Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Nanna Jónsdóttir — Minningarorð Minning: GRÓA JÓNSDÓTT'■ IR STÓRA-NÚPI Fædd 24. 8.1893. Dáin 20.3 1979. Nanna Jónsdóttir var fædd að Árbæ í Holtum 10. október 1913. Hún andaðist í Borgarsjúkrahús- inu 1É* þ.m. eftir stutta legu. Foreldrar Nönnu voru hjónin Guð- laug Ólafsdóttir og Jón Jónsson, sem bjuggu lengi að Árbæ. Nanna ólst upp í foreldrahúsum í hópi sjstkina, en þau voru Ágústa, Olafur og Nói, sem nú eru látin en eftirlifandi eru Eva og Hrefna til heimilis að Hellu og Svanur bú- settur í Reykjavík. Tvö systkini hennar dóu ung. Nanna fluttist til Reykjavíkur 1937 með móður sinni sem hætti búskap eftir að hafa verið ekkja og stjórnað búi að Árbæ í 3 ár. Guðlaug Ólafsdóttir lést í Reykjavík 1957. Nanna kynntist eftirlifandi manni sínum í Reykjavík, Jóhanni Sigurðssyni frá Vetleifsholti, í Ásahreppi. Foreldrar Jóhanns voru Guðrún Andrésdóttir og Sigurður Guðna- son, sem bjuggu lengi í Vetleifs- holti, en fluttu til Reykjavíkur og eru látin fyrir nokkrum árum. Nanna og Jóhann giftust 1940 og stofnuðu heimili í Reykjavík. Jóhann stundaði lengi byggingar- vinnu en síðustu árin sem hann var í Reykjavík var hann leigubíl- stjóri. Heimili Nönnu og Jóhanns var friðsælt og vinalegt. Með árverkni og vinnusemi tókst að sjá fyrir heimilinu á myndarlegan hátt og koma börnunum vel til manns. Þau eignuðust sex börn, tvö dóu ung en fjögur eru á lífi, ein dóttir Kristín og bræðurnir Gunn- ar, Garðar og Jón. Öll eru gift og búsett á Ásmundarstöðum. Maður Kristínar er frá Bandaríkjunum David Husted, kona Gunnars er Vigdís Þórarinsdóttir frá Litlu-Tungu, kona Garðars er Nanna Björg Sigurðardóttir frá Siglufirði og Jón er giftur Sigríði Sveinsdóttur frá Reykjavík. Nanna var ánægð með tengda- börnin og var mjög kært á milli hennar og þeirra. Barnabörnin eru sjö og voru þau öll sólargeislar í lífi ömmu sinnar. Börn Nönnu og Jóhanns eru öll fædd og uppalin í Reykjavík, en þau áttu oft leið austur í Holt með foreldrum sín- um á uppvaxtarárunum og ein sér eftir að þau voru fullvaxin. Þau urðu fljótt hrifin af lands- lagi, fjallasýn og gróðursæld Rangæskra sveita. Eftir því sem árin liðu urðu ferðir austur þangað fleiri og hugurinn leitaði í ríkari mæli á ættarslóðir. Bræðurnir voru að búa sig undir ævistarf í Reykjavík. Garðar lærði prentara- iðn, Jón var í Háskólanum og Gunnar kominn vel áleiðis með nám í flugumsjón. Framtíðin virt- ist vera greið og gott starfssvið fyrir hendi í Reykjavík fyrir þessa ungu menn. En eigi að síður keyptu bræðurnir Ásmundastaði í Holtum árið 1970 og tóku þá ákvörðun að flytja austur og hefja þar búrekstur. Foreldrar þeirra fluttu einnig austur og fylgdust vel með öllu sem gerðist á nýjum starfsvettvangi. Þeir bræður hugð- ust ekki stunda hefðbundinn bú- skap, heldur var stefnt að stór- framleiðslu, með fullkomnustu tækni og hagræðingu í rekstri búsins. Hefur komið í ljós að frá byrjun var fyrir öllu séð með rökvísi og nákvæmum áætlunum, sem hafa fyllilega staðist. Við búið á Ásmundarstöðum vinna bræð- urnir allir, mágur þeirra og faðir. Nanna fylgdist vel með öllum rekstri úti og inni. Hún gladdist yfir góðum árangri og miklum framkvæmdum, sem voru henni að skapi og samrýmdust vel stórhug hennar og skaplyndi. En gleði hennar var mest yfir því að mega njóta samvistar með fjölskyld- unni. Nýlega átti blaðamaður við- tal við velþekktan og háttsettan mann um viðhorf hans til lífsins. Meðal margs annars sem hann sagði eftirtektarvert í samtalinu var þetta: „Ekkert getur komið í staðin fyrir gott fjölskyldulíf". Og ennfremur sagði sami maður, þeg- ar blaðamaðurinn spurði hvort hann hugsaði oft um dauðann. „Já, en ég óttast hann ekki. Ég lifi lífinu eins og égi mjög skammt eftir“. Nanna á Ásmundarstöðum hefði getað sagt það sama og fellst í ofanrituðum tilvitnunum. Hún undi sér best með fjölskyldunni og vildi vernda hana. Hún var þess fullviss að ekkert gæti komið í staðinn fyrir fjöl- skylduna. Hún var einnig vel búin undir komu dauðans og óttaðist hann ekki. Hún gerði sér fulla grein fyrir því að dauðinn gat komið á hverri stundu og tekið hraustustu menn fyrirvaralaust. í samræmi við það hagaði Nanna lífi sínu og var ávallt æðrulaus, örugg og kvíðalaus. Með Nönnu Jónsdóttur er geng- in heiðurskona sem ávallt gaf gott fordæmi. Hún var glöð í vinahóp og hafði bætandi áhrif hvar sem hún fór. Nanna var góð húsmóðir, eiginkona og móðir. Hún átti marga vini og skyldmenni sem sakna hennar og vilja þakka henni samfylgdina, nú þegar hún er farin. En mestur er söknuður eftirlifandi eiginmanns og ann- arra ástvina. Um leið og ég kveð mágkonu mína með þessum fáu orðum, skal öllum ástvinum henn- ar vottuð innileg samúð. Ingólfur Jónsson. Gróa Jónsdóttir var fædd að EfriBrúnavöllum á Skeiðum, dótt- ir hjónanna Sigurveigar Þórar- insdóttur og Jóns Þorleifssonar, er þar bjuggu. Hún var elzt 5 systk- ina. Hin önnur eru: Rannveig, lengi til heimilis í Skaftholti, nú síðast í Hafnarfirði; Þórarinn, kvæntist Guðrúnu Jóhannsdóttur, hann drukknaði við sjósókn frá Eyrarbakka, 27 ára gamall; Sigur- laug , lézt atl. ári og Sigurjón, múrarameistari í Hafnarfirði, kvæntur Vilborgu Pálsdóttur. Ung að árum fluttist Gróa með foreldrum sínum upp í Gnúpverja- hrepp, þar sem starfsvettvangur þeirra siðan var. Faðir hennar gerðist ráðsmaður á Stóra-Núpi, þar sem börnin voru einnig um lengri eða skemmri tíma, nema Sigurjón, sem á 1. ári fór í fóstur . Frá 15 ára aldri hefur Gróa átt heimili sitt að Stóra-Núpi, eða nær samfellt í 70 ár. Þar hefur hún allan þann tíma dvalizt að mestu óslitið, nema 3—4 síðustu æviárin, sem hún varð að eyða á sjúkrahús- um, síðast á sjúkradeild Grundar í Reykjavík. Þegar Gróa, ung að árum, kom að Stóra-Núpi, voru húsbændur þar frú Katrín og sr. Ólafur Briem. Hún tók þegar miklu ástfóstri við þau hjón, börn þeirra og allt heimilisfólkið. Á þessum árum mun iðulega hafa verið um 20 manns í heimili á staðnum. I skjóli góðra húsbænda ríkti þar glað- værð og samheldni. Þar þótti eftirsóknarvert að vera. Þar var mikið safn góðra bóka, sem stóðu heimilisfólkinu til boða, enda varð efni fjölda þeirra sameign þess. Gróa var gædd góðum gáfum og glaðsinna að eðlisfari. Hún tileink- aði sér í ríkum mæli þann góða heimilisbrag, sem hún kynntist á Stóra-Núpi. Hún gekk að hverju starfi heils hugar og tvívegis veitti hún heimilishaldi þar forstöðu eftir lát húsmæðra. Gróa Jónsdóttir var traust og heilsteypt kona. Hún sneiddi hjá árekstrum við samferðamenn. I stað þess safnaði hún að sér vinum, hvar sem hun fór. I farsælu ævistarfi sínu á Stóra-Núpi var hún húsbændum sínum allt, sem hún megnaði, batzt vináttubönd- um öllum þeim er þar dvöldu í lengri eða skemmri tíma — börn- um sem fullorðnum. Sveitin öll var henni kær sem og fólkið er hana byggir. Gróa var trygglynd með afbrigð- um. Hún leitaðist við að halda sambandi við frændur og vini. Ætti hún ekki kost á fundi þeirra, spurðist hún fyrir um þá og fylgdist með líðan þeirra. En vinir hennar og frændur mundu hana einnig. Til hinztu stundar var hún umvafin ástúð þeirra og um- hyggju. Svo sem fyrr er nefnt, dvaldist Gróa á sjúkradeild Grundar í Reykjavík síðustu æviárin. Hlýleg og ástúðleg umönnun starfsfólks- ins fór ekki frariT hjá vinum og vandamönnum hennar og senda þeir þakkir því góða fólki, er þar átti hlut að máli. Á þessum síðustu árum Gróu dvaldist hugur hennar gjarna austur á Stóra-Núpi. Síðustu hús- bændur hennar þar eru Jóhann Sigurðsson, bóndi og frú Sigríður Finnbogadóttir, kona hans. Gróa hafði fylgzt með vexti og þroska barna þeirra, tekið ástfóstri við þau og notið umhyggju fjölskyld- unnar. Þá var sem að líkum lætur einkar kært með Gróu og systkin- um hennar og mágfólki og fjöl- skyldum þeirra. Við hinir fjölmörgu sem töldum okkur til vina Gróu Jónsdóttur, kveðjum hana nú með sérstakri þökk og virðingu. Það er einstak- lega góð gjöf, að hafa þekkt þessa góðu og mikilhæfu konu og hafa átt hana að vini. Baldur Teitsson. MS MS M2 2W sw MS MS rfjO£\ AUGLÝSINGA- ly TEIKNISTOFA MYNDAMOTA Adjilstræti 6 sirni 25810 f Móöir okkar, JÓHANNA STEINSDÓTTIR, Kleppsvegi 38, veróur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. apríl kl. 13.30. Bjarni Sigbjörnsaon, Ragnar Sigbjörnsson, Guömundur Ingi Sigbjörnsson. f Faöir minn, GÍSLI MAGNÚSSON, fri Bjargi, sem andaöist 24. marz aö Hrafnistu, veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 31. marz kl. 2. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Magnús Gíslason. f Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og minningarathöfn sonar okkar og bróöur EIRÍKS GUNNARSSONAR, Aöalstraati 16. Sigrún Hjördís Eiríksdóttir, Gunnar Haraldaaon, Haraldur Gunnaraaon. f Innilegustu þakkir til allra lieirra, sem auösýndu samúö viö andlát og útför GUOMUNDAR JÓHANNSSONAR, Aöalgötu 2, Stykkiahólmí. Sérstakt þakklæti til Ingibjargar Helgadóttur og fjölskyldu, svo og samstarfs fólks hans við frystihús Sigurðar Ágústssonar, Stykkishólmi. Vandamenn. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég legg stund á vísindanám í háskóla. Sumir félagar mínir segja, að það sé lítils virði í lífinu, sem ekki verði sannað á vísindalegan hátt. Ég er kristinn maður og get ekki samþykkt þetta. Hef ég rétt fyrir mér? Sannleikurinn er sá, að trú og vísindi „uppfylla" hvort annað. Enginn árekstur er á milli sannra vísinda og sannrar trúar. Sameiginlega mynda þau hina beztu undirstöðu heilbrigðs trúartrausts og hugrekkis í daglegu lífi. Galíleó var faðir nútímavísinda. Hann komst að raun um, að jörðin snerist, en sólin gekk ekki kringum jörðina. Þetta kom mjög illa við suma trúarleiðtoga, því að þeir voru á öndverðum meiði. En þegar tímar liðu, urðu þeir rólegir. Allt frá þeim tíma höfum við áttað okkur á, góðu heilli, að sönn vísindi og einlæg trú eiga samleið. Það er staðreynd, að margir mestu vísindamennirn- ir eru trúmenn. James Simpson lávarður var brezkur lífeðlisfræðingur. Hann var spurður, hver væri mesta uppgötvun hans. Hann svaraði; „Mesta uppgötvun mín var sú, að ég á frelsara." Við menn erum samsettir af líkamlegum og andlegum þáttum. Hjartað sér margt, sem hugurinn greinir ekki. Kristna trú mætti skýra svo, að hún sé „ofar vísindunum“. Ofar vísindunum eru vegir, sem liggja til trúarinnar. Jesús Kristur var meistari hins andlega sannleika. Hann veitir okkur hlutdeild í þessum sannleika, þegar við leitum lifandi samfélags við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.