Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 1 HLAÐVARPANUM NÁMSME Arkitektúr allra greina vinsœlust SAMKVÆMT upplýsingum frá Samtökum ís- lenzkra námsmanna erlendis eru skráðir félagar nú þrettán hundruð og sjötíu. Þegar reynt var að grennslast fyrir um heildarfjölda íslenzkra námsmanna erlendis kom á daginn að þessa tölu er hvergi að finna. Á skrifstofu SINE fengust þær upplýsingar að algerlega væri frjálst hvort námsmenn erlendis gengju í samtökin eða ekki, hins vegar færu allir þeir nemar erlendis, er námslán taka, sjálfkrafa á skrá hjá SÍNE. Starfskona skrifstofunnar, Áslaug Agnarsdótt- ir, sagðist ekki treysta sér til að segja til um hve margir íslenzkir námsmenn til samans dveldust erlendis, en gizkaði sjálf á að auk félaga SÍNE væri e.t.v. um þrjú hundruð námsmenn að ræða. Af námsgreinum við erlenda háskóla mun arkitektúr eiga mestum vinsældum að fagna meðal íslendinga nú. Alls eru um 80 í þessu fagi og munu langflestir þeirra í Kaupmannahöfn og Árósum. Næstu greinar eru tungumál og bókmenntir með um 70 nema og virðast Frakkland og Norðurlöndin efst á blaði. Verk- fræði og tæknigreinar eru með um 70 nema sömuleiðis og dreifast þeir á ýmis lönd, — einkum Þýzkaland og Bandaríkin. í sálfræði eru Sláttumaður framtfðarinnar — Á myndinni sjáum við vélknúið orf, er fróðir menn segja að þegar hafi náð nokkurri útbreiðslu norðanlands. Tækið, sem raunar hefur þekkst hérlendis í smáum stfl undanfarin tvö ár, leysir að sjálfsögðu af hólmi gamla sláttarlagið með orfi og ljá. Starfsmenn hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkur sýndu Hlaðvarpanum orfið og sögðu það vita hættulaust. Eins og sjá má er það útbúið sérstöku hjóli með nælonþræði, er grasið sker. Uppfinningin mun komin frá Skot- landi. 60 og meirihluti þeirra á Norðurlöndunum og í Bretlandi, en athygli vekur að í Árósum einum eru 17 íslendingar við nám þetta. í líffræði og hagfræði eru einnig 60 í hvorri grein um sig, en til hagfræðináms halda flestir til Svíþjóðar og Lundúna. í tónlistarnámi eru 47 en 39 í félagsfræði. Mun þorri félagsfræðinema sækja skóla í Bretlandi, en vinsælastur allra staða í faginu mun Lundur í Svíþjóð. Það kom fram að í ár væru fjórir íslendingar við nám í Kína í máli og bókmenntum en þrír í Japan. Af öðrum athyglisverðum upplýsingum má geta þess að í haust munu um 70 íslenzkir flugvélavirkjar hafa verið við nám í Bandaríkj- unum, en nám af þessu tagi mun taka um átján mánuði. WWII = = = Landinn líður skort Til talsverðra átaka kom er borgarstjórn ákvað skömmu eftir áramót að leggja niður Útideildina svokölluðu, en deild þessi var hópur fólks, er reyndi að starfa með og leiðbeina unglingum á borgarsvæðinu. Hafa Hlaðvarpanum borizt vísur, er Sigurður Guðmundsson setti saman af þessu tilefni: Útideild á allan heiður skilið, er að brúa gamla smánar bilíð, kynslóða, sem kalla á ólfk mál og koma stundum þjóðinni í bál. Virðist mér nú sem landinn Iíði skort, sem leikur sér við alls kyns dufl og sport, en gieymir hag og gildi þessa lands, að græða sár í huga náungans. Hér þarf lag og lempni í hverjum rann, að laða ávalit fram hinn besta mann. Grjóti hörðu í gull þá verður breytt, hvar göfugt hjarta undir slær svo heitt. og stoliö Ráðlagðar fuglsgarnir Leiðarahöfundur Austurlands á Neskaupsstað gerir argspár Morgunblaðsins um lífshorfur stjórnarinnar að umtalsefni nýlega. Eitt af því, sem strik setur í reikning spámanna Mbl. gefur höfundur í skyn að séu stormsveipir eins og Vilmundur Gylfason, en stuttu eftir að hann kom á þing breyttist hann í lægð „sem ýmist hefur verið að grynnka ellegar dýpka. „í ljósi þessa er ofangreindum spámönnum ráðið til að rýna í fuglsgarnir i stað þess að nota tölvur, sem verður að teljast fróðlegur vitnisburður Alþýðubandalags- manna um rökfestu í stefnumörkun núverandi ríkisstjórnar. Uppljómun norðanlands Dagur og íslendingur skýrðu frá því nýlega að íslenzka íhugunarfélagið hefði á prjónunum að gera út mann að kenna norðlendingum að hvíla taugarnar. „Þetta er það sem nefnt hefur verið „uppljómun" skrifar Jón Halldórsson í Degi, „og er í raun aðeins eðlilegt ástand mannsins...“ Norðlendingar, sem ekki eru uppljómaðir enn ættu ekki að fara á mis við tæjcifærið því væntanlega vilja fáir sómakærir íslendingar teljast „formyrkvaðir" eða a.m.k. óeðlilegir. Sekt fyrir að Menn kvarta tíðum yfir íslenzka dómskerfinu og er t.d. oft bent á öfgar með tilliti til gæzluvarð- haldsvistar. Úrklippa úr írsku síðdegisblaði, er okkur barst á dögunum, bendir til að við megum e.t.v. en sem komið er prísa okkur sæl. I frétt með _ fyrirsögninni „Sektaður um sex þúsund og fimm hundruð fyrir að hrjóta" segir: „E.J. Clark lögreglumaður sagði Carrick-on-Shannon réttinum svo frá að hann hefði fundið James Mulvey, Aghlin, Aughacashel, hrjótandi við vegarkantinn. Mulvey var sektaður um sex þúsund og fimm hundruð krónur fyrir að vera undir áhrifum áfengis 16. september síðastliðinn. „Lukka að annað eins írafár hefur ekki gripið um sig hér á landi. Dularfullir kjötskrokkar í fréttabréfi í nýjustu útgáfu Suðurnesjatíðinda kemst Flóki á flösinni svo að orði: „Menn eru auðvitað misháðir blikkbeljunni hérna eins og annars staðar. Sumir fara allra sinna ferða á tveimur jafnfljótum og taka sér þá til fyrirmyndar kennaraliðið sem býr í nærsveitinni og lætur hvorki storma né stórhríð á sig fá, og ennþá síður þótt kjötskrokkar verði á vegi þeirra í sköflunum. Flóki fjölyrðir ekki um þessar nýstárlegu upplýsingar. Mönnum vaknar óneitanlega forvitni á að vita hvort einhver hafi orðið úti á Suðurnesjum nýlega. hrjóta ‘Snörer’ fmed £10 GAiRDA E. J. Clarke told Car-1 rick-on-Sbannon I^strict Court how found James Mulvey, Aghlin, Aughacasbel, lying on the- side 'of a roád “snoring'’, Mulvey was fined £10 for being, under the irlfluénce of drfnk on ' Séptember 16 last. Með hundshaus þó í nýjasta tölublaði Verkalýðsblaðsins segir frá rifrildi innan Alþýðubandalagsins í Kópavogi, en af þess sökum hefur hópur áhrifafólks lagt niður störf í bæjarfélaginu. í viðtali við blaðið segir Finnur Torfi Hjörleifsson það eitt af mikilvægari markmiðum sósíalista að ná sambandi við fólk utan flokksins, sem kosið hefur Alþýðubandalagið, „en með hundshaus þó“ af því það hafi takmarkaða trú á starfsháttum þess. Spurning með hvernig höfuðlagi þeir kjósa sem óbifanlegasta trú hafa á mætti þess. Einstœður árangur Árangur íslenzkra liða í Evrópumótum í hinum ýmsu greinum íþrótta hefur verið ærið misjafn á undanförnum árum. Víkingar geta einir íslenzkra handknattleiksliða státað af því að þeir hafi tekið þátt í Evrópukeppni og ekki tapað þar einum einasta leik. Af slíkum árangri státa ekki aðrir en Evrópumeistarar eða hvað? Hlgðnikeppni í tímaritinu Eiðfaxi er nýlega sagt frá því, að mun fleiri konur en karlar stundi hestamennsku í Þýzkalandi og taki þátt í keppni. Síðan segir blaðið: „Yfirburðir kvenna í hlýðnikeppni á stórum hestum eru slíkir um þessar mundir, að það hefur komið til tals að láta pilta keppa í sérstökum flokki og láta þá fá sér verðlaun, annars sé hætta á að þeir gefist alveg upp.“ Ekki verður annað sagt en að blási í belg Rauðsokka þessa dagana. I Góulokin Loks er hér staka, er K.S. stakk að okkur og kallar „í Góulokin": Nú herjar margur háskalegur vandi hefur stjórnin fáa á sínu bandi læðist hér um lúmskur vinstri andi leggst nú kuldi og ís að Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.