðir eru auðvitað mikill álitshnekkir fyrir félagið ekki síður en fjárhagslegt tap, sagði Sveinn, og það segir til sín í fjölda farþega. Miðað við sama tíma í fyrra hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um 13,2% og 3,6% í Evrópufluginu. Ástæðu þessarar fækkunar tel ég fyrst og fremst vera tíðarfar, sem hefur verið erfitt, og verkfallsað- gerðir flugmanna, sem fæla fólk frá ferðum og verður til þess að það treystir ekki á þær. Scotice slitinn en kemst liklega í lag í dag SÆSÍMASTRENGURINN Scotice slitnaði klukkan 6.05 í gærmorg- un, um það bil 70 til 80 mflur vestur af Færeyjum, en það er nákvæmlega sami staður og hann slitnaði á svo oft fyrr í vetur að því er Jón Kr. Valdimarsson hjá Pósti og síma tjáði Morgunblað- inu í gær. Sagði Jón að nær öruggt væri að hann hefði slitnað af völdum togaravörpu. Jón sagði að vegna þess að Icecan væri í lagi hefði verið auðvelt að koma venjulegum línum í gegnum Kanada og þannig til Evrópu og gengi því þolanlega að afgreiða símtöl og telex-línur væru einnig í sambandi, bæði til Bandaríkjanna og til London og Kaupmannahafnar, en ekki hefði verið farið í það að fá lánaðar línur hjá Varnarliðinu, það væri aldrei gert nema báðir strengirnir slitnuðu samtímis. Auk Icecan sagði Jón að samband væri um eina radíólínu í gegnum Gufunes til Lyngby í Danmörku. Skipið Northern, sem er kapla- viðgerðaskip Mikla norræna, og er núna að vinna að viðgerðum á streng milli Hjaltlands og Færeyja, og var með streng um borð þegar Scotice slitnaði, mun halda til viðgerða á strengnum þegar það lýkur sínu starfi við Hjaltland, en vonast var til að það gæti orðið síðdegis í gær. Viðgerð á Scotice gæti því lokið í dag ef vel gengur, og alla vega áður en álagið byrjar á mánudagsmorgun á ný. A þessu ári hefur Scotice samtals verið slitinn í 13 daga, en Icecan-strengurinn í samtals 28 daga. Lone Pine-skákmótið: Margeir og fSLENZKU skákmeistararnir þrír stóðu sig mjög vel í 5. umferð alþjóða skákmótsins f Lone Pine. Margeir Pétursson vann stór- meistarann Pachman í aðeins 25 leikjum, Helgi ólafsson vann Thibault í 37 leikjum og Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafn- tefli við Bent Larsen f 35 leikjum. Margeir hafði hvítt og fékk strax hagstæða stöðu í skákinni gegn Pachman og jók hann yfir- burði sína smátt og smátt þar til Tekkinn gafst upp. Margeir hefur nú unnið þrjár skákir í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu skákun- um og sagði hann í samtali við Mbl. að tapskákirnar tvær hefðu komið honum í stuð og væri þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerðist. Helgi vann Bandaríkjamanninn einnig örugglega en Guðmundur náði jöfnu gegn Larsen með góðri taflmennsku. Larsen hafði hvítt og náði hagstæðri stöðu í byrjuninni en Guðmundur náði að jafna taflið með uppskiptum og í hróksenda- tafli komst Larsen ekkert áleiðis gegn góðri taflmennsku Guðmund- ar og jafntefli var samið. í. 5. umferðinni urðu þau óvæntu úrslit að Liberzon vann Kortsnoi. Er Liberzon efstur ásamt Georghiu, Sosonko, Sahovic og Lein með 4 vinninga en þeir Guðmundur, Helgi og Margeir hafa 3 vinninga. Hér fer á eftir skák Margeirs og Pachmans. Margeir hefur hvítt í skákinni: Helgi unnu 1. c4 - Rf6, 2. d4 - e6, 3. g3 - Bb4+, 4. Rd2 - c5, 5. dxc5 - Bxc5, 6. Bg2 — Rc6, 7. Rgf3 — 0-0, 8. 0-0 - d5. 9. a3 - a5, 10. cxd5 — exd5, 11. Dc2 — Bb6, 12. b3 - He8, 13. Dd3 - Bg4, 14. Bb2 - Re4, 15. e3 - Hc8, 16. Hacl - h6, 17. Hfel - Bf5?, 18. Db5 - He7, 19. Rh4! - Bh7, 20. Rxe4 — Bxe4, 21. Bxe4 — Hxe4, 22. Rf5 - d4, 23. exd4 - Rxd4, 24. Bxd4 — Bxd4, 25. Hxe4 og svartur gaf. I 4. umferð skákmótsins í Lone Pine urðu úrslit m.a. þau, að Margeir Pétursson vann Banda- ríkjamanninn Youngworth, Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafn- tefli við Bandaríkj'amanninn Morris, en Helgi Ólafsson tapaði fyrir júgóslavneska stórmeistar- anum Gligoric. Samningana úr gildi ÞEGAR Halldór Blöndal, sem nú situr á Alþingi í fjarveru Lárpsar Jónssonar, fékk í hendur breytingartillögur stjórnarflokkanna við frum- varp forsætisráðherra um efna- hagsmál o.fl. orti hann: Komminn ráðin kunn en þá kratinn annað vildi. Að síðustu þeir sættust á „samningan úr gildi". ss? y-t- :':.v m. m. í.v -->•>;• '• •'.- tf/Js- m r.vyt' ••:••: n I ú I | ★ Kl. 19.00. Húsiö opnaö. Svaladrykkir og lystauk- ar á barnum. Létt tónlist. Afhending ókeypis happdrættismiöa og upplýsingar um hinar hagkvæmu Útsýnarferöir 1979. ★ Kl. 19.30. Veizlan hefst, stundvíslega. Ljúffeng grísasteik og kjúklingar eins og hvern lystir. Matarverö aðeins kr. 3.500.-. Forsöngvari okkar vinsæli Sigurdór fararstjóri. Tískusýning nýtt sýningarfólk frá Módel- samtökunum sýnir tízkufatnaö undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur. ★ Skemmtiatriöi: Frábær gítarleikari — Örn Arason, leikur spænska tónlist. Myndasýning: Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri Útsýnar sýnir litmyndir frá Spánarströndum og kynnir ódýrustu feröamöguleika ársins — glæsilegt úrval sólar- landaferöa meö stórþotu DC-8. Fegurðarsamkeppni: Feguröardísir úr hópi gesta valdar til þátttöku í Ijósmyndafyrirsætustörf hjá Útsýn. Verölaun 10 utanlandsferðir. Lokaforkeppni. Bingó Spilaö um 3 glæsilegar sólarlandaferöir meö Útsýn. Danssýning: Dans til kl. 01.00 íi u >:t_ Nýkjörnir íslandsmeistarar í paradanskeppni í diskódönsum, Sigríöur Guöjónsdóttir og Haukur Clausen og dansflokkur frá Jazzballetskóla Báru sýna diskódansa. Ókeypis happdrætti: Allir gestir frá ókeypis happdrættismiöa. Dregiö veröur tvisvar. Kl. 20 og kl. 23.30. Vinningar: Sólarlandaferöir með Útsýn. Matargestir fá ókeypis sýnishorn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Gains Borough“. Hin hressilega og bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur leika fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og mögu- leikum á ókeypís útsýnarferð Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir, aðeins rúllugjald en tryggið borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.