Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 47 i r Forest kom á óvart Ensku meistararnir Nottingham Forest sigruðu FC Köln 1—0 á heimavelli Kölnar í gærkvöldi og tókst þar með að tryggja sér rétt til þess að leika í úrslitum meistarakeppninnar á móti sænska liðinu Maimö FF. Leikur Forest og FC Köln var afarspennandi og lögðu leikmenn beggja iiða sig alla fram í leiknum og baráttan var eins og hún gerist mest. Það var ekki fyrr en á 65. mínútu að eina mark leiksins kom. Það var miðframherjinn Ian Bowyer sem skallaði í markið eftir að Anderson hafði tekið hornspyrnu og gefið vel fyrir markið. Tók Andersson sér góðan tíma til að undirbúa spyrnuna, og veifaði vinstri hendi í sífellu, og kallaði til félaga sinna skipanir. Öllum svo á óvart kom fyrirgjöfin og varnarmenn Þjóðverja voru illa á vcrði. Bowyer náði að skalla í markið af um 8 metra færi, og dauðaþögn sló á hina 60.000 þýsku áhorfendur. Kölnarar sóttu ákaft í lok leiksins en Peter Shilton átti snilldarleik í marki Forest og varði eins og berserkur. Fæstir áttu von á því að Forest tækist að komast í úrslitin eftir að liðin höfðu skilið jöfn í Englandi 3—3. En Brian Clough framkvæmda- stjóri sagði eftir íeikinn. — Síðan Forest-menn vöknuðu til lífsins þá eru þeir eins og skógarmaðurinn frægi frá Notthingham (Hrói Höttur), það getur ekkert stoppað þá. Það var hreint stórkostlegt að sigra í þessum leik, fyrir mig voru síðustu 90 sekúndurnar eins og 30 mínútur. Ég hafði sagt mönnum mínum í hálfleik að það væri ekki nokkur leið fyrir okkur að tapa leiknum. Hannes Weiswiler þjálfari Köln tók tapinu karlmannlega og sagði að það hefði veikt lið sitt að Mueller hefði verið meiddur og Roger Van Gool með flensu og hefði ekki getað leikið með nema í síðari hálfleik, og var þá aðeins hálfur maður. Úrslit í öðrum leikjum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi urðu þessi: UEFA bikarinn Herta Berlin — Red Star Júgóslavíu 2—1. (2—0) Mörk Hertu: Beer og Sid. Mark Red Star: Sestic. Áhorfendur: 70.000. Red Star kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Red Star 1—0. Keppni bikarhafa: Beveren — Barcelona 0—1 (0—0). Mark Barcelona: Krankl úr vítaspyrnu á 88 mínútu. Barcelona kemst í úrslit á samanlagðri markatölu 2—0. Áhorfendur 20.000. Banik Ostrava — Fortuna Dusseldorf 2—1 (0—1) Mörk Banik: Liccka á 62. mín og Antanlik á 88 mín. Mark Fortuna: Zeiwe á 27. mín. Fortuna kemst áfram á samanlagðri markatölu 4—3. Áhorfendur 33.000. Malmö FF í úrslit ÞAÐ RÍKTI mikil gleði í Svíþjóð í gærkvöldi eftir að sænskp liðið Malmö FF hafði sigrað Austria Wien 1—0 í undanúrslitum Evrópumeistarakeppninnar í knattspyrnu. Er þetta í fyrsta skipti sem liði frá Norðurlöndum tekst að tryggja sér rétt til þess að leika í úrslitum keppninnar. Ekki hefur verið jafnmikill spenningur fyrir neinum kappleik í Svíþjóð, síðan Svíar léku úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu árið 1958. Það var Tommy Hansson sem skoraði mark Malmö með skalla á 48. mfnútu leiksins, eftir að Anders Ljungberg hafði tekið aukaspyrnu rétt utan vítateigsins. Reyndist þetta vera sigurmark leiksins. Malmö náði jafntefli 0—0 x Austurríki og komst þvx' áfram í keppninni. Svíarnir Iéku mun betur allan timann og sérstaklega var varnarleikur þeirra sterkur. Austurríkismennirnir áttu varla mark- tækifæri í leiknum. — Þetta var sigur sterkrar liðsheildar sagði hinn enski þjálfari liðsins eftir sigurinn. Malmö leikur við Notthingham Forest hinn 30. maí, og fer úrslitaleikurinn fram í Múnchen. Liðin: Malmö: Möiler, Roland, Andersson, Erlandsson, Roy Andersson, Magnus Andersson, Tapper, Ljungberg, Jonsson, Hansson, Tommy Andersson, (Cervin á 80. mín), Kinnvall. Austria: Baumgartner, Robert Sara, Obermayer, Pospischil, Baumeist- er, Josef Sara, Partis, Prohaska, Daxbacher, Gasselich, Schamhner. Áhorfendur: 25.898. Haukar Aðalfundur knattspyrnufélags- ins Ilauka fer fram í félagsheimil- inu laugardaginn 28. apríl og hefst kl. 15.00 Stjórnin FH Aðalfundur FH verður haldinn 3. maí næstkomandi og verða staður og stund auglýst sfðar. Venjuleg aðalfundarstörf. PORTÚGALSKA landsliðið í knattspyrnu vann Feyenoord í æfingaleik í gærkvöldi með einu marki gegn engu. Oliviera skoraði eina markið á 34. mínútu. • ♦ BORUSSIA Mönchengladbach tryggði sér rétt til að leika úrslita- leikinn í UEFA-keppninni með 4—1 sigri yfir Duisburg í gær- kvöldi. BMG vann því samanlagt 6—3. Allan Simonsen (2), Lienen og Kulik skoruðu mörk BMG, en Buessers svaraði fyrir Duisburg. • Þorbjörn Jensson tekur kraftalega á móti Sigurði Gunnarssyni, sem þó hefur tekist að læða skoti á markið. Ljósmynd Kristján. Víkingar snéru dæminu við! JÆJA, Víkingur kom fram hefndum gegn Val með því að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum í bikarkeppninni á kostnað Vals f Laugardalshöll f gærkvöldi. Sigur Víkings virtist öruggur, þegar liðið hafði 4 marka forystu og um 2 mfnútur voru til leiks- loka, en gffurleg spenna hljóp þá f leikinn þegar þeim Páli Björg- vinssyni og Skarphéðni óskars- syni var vikið af leikvelli og Víkingar léku 4 gegn 6 sfðustu 2 mfnúturnar. Valsmenn léku þá maður á mann og skoruðu 3 sfðustu mörkin. Þeir hefðu jafnað ef tími hefði verið til, loka- tölurnar urðu 20—19, en staðan í hálfleik var 10—8 Víking í hag. Höllin var næstum full í gær- kvöldi og fljótlega varð stemningin mikil og leikurinn samkvæmt því. Handknattleikur- inn var ekki alltaf fágaður, en baráttan var gífurleg á báða bóga og mörg markanna mjög falleg og vel unnin. Fyrsta markið var þó lengi að fæðast. Það var loks tekið með keisaraskurði á 7. mínútu, en þá skoraði Þorbjörn Guðmundsson úr víti. I kjölfarið fylgdi góður kafli hjá Víking og staðan breytt- ist í 5—2. Víkingar héldu síðan forystu sem varð allt að fjórum mörkum allt til leikhlés, en síðasta Enska knatt- spyrnan ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi: 1. deild. Aston Villa — Arsenal 5-1 Leeds — Bolton 5-1 Man. Utd. — Norwich 1-0 2. deild. Blackburn — Newcastle 1-3 Cardiff — Luton 2-1 Sunderland — Sheff. Utd. Skotland úrvalsdeildin 1-1 Aberdeen — Rangers 2-1 Celtic — St. Mirren 2-1 Dundee Utd. — Hearts 2-1 Partick — Hibernian 6-1 markið skoraði Jón Pétur fyrir Val á síðustu sekúndunni. Víkingar héldu Valsmönnum síðan sæmilega vel frá sér allt til lokakaflans sem áður er lýst. Einu sinni var að vísu jafnt, 13—13 en Víkingar náðu forystunni þá fljót- lega á nýjan leik. Var sigurinn frekar verðskuldaður, en þetta var auðvitað aðeins orusta í stríði, því að sjálfur úrslitaleikurinn er eftir. Viggó lék ekki með Víking og oft mátti sjá að liðið saknaði hans illilega Skytturnar Steinar og Sigurður voru frekar rólegar, Sigurður beitti sér frekar lítið, en Steinar var óheppinn með skot sín framan af og varð þá ragur. Upp úr því varð sóknarleikur Víkings oft mjög bitlaus, en það hefur ekki áður gerst í vetur. Besti maður liðsins var markvörðurinn Eggert Guðmundsson, sem varði eins og óður maður, ekki síst lokakaflann þegar mest á reið. Varði Eggert alls 16 skot í leiknum. Þá voru hornamennirnir Erlendur Hermannsson og Ólafur Jónsson mjög góðir. Segja má að Víkingur hafi bætt upp sinn lakasta sóknar- leik í vetur með sínum besta varnarleik, enda mátti glöggt sjá að ýmsir Valsmanna voru orðnir reiðir yfir mótlætinu. Hjá Val bar Bjarni Guðmunds- son af. Eitt marka hans, 14 mark Vals hefði getað verið atriði í fjölleikahúsi og Jón Karlsson átti sinn heiður af því með frábærri sendingu sem Bjarni greip á lofti og sendi í netið. Brynjar Kvaran stóð í marki Vals lengst af og stóð sig bærilega, einkum framan af. Flestir hinna Valsmannanna náðu varla að sýna sitt besta. Árni Tómasson og Jón Frið- steinsson sáu um dómgæsluna og þó að deila hefði mátt um ýmsa af dómum þeirra, hefur maður oft séð það verra. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson, Árni Indriðason, Steinar Birgisson og Erlendur Hermannsson 4 hver, Ölafur Jóns- son 2, Skarphéðinn og Páll 1 mark hvor. Mörk Vals: Jón Pétur 6, Bjarni Guðmundsson 5, Þorbjörn Guðmundsson 3, Jón Karlsson og Steindór Gunnarsson 2 hvor og Stefán Gunnarsson 1 mark. — gg- Grosswald■ stadt vann Vestur-þýzka handboltaliðið Grosswaldstadt vann sigur á SC Empor Rostock í fyrri leik lið- anna í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Leikið var í Gross- waldstadt. Lokatölur urðu 14—10 fyrir heimaliðið, en staðan í hálfleik var 8—6 fyrir Grosswaldstadt. Síðari leikur liðanna fer fram í Rostock á sunnudaginn næst komandi. Hver fer í 1. deild FYRRI leikur Þórs írá Vestmannaeyjum og HK úr Kópavogi um setu í 1. deildinni í handbolta fer fram í Eyjum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.30, síðari leikurinn verður leikinn á laugardaginn að Varmá í Mosfellssveit klukkan 14.00. Þá fer einnig fram í kvöld síðari leikur Grindavíkur og Keflavíkur um efsta sætið í 2. deild kvenna í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram í Keflavík í fyrrakvöld og lauk með jafntelfi, 8—8, eftir að ÍBK hafði haft forystu, 5—3, í hálfleik. Leikurinn í kvöld hefst í Njarðvík klukkan 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.