Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1979 Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON kenndan, en að því er okkur virðist fyrst og fremst sannan. Ef til vill hefur Guðmundur Steinsson með þessu vferki feng- ið okkur til að átta okkur á fyrri verkum hans, markmiðum þeirra og aðferðum. Það er ekki síst mikilsvert fyrir metnaðar- fullan höfund. Um Stundarfrið er ekki ástæða til að hafa annað en lofsamleg orð. Það má að vísu deila um viss atriði leiksins, en þau eru alls tólf. Um miðbik leiksins nær hann hámarki með dauða gamallar konu, yfir hann færist síðan meiri ró uns nýtt mánnslát ber að. Áhorfandinn er ekki jafn spenntur og áður, það er líkt og búið sé að þenja strenginn um of, en endirinn er rökréttur og verkið stenst innan þess ramma sem því hefur verið sniðinn. Kyrrðin sem tekur við þegar hjónin eru flutt í nýtt hús er allt að því óhugnanleg, algjör andstæða þess flaumósa lífs sem verkið snýst um og er sífellt að sýna. Síminn hringir stanslaust, sömuleiðis dyrabjallan, sjón- varpið er í gangi, plötur eru settar á fón með djöfullegum hamagangi. Hvernig á nokkur manneskja að geta lifað í þessu umhverfi? Samkeppnin er í al- gleymingi. Sá sem er viðkvæmur * 'A ' * ■*'»*« v Kristbjörg Kjeld og Lilja Þorvaldsdóttir í Stundarfriði. Mynd firringar eða aðvörun í listrœnum búningi bjóðleikhúsið: STUNDARFRIÐUR. Höfundur: Guðmundur Steins- son. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdótt- ir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Við heyrum oft talað um firringu. Um hana fjallar leik- rit Guðmundar Steinásonar, Stundarfriður. Guðmundur hefur verið lengi að þroskast sem leikritahöfundur, verk hans hafa ekki þótt gallalaus, en með Sólarferð (1975) sýndi hann að nokkurs var af honum að vænta. Stundarfriður er tvímælalaust merkasta verk Guðmundar Steinssonar til þessa og að mínum dómi áfangi sem í senn er höfundinum og íslenskri leik- ritun vinningur. Þetta er verk sem kemur við kviku í lífi nútímafólks, tekur til meðferðar það sem einkennir rótlausa lifn- aðarhætti margra, eftirsókn eftir vindi svo að stuðst sé við orð gamals prédikara. í eðli sínu er Stundarfriður móralskt verk. Höfundurinn dregur upp mynd, en vill um leið boða, aðvara hljómar kannski betur, hæfir greinilega tilgangi hans. En boðun höfundarins er klædd í listrænan búning, að vísu ýkju- verður afskiptur eins og dóttirin sem fjarlægist foreldra sína, en öðlast skilning hjá gömlu hjón- unum, afa og ömmu. Það eru sem sagt atriði í Stundarfriði sem hugsanlega eru of lík hvert öðru, endurtekn- ingar of margar á kostnað hnit- miðunar. En einnig má segja að höfundinum hafi verið nauðsyn- legt að hafa þetta svona til þess að leggja áherslu á boðskap sinn, gegnumlýsa hið ómennska, vélræna umhverfi sem hann býður okkur upp á. Textinn í leikritinu er góður, vel saminn, hvergi of eða van í samtölum. Umræður eru eðli- legar, aldrei óþarfa orðagjálfur nema þar sem það á að vera. Hjónin stressuðu Harald og Ingunni leika Helgi Skúlason og Kristbjörg Kjeld. Þau eru bæði þess megnug að túlka þessar manngerðir. Leikur Helga er ákaflega vandaður og sjálfum sér samkvæmur. Af Kristbjörgu sópar í hennar hlutverki svo að sjaldan hefur hún notið sín betur. Er þó skemmst að minn- ast frábærrar frammistöðu hennar í Ef skynsemin blundar. Þolinmœði þrautir vinnur allar Leikfélag Akureyrar SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Laxness Leikgerð: Baldvin Ilalldórsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son Ekki get ég neitað því, að ég fór af fremur takmarkaðri löng- un, en meiri skyldurækni á frumsýningu L.A. á Sjálfstæðu fólki. Helst ástæða til þess var sú, að ég hafði séð verkið í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Sú sýning sannfærði mig um það, að hin stórbrotna saga Laxness af sjálfstæðisbaráttu Bjarts í Sumarhúsum væri alls ekki vel fallin til leikgerðar og áhorfendur yrðu að sætta sig við reykinn af réttunum. ... „Sá ég soðið slátur,/ sál mín rak upp skellihlátur,/ og gufuna með græðgi át.“ Svo kvað Bólu- Hjálmar forðum, þegar hann fann ilminn af slátursuðunni á ríkismannssetrinu. Nútímafólk lætur sér ekki nægja svo lítið, en krefst þess að fá listina þannig framreidda, að það þurfi ekki að eta vonir sínar, geyspa og láta sér leiðast. Sýning Þjóð- leikhússins var myrk, langdreg- in og þyngslaleg og olli því mörgum vonbrigðum, sem mundu íslandsklukkuna. Sá húmoristiski stíll, sem Bjartur er framsettur í af skáldinu, fór að mestu forgörðum. Jafnmikil- hæfur leikari og Robert Arn- finnsson gat þar engu um hnik- að, komst ekki í takt við Bjart sögunnar. Líklega þykir ýmsum Baldvin Halldórsson sýna mikið hugrekki og ekki síður þolgæði að takast á hendur endurvinnslu á verki sínu og leikstýra því við ófullkomnari aðstæður en áður. Ekki er hægt að líkja saman gamla Samkomuhúsinu á Akur- eyri þar sem lítið svið og þrengsli að tjaldabaki setja starfinu þröngar skorður eða þá Þjóðleikhúsinu með mörgum vistarverum, fjölþættum tækni- möguleikum og stóru hringsviði. — Ljóðskáld, sem ég ræddi við, vakti athygli á því, að mörgum skáldum hafði verið álasað fyrir það, að þau væru of einhæf í verkum sínum, glímdu of lengi við takmarkað svið lífsins. Þeg- ar þau reyndu að tjá sig um eða túlka sérstakt efni, hefði þeim síðar ef til vill fundist, að það hefði ekki tekist til hlítar. Því hætti þeim við að fara aftur í sama farið, reyna að gera betur eða færa það eitthvað út. Þetta Þórey Aðalsteinsdóttir (Rósa í Niðurkotinu) og Aðalsteinn Bergdal (Þórður í Niðurkotinu). Þráinn Karlsson (Bjartur) og Jóhann Ögmundsson (séra Guðmundur). er einkenni alvarlegra, vand- virkra listamanna, sem ekkert er fjær skapi en grunnfærnis- legt skrum eða auglýsingagirni, eru ekki á höttunum eftir vin- sældum. Vinnubrögð Baldvins Halldórssonar, sem birtast í sýningu L.A., bera vott um föst tök á erfiðu viðfangsefni. Hann er ekki reiðubúinn að gefast upp og krefst heldur ekki bættrar aðstöðu, til þess að auðvelda sér glímuna. Baldvin hefur unnið minnilegan sigur með endur- bættri leikgerð og leikstjórn á Sjálfstæðu fólki og sannað réttmæti þess máltækis, að „þol- inmæðin þrautir vinnur allar." Það kom á daginn, að verkið nýtur sín betur á þröngu sviði og leikmynd Gunnars Bjarna- sonar var afbragðsgóð og haganlega útfærð. Var augljóst, að leikendur og annað starfsfólk að tjaldabaki hefur verið þraut- æft í því að skipta um svið á skömmum tíma. Skiptist sýn- ingin í 24 þætti, svo mjög veltur á, að þáttaskipti verði hröð. Þá fer vel á því að varpa prentuðum texta á tjald, þar sem gerð er grein fyrir hverjum þætti. Minnti það nokkuð á texta, sem jafnan fylgdi þöglum kvikmynd- um á bernskuárum kvikmynda- listarinnar. (DÆMI: 1. Skýa- brok. — Snemmsumars. 2. Draumar Á miðju sumri. — 18. Rauðsmýrarmaddaman bíður ósigur — Laugardaginn fyrir hvítasunnu). Þá eykur mófugla- söngur, vell spóa og kvak lóu, veðurhljóð eða sjófuglakliður (eftir því sem við á) á áhrif komandi þáttar. Sem fyrr segir, hefur leikgerð verið breytt og nokkrum atriðum sleppt, m.a. brúðkaupsveislunni í upphafi, og er það tvímælalaust til bóta. Við þetta verða sum hlutverk veigaminni, m.a. Rauðsmýrar- maddömunnar, en kemur ekki að sök. Ekki er ástæða til að fjölyrða hér um efni Sjálfstæðs fólks, því fáar sögur hafa valdið meira uppnámi hér á landi, ekki síst til sveita, og því verið lesin eins og öll rit, sem fjaðrafoki valda. Hin vonlausa sjálfstæðisbarátta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.