Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Guðmundur Karlsson alþingismaður: Fylgja þarf eftir niður- stöðum fiskifræðinga Fyrr í þossari viku var rckinn hér á þingsíðu efnisþráður gagn- rýni þingmanna úr Vestfjarða- og Norðurlandskjördæmum á meinta mismunun veiðitakmark- ana, er sjávarútvegsráðherra hef- ur kunngjört. Hér á eftir fer ræða Guðmundar Karlssonar (SV), þingmanns Sunnlendinga, við þessar umræður, en hann lýsti stuðningi við ákvörðun sjávarút- vegsráðherra. Betra er seint en aldrei Hún er ekki að ófyrirsynju þessi umræða sem hér fer fram um fiskveiðimál og um stefnuna í fiskveiðimálum því það hefur lítið farið fyrir umræðu um þau mál hér í þinginu. Ég lýsi yfir eindregnum stuðn- ingi við ákvörðun hæstvirts sjátvrh. um aflatakmarkanir á þorskveiðum í ár. Ég tel að öll veiði, sem fer fram yfir 280 þús. tonn í ár sé af fyrirhyggju og ábyrgðarleysi. Það má segja, að æskilegra hefði verið, að reglur og takmarkanir hefðu komið fram fyrir ársbyrjun, þannig, að þessi veiðistýring hefði hafist í vertíðar- byrjun í vetur. En betra er seint en aldrei; og ég held, að við verðum að taka þeim reglum sem settar verða nú. Af þessum umræðum að dæma finnst mér, að sjómenn, útvegs- menn og aðrir þeir, sem eiga þarna brýnna hagsmuna að gæta, hafi á þessu mikilvæga máli meiri og betri skilning en við, sem hér sitjum. Þeir gera sér fulla grein fyrir því, að svo verður ekki framhaldið sem verið hefur um þorskveiðarnar. Skoðanamis- munur eðlilegur Auðvitað hlýtur þorskveiðitak- mörkun að koma mest niður á þeim fiskimönnum og þeim svæð- um, sem mest hafa stundað þorsk- veiðarnar. Hjá því verður ekki komist. Það hefur verið blandaðri afli, sem Sunnlendingar hafa veitt, en aðrir landsmenn og þess vegna verður kannski aflatakmörkunin ekki eins tilfinnanleg hjá þeim og öðrum. Það hefur ýmislegt komið fram í þeim umræðum, sem hér hafa farið fram um fiskifræðinga. Ég tel, að við eigum mjög hæfa og vel menntaða fiskifræðinga og að við komumst ekki hjá því að taka fullt tillit til skoðana þeirra og fylgja þeim að svo miklu leyti sem við verður komið. Það er eðlilegt að fram komi töluverður mismunur í skoðunum manna, annarsvegar, fiskifræðinga, sem verða að sýna varfærni í starfi, og hinsvegar skipstjórnarmanna, sem verða að vera bjartsýnir og sýna í sumu fyrirhyggjuleysi um framtíðina. Við vitum það allir, sem að máli þessu höfum komið, að það fer ekki allt fram, sem skyldi, hvorki um borð í netabátunum, sem veiða við Suðurland né um borð í togur- unum, sem veiða annars staðar við landið. Þetta er að vísu ákaflega misjafnt. Menn ganga og misjafn- lega að fiskimannsstarfi sínu, eins og öðrum störfum. Sumir stunda þetta starf af fyrirhyggju og ábyrgð, en aðrir ekki sem skyldi. Hámarksgæði og hámarksnýting Við verðum að haga svo málum, að við náum hámarksnýtingu og hámarksgæðum úr þeim fiskafla, sem á land berst. Við verðum líka að haga svo málum, að við eyðum eins litlu af fjármunum til veið- anna sem kostur er. Það má segja, að þar veldur hver á heldur. Mestu varðar nú, hvernig á málunum verður haldið í framtíðinni. Ég tel, að við þurfum að vinna að uppbyggingu raunhæfs fisk- veiðieftirlits. Það er Landhelgis- gæslan og þeir fáu eftirlitsmenn, sem settir eru um borð í veiðiskip- in, sem hafa þetta starf með höndum. Ég held, að spurning sé um, hvort þeir hafa þann tíma og aðstöðu, sem þarf til að sinna þessu starfi, sem skyldi. Ég tel, að við þurfum að byggja nokkur lítil og ódýr skip, sem fylgi fiskveiði- flotanum meðan hann er að veið- um, bæði á vertíðinni og á síldveið- um og reyndar hvar sem er, sér- staklega bátaflotanum. Áhafnirn- ar fylgjast með veiðarfærum, sem notuð eru og með veiðinni, hvernig hún fer fram og þeir viti þá gjörla um allt sem gerist; en ekki, að menn kveði upp sleggjudóma í landi um það, sem fram fer á miðunum. Ég tel, að það sé ekkert óeðlilegt, þó að á hverjum veiðistað eða í hverri verstöð verði skipuð nefnd skipstjórnarmanna, sem hefði ákveðnu hlutverki að gegna. Þetta var gert hér áður fyrr, þegar stunduð var veiði bæði með línu og netum hér við Suðurströndina. Þá vóru nefndir skipstjórnarmanna sem fylgdust með merkingu veið- arfæra og notkun þeirra; og ég tel ekkert óeðlilegt þó að þessu starfi yrði haldið áfram í annarri mynd en var áður fyrr. Eins tel ég, að það væri ekkert óeðlilegt, að skipa trúnaðarmenn um borð í veiðiskipunum. Ég tel það, að sjómenn hafi orðið það mikinn skilning á nauðsyn þessara takmarkana og þess starfs, sem þarna er verið að vinna, að þeir myndu sýna fulla ábyrgð í slíku trúnaðarstarfi, flestir. Auðvitað yrði einhver misbrestur, en ég held að, í flestum tilvikum tækist vel til. Reynsla okkar og fjölda annarra fiskveiðiþjóða Ég held, að við verðum að láta þau áföll, sem orðið hafa, okkur að kenningu verða. Ég á þar við það, þegar síldarstofninn hér við Suð- urland var drepinn niður. Eins hitt, að aðrar þjóðir hafa orðið fyrir miklum áföllum. T.d. Kali- forníumenn, þegar þeir drápu nið- ur sardínustofninn, Norðmenn þegar þeir eyddu síldinni Perú- menn, þegar þeir drápu niður ansjósuna og Bretar, hvernig þeir hafa gangið í síldarstofninn, og nú fáum við fréttir af því, hvernig Suður-Afríkumenn hafa gengið í pilgardstofninn hjá sér. Þetta var stofn, sem skilaði þeim 1,5 millj. tonna. Árið 1975, var þetta komið niður í 545 þús. tonn. Síðan fer veiðinni hrakandi ár frá ári, þang- að til komið er niður í 46 þús. tonn í fyrra og nú í ár verður einungis leyft að veiða 29 þús. tonn. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að það hafa orðið mikil áföll og mikil slys í fiskveiðum ýmissa þjóða á undanförnum ár- um og þessi slys skulum við láta okkur að kenningu verða og haga okkar fiskveiðum í framtíðinni með það fyrir augum, að slíkt hendi okkur ekki að nýju. Eitt stórslys er nóg fyrir okkur. Könnun á skipulagi og virkni heilbrigðisþjónustu: Heilsuvemd mik- ilvægasti þátturinn Tveir þingmenn. sem jafnframt eru læknar, hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um könnun á vissum þátt- um heilbrigðisþjónustu. með tilliti til hugsanlegs sparnaðar og bættrar þjónustu. Þetta eru þingmennirnir Oddur Ólafsson (S) og Bragi Níelsson (A). Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um að fram fari könnun á skipulagi og virkni neðangreindra þátta heilbrigðisþjón- ustunnar: 1. heimilislækninga og heilsuverndar. 2. sérfræðilæknisþjónustu, 3. þjónustu við sérstaka sjúklingahopa. 4. rekstrar sjúkrahúsa. 5. öldrunarþjónustu og endurhæfing- ar. í könnun þessari skulu eftirfarandi atriði sérstaklega tekin til rannsókn- ar: • a. Hvort aukin heilsuverndar- starfsemi og breyting á skipu- lagi heimilislækninga asamt veru- lega auknu fjárstreymi til þess- ara þátta væri líkleg til þess að minnka þörfina fyrir innlagnir í sjúkrahús. • b. Hvort hentugra væri og árang- ursríkara að sérfræðiþjónusta við utansjúkrahússjúklinga væri f auknum mæli unnin á göngudeildum sjúkrahúsa, til hægðarauka fyrir sjúklinga, til frestunar sjúkrahúsinnlagna og styttingar sjúkrahúsdvalar. • c. Hvernig best verði komið fyrir þjónustu við sérstaka sjúklinga- hópa þannig að þeim sé skapað fyllsta mögulegt öryggi og fjármagn nýtt á hinn hagkvæm- asta hátt. • d. Hvort ástæða sé til þess að endurskoða frá grunni áform um uppbyggingu sjúkrahúsa, þar eð forsendur hafa breyst verulega nú síðustu árin. Enn fremur er samræming á starfi sjúkrahúsa nauðsynleg og athugun á þvi hvaða rekstrar- form henti okkur best. • c. Athugunar er þörf á virkni endurhæfingar og meðferð öldr- unarsjúkdóma. Könnun þessi verði framkvæmd af sérfræðingum og fyrstu niður- stöður lagðar fyrir næsta Al- þingi. Mikilvæqasti Þátturinn Oddur Olafsson (S) mælti fyrir þessari tillögu sl. fimmtudag. Þótt vísitala og verðbætur eigi hug þingmanna um þessar mundir, sagði hann, og umræður um þau mál ásamt vissum atferliseinkennum fylli þingtíðindi, þá verður hinu ekki neitað, að þegar kemur að einstakl- ingnum og fjölskyldunni, þá eru heilbrigðismálin einn mikilvægasti þáttur mannlegra samskipta. Lífs- hamingja verður torfengin, ef örygg- isleysi ríkir í-heilbrigðismálum. Þess vegna finnst okkur, flutningsmönn- um, ástæða til að vekja athygli á vandamálum þessa þjóðlífsþáttar. Við væntum þess að með bættu skipulagi og breyttu vægi, þá megi ná betri árangri en við búum nú við. Oddur ólafsson. Sjö og hálft prósent af pjóðartekjum Til heilbngðismála fara nú 7,5% af þjóðartekjum eða milli 30—40 milljarðar árlega. Það er því þjóð- hagslega mikilvægt, hvern veg þessu fjármagni er varið. Heilsuvernd er mikilvægasta verkefni heilsugæzlunnar, þ.e. að vernda einstaklinginn gegn líkam- legum og andlegum sjúkdómum. Það er í senn auðveldara, ódýrara fyrir samfélagið og affarasælla fyrir þjóðfélagsþegninn að efla fyrir- byggjandi aðgerðir en að fresta aðgerðum unz sjúkdómar hafa grafið um sig. Til þessa verkefnis, þ.e. heilsugæzlunnar, notum við ekki nema 1% af því fjármagni, sem heilbrigðisþjónustan fær til afnota. Þá er það og viðurkennt, að fullkom- in og vel skipulögð heimilislækn- ingaþjónusta er árangursrík og forð- ar fjölda manns frá því að þurfa að fara á sjúkrahús. Undanfarin ár hefur verið lagður grunnur að heilsu vernd og heimilislæknaþjónustu, með byggingu heilsugæzlustöðva hvarvetna um landið. Gallinn er þó sá, að það svæði, þar sem um 60% landsmanna býr, hefur að mestu orðið útundan. Þetta starf þarf að efia. Þýöing heilsuverndar Ó.Ól. vitnaði til ályktunar lækna- ráðstefnu á vegum W.H.O., sem sótt var af fulltrúum frá 134 þjóöum, þar á meðal Islandi. I ályktun ráðstefnunnar kemur fram, að ríkisstjórnir beri ábyrgð á heilsufari þegnanna, sem aðeins sé hægt að hafa í lagi með viðunandi heilsufars- og félagslegum aðstæð- um. Markmiðið eigi að vera að um aldamót búi allar þjóðir við heilsu- far, er geri þeim fært að lifa fjárhagslega og félagslega eðlilegu lífi. Heimilislæknaþjónusta er lykill- inn að þessu marki...“ Helztu flokkar heilsuverndar eru: mæðravernd, vernd ungbarna, skóla- eftirlit, íþróttaeftirlit, atvinnusjúk- dómaeftirlit og vinnuvernd, berkla- og kynsjúkdómavarnir, geðvernd, áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarn- ir, skipulögð sjúkdómaleit, hópskoð- anir og mataræði. Fleiru má við bæta, en Ijóst ætti að vera, hvert umfang heilsuverndar er, en verk- efnin eru síbreytileg, vegna breyttra þjóðfélagshátta, breyttrar þekkingar og breyttra neyzluvenja. Sá þáttur heilsuverndar, sem hefur vaxandi þýðingu, en hefur verið vanræktur hjá okkur, er heilbrigðisfræðsla. En framfarir í fjölmiðlun hafa skapað geysimikla möguleika til að gera fólki grein fyrir heilbrigði og holl- ustuháttum, fræða það um gagnsemi vissra hluta og skaðsemi annarra. Útvarp og sjónvarp geta orðið mik- ilvirk tæki til eflingar heilsu lands- manna og þann veg stuðlað að bættu lífi, betra heilsufari og þar með bættri efnahagslegri afkomu. Þáttur auglýsinga á neyzluvörum kemur hér og við sögu. Heimilislækningar Þáttur heimilislæknis sem ráð- gjafa og trúnaðarmanns fjölskyldna um heilsufar veitir nauðsynlegt ör- yggi. Fráhvarf frá heimilislæknum yfir í fjölmennar miðstöðvar er vafasöm umbót. Nú er aukinn áhugi fyrir heimilis- lækningum og hópur ungra lækna í framhaldsnámi í þeim fræðum. Ætti slíkt að geta orðið til heilla fyrir heilbrigðisþjónustu okkar og skapa þarf þessum aðilum viðunandi starfsaðstöðu. Varðandi 2. lið í tillögum okkar, um sérfræðilæknaþjónustu, þarf að rannsaka, hvern veg mætti nýta sérfræðinga betur, t.d. hvort störf þeirra ættu að fara fram eingöngu á spítölum og göngudeildum þeirra og heilsugæzlustöðvum úti á landi — og á hvern hátt má skipuleggja ferðir þeirra út um dreifbýlið, sem ætti að vera auðveldara nú vegna góðra flugsamgangna. Um 3. liðinn, þjónustu við sérstaka sjúklingahópa, má segja hið sama; göngudeildir sjúkrahúsa geta unnið mun mikilvægara verkefni á þessu sviði, ef þeim væri sköpuð betri starfsaðstaða. Ennfremur er ærið verkefni að byggja betur að rann- sókn og lækningu þeirra, sem búa úti á landi. Breyttir atvinnuhættir og ný efni og fleira veldur því, að hópar vissra sjúkdóma stækka og bregða verður við með tryggingu sérfræði- legrar aðstöðu. Rekstur sjúkrahúsa Fjórði liður tillögu okkar varðar rekstur sjúkrahúsa, fjárfrekasta þátt heilbrigðiskerfisins. Þar ætti raunsæ rannsókn hæfra sérfræðinga að geta leitt til umbóta, bættrar þjónustu og e.t.v. lægri kostnaðar. Mikill munur er á sjúkrahúsdvöl, kostnaðarlega, eftir því í hvaða hei'brigðisstofnun dvalið er, þótt oft sé erfitt um samanburð, vegna mismunandi uppbyggingar, en vænt- anlega gæti aukin samvinna, sam- ræming og skipulagning leitt til hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu. Talið er að við eigum nægan rúmafjölda af almennum sjúkra- rúmum, en ýmsa hópa vantar til- finnanlega rúm, t.d. bæklunardeildir og langlegudeildir hér á Reykjavík- ursvæðinu. Miðað við mannfjölda ætti að vera nægur rúmafjöldi úti á landi og væri verðugt verkefni að athuga, hvort ekki mætti létta á sjúkrahúsum hér með auknu sam- starfi og aukinni starfsemi á öðrum stöðum. Könnun myndi geta leitt í ljós, hvort annað rekstrarform kynni að vera heppilegra en hér er notað, t.d. hvort ríkið ætti að reka öll sjúkrahúsin, hvort heilbrigðisráð kjördæmanna ættu að vera stjórnunaraðilar, hvort lífeyrissjóðir ættu að eiga og reka sjúkrahús eða efla þátttöku sjálfseignarstofnana, hvort félög og heilbrigðisstarfsfólk kæmi til greina sem rekstraraðilar. Ástæða er og til að endurkanna framkvæmdaáætlanir, með hliðsjón af mannfjöldaþróun í landinu og samstarf sjúkrahúsa varðandi inn- kaup og rekstur. Þjónusta við aldraða Endurhæfing og þjónusta við aldraða gegnir þeirri sérstöðu að hafa lengst af verið á vegum félags- samtaka eða einstaklinga. Þessar greinar hafa það sameiginlegt að hafa verið í meira fjársvelti en aðrir þættir heilbrigðisþjónustunnar og ekki vaxið í samræmi við auknar þarfir, m.a. vegna hækkandi meðal- aldurs þjóðarinnar. Flutningsmenn ætlast til þess að það verði sérfræðingar í heilsuhag- fræði sem geri þá könnun, sem hér er lögð til að fram fari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.