Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 23 Sprenging á sigurhátíð Salisbury, 25. aprfl. Reuter. TÍMASPRENGJA sprakk í miðborg Salisbury í dag með þeim aíleiðingum að einn maður beið bana. Atburðurinn varpaði skugga á sigurhátíð Abel Muzorewas biskups, sigurvegarans í kosningunum um meirihlutastjórn blökkumanna og tilvonandi forsætisráðherra. Sprengjan sprakk í ferðatösku í götu bak við teppaverzlun á sama tíma og stuðningsmenn Muzorewas biskups héldu upp á sigurinn hjá heimili hans, 10 km frá miðborginni. Biskupinn frétti af sprengingunni þegar hann tók á móti embættismönnum og vinum sem óskuðu honum til hamingju. Þetta er alvarlegasta sprenging sem hefur orðið í Salisbury síðan 11 biðu bana og rúmlega 70 særð- ust í stórverzlun í ágúst 1977. Stuðningsmenn biskupsins gengu fylktu liði fram hjá húsi Muzorewas og sumir óku í hóp- ferðabifreiðum, en biskupinn neitaði að heilsa upp á þá og var óvenju alvarlegur. Hann veifaði þó til þeirra af palli vörubíls um- kringdur flokksstarfsmönnum. Nokkrar minniháttar spreng- ingar urðu í Salisbury í marz í fyrra eftir undirritun samkomu- lags Ian Smiths forsætisráðherra og leiðtoga blökkumanna er leiddi til kosninganna. Um tveir þriðju kjósenda greiddu atkvæði I kosningunum og leiðtogar stjórnarinnar segja að það sýni að þeir njóti meiri stuðnings en Föðurlandsfylking skæruliða sem herjar frá nágrannalöndunum. Fær keisarinn hæli í Panama? Panamaborg, 25. aprfl. Reuter. ÆTTINGJAR fyrrverandi írans- keisara ræða nú við ríkisstjórn Panama um möguleika á því að hann fái að ‘tjast að í landinu að sögn A olfo Ahumada dómsmálarát erra. Hann sagð fréttamönnum að ónafngreindui bróðir keisarans væri í Panama að kanna málið. Aðspurður um hugsanleg viðbrögð íransstjórnar ef keisarinn fengi að setjast að í Panama sagði dóms- málaráðherra: „Panama mun koma fram eins og sjálfstætt og fullvalda ríki í samræmi við hags- muni sína.“ Nýja stjórnin í Iran varaði Bandaríkin og Mexíkó við því á sunnudaginn að það gæti komið niður á samskiptum landanna ef keisarinn fengi að setjast að í þessum löndum. Keisarinn dvelst nú á Bahama- eyjum ásamt fjölskyldu sinni. Þau hafa einnig búið í Egyptalandi og Marokkó síðan þau flúðu frá íran í janúar. NATO viU betri kiarnorkuvopn Homestead-flugstbðinni, Florida, 25. aprfl. Reuter. SAMKOMULAG hefur náðst í aðalatriðum í kjarnorkumála- nefnd NATO um að þörf kunni að vera á nýjum langdrægum eld- flaugum og Cruise-flaugum tii að mæta vaxandi kjarnorkuógnun Rússa gagnvart Vestur-Evrópu að því er fram kom á fyrsta fundi nefndarinnar samkvæmt áreiðan- legum heimildum. Landvarnarráðherrar banda- lagsins sem sitja fundinn sam- þykktu rök fyrir því að bandalagið komi sér upp nýtízkulegri kjarn- orkuvopnum, einkum vegna þess að Rússar tefla stöðugt fram SS-20 eldflaugum og Backfire-sprengju- flugvélum. Ráðherrarnir bentu einnig á leyniþjónustuskýrslur þar sem gefið sé til kynna, að hersveit- ir í Austur-Þýzkalandí ráði nú yfir nýrri skammdrægri kjarnorkueld- flaug sem er kölluð SS-21. Talsmaður Carters forseta, Jody Powell, sagði að beiting SS-21 gæti orðið til þess að forsetinn neyddist til að taka til athugunar mögu- leika á því að hafin verði fram- leiðsla nifteindasprengju. Heimildir á ráðstefnunni hermdu að nærtækasta nýja vopn- ið sem NATO gæti tekið í notkun væri fullkomnari útgáfa af Pershing-eldflauginni sem yrði fljótari í framleiðslu en algerlega ný, meðaldræg eldflaug sem bandaríski flugherinn hefur til athugunar. Heimildirnar herma að það virðist almenn skoðun að NATO þurfi að hefjast skjótt handa til þess að koma sér upp fullkomnari vopnum. Hins vegar herma heimildirnar að ákvarðanir um slíkar ráðstaf- anir verði að taka á hærri stöðum innan NATO. Fundinn sóttu ráð- herrar frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Ítalíu, Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Noregi. Hermenn Amins drepast á flótta Nairobi, 25. aprfl. AP. Reuter. BLÖÐ í Kenya sögðu í dag að hundruð hermanna Idi Amins marskálks hefðu látið lífið eða særzt af völdum jarðsprengja þegar þeir flúðu undan her- sveitum Tanzaníumanna og nýju stjórnarinnar í Uganda. Blöðin segja að átta herbílar hafi eyðilagzt þegar um 1.000 hermenn Amins óku um Uganda. Hermenn Amins virðast hafa komið jarðsprengjunum fyrir sjálfir til þess að hefta sókn óvina þeirra. Haft er eftir landamæravörð- um að flýjandi hermenn hafi reynt að komast inn í Kenya en þeim hafi verið neitað um leyfi til að fara inn í landið nema þeir létu af hendi vopn sín og bíla. Ugandahermennirnir ákváðu þá að halda í norður til þess hluta Uganda sem er ekki enn á valdi nýju stjórnarinnar. Embættismenn í Kampala segja að herlið Tanzaníumanna sæki hægt fram í norðri og austri í þremur fylkingum. Ein fylkingin sækir í norður með- fram vesturlandamærum Uganda gagnvart Zaire. Önnur sækir til herflugvallar í Nakasongola norður af Kampala í Mið-Uganda. Þriðja fylkingin sækir austur að landamærunum til þess að opna flutningaleiðina til hafnarborgarinnar Mombasa. Kenya-stjórn lofaði í dag að framselja Amin nýju stjórninni ef hann næðist á yfirráðasvæði hennar. Utanríkisráðherra Uganda, Otema Alimadi, sagði að þetta hefði komið fram í tveggja daga viðræðum Uganda og Kenya. Nýju valdhafarnir vilja leiða hann fyrir rétt og ákæra hann fyrir fjöldamorð. Stjórnin í Kenýa lofaði líka að framselja aðstoðarmann Amins, Bretann Bob Astles majór, sem sagt er að Ugandamenn hafa hatað mest næst á eftir Amin. Hann flúði til Kenya og er í yfirheyrslum. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER r Malningar-' ^ markaður > Veitum rýmilegan Afsláttur sem um munar. Lítid vid í Litaveri, fjví uaö hefur ávallt borgaö sig. 1118188 V" Grensásvegí, Hreyfilshúsinu. Simi 82444. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.