Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Þaö þykir vart tíðindum sæta þó ný tamningastöð taki til starfa nú, enda hafa sjaldan eða aldrei jafn- margir aðilar auglýst að þeir taki hross í tamningu eins og í vetur. Starfsemi einnar af þessum tamn- ingastöðvum hefur þó vakið nokkra athygli enda eru þar ekki einasta tamin hross, heldur er ætlunin að halda þar margvísleg námskeið og einnig eru þar til sölu hross. Er þetta margvísleg nám- skeið og einnig eru þar til sölu hross. Er þetta hestamiðstöðin Dalur í Mosfellssveit en forsvars- menn hennar hafa hug á því að brydda upp á ýmsum nýjungum. 20 hross á biðlista Hestamiðstöðin Dalur er starf- rækt í hesthúsi, sem stendur rétt við Dalland í Mosfellssveit, eða nánar tiltekið skammt frá vegin- um að Hafravatni, þegar ekið er af Suðurlandsvegi hjá Geithálsi. I hesthúsinu er aðstaða fyrir 25 hross en ætlunin að auka nokkuð við það rými innan tíðar. Við húsið er tamningagerði og þar skammt frá er 200 metra hring- völlur. Þeir, sem standa að hesta- miðstöðinni Dal eru Jóhann Frið- riksson, Eyjólfur Isólfsson og Gunnar Dungal. Starfa þeir Eyj- ólfur og Trausti Þór Guðmunds- son sem tamningamenn í Dal en einnig temur með þeim Guðbjörg Sveinsdóttir, kona Eyjólfs, hluta úr degi. Þátturinn heimsótti stöðina í Dal nýverið og ræddi við tamn- ingamennina þar. Aðspurðir um Hestar Umsjóiit Tryggvi Gunnarsson tildrög þess, að þessi starfsemi var hafin, sagði Eyjólfur, að þeir Jóhann og Gunnar hefðu oft rætt þá hugmynd að koma upp aðstöðu sem þessari þar sem væri hægt að veita hestamönnum ýmsa þjón- ustu t.d. varðandi tamningu hrossa og námskeiðshaldi. Þegar sá möguleiki hefði opnast að nýta það húsnæði, sem þeir hefðu nú innréttað sem hesthús, fyrir starf- semi sem þessa, hefði tækifærið verið gripið og ljóst væri af undirtektum að þessi starfsemi hefði verið vel þegin af hesta- mönnum. Hestamiðstöðin Dalur tók til starfa í haust og þegar hafa 50 hross verið „útskrifuð" ef svo má að orði komast en ýmist hafa þetta verið hross, sem þurft hafa við tamningu eða þjálfun. Sögðust Eyjólfur og Trausti ekki taka hross í skemmri tíma en einn mánuð og helzt þyrfti hrossið að vera eitthvað tamið er það kæmi. Væri hrossið hins vegar ótamið væri lágmarkstiminn 2 mánuðir. A EIOFAXI MÁNAÐARBLAD UMHESTA OG HESTAMENNSKU FRÉTTIR OG FRÁSAGNIR ÍMÁLI OGMYNDUM ÁSKRIFT ÍSÍMA 85111 Séð eftir fóðurganginum í hesthúsi Dals en alls er þar aðstaða fyrir 25 hross. hann geti betur ákveðið sig og við leiðbeint honum um, hvernig best er að umgangast viðkomandi hross," sagði Eyjólfur. Talið barst að verðlagi á hross- um nú og sögðu þeir Trausti og Eyjólfur að erfitt væri að segja ákveðið til um það. Töldu þeir að þó mætti gera ráð fyrir að gang- verð á þægilegum reiðhesti væri á bilinu 350 til 500 þúsund en gæðingar færu á 500 þúsund og þar yfir. Námsekeið fyrir litla hópa um sérgreind viðgfangsefni Ætlunin er að á vegum hesta- miðstöðvarinnar Dals verði haldin margvísleg námskeið í hesta- mennsku og er ráðgert að þau fyrstu hefjist upp úr páskum. Hestamiðstöðin Dalur í Mosfellssveit heimsótt Eyjólfur og Trausti leggja upp í útreiðartúr en í baksýn má sjá hesthús stöðvarinnar, Ágæt aðstaða er sem fyrr sagði í Dal en þar er bæði tamningagerði og hringvöllur. I öðrum enda hesthússins hefur verið innréttuð upphituð kaffistofa sem jafnframt er ætlunin að verði kennslustofa meðan á námskeiðunum stendur. Þá er ætlunin að þátttakendur í námskeiðunum hafi hross sín í hesthúsinu í Dal meðan á nám- skeiðinu stendur en yfirleitt eiga þau að standa í vikutíma og er þátttakendafjöldinn að hámarki bundinn við 10 manns. „Við ætlum okkur að leggja áherzlu á að hafa litla hópa á hverju námskeiði og greina á milli þess, hvort um vana hestamenn er að ræða eða ekki. Viðfangsefnin á námskeiðunum verða líka nokkuð sérgreind og þannig mætti hugsa sér að setja upp námskeið sérstak- lega fyrir þá, sem vilja þjálfa sig í íþróttakeppnisgreinunum, hlýðni- Algengast hefði verið að hrossinn væru hjá þeim í einn og hálfan mánuð til tvo en lengst hefðu þau verið í þrjá. Tamning og fóðrun kostar á mánuði hjá Dal 55.000 krónur á hest. „Eftirspurnin eftir plássum hér hefur verið það mikil að við höfum alltaf verið með hross á biðlista. Mest hafa verið 30 hross á biðlista hjá okkur en nú er búið að panta fyrir 20 hross, sem við höfum ekki getað tekið enn,“ sagði Eyjólfur. „Aðallega að hækka hann að framan“ „Við höfum líka lagt á það áherzlu að eigendur þeirra hrossa Eyjólfur fer í fyrsta sinn á bak ótömdum fola. sem við höfum í tamningu, komi hingað áður en við skilum hross- inu og þá förum við í útreiðartúr með eigandann og bendum honum á ýmislegt, sem hafa þarf í huga í samskiptum við hrossið", segir Eyjólfur „en því miður hefur það oft viljað brenna við að menn hafa tekið við hrossum úr tamningu og einungis vegna þess að þeim hefur kannski ekki verið bent á eitthvað, sem sérstaklega þarf að huga að varðandi notkun á hrossinu, fer allt í handaskol og allir verða óánægðir með árangurinn. Vitan- lega verður enginn hestur algóður eftir að hafa verið í tamningu og það er oft ekki síður ástæða til að gefa eigandanum einhverjar leið- beiningar um hvernig hann eigi að bera sig að við hestinn. Stundum kemur það fyrir að menn setja hross í tamningu, sem tamningamaðurinn finnur strax, að hann getur kannski ekkert bætt né tamið, einungis vegna þess að reiðhestshæfileikar hross- ins eru það takmarkaðir. Við höfum tekið þann kostinn í tilvik- um, sem þessum að láta eigend- urna vita strax, þannig að þeir geti tekið um það ákvörðun sjálfir, hvort þeir kjósa að kosta upp á tamningu á hrossinu, sem fyrir- fram kemur til með að bera næsta lítinn árangur." Trausti bendir á að oft óski menn eftir að koma tömdum hrossum í þjálfun í stuttan tíma. „Við fáum stundum beiðnir um að lagfæra gangsetninguna eða aðal- lega að hækka hann að framan, þannig að verkbeiðnirnar minna kannski einna helst á bifreiða- verkstæði. En vitanlega getur tamningamaðurinn aldrei bætt úr öllum þeim göllum, sem á einum hesti kunna að vera, þó að margt megi laga með réttri þjálfun," segir Trausti. Kaupa og selja hross Þeir í Dal hafa einnig gert nokkuð af því að kaupa hross, temja þau og selja. Sögðu Eyjólfur og Trausti að þeir hefðu þó haft lítinn tíma til að sinna þessum þætti vegna anna við tamningarn- ar en þeir hefðu þó nýverið keypt nokkur hross norður í Skagafirði. Væru þetta allt hross, sem þegar hefði verið byrjað að temja og yrðu sum þeirra því boðin til sölu innan tíðar. „Því miður hefur sala á hrossum yfirleitt gengið út á það að selj- andi lýsir hrossinu, sem úrvals- grip og sjálfsagt væri hér lítið um annað en topphesta, ef allar þess- ar lýsingar hefðu við rök að styðjast. Við höfum því lagt áherzlu á að lýsa hrossunum, sem við seljum eins og þau eru og gefa kaupendunum kost á að fara með okkur í útreiðartúr, þannig að þjálfun, hindrunarhlaupi eða þjálfan gangskiptinga. Kennsla á námskeiðunum verður bæði bók- leg og verkleg en ég er þeirrar skoðunar að það sé lágmark að 1/3 sé bóklegt. Með því móti er hægt að kynna þátttakendunum fyrir- fram hvað felst í hinum einstöku æfingum og fá þá til að skilja betur að hvaða marki er stefnt," sagði Eyjólfur. „Menn eru alltaf að huga að einhverju“ Degi var nú tekið að halla og tamningamennirnir tóku að búa sig undir að taka eitthvað af folunum á ný út. Þegar rölt var eftir fóðurganginum barst talið að væntanlegu Evrópumóti íslenskra hesta í Hollandi næsta sumar en báðir hafa þeir Eyjólfur og Trausti keppt á Evrópumóti. Við spurðum, hvort þeir væru farnir að huga að þjálfum einhverra hesta, sem þeir ætluðu að keppa á um réttinn til að fara á mótið í sumar. Báðir urðu þeir hljóðir og Trausti vék sér inn í eina stíuna en það eina, sem hafðist upp úr Eyjolfi var. „Menn eru alltaf að huga að einhverju." Við kvöddum og þökkuðum fyrir ánægjulega dagstund. _ j.g. Það er ekki nóg að ríða aðeins út á hrossunum heldur verður að leggja rækt við að hirða þau. Hér kembir Trausti einn folann áður en lagt er af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.