Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 27 Sædýrasafnid: Grindverk sett upp fyrir framan ljónabúrið ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja upp grindverk fyrir framan ljónabúrið í Sædýrasafninu í Hafnarfirði til þess að koma í veg fyrir slys eins og það sem varð á dögunum, þegar ljónynj- an stórslasaði konu, sem farið hafði inn fyrir varnargirð- inguna. Þeirri varnargirðingu sem fyrir er verður breytt þannig að fólk getur ekki smeygt sér á milli rimlanna. Ofan á grind- verkið verður svo sett gler og verður þessi varnarbúnaður 1.70 metrar á hæð. Standa vonir til þess að framkvæmdum verði lokið um helgina. Á meðfylgjandi mynd Krist- jáns ljósmyndara má sjá að- stæðurnar við ljónabúrið eins og þær eru núna. Glerið verður sett ofan á grindverkið sem sést á myndinni og verður ljónabúrið þá varið eins og apabúrið, sem sjá má fjær á myndinni. Mbl. fékk þær upplýsingar í gær, að líðan konunnar, sem ljónynjan slasaði væri eftir atvikum góð. Konan liggur á Borgarspítalanum. Stigakerfi við lóða- úthlutun í Reykjavík SAMÞYKKTAR hafa verið í borgarráði nýjar reglur um lóðaúthlutanir í Reykjavík og eru í þeim gefnir punktar skv. sérstöku kerfi og ganga þeir fyrir um úthlutun sem flesta punkta hafa samkvæmt þessu kerfi. Hjörleifur Kvaran hjá lóðanefnd Reykjavíkur kvað þessar úthlutunarreglur í meg- inatriðum vera staðfestingu á þeim reglum, sem farið hefði verið eftir undanfarin ár. Væri kveðið nánar á um ýmsa þætti, en meginreglan væri sem fyrr að búseta í Reykjavík svo og atvinna þar væru veigamikil skilyrði fyrir lóðaúthlutun. Hjörleifur kvað það m.a. nýtt í reglunum að maki gæti áunnið stig til úthlutunar, en það hefði ekki skipt máli áður, og kvað hann þessar nýju reglur verða endur- skoðaðar eftir að úthlutað hefði verið samkvæmt þeim, eins og gera á nú í vor. Sagði Hjörleifur að næst yrði hugað að gerð nýrra umsóknareyðublaða og úthlutað samkvæmt hinum nýju reglum samþykkti borgarstjórn þær eins og allt bendi til. Við meðferð þessara úthlutun- arreglna í borgarráði hlutu þær 3 atkvæði en Birgir ísl. Gunnarsson og Albert Guðmundsson óskuðu m.a. bókað, að hinar margþættu aðstæður lóðarumsækjenda hiytu alltaf að koma til huglægs mats borgaryfirvalda. Síðan segir orð- rétt í bókuninni: í hinum nýju reglum er gerð tilraun til að gefa umsækjendum stig fyrir ýmis atriði, sem snerta aðstæður þeirra, t.d. búsetu, at- vinnu í borginni, húsnæðisaðstæð- ur o.fl. Þó að tilraun þessi sé góðra gjalda verð, teljum við að á slíku kerfi séu gallar, sem gætu leitt til mjög ósanngjarnar og óeðlilegrar niðurstöðu. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Lokasamningar um kaup Flug- leiða á nýrri Boeing 727—200 FULLTRÚAR frá Bocing-verk- smiðjunum eru nú staddir hér á landi til að ganga frá samningum við Flugleiðir um kaup fólagsins á nýrri þotu, Boeing 727-200. (írn Ó. Johnson forstjóri Flugleiða sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi. að áætlað væri að félagið fengi flug- vélina í júní 1980, en verð hennar er um 16 millónir dollara, sem eru jafnvirði um 5 milljarða íslenzkra króna á núverandi gengi. Örn sagði að Flugleiðir hefðu verið búið að panta afgreiðslunúmer og tíma hjá Boeing-verksmiðjunum og þarf að ganga frá endanlegum samningum nú fyrir lok aprílmánað- ar. Sagði Örn að nú væri einmitt verið að leggja lokahönd á þá samningsgerð, þar sem allur tækja- búnaður vélarinnar er m.a. ákveðinn. Munurinn á þessari nýju þotu og þeim, sem Flugleiðir eiga fyrir af gerðinni Boeing 727, er í meginatrið- um sá, að nýja vélin er lengri og tekur um 160 farþega á móti 126. Hún er þarafleiðandi búin öflugri hreyflum og endurbættum tækjum. Örn sagði að eins og mál stæðu í dag væri gert ráð fyrir þessari vél sem hreinni viðbót við vélakost Flugleiða, en endanleg ákvörðun þar um yrði tekin síðar og þá í ljósi þeirra staðreynda, sem þá blasa við varðandi rekstur félagsins. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Samkór söngmót SAMKÓR Selfoss mun taka þátt í söngmóti í Noregi í júní n.k. ásamt 21 kór víðs vegar að frá Noregi. Lagt verður af stað 4. júnf. Kóramótið verður í Sarpsborg þann 10. júní. Samkór Selfoss verður gestur tveggja kóra í Nor- egi, Sangkoret Harpen í Fredriks- stad og Bygdelagskoret í Ósló, sem var hér á ferð árið 1977 og heim- sótti þá meðal annars Samkór Selfoss. • • Oxulþungi markaður ÞUNGATAKMARKANIR eru nú í gildi á langflestum þjóðvegum landsins og er víðast takmarkað við 7 tonna þunga en t.d. í Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi AÐALFUNDUR Norræna félagsins í Kópavogi verður haldinn í kvöld kl. 20:30 í Kársnesskóla. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sérstök kynning á Færeyjaferðum Norræna félagsins í sumar. Jóhanna Trausta- dóttir kennari mun sýna litskyggnur frá Færeyjum og skýra þær. Um páskana bjuggu nokkur grænlenzk börn á heimilum stjórnarmanna félagsins, þau eru frá Angmagsalik, vinabæ Kópavogs. Nýlega hélt félag- ið sérstaka barnavöku sem þótti takast vel. Selfoss á 1 Noregi Ákveðnir hafa verið fimm tónleikar hjá Samkórnum nú í vor, fimmtudaginn 26. apríl, föstudag- inn 27. apríl og þriðjudaginn 1. maí á Selfossi, 3. maí í Árnesi og 10. maí í Félagslundi í Gaulverja- bæ. Einsöngvari með kórnum er Sigurður Bragason, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari Geirþrúður Bogadótt- ir. Formaður Samkórs Selfoss er Katrín Kristjánsdóttir. víðast tak- við 7 tonn Ísaíjarðarsýslum við 5 tonna öxulþunga. Að sögn Hjörleifs ólafssonar vegaeftirlitsmanns er ástand vega allgott. en aðgerðir þessar miða að því að fyrirhyggja skemmdir og kvað hann ekki vitað til neinna. Byrjað var í gær að moka snjó af Möðrudalsöræfum svo og á veginum frá Mývatni að Gríms- stöðum á Fjöllum, en nokkrir aðrir fjallvegir eru enn lokaðir vegna snjóa t.d. Þorskafjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði, Axarfjarðar- heiði, Lágheiði og vegurinn að Árnesi er einnig lokaður enn. Hjörleifur kvaðst búast við að 2—3 daga tæki að moka Möðrudalsör- æfin, en vinna við ruðning hefði hafist nokkru seinna en ráðgert var vegna slæms veðurs. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Vegna mjög hagstæöra ínnkaupa á töluveröu magnl af gólfteppum getum vlö nú boölö, betra verö en nokkru slnnl fyrr. Lítið vid í Litaveri 0ví Það hefur ávallt borgaö sig. mia y H > < m LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.