Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 17 Þetta er Jörundur, elsti nautkálfurinn í Hrísey, sem nú er að verða tveggja ára. Myndin er tekin er hann var níu mánaða. Tveir elstu kálfanna í Hrísey, er þeir voru átta til níu mánaða gamlir. Þeir verða tveggja ára í sumar, og er nú verið að taka sæði úr þeim sem væntanlega verður notað í landi síðar í sumar. Gripirnir sjálfir verða ekki fluttir úr eynni, aðeins djúpfryst sæði. um og var þeim öllum lógaö, utan einum kálfi af Galloway- kyni sem var fluttur í land. Ut af honum er kynið í Gunnars- holti komið, en það er daufari blanda en nú er veriö að rækta í Hrísey. Þaö hefur þó verið notað hér, og bændur hafa getað fengið sæði úr nautum af því kyni, bæði frá Nautastööinni á Hvanneyri og frá nautastööinni sem rekin er að Þorleifskoti við Laugar- dæli. Nautin sem ræktuö eru á Egilsstööum á Héraöi sagði Jónas einnig vera komin frá Gunnarsholti. Varðandi gagnrýni sem fram hefur komið á ræktun nauta af Gallowaykyni hér á landi, sagði Jónas að menn gætu aö sjálfsögðu gagnrýnt lögin, en í lögunum segöi beinlínis, þar sem fjallaö væri um innflutning búfjár, að aö- eins væri heimiiaöur innflutn- ingur þessa eina kyns. Mörg önnur kyn væru að sjálfsögöu til, en fráleitt væri að segja að hætt væri að rækta Galloway- naut, það væri gert á ákveön- um svæöum í Skotlandi, þar sem það væri ríkjandi kyn, þó aö önnur væru ríkjandi kyn á öðrum stööum. — Kvaðst Jónas ekki vilja leggja neinn dóm á ágæti þessara stofna, um það mætti vafalaust deila endalaust, en ástæöa þess aö Gallowaynaut urðu fyrir valinu væri væntanlega sú að fyrir voru í landinu blendingar af því kyni. „Aldroi vcrður um það að ræða að gripirnir verði látnir ganga úti að vetrinum, og höfum við því ekkert við harðgert kyn að gera.“ Hrísey. Þeir byrjuðu með ís- lenskar kvígur, kálfa sem þeir fengu suður í Mýrdal. Fæ ég aldrei skilið af hverju ekki voru teknir sterkari blendingar frá Gunnarsholti, þar sem einkenn- in eru nokkuð glögg. Auðvitað átti ekki að binda sig við eitt ákveðið kyn, og ekki hafa komið fram nein rök sem styðja þá ákvörðun. Vissulega er það álveg rétt sem sagt er, að Gallowaykynið hefur bætt kjöt- kost íslenska kynsins, en ís- lenska kynið er bara svo hold- skarpt að öll kyn hljóta að bæta það. — Ekki hvað síst Hereford sem er mikið notað til blend- ingsræktar við mjólkurkýr." — Nú líður talsverður tími þar til stofninn frá Hrísey verð- ur kominn hreinræktaður til bænda. — Hefði að þínum dómi mátt fara aðra leið og fljótvirk- ari? „Jú, það hefði skilyrðislaust átt að fara aðra leið, og hefði mátt hafa fleiri kyn með þeirri aðferð. Komin er tækni til að flytja á milli frjóvguð egg. Þá yrði kýr af hreinu kyni erlendis sædd með hreinu kyni, og eggið þannig frjóvgað. Síðan er eggið tekið úr henni og það flutt í íslenska kú, en hægt er að flytja frjóvguð egg með þessum hætti milli landa. — Þá hefði fæðst hreinræktaður kálfur af holda- kyni, sem hefur ekkert af erfða- eiginleikum íslenska kynsins. Þannig væri á einu ári búið að fá hreinræktað kyn. Þetta hefði ekki þurft að vera neitt stór- fyrirtæki, auðvelt hefði verið að fá til þessa verks sérmenntaðan mann. Með þessari aðferð hefði átt að taka inn fleiri kyn, og gera á því samanburð hvernig þau blandast við íslenska kynið. Þá hefðu bændur getað fengið hreint sæði eftir svo sem tvö ár. Þetta var ekki gert, og fæst ekki á því nein skýring. Hafa ber í huga, að kostnaður við stöðina í Hrísey hlýtur að vera gífurlegur, þó ég hafi að vísu ekki tölur um það. Og nú erum við komnir í haust með sæði, sem er lítið betra en það sem fá má frá Gunnarsholti." - AH. V elti bílnum og hvarf af vettvangi Á SJÖUNDA tímanum s.l. þriðju- dagsmorgun veittu menn því athygli að Fíat-fóiksbiíreið hafði oltið út af Norðurströnd á Seltjarnarnesi og skemmst tals- vert en ökumaðurinn var á bak og burt. Lögreglan var kölluð til að rannsaka málið og hafði hún uppi á eiganda bifreiðarinnar. Kvaðst eigandinn ekki hafa ekið bílnum þegar þetta gerðist heldur hefði bróðir hans haft bílinn til umráða. Lögreglan hafði uppi á bróður eigandans fljótlega á eftir. Var hann sofandi heima hjá sér og var hann undir áhrifum áfengis. Hann viðurkenndi að hafa velt bílnum en kvaðst ekki hafa byrjað að neyta áfengis fyrr en eftir að hann kom heim til sín úr ökuferðinni. Ber honum ekki saman við framburð vitna, sem segja að maðurinn hafi neytt áfengis kvöldið áður. Málið er í rannsókn. Íslendingar og Færeyingar; Jákvædar vid- ræður í Genf VIÐRÆÐUR íslendinga og Færeyinga hér í Genf hafa verið mjög jákvæðar og í anda þeirrar samvinnu, sem ríkt hefur á milli þjóðanna síðastliðin 15—20 ár, sagði Erlendur Patursson einn fulltrúi Færeyja á Ilafréttarráð- stefnunni í Genf, er Morgunblað- ið ræddi við hann í gær. Sagði hann að í viðræðum fulltrúa þjóðanna í gærmorgun hefði verið rætt í stórum dráttum um sameiginlega hagsmuni íslend- inga og Færeyinga. Sagðist hann hafa lagt til, að áður en næsti fundur Hafréttarráðstefnunnar hæfist í New York í júlímánuði kæmu sendinefndir þjóðanna sam- an til fundar annaðhvort í Þórs- höfn eða Reykjavík. Enginn ágreiningur væri á milli íslend- inga og Færeyinga um þessi mál, enda lægju fyrir samþykktir Ál- ingis Islendinga og Lögþings Færeyinga um hvernig staðið skyldi að landgrunnsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.