Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 31 inni í huga yrði reist, því hún væri nokkuð stór. Bráðabirgðahúsnæði væri í Aparfelli 12, en samt myndi síðar byggð heilsugæzlustöð Gangstígakeríi Sigurjón sagði, að taka þyrfti gangstígakerfi til athugunar, því þeir væru vitlaust hannaðir vegna þess þeir lægju ekki þar sem fólk gengi. Vatnsveita Sigurjón sagði, að á næsta ári ættu vatnsmálin að vera komin í lag. Ráðgert væri að setja upp dælur við Hraunbrún og miðlunar- geymir yrði byggður. Ættu þá öll hús að hafa nóg vatn. Hæstu húsin hefðu dælur til að leysa vanda sinn. Undirbúningur Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að allar umræddar fram- kvæmdir befðu verið undurbúnar á valdatíma síðasta borgar- stjórnarmeirihluta. Hann sagði engan vafa á skorti á dagvistunar- stofnunum, en núverandi meiri- hluti hefði ekki sýnt neit stórstökk fram á við heldur aðeins verið með verkefni frá meirihluta sjálf- stæðismanna og vart það. Vei unnið í Breiðholti Birgir ísleifur Gunnarsson sagði engan vafa leika á, að uppbygging Breiðholtshverfa hefði verið mjög hröð, auðvitað mætti að mörgu þar með. Hins vegar væri engan veginn hægt að horfa fram hjá því, að við uppbyggingu Breiðholts- hverfa hefði Reykjavíkurborg gert geysilegt átak, því að á 10—15 árum hefði risið hér hátt í 25 þús. íbúða byggð. En þetta átak hefði kallað á markvissa stjórn á fjár- málum borgarinnar. Gagnrýni minnihlutans Birgir Ileifur Gunnarsson minnti á, að sjálfstæðismenn hefðu harðlega gagnrýnt stór- auknar álögur á borgabúa. Vinstri menn hefðu hækkað fjárhags- áætlun borgarinnar um 62% á meðan verðbólga hefði verið innan við 50%. Þrátt fyrir þetta væri stefnt í verulegan greiðsluhalla borgarsjóðs og kvaðst Birgir Islefur óttast verulega um fjárhag borgarinnar þegar liði á árið. Loforð gegn betri vitund Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að þess vegna væri full ljóst, að efndir stóru loforðanna væru engar. Verðbólgan hefði reyndar farið illa með sveitarfélög, en ekkert hefði gerst sem koma þyrfti á óvart miðað við undangengin ár. Stóru loforðin um auknar fram- kvæmdir ef vinstri menn kæmu til valda hefðu því verið gefin gegn verið brotnar fyrir 800 þúsund í verzlunum hússins. Bárður Steingrímsson, sem sagðist vera sjávardýrasali í hverfinu kvart- aði undan bílastæðum umhverfis verzlunarmiðstöðina, því yfir- leitt væru bílar úr öðrum húsum staðsettir þar. Hann hvatti borgaryfirvöld til að úthluta fjölbýlishúSum reiti til gróður- setningar í hverfinu og gæti fyrirkomulagið orðið líkt og í Heiðmörk. Kvaðst hann telja ræktunaráhuga talsverðan með- al þeirra sem ekki ættu þess kost að sinna því vegna þess þeir byggju í fjölbýlishúsum. Bárður varpaði fram hugmynd um teng- ingu við svæðið í Víðidal, því börn hverfisins tækjust á loft þegar hestamenn riðu þar um götur. Það væri staðreynd, að engu máli skipti hvar í flokki menn væru, þeir vildu vinna hverfinu vel. Hjá einum fundarmanna kom Birgir ísleifur Gunnarsson: Þó Sigurjón hrósi sér, er stjórnkerfið óeðlilega þvælið SIGURJÓN Pétursson sagði að fyrsta verk meirihlutans hefði verið að skera niður framkvæmd- ir. bá hefði þurft að taka lán til að láta enda ná saman. bctta væri arfur frá fhaldinu. Sigurjón sagði, að borgin gæti haldið áfram að taka lán og veðsetja eignir sínar, en borgarstjórnar- meirihlutinn hefði ekki áhuga á því. Hann kvaðst vona, að tækist að koma fjárhag borgarinnar á réttan kjöl. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að nú væri tal Sigurjóns Péturssonar öllu hógværara en áður, samanber það, að nú segðist hann ekki vilja veðsetja eignir borgarinnar. í raun væri Sigurjón að draga í land það sem áður hefði fallið hjá honum. Úttektin ætti alls ekki að þurfa að vera neitt deilumál. Þessari úttekt hefði borgarstjórnarmeirihlutinn alls ekki í raun viljað flagga sem slíkri, heldur hefði hann lagt út sínar eigin túlkanir. Samkvæmt þekk- ingu fróðra manna væru þó engin tvímæli á, að staða Reykjavíkur- borgar hefði verið ágæt þegar úttektin var gerð um mitt ár 1978 og greiðsluerfiðleikar síðari hluta ársins væru það sem alltaf hefði fylgt, en þó mismunandi mikið. BIRGIR ísleifur Gunnars- son sagði að á sl. ári hefðu Þótt Sigurjón Pétursson hrósaði sér af betra stjórnkerfi þá þyrftu hinar smæstu ákvarðanir að þvæl- ast fram og til baka frá degi til dags. Þetta væri því glöggt dæmi um stjórnleysi. Við vildum skulda sem minnst en allt benti til miklu verra ástands hjá borginni í apríl ’79 en ’78. Hávær áróður um litlar framkvæmdir hjá fyrrverandi meirihluta fengi alls ekki staðist. vinstri menn glutrað a.m.k. 200 milljónum niður hjá SVR. í dag mætti áætla, að 4—500 milljónir hefðu gengið úr greipum borgar- innar fyrir tilstilli vinstri manna. Taldi Birgir ísleifur ekki ólíklegt, að borgin yrði að greiða 1200 milljónir með SVR á þessu ári og þar af stóran hluta eingöngu vegna gjörða vinstri manna. Gunnlaugur Daníelsson: Mig rekur í roga- stanz að heyra í Sigurjóni Péturssyni Þarf borgin að greiða 1200 milljónir á þessu ári með SVR? finna, en þó væri ýmislegt að finna í Breiðholtshverfum sem jafnvel fyndist ekki í stærri kaupstöðum landsins. Gangstígarnir Birgir ísleifur Gunnarsson sagði gagnrýni Sigurjóns Péturssonar á gangstígakerfið ekki réttmæt þeg- ar litið væri til þess hugsunarhátt- ar sem ríkti meðal skipuleggjenda við gerð þeirra. Þá hefði hugmynd- in verið að draga gönguleiðirnar frá umferðagötum til þess að draga úr slysahættu. Þess vegna væru gangstígar ekki alltaf meðfram götunum. Birgir Isleifur ræddi síðan almennt um borgar- mál og er annars staðar greint frá því. Sigurjón Pétursson sagði að endurskoða þyrfti hugmyndir um tengingu Breiðholts og Arbæjar- hverfa. Nýlegar tölur bentu til, að 200 bílar færu á mesta annatíma frá Breiðholtshverfum á Vestur- landsveg. Brúin myndi kosta 500 milljónir og væri athugandi að kanna hvort Ofanbyggðarvegur sem einnig er áætlaður í fram- tíðinni gæti ekki komið í staðinn. Kristján Benediktsson sagði, að alls ekki ætti að hopa með brúar- smíðina því hún væri brýn nauð- syn og miklu lengra væri þar til Ofanbyggðarvegur gæti þjónað hlutverki sínu. Sigurjón sagði þörf á tengingu Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar sem fyrst, svo viðunandi væri. Þá sagði Sigurjón nokkrar líkur á, að Fossvogsbraut yrði ekki byggð. betri vitund. Miðað við loforðin og þá vitneskju sem vinstri menn hefðu í raun haft væri ekkert mark takandi á afsökunum. Ekki bólaði enn á sérstakri stefnubreyt- ingu hjá borgarstjórnarmeiri- hlutanum. Úttektin 1978 Birgir Islefur Gunnarsson minnti á hina hlutlausu úttekt á stöðu borgarinnar sem traustur endurskoðandi hefði framkvæmt í fyrra. Úttektin hefði sannað, að fjárhagsstaðan hefði verið góð. Greiðslustaðan hefði ávallt verið erfið seinni hluta ársins vegna innheimtu opinberra gjalda. Þess vegna hefði þurft að taka bráða- birgðalán. Birgir ísleifur sagðist ekki neita því, að við erfiðleika hefði verið að etja, verðbólga ætti þátt í því m.a., en einnig og ekki síður stjórnleysi hjá borgar- stjórnarmeirihlutanum. Pólitísk stjórn Sannleikurinn væri sá, að það þyrfti verulega stjórn frá degi til dags og pólitísk dagleg stjórn væri því nauðsynleg. Slíku væri ekki til að dreifa í dag þegar samninga þriggja flokka með öllum þeim látum sem menn hefðu orðið varið við þyrfti. I raun væri enginn skipstjóri á skútunni. Slík stjórn gæti ekki blessast. fram að nýlega hafði komið upp eldur í tveim húsum við Keilufell í einu, vegna íkveikju, og sagði fundarmaður, að 27 mín. hefðu liðið frá því hringt var á slökkvi- liðið þar til það kom. Annað dæmi nefndi hann, að kona hefði fengið hjartaáfall í húsi við Unufell og hefðu liðið 30 mín. unz sjúkrabifreið kom. Lífi kon- unnar hefði hins vegar verið bjargað af lækni sem ók framhjá rétt eftir atburðinn. Varpaði fundarmaður fram þeirri spurn- ingu hvort ekki væri hægt að hafa létta bifreið í hverfinu til að veita fyrstu aðstoð í svona tilfellum. Þetta hefði verið nefnt við fyrrverandi borgarstjóra og hann ekki tekið ólíklega í það. Áður hafði Sigurjón Pétursson sagt, að sameiginleg slökkvistöð væri ætluð fyrir Árbæjar- og Breiðholtshverfi og er hún við Vesturlandsveg. Hefði hún verið staðsett þar vegna áætlana um byggingu brúar á Höfðabakka yfir Elliðaár. EINN af íbúum Breiðholts III, Gunnlaugur Daníelsson sagði, að sér væri í fersku minni fundur í Fellahelli fyrir u.þ.b. ári. Á þeim fundi hefðu Björgvin Guðmunds- son, Sigurjón Pétursson og Guð- mundur G. Þórarinsson gagnrýnt mjög framkvæmdir borgarstjórn- armeirihluta sjálfstæðismanna í Breiðholti III og komið hefði fram þá, að núverandi meirihluti hefði lofað stóru stökki fram á við, ef þeir næðu völdum. Nú hefðu um- ræddir aðilar meirihluta í borgar- stjórn. Hvað kæmi í ljós? Það ætti ekkert að framkvæma nýtt, varla það sem fyrrverandi meirihluti hefði ætlað að gera. í ljós kæmi, að framkvæmdir yrðu aðallega fyrir aldursflokkana 2—6 ára og hugsanlega 8—11 ára. Fyrri meiri- hluti hefði unnið talsvert að frá- gangi í hverfinu og búast hefði mátt við, að núverandi meirihluti hefði unnið talsvert að frágangi í hverfinu og búast hefði mátt við, að núverandi meirihluti héldi því áfram. En slíkt hefði dregist mjög saman. Að lokum sagði Gunnlaug- ur: „Mig rak í rogastanz að heyra hve Sigurjón Pétursson er hógvær- ari í málflutningi nú en í fyrra." Á sl. ári, þ.e. í júlí, hefði meirihlutanum verið bent á, að staða SVR færi versn- andi og hækkunar væri þörf á fargjöldum. Borgar- stjórnarmeirihlutinn hafði hins vegar engin viðbrögð sýnt og ekki einu sinni leitað til flokksbræðra sinna í ríkisstjórn. Þetta væri yfirgengilegt dæmi um stjórnleysi vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.