Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 HRAFN GUNNLAUGSSON: Reykjavík at night í sumar sem leið heimsótti mig útlendingur. Hann spurði mig hvort ég gæti farið með sig í ökutúr um Reykjavík og komið sér út á lífið. Hann hafði í huga svipaða rútu og hægt er að kaupa í sumum borgum „Paris at night" eða „Stockholm at night". Við lögðum upp á fimmtudagskvöldi og komum í tvö ballhús sem buðu upp á tónlist af grammafónum. Aðra skemmtun var ekki að hafa í borginni nema þá að sitja í leigubíl og þjóra, en ég treysti mér ekki til að útskýra svo lókal ánægju fyrir vini mínum. Eftir 11:30 lokuðu bæði ball- húsin og við héldum á'helsta næturklúbb borgarinnar: Sölu- gatið á Umferðarmiðstöðinni. Úti var rigning og sumarslag- viðri. í næturklúbbnum héngu nokkrar skjálfandi sálir í bið- röðum, drukku af stút eða börðu náungann sér til hita. Við hring- sóluðum á plani Umferðarmið- stöðvarinnar, og ég var illa Flóttinn frá borg að skemmtanahverfi Reykjavík- ur. Hætta við að veita leyfi fyrir veitingastarfsemi, nema innan ákveðins hrings, sem dreginn yrði um miðbæinn og felld niður opinber gjöld af veitingum. Slík ráðstöfun er engin endanleg lausn, en þeir kostir sem fylgdu henni eru margir. Hér skulu aðeins örfáir nefnd- ir: Löggæzla yrði mun auðveldari og lögreglan þyrfti síður að þeytast milli útjaðra borgarinn- ar. Ónæðið sem skemmtistaðir valda svefnsömum borgurum flyttist úr íbúðarhverfunum, niður í miðbæ, þar sem fyrir- tæki og verzlanir búa. Leigu- bílarápið minnkaði. Gamli mið- bærinn vaknaði til lífsins og lifandi borgarlíf skapaðist. í þessari tillögu felst alls ekki að útiloka eigi minniháttar mat- staði í úthverfunum, heldur miðast tillagan öðru fremur við skemmtana- og næturlíf. Nei, Reykjavík er verstöð Sjómaður kemur til Reykja- víkur á þriðjudagskvöldi eftir tuttugu daga úthald. Hann lang- inni þar sem enginn a heima ódrukkinn, en mundi þá allt í einu eftir blessuðum heitavatns- læknum, og þóttist nú geta bætt úr bráðri raun. Á leiðinni út eftir hélt ég fjálglega tölu um að engin höfuðborg gæti státað af því að eiga heitan læk þar sem fólk baðaði sig ókeypis hvenær' sem væri sólarhringsins. Ég gerðist meira að segja svo djarf- ur að lýsa því yfir að skemmt- analífið væri svona dautt vegna þess að allt fjör leitaði í lækinn. Þegar við komum úteftir villt- umst við og fundum ekki læk- inn. Eftir dálítið brölt keyrðum við fram á gamlingja. Hann tjáði mér að Hitaveitan hefði skrúfað fyrir lækinn „því það hefði víst verið eitthvað fjör í fólki þegar það var komið úr flíkunum, og það hefði Borgar- ráð ekki þolað“. Ég fer ekki út í þá sálma hvernig ég útskýrði fyrir vini mínum að lækurinn væri horf- inn, en hins vegar hef ég einsett mér að bjóða engum í rútuna „Reykjavík at night". Reykjavík er vindarass Sumir segja Reykjavík vinda- rass og ógerning að halda þar útiskemmtanir vegna veðurs. Þetta var þó afsannað í sumar, því setning Listahátíðar 1978 fór fram undir berum himni 3. júní og nákvæmlega á þeim 20 mínútum sem rigndi þann dag. Einn poppari setti fram þá hugmynd að skapa líf í úti- skemmtanahald á Islandi með því að gera véðrið samsekt í hverri skemmtun og láta það ráða ferðinni. Aðferðin er í stuttu máli þessi: Borgaryfir- völd bjóði upp á útidagskrá um hverja helgi á sumrin. Veðrið ákveður síðan hvort af skemmt- uninni verður; þannig að sé gott veður veit fólk að það getur gengið að skemmtuninni vísri á Lækjartorgi, en byrji hann að blása, geti menn bókað að skemmtunin fellur niður og flyzt á næstu helgi með sólskini. Reykjavík er mötuneyti Ein ástæða þess að veitinga- húsarekstur þrífst ekki í borg- inni eru öll mötuneytin sem ríki og borg hafa komið á laggirnar. Mötuneytin eru undanþegin flestum þeim opinberu gjöldum sem veitingarekstur er háður, og samkeppni er því vonlaus fyrir frjálst framtak. Náköld krumla stórabróður leggst yfir æ fleiri þætti íslenzks þjóðfélags. Ungur maður hefur varpað fram þeirri hugmynd, að létta opinberum gjöldum af veitinga- rekstri og gera hann jafn rétt- háan opinberum mötuneytum, og skapa þannig grundvöll fyrir eðlilega samkeppni. Gallinn við mötuneytin er öðru fremur sá að þau draga fólk í dilka. Sama fólkið er bundið af einu og sama mötu- neytinu. Síðan, þegar frambærilegir veitingastaðir hafa náð að festa rætur ætti að fækka mötuneyt- unum og leggja þau loks niður. Beri einhverjum að hafa for- ystu um þessa þróun er það borgarstjórn Reykjavíkur. Eins og stendur eru opinber mötu- neyti dauðahlekkur á heilbrigð- um veitingarekstri. Hugsum okkur ef stefnt yrði að því að gera Gamla miðbæinn ar til að skemmta sér, en á í ekkert hús að venda, nema kaupa flösku á svörtum, leita skjóls í leigubíl og hanga fyrir utan sölugatið við Umferðar- miðstöðina. Hvergi er gert ráð fyrir afdrepi fyrir sjómenn eða aðra sem vilja eða þurfa að skemmta sér utan venjulegra helga. Hvernig væri að bindindis- samtök og aðrir, sem spá í áfengisvandamálið, tækju þenn- an ósóma fyrir og berðust fyrir bættri skemmtanamenningu, í stað þess að einblína á boð og bönn, og ætla sér að leyfa vandann með því að færa tilver- una í spennitreyju? Myndlistarmaður sagði eitt sinn: „Reykjavík er að breytast í verstöð þar sem menn strita myrkrana á milli, en flýja svo til Mallorea til að skemmta sér. Viljum við að Reykjavík endi sem vinnubúðir og menn verði að fara til útlanda til að gera sér glaðan dag?“ Er Reykjavík aðeins staður til að róta saman peningum með ofsalegri vinnu og svefni, svo það fyrsta sem okkur detti í hug, þegar við viljum lifa, sé að flýja burt? Sá sem leggur ekki rækt við borgina sína, er kaupamaður sem á hvergi heima. Léttlyndur rithöfundur stakk einu sinni upp á því, að borg- aryfirvöld fengju nokkur hundr- uð manns til að leika fótgang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.