Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Eitt seiðanna gaf upp öndina er lent var á norskri grund ÞAÐ VAR hresst lið, sem mætt var við laxeldisstöðina að Laxa- mýri í býtið á mánudagsmorgun- inn. Ákveðið hafði verið að 30 þúsund iaxaseiði af sjógöngu- stærð hefðu aðsetursskipti. Þau átti að flytja úr stöðinni, sem hafði þau ung alið og til Noregs. Ekki var að spyrja að norðlenzk- um krafti og dugnaði við að pakka seiðunum og flytja þau frá Laxamýri í flugvéí frá Iscargo á flugvellinum í Aðaldal. Nákvæm skipulagning gerði það að verk- um að starfi 40 manna við þetta tvennt tók ekki nema nákvæm- lega eina klukkustund og sjö mínútur. Flutningurinn til Noregs gekk mjög vel og reyndar enn betur, en fyrir tveimur árum, er 25 þúsund seiði voru á sama hátt, flutt frá Laxamýri og til Noregs. Þá sprungu nokkrir seiðapokar vegna hæðabreytinga, en í þetta sinn gaf ekki einn einasti poki sig á leiðinni Sagt frá seiðaflutn- ingum frá Laxamýri til Noregs til Noregs. Hins vegar sprakk einn pokinn er verið var að afferma flugvélina í Noregi. Seiðin duttu á jörðina, en snör handtök komu þeim fljótlega í vatn og virtust seiðin strax kunna við sig í norska vatninu. Ekki varð þó komið í veg fyrir að eitt, þeirra lét þarna líf sitt, en afföllin geta þó varla talist mikil. Aðeins eitt gaf upp öndina af 30.000, ekki er annað vitað en hin 29.999 hafi komist heilu og höldnu á áfangastað. Söluverð seiðanna um 10 milljónir króna, en kostnaður er mjög mikill. í vetur var ráðgerður útflutn- ingur á töluverðu magni af kvið- pokaseiðum frá Laxamýri til Skot- lands, en á síðustu stund hættu Skotarnir við að taka seiðin, vegna hættu sem Skotarnir töldu vera að nýrnaveiki bærist með seiðunum. Það setti því verulegt strik í reikninginn fyrir laxabændur nyrðra, en fyrir nokkru voru þó 100.000 kviðpokaseiði seld til ein- staklings í Reykjavík. í sumar verður 20 þúsund gönguseiðum sleppt í Laxá í Aðaldal og stöðin í Kollafirði hefur hug á að fá 12 þúsund gönguseiði í tilraunaskyni í sumar. Verða tilraunirnar fólgn- ar í því að kanna hvernig bezt verði staðið að sleppingu seiðanna með endurheimtur þeirra í huga. Formaður stjórnar Laxamýrar- stöðvarinnar er Björn Jónsson á Laxamýri, en í stjórninni með honum eru Kristján Benediktsson bóndi á Hólmavaði og Jóhannes Kristjánsson Akureyri. Fleiri mætti nefna, sem ötullega hafa starfað að uppbyggingu stöðvar- innar á Laxamýri, t.d. Vigfús Jónsson á Laxamýri. Morgunblaðið rabbaði í gær við Jóhannes Kristjánsson um starf- semina á Laxamýri og sagði hann að mikil þrengsli hefðu verið orðin í stöðinni og því hafi verið nauð- synlegt að rýma. Sjógönguseiðin hafi verið orðin rúmfrek og önnur seiði að koma til, þannig að útlit hafi verið fyrir tvöfalda áhöfn í stöðinni í maímánuði ef þessi sala Seiðin komin um borð í flugvélina á flugvellinum í Aðaldal, 1 klukkustund og 7 mínútum cftir að verkið hófst. Jóhannes Kristjánsson laxakóngur frá Akureyri (t.h.) og Björn Jónsson bóndi í Skógahlíð í Reykjahverfi dæla lofti í plastpokana, sem hýsti seiðin á leiðinni til Noregs. Bændur í Mývatnssveit og áhugamenn frá Húsavík um fiskeldi og stöðina á Laxamýri lögðu sitt af mörkum við flutning seiðanna frá Laxamýri. Laxamýrarfrúrnar, Jóna Þórðardóttir, kona Björns, og Sigríður Atladóttir, kona Vigfúsar, lögðu sitt af mörkum og nutu góðrar aðstoðar yngra fólksins. Plastpokarnir með seiðunum, vatni og hæfilegu magni súrefnis voru settir í slíka pappírssekki til að hlífa plastpokunum í flutningunum. Jóhann Hjálmarsson skrifar um þing leikgagnrýnenda í Vin Herra prófessor doktor talar um Brecht l/Jr 5 Schumacher í augum borgaralegs gagnrýnanda Dagana 1.—7. apríl var sjötta þing leiklistargagnrýnenda haldið í Vín. Mættir voru fulltrúar nítján þjóða. Frá íslandi: Jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðinu) og Sverrir Hólmarsson (Þjóðviljan- um). Alþjóðasamtök leiklistargagn- rýnenda eða AICT voru stofnuð 1956. Höfuðstöðvarnar eru í París. Samtökin hafa notið stuðnings UNESCO frá upphafi. Þing eru haldin annað hvert ár. Eitt af verkefnum samtakanna er útgáfa alþjóðlegrar leikhúsárbókar, en í henni segir frá því sem efst hefur verið á baugi í leikhúsum um allan heim. ísland hefur ekki enn verið með í þessari bók, en það mun standa til bóta, ekki síst eftir Vínarþingið, en j)ar var lögð mikil áhersla á að Islendingar tækju virkan þátt i starfi samtakanna, sæktu þing þeirra framvegis og kynntu íslenskt leikhús í árbók- inni. Núverandi forseti AICT er Júgóslavinn Doktor Petar Salem, hann var endurkjörinn í Vín. Umræðuefni sjötta þingsins var alþýðuleikhús, eða almennings- leikhús ef menn vilja heldur nota það orð. Fyrra orðið verður notað í þessari grein. Á þingið settu svip fulltrúar Austur-Evrópu, þeir voru margir, enda ljóst að þeim er mikilvægt að ná tengslum við vestræna menningu. Létu fulltrúar Austur-Evrópu mjög að sér kveða á þinginu, fluttu langar tölur og tóku þátt í umræðum af miklum áhuga og dugnaði. Einkum voru það Pólverjar með hinn aldna höfðingja pólskrar leikgagnrýni, Roman Szydlowsky, í borddi fylkingar sem tóku til máls. Einnig má minna á hlut Júgóslava og Rúmena, Ungverja og Austur-Þjóðverja. Þessir menn voru þó ekki einráðir á þinginu, síður en svo, fulltrúar Mexíkó, Englands, Frakklands, Hollands, ísraels, Argentínu og fleiri landa létu ekki sitt eftir liggja. Segja má að mikil málgleði hafi einkennt þingið þótt vafasamt sé að fullyrða að margt nýtt hafi komið fram. Það var heldur ekki aðalatriðið. Menn eru í raun að hugsa um það sama þótt af ólíkum þjóðernum séu. Og hin persónulegu kynni, skraf í góðra vina hópi, hefur líka sitt að segja. Það var til dæmis forvitnilegt að hlusta á prófessor doktor Ernst Schumacher tala um Brecht og alþýðuleikhús, en Schumacher er einn kunnasti Brechtsérfræðingur heims og hefur samið yfirgrips- mikið verk um meistarann. Ef mönnum leiddist að hlusta á lærðar útskýringar Schumachers mátti virða fyrir sér konu hans meðan hann talaði. Hún er að minnsta kosti þrjátíu árum yngri en hann og augnayndi. Það er háttur margra lærðra manna þýskættaðra að vera málgefnir. Aftur á móti var Schumacher fremur hljóðlátur í viðkynningu. Hann virtist ekki hafa haft spurn- ir af íslenskum Brechtþýðingum, en vildi ólmur fá allt um þær að vita. Eftir að Schumacher hafði talað um alþýðuleikhús í Austur-Þýska- landi með hliðsjón af Brecht reis upp Mexíkaninn doktor Juan Miguel de Mora sem hefur fjórar doktorsgráður og skýrði frá því að í Mexíkó væri alýðuleikhúsið póli- tískt. Það væri einnig framúr- stefnuleikhús og ferðuðust leikar- arnir um landið og léku fyrir fólk, laun þeirra væru brauð í staðinn fyrir list. Kona de Mora sem er sérfræðingur í verkum Carvantes tók undir orð manns síns. Það sem við leikum aðallega, sagði hún, er Bracht, Camus og Tsékov, ekki Lope de Vega. Italskur fulltrúi sagði að í stað Goldonis væri kominn Dario Fo. Sá síðarnefndi var mikið ræddur á þinginu og einnig sú tilhneiging að einfalda um of boðskap hans, tefla honum einkum fram sem liðs- manni í baráttu við auðvaldið. Athygli vakti greinargóð ræða Sverris Hólmarssonar um íslenskt alþýðuleikhús þar sem hann vakti meðal annars athygli á starfi áhugamannaleikfélaga og þeim góða árangri sem náðst hefði í sambandi við það. Kom mönnum á óvart sá metnaður sem lýsir sér í verkefnavali íslenskra áhuga- mannaleikfélaga og það hvernig smæð hinna ýmsu staða kemur ekki í veg fyrir að fólk glími við vandasöm verkefni. Sverrir benti á að íslenskt leikhús væri í raun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.