Morgunblaðið - 26.04.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.04.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. á mónuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Farmanna verkfallid Verkfall yfirmanna á far- skipum skall á í fyrri- nótt. Ef marka má ummæli samningsaðila standa því mið'ur litlar vonir til þess, að það leysist fljótlega. Þannig sagði Ingólfur Ingólfsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, í viðtali við Morgunblaðið í gær, að síðustu hugmyndir vinnuveitenda um lausn deil- unnar gæfu „hvorki tilefni til frestunar né vonar um, að þetta deilumál leystist mjög fljótlega". Þorsteinn Pálsson, forstjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði, að ekki hefði gefizt tími til að fullvinna tilboð vinnuveitenda, sem fjallaði um ákveðna kerfis- breytingu, en hefði ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir útgerðina. Þá hefur sam- bandsstjórn Vinnuveitenda- sambandsins gefið fram- kvæmdastjórn þess heimild til að grípa til verkbanns og er það nú til athugunar, hvort svo skuli gert. Deiluaðilum ber mjög mik- ið á milli. Frá sjónarmiði farmanna snýst deilan um það, hvort þeir skuli njóta sambærilegra kjara og laun- þegar í landi, sem ganga vaktir allan sólarhringinn. Vinnuveitendur telja, að í hugmyndum sínum felist 40 stunda vinnuvika, en far- mönnum reiknast til að þær séu 56. Þessi deila staðfestir það, sem Morgunblaðið hefur áður sýnt fram á, að sú launa- málastefna, sem ríkisstjórnin og legátar hennar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa svo mjög gumað af, er orðin að engu. Lausn flug- mannadeilunnar. sem var í samræmi við tilboð sátta- nefndar ríkisstjórnarinnar, fól í sér allt að 270 þús. kr. hækkun mánaðarlauna. Þá hafa verzlunarmenn og vinnuveitendur lagt ágrein- ingsefni sín fyrir gerðardóm. Önnur launþegasamtök hugsa sér einnig til hreyf- ings. Þannig hefur Benedikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna, sagt í viðtali við Morgunblaðið, að þeir hljóti að taka kjaramál- in upp að nýju við viðsemj- endur sína, þar sem ríkis- stjórnin hafi ekki staðið við desembersamkomulagið. Og Snorri Jónsson, forseti Al- þýðusambands Islands, held- ur öllu opnu í þessu sam- bandi. Þá hafa ýmsir forystu- menn láglaunahópa talið, að úr loforðunum um félags- legar umbætur hafi lítið sem ekkert orðið. Eins og fram hefur komið munu hafa verið áform uppi um það innan ríkisstjórnar- innar að fresta boðaðri vinnustöðvun farmanna og Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins sagði í Morgunblaðinu í gær, „að það næði ekki nokk- urri átt, að þeir, sem hæst hefðu launin, ryfu þá sam- stöðu, sem náðst hefði um launamál og ríkisstjórnin sæti aðgerðarlaus hjá, þegar það gerðist." Þessi ummæli dómsmála- ráðherra hljóta að koma mjög á óvart, enda stangast þau algjörlega á við það, sem forsætisráðherra lýsti yfir á Alþingi í sambandi við efna- hagsaðgerðirnar, er hann lagði áherzlu á, að rétturinn til nýrra kjarasamninga yrði í engu skertur. Um það er raunar ákvæði í sjálfum lög- unum, þar sem tekið er fram, að ákvæði þeirra breyti „í engu rétti til að gerðir séu nýir kjarasamningar jafnt um grunnlaun sem verðlags- bætur á laun“. Svo gæti farið, að bein íhlutun ríkisvaldsins nú gæti gert farmannadeiluna og lausn kjaramála í heild enn erfiðari viðfangs eins og mál- um er háttað — eða eins og forseti Farmannasamband- ins hefur komizt að orði: „Ég vona, að ríkisstjórnin beri gæfu til að fremja ekki nein heimskupör í þessu sam- bandi, því að þetta er heitara en svo, að hún þoli það á hendurnar." Eins og áður segir bendir því miður margt til þess, að farmannaverkfallið verði langt og strangt. Það hefur víðtæk áhrif á alla þætti þjóðlífsins og getur, ef sam- komulag næst ekki innan tíðar, valdið útflutningsat- vinnuvegunum og bændum margvíslegum erfiðleikum og tjóni. Með afskiptum sínum af launamálum hefur ríkis- stjórnin skapað margvíslegt misræmi og óréttlæti milli stétta og þannig gert að engu þann hljómgrunn, sem vissu- lega var fyrir hendi hjá verkalýðshreyfingunni um að unnið yrði á verðbólgunni með samstilltu átaki. Eins og nú er komið bendir margt til þess, að langvinnar vinnu- deilur fari í hönd á vinnu- markaðinum. Atvinnuástai Þórshöfn 19 manns skráðir atvinnulausir á einum eftirmiðdegi • HÉR LEPJA menn dauðann úr skel, meðan þetta ástand varir eí svo má að orði komast, sagði Ólafur Rafn Jónsson, nýráðinn sveitarstjóri á Þórshöfn er Morgunblaðið spurði hann um atvinnuástand á staðnum í vikunni. Á hádegi á þriðjudag lauk vinnslu þess hráefnis, sem komið hafði til vinnslu í frystihúsinu í Þórshöfn og 15 manns, starfsfólk í frystihúsinu, Iét þá þegar skrá sig á atvinnuleysisskrá og einnig 4 vörubflstjórar. Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri frystihússins sagði að miklir erfiðleikar hefðu steðjað að Þórshafnarbúum undanfarið ár og virtist ekki ein báran stök í þeim efnum. — Aprílmánuður hefur undanfarin ár alltaf verið bezti mánuðurinn hér hjá okkur, en ætli við höfum ekki fengið um 100 tonn til vinnslu í húsinu síðan ísinn lagðist upp að um 20. marz sagði Jóhann. — Á þessum tíma hefðum við getað unnið 5—600 tonn. — Þetta var að byrja að snúast hjá okkur aftur eftir alla erfiðleikana með Fontinn, en þá kemur þetta. Við höfum aðeins einu sinni fengið fiski ekið hingað og atvinnutryggingasjóður hefur ekki fallist á að taka þátt í flutningskostnaði á hráefni til að við getum haldið uppi atvinnu. Ráðamenn þar vilja greinilega heldur borga fólkinu bætur. Nú eru þungatakmarkanir komnar á vegi og ef við ættum að flytja fisk hingað landleiðina hleypti það kostnaði upp úr öllu valdi, þar sem aðeins lítið má setja á hvern bíl. Er kostnaðurinn þó nógur fyrir. Auk landfólksins eru bátasjómenn hér einnig atvinnulausir, bátarnir eru ýmist lokaðir inni í höfninni hér, inni í Krossavík vestast í Þistilfirðinum eða í slipp á Neskaupstað. — Annars erum við bjartsýnir á að ísinn hætti fljótlega að hrjá okkur og þá hýrnar um leið yfir mannskapnum hér. í marzmánuði öfluðu bátarnir vel þar til ísinn kom og við vitum að það er nógur fiskur hér fyrir utan okkur, en eins og staðan er núna erum við bundnir í báða skó og getum okkur hvergi hreyft, sagði Jóhann Jónsson að lokum. Úr frystihúsinu á Raufarhöfn, en ekkert hráefni er þar til að vinna þessa dagana. Siglt í gegnum fshraf 1 inn Bakkafjörð. Orn O. Johnson forstjóri Flugleiða: Takmörkuð eigna ins að flugrekstri MORGUNBLAÐIÐ hefur leitað til Arnar ó. Johnson forstjóra Flugleiða og spurt hann álits á þeim undirtektum, sem fram hafa komið við þeirri hugmynd hans að ríkissjóður eignist stærri hlut í Flugieiðum. Örn svaraði Mbl. á þessa leið: Það eru nú liðnar tvær vikur frá aðalfundi Flugleiða og ég hefi verið mikið fjarverandi síðan, svo ég veit nú lítið um viðbrögð al- mennt við þessari hugmynd, sem ég viðraði á aðalfundinum. Ég hefi þó séð tvo leiðara í dagblöðunum, sem fjallað hafa um málið, þ.e. í Þjóðviljanum 12. apríl og Vísi 18. apríl og fæ ég ekki betur séð en að höfundar þeirra misskilji eða rangtúlki mál þetta mjög verulega. Það er því rétt að byrja á því að endurtaka þau orð í ræðu minni, sem um þetta atriði fjölluðu, en þau voru sögð í kjölfar lýsingar minnar á þeirri óeiningu og þeim átökum, sem að undanförnu hafa en einstakl- ingsframtak- ið verður að vera í verulegum meirihluta átt sér stað innan Flugleiða. Það sem ég sagði var: „Þjóðin mun efalaust skilja nei- kvæðar afleiðingar lítt viðráðan- legra vandamála, sem að utan steðja, svo framarlega sem við þeim er brugðið af festu og skyn- semi svo fljótt sem kostur er, en hún mun hvorki skilja, né fyrir- gefa, ef samgöngumál hennar eru höfð að leiksoppi vegna hags- munabaráttu fárra einstaklinga eða hópa. Samgöngurnar eru tvímælalaust eitt þýðingarmesta og verðmætasta fjöregg þjóðarinn- ar og hún mun eðlilega ekki líða, að því sé varúðarlítið kastað milli andstæðra fylkinga með þeim hættum, sem af því geta leitt. Það er mín skoðun að nú þurfi þjóðfélagið sjálft að skerast í þennan leik. Það gæti t.d. gerst með því að ríkissjóður eignaðist stærri hlut í félaginu en þau 6%, sem hann á nú. Enn er nokkuð magn af hlutabréfum í félaginu óselt, eða sem svarar 6% af heild- arhlutafénu, sem ég tel að nú eigi að bjóða ríkissjóði til kaups. Hon- um væri einnig í lófa lagið að festa frekari kaup á hlutabréfum félags- ins hjá ýmsum aðilum, sem nú vilja selja sína hluti. Ég er andvígur ríkisrekstri sem slíkum, en ég tel fullkomlega eðlilegt, sérstaklega úr því sem komið er, að ríkissjóður eignist t.d. 20—25% í félaginu og gæti hann þá skipað jafnvægisafl innan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.