Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979
21
Rúmir 9 milljarðar
í lán á síðasta ári
Húsnæðismálastofnun ríkisins:
Á SÍÐASTA ári námu lánveitingar Húsnædismálastofnunar ríkisins
samtals 9.163.1 milljón króna til byggingar og/eða kaupa á 4.653
íbúðum. Var hér um að íða lánveitingar úr Byggingarsjóði ríkisins og
Byggingarsjóði verkamanna, sem og af hinu sérstaka framlagi
ríkissjóðs til nýbyggingar íbúða í stað heilsuspillandi húsnæðis.
Árið 1978 námu lánveitingar úr
Byggingarsjóði ríkisins samtals
8.640.0 milljónum króna til bygg-
ingar og/eða kaupa á 4278 íbúðum.
Var þar um að ræða venjuleg
íbúðarlán úr Byggingarsjóði,
framkvæmdalán, er breyttust í
föst lán á árinu, og lán til nýbygg-
ingar íbúða í stað heilsuspillandi
húsnæðis, sem lagt er niður. I
þessum lánaflokki voru svokölluð
F-lán, eða frumlán og viðbótarlán,
veitt vegna 1883 íbúða, samtals
5.198.6 milljónir króna. G-lán til
kaupa á eldri íbúðum voru veitt
vegna 1897 íbúða, samtals 1.532.3
milljónir króna.
Á árinu 1978 námu lánveitingar
úr Byggingarsjóði verkamanna
samtals 523.1 milljónum króna.
Þar af voru kr. 514.989.935.00
veittar til smíði 371 íbúðar í nýjum
verkamannabústöðum og kr.
8.079.485.00 vegna endursölu
fjögurra eldri íbúða. Lánin fóru til
12 sveitarfélaga.
Frá því að lögin um Byggingar-
sjóð verkamanna og verkamanna-
bústaði tóku gildi vorið 1970 hefur
verið hafin bygging á samtals 842
íbúðum í verkamannabústöðum í
25 byggðarlögum í landinu. Meiri-
hluti þessara íbúða er í notkun, um
sl. áramót voru 274 íbúðir í bygg-
ingu í verkamannabústöðum í
landinu.
Á árinu 1978 komu til útborgun-
ar lánveitingar úr Byggingarsjóði
ríkisins samtals að fjárhæð 8.894.2
milljónir króna. Til samanburðar
má geta þess, að á árinu 1977
komu til útborgunar 6.141.0
miiljónir króna. Nemur því aukn-
ingin 44,8%. Lánveitingarnar á sl.
ári skiptust þannig:
Ástæðan fyrir því, að hærri
fjárhæð kom til greiðslu á síðasta
ári en veittu lánsfé nam er sú, að á
árinu voru greidd lán, sem veitt
voru til greiðslu 1977, en voru ekki
hafin fyrr en á síðasta ári.
bessar ungu stúlkur frá Akranesi söfnuðu 30 þúsund krónum á
hlutaveltu til styrktar sundlaugarbyggingu Sjálfsbjargar, sem
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur staðið fyrir. Nöfn þeirra eru:
Helma Hreinsdóttir, bórdís Á. Örnólfsdóttir, María Gústafsdóttir,
Ágústa H. Gústafsdóttir, Björgheiður G. Jónsdóttir og Guðmunda .1.
Jónsdóttir.
Mál Hreggviðs gegn
borginni dómtekið í dag
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —
100% ull
einnig
100% nylon
20 mismunandi stærðir frá 0,60—120m til 3—3,90m
Verð mjög hagstætt
Lítiö viö í
Litaveri,
því Þaö hefur
ávallt borgað sig.
Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Simi 82444.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER
Með hækkandi sól fara íslenskir gróðurhúsaávextir
að koma á markaðinn á ný, tómatar agúrkur og fleira
góðgæti. Þessa mynd tók Sigurður Sigmundsson í
Syðra-Langholti í gróðurhúsi á Flúðum, þar sem
ungur garðyrkjumaður, Axel Thorsteinsson að nafni,
heldur á fyrstu uppskerunni á þessu vori.
Fyrirlestur í
Norræna húsinu
VEGNA 500 ára afmælis Kaup-
mannahafnarháskóla hefur
Norræna húsið boðið nýkjörnum
rektor Hafnarháskóla, prófessor
Erik Skinhöj, og prófessor Svend
Ellenhöj að koma til íslands.
Svend Ellenhöj mun halda fyrir-
lestur í Norræna húsinu á morgun,
fimmtudag, um sögu Hafnar-
háskóla og þróun hans gegnum
aldirnar. Ellenhöj hefur áður gist
Norræna húsið en hann er
prófessor í sögu við Hafnar-
háskóla. Hann hefur skrifað mörg
rit um eldri tímabil í sögu Dan-
merkur og er nú aðalritstjóri þess
ritverks sem Hafnarháskóli mun
gefa út í tilefni 500 ára afmælis-
ins.
Erik Skinhöj, hinn nýkjörni
rektor Hafnarháskóla og prófessor
í taugasjúkdómafræði, mun verða
viðstaddur fyrirlesturinn og einnig
þann sem dr. Jakob Beneditsson
flytur er Háskóli íslands minnist
afmælis Hafnarháskóla sunnudag-
inn 29. apríl n.k.
Kaupmannahafnarháskóli 500 ára:
MÁL Hreggviðs Jónssonar gegn
borgarstjóranum í Reykjavik fyr-
ir hönd Borgarsjóðs Reykjavíkur
verður dómtekið í bæjarþingi í
dag. Eins og fram hefur komið í
fréttum höfðar Hreggviður mál
þetta til að fá fullar verðbætur á
laun eins og þær eru skilgreindar
í kjarasamningi ASÍ og vinnu-
veitenda frá 22. júní 1977.
I greinargerð með stefnu sinni
segir Hreggviður svo, en hann
flytur mál sitt- sjálfur: „Borgar-
stjórn Reykjavíkur, sem fer með
æðsta vald í borgarmálum, tók
ákvörðun 15. júní 1978, sem vera
skyldi starfsmönnum borgarinnar
til mikilla hagsbóta varðandi laun.
Það er almenn regla, að þegar
opinberir aðilar taka slíkar
ákvarðanir mönnum í hag, er ekki
hægt að taka þær til baka að hluta
eða öllu leyti eftir geðþótta og
einhliða. Gildir það gagnvart
starfsmönnum Reykjavíkurborgar
í því máli, sem hér liggur fyrir, og
alveg sérstaklega verður að undir-
strika, að það hefur ekki einu sinni
verið reynt að draga ákvörðun
borgarstjórnar formlega til baka,
heldur er það gert með undanþágu
og útúrsnúningi varðandi efni
hennar."
Síðar í greinargerðinni segir
Hreggviður: “.. .borgarstjórn telur
sig hafa borgað þær verðbætur,
sem á vantar, með því einu að vísa
til lagaákvæðis um félagslegar
umbætur o.fl., sem án allra út-
reikninga eða rökstuðnings eru
metnár til vísitölulækkunnar. Það
er nákvæmlega í þessu atriði, sem
skekkja borgarstjórnar liggur. Það
dæmi gengur ekki upp að lofa
fullum verðbótum „skv. ákvæðum
kjarasamninga" og ætla síðan að
greiða þær með félagslegum
umbótum, sem hvergi er minnst á í
kjarasamningum."
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins:
Samkomulag ríkisstjórnar-
innar við BSRB verði fellt
Á FUNDI Verkalýðsráðs Sjálf-
stæðisflokksins nú um helgina
var svohljóðandi ályktun sam-
þykkt samhljóða:
„Aðalfundur Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins, haldinn 21.
og 22. apríl 1979, telur óeðlilegt, að
falla frá umsömdum kjarasamn-
ingum í skiptum fyrir loforð um
nánast óskilgreindar breytingar á
samningsrétti. Reynsla opinberra
starfsmanna er slík af vinstri
stjórnum í réttindamálum að ekki
er hægt að mæla með slíkum
skiptum. Því skorar aðalfundurinn
á allt Iaunafólk innan BSRB að
fella þá samninga, sem gerðir voru
milli stjórnar BSRB og ríkisins um
niðurfellingu 3% áfangahækkun-
ar. Enn fremur mótmælir aðal-
fundurinn gerræðislögum for-
sætisráðherra um efnahagsmál,
þar sem grunnkaupshækkanir eru
í fyrsta skipti afnumdar án bóta
eins og dæmið um bankamenn
sannar.“