Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1979
Ekkert stórstökk
í framkvœmd-
um í Breiðholti
- þrátt fyrir loforð borgarstjórnarmeirihlutans
Framfarafélag Breiðholts III gekkst fyrir fundi með
Birgi ísleifi Gunnarssyni og Sigurjóni Péturssoni í
Fellahelli mánudaginn 9. aprfl. Fundarstjóri var Atli
Heimir Sveinsson.
Hægari íjölgun
Sigurjón Pétursson sagði í
inngangsræðu sinni, að fjölgun í
Breiðholti III væri talsvert hægari
nú en áður. Hverfið væri nær
fullbyggt og yrði það sennilega
1980.
Sundlaugin
Sigurjón sagði, að framkvæmdir
við útisundlaug hefðu dregist og
borgarstjórnarmeirihlutinn hefði
skorið niður framkvæmdir við
hana bæði í fyrrasumar og einnig
við gerð fjárhagsáætlunar. Fyrir-
hugað væri nú, að henni yrði lokið
1982, en sennilega yrði eitthvað
fyrr hægt að taka sundlaugina í
notkun. Líklega mundi sundlaugin
kosta alls um 600 milljónir.
Starísvellir
Framfarafélagið hefur sett fram
óskir um starfsvelli í hverfinu.
Sigurjón sagði, að fjölgun starfs-
valla væri ekki á áætlun, en sér
kæmi ekki óskin á óvart vegna
þess hve vinsælir þeir væru.
Dagvistunarstoínanir
Sigurjón sagði, að nú væri pláss
fyrir 116 börn á dagheimilum og
300 börn á leikskólum í hverfinu.
Þá væru fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við Iðufell og Fálkabakka
við dagvistunarstofnanir. Þá yrði
rými fyrir 600 börn á dagvistunar-
stofnunum þarna.
Hólabrekkuskóli
Sigurjón sagði, að annar áfangi
skólans yrði tekinn í notkun í
haust, en þriðji áfangi haustið
1981.
Heilsugæzlustöd
Sigurjón sagðist efast um, að sú
heilsugæzlustöð sem teiknuð hefði
verið með staðsetningu í Mjódd-
Birgir ísleifur Gunnarsson:
Stjómleysi meirihlutans
er verulegur hluti af fjár-
hagsvanda borgarsjóds
Birgir ísleifur Gunnarsson:
„Það átti að verða líf í tuskunum, ef meirihluti sjálfstæðis-
manna félli — annað hefur þó komið í ljós og ekkert mark er
takandi á afsökunum vinstri rnanna"
Kosningar eru
kjarabarátta
Birgir ísleifur sagði, að nú væru
liðnir ellefu mánuðir síðan
meirhluti svokallaðra vinstri
manna hefði tekið við. Þeir vinstri
menn hefðu rekið kosninga-
bááttuna á slagorðinu „kosningar
eru kjarabarátta". Á þeim grund-
velli hefðu forystumenn Alþýðu-
bandalagsins haldið umræðum.
Loíord Alþýðubandalagsins
... og svik
Birgir ísleifur Gunnarsson
minnti á, að Alþýðubandalagið
hefði gefið hátíðleg loforð um
fullar verðbætur á laun. En strax
15. júní hefði borgarstjórnarmeir-
hlutinn undir forystu Alþýðu-
bandalagsins ákveðið að standa
ekki við gefin loforð heldur greiða
skerta verðbótavísitölu.
Götótt gagnrýnin
Birgir Isleifur Gunnarsson
sagði, að þegar fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins hefðu gefið sér tíma
til að ræða um borgarmál fyrir
kosningarnar í fyrra hefði ávallt
eitt komið út úr málflutningi
þeirra. Alþýðubandalagsmenn
hefðu alltaf fullyrt, að of lítið væri
gert. Þeir hefðu haldið því fram,
að hjá borginni væri allt í ólestri.
Raunin hefði verið önnur.
Líí í tuskunum
Núverandi meirihfyti hefði
haldið því fram, að eina leiðin til
bóta væri að fella sjálfstæðismenn
úr meirihluta borgarstjórnar. Ef
svo færi, þá yrði nú aldeilis líf í
tuskunum. Ekki hefði annað verið
skilið en barnaheimili myndu bók-
staflega spretta upp. Það sem
borgarstjórnarmeirihlutinn hefði
lofað væri nú á leið í þveröfuga átt
við fyrri fullyrðingar.
Stórátak
Birgir íslefur Gunnarsson
sagðist viðurkenna, að vissulega
hefði margt mátt betur fara í
borginni og auðvitað Breiðholti III
V arhugaverdur
íþróttavöllur í
Breiðholti III
Sigurjón Pétursson sagði að
íþróttahús við Fjölbrautaskól-
ann og Hólabrekkuskóla yrðu
vart reist næstu tvö ár. Fram
kom, að vallarhús við íþrótta-
völlinn er ekki á áætlun og
spunnust af því allsnarpar um-
ræður milli Ragnars Magnús-
sonar, Sigurjóns Péturssonar,
Kristjáns Benediktssonar og
Birgis ísleifs Gunnarssonar
vegna greiðslufyrirkomulags á
mannvirkinu. Kvartað var yfir,
að við lægi, að hættulegt væri að
leika á vellinum því gamall
grunnur væri að koma upp úr
miðjum vellinum. Frá einum
fundarmanna kom athugasemd,
að illa væri gengið um völlinn og
ættu þeir kröfuhörðu að reyna
að bæta umgengni þeirra sem
notuðu völlinn áður en meira
væri heimtað. Hjá Sigurjóni
kom fram að unnið er að bygg-
ingu félags- og menningarmið-
stöðvar sem Framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar hyggst gefa
og mun borgin á næsta ári
væntanlega veita fé til lokafrá-
gangs þar.
Sigurður Bjarnason sagði að
mjög slæmt ástand væri oft við
Fellagarða í Breiðholti og taldi
nauðsyn á, að borgaryfirvöld
tækju á þeim vanda sem væri
þegar unglingar söfnuðust þar
saman á kvöldin. Nefndi Sigurð-
ur, að um sl. áramót hefðu rúður