Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 48
Kókaínmálið: 6 mánaða fangelsi í GÆR var kveðinn upp í sakadómi Kaupmannahafnar dómur í máli Guðrúnar Ragnarsdóttur, 25 ára, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi þar í borg síðan í byrjun marz vegna kókaínmálsins svokallaða. Var Guðrún dæmd í 6 mánaða fangelsi og kemur gæzluvarðhalds- vist hennar til frádráttar. Þegar lögreglan gerði innrásina í gistiheimilið „5 svanir" fannst nokk- urt magn fíkniefna í herbergi Guð- rúnar. Hún hefur alla tíð neitað að hafa átt efnin eða vitað um tilvist þeirra. Dómarinn, sem dæmdi í málinu, tók fram að telja mætti líklegt að Guðrún hefi átt fíkniefnin eða a.m.k. haft vitneskju um þau og hlyti hún því þennan dóm. Dómarinn tók einnig fram að líklegt mætti telja að Guðrúnu yrði sleppt eftir 4 mánuði og má telja líklegt að hún verði látin laus í júnílok. Guðrún íhugar nú að áfrýja dómn- um til Landsréttar. Farmenn: Ovíst um sáttafund SÁTTAFUNDUR í deilu farmanna hafði ekki verið ákveðinn er Morg- unblaðið ræddi við Torfa Hjartar- son sáttasemjara í gærkvöldi, en hann taldi þó ekki útilokað að fundur yrði í dag. Sagði hann að farmenn og vinnuveitendur hefðu rætt stöðuna í sínum hópum í gær. Bágborið atvinnu- ástand á NA-landi ATVINNUÁSTANDIÐ er bág- borið þessa dagana á norðaust- urhorni landsins og t.d. eru yfir 40 atvinnulausir á Raufarhöfn og að meðtöldun sjómönnum á Þórshöfn eru um þrír tugir manna atvinnulausir. Vegna íssins telja Raufarhafn- arbúar að þeir hafi orðið af 3—500 tonnum af þorski í vinnslu og sömu sögu er að segja frá Vopnafirði, Þórshöfn, Raufar- höfn og Bakkafirði í ár. Á morg- un er fyrirhugað að Hafísnefnd sú, sem Alþingi skipaði nýverið, haldi norður og kynni sér ástand- ið á þessum stöðum. Þrjár hnísur fundust í vikunni innilokaðar í ís skammt frá Rauf- arhöfn. Voru þær orðnar líflitlar og höfðu greinilega verið um tíma í vökinni. Tvær þeirra voru skotnar í gær, en sú þriðja hring- sólaði um í vökinni. Sjá opnu blaðsins: Atvinnu- ástand á Norðausturlandi. Enn landris Hér er sama þróunin stöðugt áfram, hægt landris og skjálftum fer hægt fjölgandi, sagði Kristján Sæmundsson á skjálftavaktinni í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Kvað hann ómögulegt að segja til um hvenær til tíðinda gæti dregið nyrðra, en vonandi gæfist nokk- urra klukkustunda frestur. Gaffalbitar til Rússa fyrir 250 milljómr króna UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar um sölu á 1,7 milljónum dósa af gaffalhitum að verðmæti um 250 milljónir íslenzkra króna. Það er Sölustofnun lagmetis, sem gert hefur þessa samninga við fyrirtækið Prodintorg f Sovétrikjunum. Á að afgreiða þetta magn af gaffalbitum fyrir lok júnímánaðar nk. Lagmeti hefur það sem af er þessu ári verið flutt út á vegum Sölustofnunar, fyrir 176 milljónir króna, en fram til þessa hefur ekkert verið flutt af gaffalbitum eða öðru lagmeti til Sovétríkjanna. Á sama tíma í fyrra hafði iagmeti verið flutt til annarra landa en Sovétríkjanna fyrir 98 milljónir króna. Það sem einkum hefur aukið útflutning lagmetis héðan fyrstu mánuði ársins er mikil aukning á sölu „kippers" til Bandaríkjanna. sem Norðurstjarnan í Hafnarfirði hefur framleitt. Heildarútflutningur Sölu- stofnunar lagmetis nam á síðasta ári 1,6 milljörðum króna og af því var um 70% flutt til Sovétríkjanna, að því er Morgunblaðið fékk upplýst hjá Gylfa Þór Magnússyni, fram- kvæmdastjóra Sölustofnunar lag- metis, í gærkvöldi. Lagmetis- samningar við Sovétmenn hafa undanfarin ár verið talsvert fyrr á ferðinni en nú, en það sem hefur tafið fyrir í ár, eru bótakröfur Sovétmanna vegna tveggja sendinga á gaffalbitum héðan. Samningar tókust um að Sovétmönnum yrðu bættir tæplega 10 þúsund kassar, en gallinn kom upp í hluta framleiðslu K. Jónssonar og co. hf. á Akureyri. Sá samningur, sem nú hefur verið undirritaður, er rammasamningur, en reikna má með að síðar á árinu verði samið um meira magn af gaffalbitum héðan á því verði, sem nú var samið um. Eins og áður sagði, hefur nú verið samið um 1,7 milljónir dósa, en í fyrra fóru tæplega 10 milljónir dósa af gaffalbitum til Sovétríkjanna. Framleiðendur gaffalbitanna eru K. Jónsson og co. hf. á Akureyri og Siglósíld í Siglufirði. Verksmiðjan á Grundartanga tekur til starfa: Framkvæmdir 2,3 milljörðum undir kostnaðaráætlun ÞESSA dagana er verið að leggja síðustu hönd á tæki Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga og er reiknað með að vélar verksmiðjunnar verði gangsettar fyrir vikulokin. Verið er að prófa raf- og kælikerfi verksmiðjunnar, en hráefni til vinslunnar er komið á Grundartanga. Þá standa yfir þessa dagana samningar þeim sé að ljúka. Áætlað er að það fullum afköstum. Að sögn Jóns Sigurðssonar for- stjóra Járnblendiverksmiðjunnar eru framkvæmdir á staðnum nú um fjórum vikum á eftir áætlun. Hins vegar eru framkvæmdirnar talsvert undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 321 milljón norskra króna. Framkvæmdakostnaður nemur nú um 285 milljónum norskra króna, í íslenzkum krónum munar því um 2,3 við starfsfólk og standa vonir til að taki um mánuð að verksmiðjan nái milljörðum íslenzkra króna, eða 36 milljónum norskum. Framkvæmdir á Grundartanga hófust af krafti vorið 1977, þó svo að undirbúnirbúningsvinna hafi byrjað 1975. Raunverulegur byggingartími á Grundartanga er því um tvö ár. Nú starfa um 180 manns á Grundar- tanga, þar af eru um 80 frá verktök- um. Síðari ofn verksmiðjunnar á að taka til starfa í september 1980. r Olafur Jóhannesson um farmannadeiluna: „Athugað hvort stjórnin á að hafa afskipti af deilunni” „Stjórnin getur ekki látið deiluna afskiptalausa,” segir Magnús Magnússon „ÞAÐ verður auðvitað skoðað,“ sagði Ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort ríkisstjórnin myndi hafa afskipti af farmannadeil- unni. „Það eru ætíð brýnar ástæður fyrir því að hafa góðar samgöngur á sjó hér við land og þær eru sérstaklega brýnar núna vegna þess að hafís hefur sums staðar truflað samgöngur," sagði Ólafur Jóhannesson. Hann sagði enn- fremur að ríkisstjórnin hefði ekki rætt þetta mál ennþá en myndi væntanlega gera það innan skamms. Aðspurður um það með hvaða hætti ríkisstjórnin gæti haft afskipti af deilunni kvaðst forsætisráðherra ekkert geta um það sagt á þessu stigi. „Frá mínum bæjardyrum séð getur ríkisstjórnin ekki látið far- mannadeiluna afskiptalausa þeg- ar fyrir liggur að það þarf að koma 12 þúsund tonnum af vörum til hafíssvæðanna, mestmegnis áburði," sagði Magnús Magnússon félagsmálaráðherra í samtali við Mbl. í gær. „Sá tími fer í hönd þegar ekki er hægt að nota vegakerfið og að mínu mati er ekki hægt að láta svona deilu bitna á fólkinu úti á landi. Ég þekki persónulega vel til ástandsins í Vestmannaeyjum, en þar verður orðið mjólkurlaust strax á fimmtudag og kjötlaust í vikulokin. Það er ekki hægt að láta það viðgangast að heilu byggðalögin svelti inni.“ Aðspurður um það með hvaða hætti ríkisvaldið gæti gripið inn í deiluna sagði félagsmálaráðherra að ríkisstjórnin gæti beitt sér fyrir frestun verkfallsaðgerða með samkomulagi milli aðila eða án slíks samkomulags. „En þessi stjórn frekar en aðrar stjórnir myndi ekki gera slíka hluti að gamni sínu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.