Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Amundi Loftsson: Kveðja til hinnar bláu sósíalnýlendu í austri Milli hárra fjalla í austri er búsettur einn sérstæðasti hópur manna sem Island geymir. Snemma á árinu 1978 hugiðst ég festa mína búsetu í þessu sæluríki morgunroðans. En nú er svo komið að ég má kallast góður að hafa ekki orðið algerlega úti í þeim pólitíska fellibyl sem þar geysar. Sjaldan eða aldrei hefur mér liðið betur þegar ég var alkominn til Reykjavíkur aftur, og upp kom í huga mér að tilfinningin væri ekki ósvipuð og hjá rússneskum flótta- manni, sem hlotið hefur öryggi í hinum frjálsa heimi. Paradís morgunroðans í mars kem ég til litlu Moskvu. Svolítið finnst mér staðurinn sóða- legur, en ekki kemst maður hjá því að skoða sig um á staðnum. Grútarbrák og alls konar úrgangur frá loðnubræðslunni flýtur á firðinum og fjörurnar eru undirlagðar af óþverra þessum. A sorphaugum Norðfirðinga er ein blómlegasta rottuuppeldisstöð landsins, allavega miðað við fólks- fjölda. Opin klóakrör eru eins og gínandi fallbyssur víða út í opna læki, sem eiga það til að þorna upp á sumrin og geta menn ímyndað sér afleiðingarnar. Kjallarakaup og atkvæðabissness Nú, nú, einhvers staðar verður nýinnfluttur að búa. Æði ég nú um allan bæinn í húsnæðisleit, árangurslaust. En þegar á leið, ræðst kunningi minn í húsakaup, og segist nú geta selt mér kjallar- ann, sem hann hafði búið í, þetta sé helvíti góður kjallari, svo sé hann líka núbúinn að byggja við hann. Eitthvað hafði ég heyrt, að þessi viðbygging væri málum blandin, sem sagt, ekkert leyfi fyrir henni. Það er ekkert atriði, hér byggja menn það sem þeir þurfa, þegar þeir þurfa. „Þú innréttar bara viðbygginguna, og þetta er búið mál.“ sagði minn ágæti kunningi. ... En ég er alveg blankur, segi ég. „Það er ekkert mál, það eru kosningar í nánd og atkvæða- bissnessinn í fullum gangi. Þú setur bara upp verðið, kommarnir borga bezt, þeir hafa líka aurana. Síldarvinnslan maður." Aldrei hef ég nú verið neitt sérlega spenntur fyrir svoleiðis viðskiptum. En til eru þeir á Norðfirði sem samt státa af allgóðri „sölu“. Vandræðin byrja Ekki var hægt að vera í þessu húsnæðishraki, og afréð ég að slá til. Svo var gengið frá kaupunum, og hef ég kjallarann til umráða, en vinur minn er laus allra mála. En þegar á leið sumarið, verður allt kolvitlaust út af þessari viðbygg- ingu. Sá, sem á efri hæðina, og var aðili að henni, hélt nefnilega áfram að byggja í leyfisleysi. Bar þar að bæjarstjórann, og urðu þeir hvor öðrum brjálaðri, og var nábúi minn tukthúsaður. Fór ég á fund bæjarstjóra þeirrar trúar, að hægt væri að leysa málið, en fljótlega varð mér ljóst, að prinsippið hjá þeim ágæta manni var að leysa málið alls ekki. Sama var hvað ég reyndi að segja við hann, þá var svarið nánast það: „MALIÐ MA EKKI LEYSAST“. Vandræðin halda áfram Ekki voru þetta einu vandræðin. Kjallaraholan va orðin full af Ámundi Loftsson. rottum. Fór ég í heilbrigðisfulltrú- ann, sem þá var kelling úti í bæ. En hún harðneitaði að votta ástand kjallarans. Ekki dró hún þó af því, að þetta væri bölvuð hola, og þess vegna hefðu fyrri eigendur gefist upp á búsetu í honum. Lítið var á þessu að græða, og smám saman rann það upp fyrir mér, að minn gamli og ágæti kunningi hafði losað sig við hann af ótta við flokksræðið, og tókst að bjarga sínu skinni. Laglega gert hjá honum. Yfirdrepsskapur og valdníðsla í stuttu máli endaði þessi rimma út af viðbyggingunni þannig, að ógerningur var að eiga nokkuð frekar við þennan kjallara. Síðasta hálmstráið var þó að bjóða bænum að kaupa hann. Hafði ég að rökum, að rétt væri að bærinn tæki hann þar sem bæjarstjórnin heimilaði ekki verðhækkun á honum vegna viðbyggingar, en nú væri hann á lægsta hugsanlegu verði. Ekki þarf að fjölyrða um árangurinn að kaupboði þessu, þar sem mottóið hjá valdhafanum er yfirdrepsskapur og valdníðsla. Ekki ætla ég að reyna að reikna út þau fjárhagslegu skakkaföll, sem þessi kjallarakaup urðu mér. Ekkert pláss fyrir þig Skömmu eftir áramót færði ég í tal við einn af fyrirsvarsmönnum síldarvinnslunnar, hvort fyrir- tækið gæti leigt mér húsnæði. Hafði ég fengið pata af því, að von væri á milli 15—20 áströlskum stúlkum til starfa við fyrirtækið og væri verið að gera ráðstafanir til að hýsa þær. Þar sem ég starfaði nú hjá fyrirtækinu, vann innanbæjarmaður og búinn að vera heimilislaus síðan í haust, eins og hann hlaut að vita, fannst mér ekki fráleitt að orða þetta. Fékk þetta mjög skjóta afgreiðslu. Nei, því miður, vinur, við höfum ekkert pláss fyrir þig. Rekinn af Barða Stuttu eftir komuna til para- dísar austursins réð ég mig á einn af togurum síldarvinnslunar. Var það frumraun mín í sjómennsku og gekk á ýmsu til að byrja með, sem ekki er kannski furða, þegar maður byrjar svona seint, eða hálf-þrítugur. Lagaðist þetta smátt og smátt og fór mér að líka togaralífið ágætlega. Seinni part- inn í september varð ég svo fyrir því óhappi að meiða mig um borð að fara varð með mig í land. A landleiðinni kom 1. stýrimaður í klefann til mín að kanna líðan mína, og tókum við tal saman. Sagðist ég ekki sjá hvað ég gæti átt lengi í þessu og spurði hvernig færi með plássið mitt. Hann bað mig blessaðan að hafa ekki áhyggjur af því, þú heldur þínu plássi, ekki látum við menn fara þó þeir meiði sig og verði frá einhverjar vikur eða mánuði. Þú kemur bara þegar þú ert orðinn góður. Nú var staðan orðin glæsileg, heimilislaus og óvinnufær, átti ég í þessu í 2 mánuði. Á þessum tíma er mér komið til meðvitundar um það, að í svona slysatilfellum skuli fara fram sjópróf, annars hafi ég rétt minn ekki tryggðan, ef um varan- legt tjón af völdum meiðsla yrði að ræða, líka þyrfti að kanna öryggis- búnað skipsins. Hreyfi ég þessu við útgerðarstjórann og fæ daufar undirtektir: talaði við skipstjór- ann. Skipstjórinn sagði mér að tala við fógetann, hvergi var áhugi. Lét ég þó málið ekki gleymast, og 25. janúar var haldið sjópróf hjá fógeta, en er þangað kom tilkynnti skipstjóri mér að ég græddi lítið á þessu, blökkin sem ég hefði meitt mig í væri búin að vera í 12 ár óbreytt, og ef ég þyrfti að vera með svona stæla gæti ég tekið pokann minn. Var ég ekki einn um að vera undrandi á hegðun mannsins, en þetta fór ekki á milli mála, ég var rekinn fyrir að leita réttar míns og var ég afskráður af skipinu sama dag. Svona er nú sósíalið Einhverju sinni var ég þeirrar trúar, að ég væri kommi, aldrei hef ég þó verið stöðugur í þeirri trú. Alltaf þótt það brjóta í bága við lögmálið og dýpstu hvatir alls sem lifir: að lögmálíð er: „Sá sterki ræður." Nú hef ég líka séð ásjónu þessarar hugsjónar, og satt bezt að segja er ég ekki mjög hrifinn. Hvenær kom bróðurkærleikur- inn mér til hjálpar? Hver á hug- sjón fegurri en að stuðla að velgengni náungans og tryggja frelsi og rétt til jafns við sig? Kæru kommar! Hér er árangurinn gerið þið svo vel. Er ekki tími til, að þið sviptið af ykkur hulunni? Jens í Kaldalóni: Opið bréf til alþingismanna V estfj arðak j ör dæmis Heilir og sælir þið ágætu alþing- ismenn okkar Vestfjarðarkjör- dæmis. Ég leyfi mér að senda ykkur sameiginlega hér með nokkrar línur, sem þið ályktið kannski að vera muni vanþakklæti til ykkar eða skammir, — en það er nú eitthvað annaö. Vil ég frekar leyfa mér að færa ykkur miklar þakkir fyrir þau fjárframlög, sem að ykkur tekist hefur í að ná kjör- dæminu til handa, og óefað eiga eftir að verða margar hleðslur í þann umbótavegg, sem ávallt er í uppbyggingu þeirra byggðarlaga, sem þið eruð umbjóðendur fyrir, á okkar háa alþingi. Að einhverjum þyki svo sinn skammtur of smár, miðað við annan, er svo kannski annað mál, og verður sjálfsagt svo seint miðl- að, hinum veraldlegu gæðum, að ekki geti tekið undir með niður- setukonunni, forðum, — að mörg er á þér matarholan svíri, en fáir verða feitir af þér mjöðm. En það er nú svo, að þótt uppbyggt sé húsið, og að utan fágað og fínt, að ef upphitunar- kerfið vantar, og engin gatan að því liggur, þykir mörgum sem stórum áfanga sé ólokið, og eirir enginn fyrr en hvorttveggja hefir unnist til enda. Það þarf ekki að segja ykkur þá sögu, sem allir vita, að svo er vegamálum þessa hjartfólgna kjördæmis ykkar háttað, að litlu er betra til langferða á landi hér að fara til fjarlægra landshluta en var fyrir mörgum tugum ára. Vel upp tugginn skötufótur Ekki er hægt að segja, að harka- legar kröfur hafi hér verið í frammi hafðar í þessu efni, enda sem að staðið hefur yfir hér ærin vegabót, Djúpvegurinn svokallaði, og höfum við að kalla má börnin ykkar pólitísku, nokkuð vel þagað meðan sá skötufóturinn var milli tanna okkar nagaður, en nú virðist hann svo vel upp tugginn, að ekki verður unað því að þegja lengur. Nú hafa nokkrar skoðanir verið um það skiptar, í hvaða átt að hinn nýi alfaravegur hér yfir fjöll og heiðar ætti að liggja, sem tengja ætti okkur við aðalakvegakerfi landsins, og hefur svo á stundum verið, að vel hefur blundað hreppa- pólitíkin í huga okkar landsins barna, sem svo í svefnrofum líð- andi stunda vaknað hafa sem þankabrot um ávinningssneið af þeirri köku, sem til hefur staðið að leggja á borð samfélagsins til veizlufanga vissra framfaraþátta. Enginn vafi er á þvi, að nú mun sá hugur að baki hér í kjördæmi ykkar, að ekki verður með nokkru móti stöðvuð skriðan, eftir að á stað er farin, fyrr en sú úrlausn er í sjónmáli til virkra athafna, sem leysi þá nöturlegu einangrun, sem nú að við er búið. Fljótvirk- asta leiðin Þegar litið er yfir þær leiðir sem fyrir liggja, og landshættir kann- aðir, held ég að ekki verði fram hjá því gengið, að fljótvirkasta og stysta leiðin hér frá Djúpi liggur um Steingrímsfjarðarheiði norður um Staðardal í Steingrímsfirði. En sem er ekki síður, að með þeirri leið eru slegnar tvær flugur í einu og sama högginu, þar sem Strandasýsla yrði þá um leið tengd við vegakerfi Djúpsins, og sam- göngum hér um Vestfirði, sem skapa myndi ómæld samskipti þessara héraða. Því er heldur ekki að leyna, að sterkur hugur býr með þeim Strandamönnum um slíka samgönguæð, — þar sem fjalla- garðurinn milli þessara staða virkar sem eins konar járntjald, og er því líkast, að Strandir séu einhver fjarlæg heimsálfa í hugum þeirra er hér búa. Það þarf ekki um að deila, að vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði er það miklu styttri yfir að fara, svo endar i þessu máli nái saman, en yfir Þorskafjarðarheiði, að sem næst má telja helmingi styttra eða meira. Það mun vera um það bil aðeins 20 km af vegamótum Þorskafj.heiðar um Steingríms- fj.heiði á Strandaveg. Þar af að- eins 4 og hálfur km yfir sjálfa heiðina ofan á Staðardalsbrún, en þar tekur svo við jafnhallandi brekka í vallgróinni grashlíð niður allan Staðardalinn niður á.jafn- sléttu, algerlega bein lína niður allan Staðardalinn. Betra veðurfar Hinu verður þá ekki heldur leynt, að gjörmunur til hins betra er á veðurfari yfir Steingríms- fjarðarheiði, en Þorskafjarðar- heiði að engu er þar samlíkjandi, enda sem þessi leið er um 100 metrum lægra yfir sjó en hin. Og sem fjallið sjálft er ekki nema um 10 km milli brúna. Nú skylduð hvorki þið né aðrir halda það, að ég sé að mæla hér með einni leið frekar en annarri út af hreppa- pólitísku sjónarmiði, síður en svo, þótt ég hins vegar geri mér grein fyrir því, að Strandamenn eiga hér fullan rétt á þessari samgöngubót sér til handa, heldur virðist mér allt benda til þess, að þarna sé um þá leið að ræða frá hagsmunalegu sjónarmiði, að engin leið sé að sniðganga hana þess vegna nú í augnablikinu. Hér gæti orðið um algeran samruna tveggja héraða að ræða í öllum samskiptum við opnun vegar yfir Steingrímsfjarð- arheiði. Megnið af veginum liggur sem því næst í byggð, Staðardalur- inn. Vegarstæðið óumdeilanlega eitt hið bezta, vegalengdin sú langstysta sem til er, og mætti teljast hraðfaraframkvæmd miðað við aðra valkosti, væri sæmilega að málum staðið til fjármögnunar og framkvæmda. Hér er þvi allra skylda að vinna beint og króka- laust að þessu mikilsverða málefni á þann fljótvirkasta og hagkvæm- asta hátt sem völ er á, í stað þess að velja þær leiðir sem mörg ár tekur yfir að komast, kannski tugi ára. Én ekki ætti að vera nein vorkunn að fullgera veg á 2 árum yfir þá leið, sem hér er á minnst. Vetrarvega- samband Einhver mun e.t.v. hafa það á oddinum, að leiðin til Reykjavíkur lengist að mun við að fara þessa leið. En ef tekið er tillit til þess, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.