Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Ellert B. Schram al- þingismaður höndum fámennrar yfirtéttar, fátæktin hlutskipti almúgans. Á þessu hafa auðvitað orðið umskipti, þó að það sé áberandi hversu auðmýktin og undirgefnin gagnvart valdamönnum er mikil í sósíalísku löndunum. Sú auðmýkt virðist stafa bæði af ótta almenn- ings og hroka núverandi yfirstétt- ar. Þegar ekið er í gegnum dæmi- gerð sumarbústaðalönd er gaman að fá vitneskju um, að sumarhúsin tilheyra almúganum en ekki fáein- um auðmönnum, enda bera þau það reyndar með sér, sum hver nánast hrörlegir kofar. Hitt er annað, að ekki fengust upplýsingar um, hvernig eða til hverra þessum sumarhúsalóðum er úthlutað. Þar ræður flokkurinn sjálfsagt ferð- inni eins og í öðru. Aðeins sósíalískar bókmenntir íbúar Prag munu vera um 1250 manns. Að hluta til býr fólk enn í eldri hverfum borgarinnar, í húsa- kynnum frá því fyrir valdatöku kommúnista, en í úthverfunum hafa verið reist og eru enn í byggingu myndarlegar íbúða- blokkir. Enginn má í þessu landi Greinarhöfundur, EUert B. Schram, og forseti Tékkóslóvakfu, Gustav Husak. Tékkóslóvakía og kommúnisminn í síðustu viku átti ég þess kost að heimsækja Prag, höfuðborg Tekkóslóvakíu, og dvelja þar um vikuskeið. Sú borg hefur verið vettvangur örlagríkra atburða á árunum eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Enginn einn atburður ýtti eins mikið undir stofnun Atlantshafs- bandalagsins og valdataka kommúnista 1948, og aðeins ellefu ár eru liðin síðan uppreisn fólksins í landinu var bæld niður með rússnesku hervaldi. Mazaryk, Benes og Dubeck eru nöfn sem allir þekkja þó ekki megi hafa þau í hávegum í þeirra eigin landi. Sá síðastnefndi lifir enn, og er sagður bensínafgreiðslumaður í Bratislava. Það er ekki sanngjarnt að dæma neina þjóð af nokkurra daga dvöl í landi. Engu að síður sitja eftir áhrif af umhverfi, viðtölum, ferðalögum, og andrúmslofti almennt, sem gefa manni tilefni til ýmissa ályktana. Það var vor í lofti þegar ég flaug á annan í páskum til þessarar fornfrægu borgar. Eg var fullur forvitni og ásetnings að hrista af mér pólitíska f< rdóma gagnvart þessu kommúnistaríki og skoða mig um með opnum huga og sæmilegu hlutleysi. Fólkið og landið hjáipaði mér til þess. Einlægni og velvilji skein úr hverju andliti, og hvergi er lands- lagsfegurð meiri og blómlegri. Þar drýpur smjör af hverju strái í frjósömum landbúnaðarhéruðum og dýrðlegir skógar, vötn og akrar bera vott um þá miklu möguleika sem landið býður upp á. Kommúnisminn hráslagaleg mótsögn Sérstæðast við þetta land er þó sú hin mikla og merkilega saga sem fornfrægir kastalar, hallir og heilu göturnar í Prag bera vott um. Héðan drottnuðu keisarar yfir meginhluta Mið-Evrópu, hér voru uppsprettur lista, menningar og frjórra hugmynda, og hér hafa mætzt þeir straumar, menningar- þegir, listrænir og pólitískir sem Evrópa öll hefur dregið dám af. Flest öll merkilegustu mann- virkin eru frá þréttándu og fjórtándu öld. Svo löng er sú saga, svo sterkum fótum stóð þessi borg í hringiðu þeirra sviptinga, sem flétta ervrópska sögu. Prag getur aldrei orðið annað en hluti, jafnvel miðpunktur þeirrar vestrænu arf- leifðar eins og við þekkjum hana besta. í þessu tilliti er kommúnisminn eins og hráslagaleg mótsögn við allt sem setur sterkastan svip á þessa borg. Ytri umgjörðin, meistaraverk byggingarlistar, drottnunarvald kirkjunnar og yfirstéttarlegur blær er ríkjandi. Jafnvel venjulegt hótelherbergi er útflúrað í hólf og gólf, minjar keisaratímans og hirðarinnar, og verslunarhús sem íbúðarhús elstu borgarhverfanna eru þar ýmist í barok- eða gotneskum stíl, eins og ekkert sé sjálfsagðara. í borginni eru 140 kirkjur, sum- ar hinar glæsilegustu, þótt minna fari fyrir kirkjusókn á seinni árum, a.m.k. ekki af þeim, sem hyggja á frama eða velþóknum flokksins. Flokkurinn ræður ferðinni Mótsögn kommúnismans þarf ekki að vera í neikvæðri merkingu að öllu leyti. Sennilega hefur stéttaskipting hvergi verið meiri á öldum áður, eignir og auðæfi í eiga meir en eina íbúð, en mestur fjöldinn býr þó í húsnæði ríkisins, fyrir tiltölulega litla greiðslu, og er leigan ákveðin með hliðsjón af stærð íbúða og upphitun, en ekki staðsetningu eða markaðsverði. Laun manna eru ekki há. Miðaldra kona, sem tók til á hótelinu frá kl. 7—3, hafði um 45 þús. kr á mánuði og maður hennar, iðnaðarmaður, fékk helmingi meira eða um 90 þús. kr. Matur virtist hins vegar ódýr, svo og klæðnaður, sem var fábrotinn og litlaus. I einstaka verslunum fékkst frambærilegur tískuklæðnaður, en meginþorri kvenna klæddist fötum, sem kven- fólk á Vesturlöndum léti ekki bjóða sér. í bókabúðum og kioskum fengust aðeins sósíalískar bók- menntir og blöð, en á hótelum mátti fá keypt nokkurra daga gömul dagblöð að vestan. Þó tókst mér aldrei að verða mér úti um bresk blöð þá daga sem ég dvaldi í Prag, enda þótt glaðlegur og lipur hótelvörðurinn byggist við þeim á hverjum degi. Sjálfsagt er hann enn að bíða. Tæknileg stöðnun Útvarp hafði ég á hótelinu en aðeins eina stöð, sem boðaði greinilega fagnaðarerindið kvölds og morgna. Aðrar stöðvar voru hins vegar ekki finnanlegar þarna miðsvæðis í Evrópu. Sjónvarp hafði ég ekki, en mér var sagt að í Prag a.m.k. væri aðeins um eina stöð að velja, og enginn samferða- manna minna sá litasjónvarp. Má reyndar gera ráð fyrir því, að slíkur lúxus hafi enn ekki haldið innreið sína í þetta land, enda ekki lengur um það deilt, að helsta áfall kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu er hversu tækni- lega þau hafa dregist aftur úr Vesturlöndum. Þetta kemur fram á flestum sviðum og júgóslavneskur diplomat, sem ég átti tal við, hélt því stoltur fram, að Júgóslavía væri einmitt að síga mjög fram úr kommúnistaríkjunum vegna breytts skipulags i framleiðslu og atvinnumálum. Starfsmenn fyrir- tækja njóta góðs af afköstum og neyslugæðum framleiðslunnar þar í landi í hærri launum á sama tíma og einstrengingsleg hollusta við marxískar fræðikenningar valda stöðnun og afturför í Sovét og leppríkjum þeirra. Öllum þeim sendiráðsstarf- mönnum, vestur-evrópskum stjórnmálamönnum og þarlendum mönnum, sem um það vildu tjá sig og ég átti tal við, bar saman um, að Tékkóslóvakía væri hernumið land og að rússneska spenni- treyjan væri fastar reyrð en nokkur sinni fyrr. Þeim bar og saman um það, að fólk teldi það algjörlega þýðingarlaust að gera uppreisn á nýjan leik í líkingu við vorið 1968. Þar með er ekki sagt, að þjóðir Tékkóslóvakíu hafi sætt sig við kommúnismann, en það er því miður vonlítil og hnípin þjóð, sem gengúr um Wenceslás-torg þessa dagana. Stríðshrjáðar þjóðir Tilefni farar minnar til Prag var vorfundur Alþjóða þingmanna- sambandsins. Þar var m.a. rætt um öryggis- og afvopnunarmál. Það vantar ekki friðarhjal og einlægar yfirlýsingar. Einn daginn hlýddi ég á 39 ræður, þar sem hver ræðumaðurinn á fætur öðrum lýsti friðarvilja sínum, og að í raun og veru stæði ekkert í vegi fyrir eilífum friði á jörðu annað en yfirgangur og stríðsásetningur allra hinna — ergo: vígbúnaðar- kapphlaupið heldur áfram af fullum krafti. Menn standa með steytta hnef- ana: Arabar og ísraelsmenn, víet- nam og Kambódía, Austur- og Vestur-Evrópa. Meðal þeirra þjöð- þinga, sem nú fengi aðild að þingmannasambandinu voru Bangladesh, Vietnam og Mosam- bique. Þrjár stríðshrjáðar þjóðir. Fulltrúar Uganda voru víðsfjarri, þingmenn frá Chile hafa ekki sést í _ nokkur ár, ýmist í útlegð eða fangelsum. Þetta er ástandið í dag, hvernig verður það á morgun? Og hvernig væri það, ef fulltrúar hinna ólíku þjóða hefðu ekki tækifæri til að skiptast á skoðunum eins og á fundum sem þessum. Einasta von- in felst í því að eyða fordómum og fjandskap þjóða í milli, opna landamæri og auka tengsl og upplýsingastreymi milli fólksins sjálfs. Venjulegt fólk, jafnt á íslandi sem í Tékkóslóvakíu, dreymir um frið, öryggi og frelsi. Við íslend- ingar þurfum að sætta okkur við erlent varnarlið í iandinu, þótt það sé í rauninni hlægilegt að nefna það í sömu setningu og rússneska setuliðið í Tékkó. Þar er svo ólíku saman að jafna. En báðar þjóðirnar vildu áreiðanlega án slíks vígbúnaðar vera. Þetta er óskhyggja en kaldur veruleikinn gefur ekki tilefni til bjartsýni. Afvopnunarviðræður ganga seint, og hvert skref er vegið og metið í þeirri jafnvægis- pólitík, sem leikin er í Evrópu. Ljóst er allavega, að einhliða aðgerðir af hálfu íslands með úrsögn úr Nato og brottför varnar- liðsins mundi í engu draga úr spennu eða styrjaldarhættu. Þvert á móti. Og það sem er þó alvarleg- asta áhyggjuefnið er sá nakti sannleikur, að fátt mundi koma hernumdum þjóðum Austur- -Evrópu verr, en slík riðlun í samstöðu Vesturlanda. Það mundi styrkja stöðu Sovétríkjanna og draga enn úr þeim litlu líkum sem eru á því, að þeir slökuðu á taki sínu á löndum eins Tékkóslóvakíu. Forsenda fyrir einhverjum breytingum í Tekkóslóvakíu er samstaða Vesturlanda, stöðug við- leitni þeirra til aukinna samskipta við Austur-Evrópu og samræmd afvopnun. Oki kommúnismans, frelsisskerðingunni í Austur-Evrópu verður ekki svipt af með byltingu eða nýjum uppreisnum í hernaðarlegum skilningi. En það getur gerst með hægfara þróun, þar sem lýðfrjáls- ar þjóðir Vesturlanda geta rétt fram hjálparhönd. Hlutverk okkar íslendinga í þeirri viðleitni er að styrkja samstöðu og mátt Vestur- Ianda en ekki veikja. Lögregluríki íslendingur, sem heimsækir Prag, getur haft af því dýrmæta reynslu. Mín reynsla er sú, að þú getur ekki verið hlutlaus í afstöðu til ástandsins þar. Það reyndist mér um megn, eins og þessi grein ber sjálfsagt með sér. Sú staðreynd er augljós, að fólkið í Tékkóslóvakíu á sögulega, menningarlega og pólitíska sam- leið með lýðfrjálsum löndum, hvað sem líður tímabundnu ástandi þar nú. Þar búa einstaklingar, sem geyma með sér frelsisþrá, stolt og lýðræðislega vitund, en eru drepn- ir í dróma lögregluríkis og and- legrar kúgunar. Þessar staðreyndir kalla á afstöðu hvers einasta hugsandi manns. Með eða móti. Hópur fólks hér upp á íslandi heyrir heilaga baráttu til framdráttar hinu kommúnistíska skipulagi. Það gengur mér enn verr að skilja eftir þessa stuttu ferð mína til Prag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.