Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 23 Vélstjórafélag íslands gefur 500 þúsund til kvikmyndagerðar „LRÁTT fyrir mjög jákvæðar undirtektir stjórnvalda við tillög- um samtaka sjómanna um að- gerðir í öryggis- og aðbúnaðar- málum örlar enn ekki á neinum aðgerðum til úrbóta,“ segir í frétt, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Vélstjórafélagi íslands, en formaður félagsins afhenti í gær Hjálmari R. Bárðarsyni siglingamálastjóra 500 þúsund Athugasemd frá Véltaki hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fyr- irtækinu Véltak h.f. í Hafnar- firði. „Að gefnu tilefni vill fyrirtækið Véltak hf. koma leiðréttingu á framfæri vegna fréttar í blaði yðar þann 29. marz er varðar Véltak hf. Vegna misskilnings blaðamanns yðar, að ég undirritaður fyrir hönd Véltaks h.f. sé búinn að stofna fyrirtæki á Irlandi, skal hið sanna leitt í ljós að fyrirtækið Véltak h.f. hefur ekki stofnað til rekstrar eða gert samning þar áð lútandi við Irlandsstjórn. Véltak h.f. mun ekki eða hefur í hyggju að hætta starfsemi hér á landi, heldur þvert á móti auka hana. Hið rétta er, að ég einn af eigendum Véltaks h.f. hef ákveðið að taka mér frí frá störfum og dvelja um nokkra mánaða skeið á Irlandi við vinnu og um leið athuga um markað fyrir fram- leiðsluvörur frá Véltak hf. sem virðast vera fyrir hendi, en það er svo annað mál á hvern hátt að því verður staðið að koma henni inn á markaðinn. Það verður tíminn að leiða í ljós. Virðingarfyllst, VÉLTAK HF. Guðbjartur Einarsson“. króna gjöf, sem stjórn félagsins hafði ákveðið að gcfa til endur- bóta á kvikmynd Siglingamála stofnunarinnar um meðferð og notkun gúmbáta. I frétt Vélstjórafélagsins segir, að meðal brýnustu aðgerða í þess- um málum sé aukin fræðsla um notkun og meðferð gúmbáta og annarra öryggistækja. „Hins veg- ar hefur komið fram,“ segir í fréttatilkynningunni, „að Alþingi hafnaði beiðni Siglingamálaofnun- ar ríkisins um tveggja milljón króna fjárveitingu til endurnýjun- ar á kvikmynd um meðferð gúmmí björgunarbáta." Síðan segir í frétt Vélstjórafé- lagsins: „En þörfin er brýnni en svo að hægt sé að una óvissu og bið í þessum efnum, og því hefur stjórn Vélstjórafélags Islands ákveðið að gefa kr. 500.000 til endurnýjunar á kvikmynd um meðferð gúmmíbáta og björgunarbúnað. Væntir stjórn félagsins þess, að önnur samtök sjómanna og samtök útvegsmanna bregði við og leggi lóð sitt á vogarskálina, svo unnt verði hið fyrsta að hrinda þessu mikilsverða nauðsynjamáli í framkvæmd." I lok fréttar Vélstjórafélagsins beinir stjórn þess til félagsmanna, að þeir kynni sér sem bezt ástand öryggistækja og búnaðar hver og einn um borð í því skipi, sem þeir starfi á og krefjist úrbóta, sé þeirra þörf. Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóri sagði í samtali við Mbl. í gær að gúmbátakvikmynd stofn- unarinnar væri orðin úrelt. Hún hefði upphaflega verið tekin í svart-hvítu og á 35 mm filmu, en bætur hefðu þó farið fram á því eintaki, sem sýnt hefði verið í sjónvarpi. Eigi að síður kvað Hjálmar nauðsynlegt að endur- nýja þessa kvikmynd og gera 16 mm litkvikmynd og því kvaðst hann hafa farið fram á fjárveit- ingu í fyrra, 2 milljónir króna, en því hafi verið hafnað. Þessi beiðni hefur verið ítrekuð í samgöngu- ráðuneytinu, en henni var synjað aftur. Nú liggur fyrir beiðni hjá Ragnari Arnalds um fjárveitingu á þessu ári og hinu næsta. Hjálm ar kvað áætlaðan kostnað við gerð slíkrar myndar vera á bilinu 5 til 10 milljónir króna í dag. Hjálmar R. Bárðarson kvaðst vilja tjá þakkir Siglingamála- stofnunar ríksins til Vélstjórafé- lags íslands fyrir þetta frumkvæði þeirra, sem væri bæði fjárhagsleg- ur og siðferðilegur styrkur. Kvaðst hann ekki síður vilja meta þann hug, sem að baki lægi, félög væru gjörn á að samþykkja alls konar samþykktir um fjárútlát opin- berra stofnana, en hér kvað hann lengra gengið, ekki aðeins sagt að eitthvað eigi að framkvæma, held- ur fylgir hugur máli og framlag látið fylgja. „Þetta finnst mér mjög jákvætt," sagði siglingamála stjóri. Bandarísk gaman- mynd í Gamla bíói GAMLA BÍÓ hefur hafið sýning- ar á bandarísku gamanmyndinni „Norman, ert þetta þú“ (Norman is that you). Kvikmyndin er frá Metro Goldwyn Mayer en fram- leiðandi og leikstjóri er George Schatter. Handritið er samið af Ron Clark og Sam Bobrick og er það byggt á leikriti eftir þá sjálfa. Tónlistin er eftir William Goldstein. Kvikmyndin fjallar um eiganda fatahreinsunarfyrirtækis, Ben Chambers, sem verður fyrir því óláni að kona hans stingur af ásamt bróður hans. Ben leitar því til einkasonar síns í Los Angeles í von um huggun en vandræðin aukast aðeins er þangað kemur. Leikendur í aðalhlutverkunum eru Redd Foxx, Pearl Bailey, Dennis, Dugan Michael Warren og Tamara Dobson. Ljósm. Mhl.: Emilía. Ingólfur Ingólfsson. formaður Vélstjórafélags íslands afhendir Hjálmari R. Bárðarsyni, siglingamálastjóra hálfrar milljón króna gjöf til endurnýjunar kvikmyndar um meðferð og notkun gúmbáta. Redd Foxx og Tamara Dobson í hlutverkum sínum í „Norman ert þetta þú“. Leikritið sem myndin er gerð eftir hefur verið sýnt í 5 löndum og er það leikrit sem lengst hefur verið sýnt í sögu bandarískrar leiklistar. T.d. var það sýnt í 26 vikur nýlega í Las Vegas. Afmæliskveðja: Eyjólfur Jónasson Sólheimum, níræður Það er 15. mars. Klukkan er 10 þegar um 20 manns leggja af stað frá Reykjavík og förinni er heitið vestur í Dali. Tilefni ferðarinnar er að heimsækja einn af elstu mönnum sýslunnar, Eyjólf Jónas- son í Sólheimum. Veðrið er eins og best verður á kosið, stafalogn og hlýtt í veðri. Það er létt yfir fólkinu, sögur eru sagðar og mikið sungið. Hugur fólksins er bundinn við Dalina, það sögufræga hérað. Þar hefur margur mannkostamað- urinn búið, og þar riðu hetjur um héruð. Við erum að heimsækja eina slíka, sem að vísu hefur aldrei borið sverð, en marga dáðina drýgt um ævina. Það er minnst á ljóð- skáldin og hvað Dalamenn hafi lagt þar þung lóð á metaskálarnar og nú eru sungin ljóð eftir Jóhann- es úr Kötlum, Jón frá Ljárskógum og Stefán frá Hvítadal. Afmælisbarnið hefur ekki getað séð ljóðadísina í friði og nú eru sungnar vísur eftir það. Klukkan 14.30 rennur bíllinn í hlað að veiðihúsinu við Laxá, því að þar átti afmælishófið að fara fram. Hinn aldni heiðursgestur stóð í hlaði og fagnaði gestum sínum furðu reifur og hress, þrátt fyrir 90 árin. Eyjólfur Jónasson er fæddur 15. mars 1889 á Gillastöðum í Laxár- dal. Foreldrar hans voru Jónas Guðbrandsson og kona hans Ingi- gerður Sigtryggsdóttir. 9 ára að aldri flyst Eyjólfur með foreldrum sínum að Sólheimum og hefur átt þar heima síðan, að undanskildum 5 árum er hann bjó á Svalhöfða. í Sólheimum dvaldi Eyjólfur öll sín æskuár og vann þar að búi föður síns og vandist því ungur öllum sveitastörfum, eins og algengt var með unglinga á þeim tímum. Um tvítugsaldur var hann í skóla í Hjarðarholti í Dölum hjá Ólafi Ólafssyni er þar stofnaði skóla árið 1910 og rak um árabil. Þar kynntist hann fyrri konu sinni Sigríði Ólafsdóttur ættaðri úr Borgarfirði. Þau gengu í hjóna- band árið 1914 og reistu bú að Svalhöfða í Laxárdal, en sú jörð hafði verið í eyði frá 1884 eða 30 ár. Það hefur því verið köld að- koma fyrir hin ungu og efnalitlu hjón, og fyrirsjáanlegir erfiðleikar að verða að reisa allt frá grunni. Þeir sem muna þá tíma vita að þá voru möguleikar ungs fólks ekki miklir. Jónas, faðir Eyjólfs, lét af bú- skap árið 1912, en Guðbrandur sonur hans tók þá við jörðinni og bjó þar til ársins 1919 en það ár fluttist hann til Reykjavíkur. Þá greip Eyjólfur tækifærið og flutt- ist með fjölskyldu sína að Sól- heimum og hefur átt þar heima síðan. Átið 1925 varð Eyjólfur fyrir þeirri sáru sorg að kona hans, Sigríður, lést aðeins 29 ára að aldri. Þau hjón áttu fjögur börn öll ung að árum það yngsta á fyrsta ári. Við þetta færðist mikil ábyrgð á herðar Eyjólfs þar sem í hans hlut kom að vera börnum sínum bæði faðir og móðir: það hlutverk hefur honum tekist vel. Ég hef ekki kynnst eins mikilli ást til föður og börn hans láta honum í té. Skylt er að geta þess að Eyjólfur var ekki einn um uppeldi barna sinna. Föðursystir hans, Salóme, og faðir hans, Jónas, studdu hann dyggilega í lífsbarátt- unni, einkum var hlutur Salóme mikill við stjórn heimilisins og uppeldi barnanna. Góðir vinir Eyjólfs tóku að sér yngsta barnið og ólu það upp til fullorðinsára. Börn Eyjólfs og Sigríðar eru: Ólafur Ingvi, bóndi í Sólheimum, kvæntur Helgu Guðbrandsdóttur frá Lækjarskógi; Ingigerður gift Jóni Kristjánssyni, fyrrum bónda á Kjörseyri; Guðrún, átti Gunnar Sveinsson vélagæslumann í Gufu- nesi, þau skildu, Una, gift Eiríki Sigfússyni, áður bónda á Stóru-Hvalsá. Ég hef þekkt Eyjólf síðan ég var unglingur. Það kom af sjálfu sér við hlutum að kynnast. Um ára- tuga skeið bjuggum við sinn hvor- um megin við Laxárdalsheiðina og vorum því í raun nágrannar, því að lönd jarðanna liggja saman og af því leiddi mikinn samgang búfén- aðar. Það fyrsta sem ég tók eftir í sambandi við Eyjólf voru hestarn- ir hans. Þeir virtust svo vel þjálf- aðir og báru sig svo léttilega yfir jörðina, þar var alveg sama hvaða torfæra á vegi þeirra varð, hún var óðara yfirstigin án nokkurs hiks. Þetta sannfærði mig um að hest- urinn treysti riddara sínum og þarna var óvenjugott samband milli manns og hests. Síðar átti ég eftir að kynnast því nánar hve mikill snillingur Eyjólfur er á þessu sviði, enda löngu landskunn- ur sem slíkur og mun ég því ekki að þessu sinni dvelja mikið við þetta efni þó af nógu sé að taka, því að óþarft er að skrifa um það sem allir vita sem einhver kynni hafa haft af Eyjólfi. Maðurinn er óvenjulegur að allri gerð, hefur mikinn, sérstæðan persónuleika. Þess vegna muna hann allir sem einhverntíma hafa hitt hann. Hann hefur ferðast mikið mörgum kynnst. Enda eru þeir margir sem spyrja eftir hon- um. Hann er skarpgreindur, fljót- ur að átta sig á hlutunum og mjög næmur. Snöggur í hreyfingum og skjótur til svars. Andsvör oft hnyttin og hitta í mark. Hann er ágætur hagyrðingur og eru marg- ar vísur hans landskunnar. Á mannamótum er hann hrókur alls fagnaðar og af þeim ástæðum er oft þröng í kringum hann. Jóhannes skáld úr Kötlum og hann voru miklir kunningjar og hittust oft, enda sveitungar og lengi samtíða í Laxárdalnum. Þeir munu oft hafa kastað stöku á milli sín. Eitt sinn voru þeir samnátta hjá mér á Kjörseyri. Mér er sú kvöldstund minnisstæð. Þar var ekki talað um dægurþras eða pólitík heldur skyggnst dýpra í tilveruna, og þau mál skilgreind er manninn varða hvað mest og eru á miklu hærra plani en þau sem eru oftast á vörum manna. Mjög gestkvæmt hefur verið í Sólheimum alla hans búskapartíð og er enn. Kunningjarnir eru margir og fara ógjarnan hjá garði. Gestrisnin er með afbrigðum og henni fylgir ljúfur og hressandi blær, og ég hygg að mörgum sé svo farið að þeir hafa farið þaðan léttari í huga eftir hressandi viðræður yfir kaffibolla. Eitt var það í fari Eyjólfs, sem ég veitti eftirtekt á mínum unglingsárum. Ef gestur kom til hans sem var honum ókunnur, fór hann hægt á stað í viðræðum, þangað til hann var búinn að komast að því hvað gestinum var ljúfast að ræða. Þá stóð ekki á honum, hann gat talað um allt. Þetta var einn þátturinn í gestrisni hans. Eyjólfur var mikill ferðamaður kjarkmikill og áræð- inn og hefur í mörgum svaðilför- um lent um ævina. Venjan var að leita til hans ef mikið lá við, hann var skjótur til úrræða og tilbúinn að liðsinna granna sínum ef það stóð í hans valdi. Ég veit ekki annað en að allar hans ferðir hafi heppnast vel þó að stundum væri svart í álinn. Árið 1939 kvæntist Eyjólfur aftur, kona hans var Ingiríður Guðmundsdóttir frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Þau skildu eftir 18 ára sambúð. Börn þeirra eru Steinn bifvélavirki á Borðeyri, kvæntur Auði Skúladótt- ur, og Sigríður, gift Freysteini Jóhannssyni blaðamanni. Afkom- endur Eyjólfs munu nú vera 96 talsins. Eins og áður er að vikið var hagur hans frekar þröngur framan af búskaparárum hans, en lagaðist þegar að frá leið, einkum eftir að börnin komust upp. Ekki er hægt að segja að Eyjólf- ur væri framtakssamur í búskap sínum eða hagsýnn bóndi. Starfið snerist mikið um hestana og þeir voru oft margir, svo og tamn- ingarnar. Hestarnir eru hálft líf hestamannsins og er ekki um að fást, þó okkur hinum finnist kannski að tímanum væri betur varið á annan hátt. Þegar árin færðust yfir, lét Eyjólfur af bú- skap og seldi jörðina í hendur sonar síns Ingva og konu hans Helgu. I skjóli þeirra hjóna og barna þeirra. Einkum er hlutur Helgu stór í þessu efni og eigum við, sem teljumst til fjölskyldu Eyjólfs, henni stóra skuld að gjalda, sem sennilega verður aldrei greidd. Æviferill Eyjólfs hefur verið lit- ríkur, hann er að eðlisfari glað- sinna og hefur mörgum orðið gleðigjafi. Ég hygg að mörgum sé svipað farið og mér, að renna huganum til margra yndisstunda með honum, einkum í sambandi við ferðalög og hross. Ég held að Eyjólfur hafi verið hamingjusamur maður, hann hef- ur náð mikilli gleði út úr lífinu, og hefur í raun farnast vel, þó hann eins og fjölmargir aðrir hafi hlotið þung áföll. Að endingu óska ég Eyjólfi farsælla ellidaga og að lífsfley hans komist heilt í höfn. Jón Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.