Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 46
46 Fer Geir til ítalíu? Hefur fengió gott tilboð um að þjálfa og leika þar með ítölsku 1. deildar liði IIINN landskunni handknatt- leiksmaður Geir Hallsteinsson, markakóngur nýafstaðins ís- landsmóts 1' handknattleik, hefur fengið afskaplega freistandi til- boð um að gerast þjálfari og leikmaður með ítölsku 1. deildar liði. Lið þetta heitir SSV Brixen og er frá Norður ítaliu. Er liðið eitt af bestu liðum á Ítalíu og er nú sem stendur í 3. sæti í 1. deildar keppninni. Alls leika 14 lið í 1. deildinni á Ítalíu og leika allir heima og heiman þannig að leikið er um alla ítaliu. Mikill hugur virðist nú vera í forráðamönnum handknattleiks- ins á Ítalíu að rífa hann duglega upp, og ætla þeir að fara að dæmi nágrannalanda sinna og kaupa erlenda leikmenn sem helst baeði leika með liðunum og þjálfa. — Þetta er nú allt í deiglunni ennþá, sagði Geir er Mbl. ræddi við hann í gær um málið. Það hafa staðið yfir bréfaskriftir milli mín og forráðamanna félagsins og þeir eru mjög spenntir að fá mig í sínar raðir. Það voru kunningjar mínir í Göppingen sem bentu þeim á að setja sig í samband við mig. Þeir hafa gert mér ákveðið tilboð sem er afar hagstætt og mjög freist- andi. Er það mun betra en gengur og gerist bæði í handknattleiknum í Þýzkalandi og á Spáni. — Það er hins vegar mikið rask fyrir mig að fara að rífa mig upp aftur með fjölskylduna, og þess vegna hef ég verið afar kröfuharð- ur. Taki ég tilboðinu verð ég bæði þjálfari og leikmaður, og þar af leiðandi fæ ég mun hærri greiðslur. Brixen er lítill bær í Norður-Italíu, og hafa þeir boðið mér að koma út f maí til þess að skoða allar aðstæður og semja enn frekar um málin. Það er eitt frægasta bjórfirma Italíu sem stendur á bak við liðið, og er bjór þessi álitinn einn sá bezti sem hægt er að fá suður þar. En hann er framleiddur í Suður-Týról. Eins og málin standa í dag er helsti ágreiningurinn sá að þeir vilja gera við mig tveggja ára samning en ég vil aðeins semja til eins árs í senn. Vonandi leysist það mál. Liðið leikur sinn síðasta leik í deildarkeppninni 22. maí og þá vonast ég til þess að geta séð liðið og kynnt mér allar aðstæður. Nú það er einnig lagt hart að mér að taka við þjálfun FH-liðsins í handknattleik og reyna að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Það er verðugt verkefni og gæti verið skemmti- legt að fást við það, komist FH í Evrópukeppni bikarhafa. Þá er keppnisferð fyrirhuguð hjá liðinu til Þýzkalands í ágúst. Hugsast getur að nokkrir ungir og efnilegir leikmenn skipti um félag og gangi í FH, en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi, sagði Geir að lokum í spjalli okkar. - þr. Mikil keppni í Harðargöngunni Árlegt og umfangsmikið göngumót á skíðum, sem kallast Harðargangan, fór fram á fsa- firði um helgina. Alls var keppt f 12 flokkum og var þátttaka og keppni í þeim öllum góð, ef frá er skilinn kvennaflokkur 19 ára og eldri, en þar voru aðeins tveir þátttakendur og annar 4 minút- um á undan hinum. Augu flestra beindust að keppninni f karla- flokki 20— 34 ára, en þar sigraði Þröstur Jóhannesson úr Ár- manni. Halldór Matthiasson úr Fram. Annars urðu úrslit í hverj- um einstökum flokki, sem hér segir. 4. (2) Ebenezer Þórarínss. A 21,41 44,39 5. (1) Hrafnkell Stefánss. 22,23 45,10 6. (3) Ásgelr Sigrurðs. S 22,35 45,44 KONUR 19 ÁRA OG ELDRI 5 KM 1. (2) Anna Gunnlaugsd. H 24,51 2. (1) HJördfs Hjartard. V 28,22 PILTAR 17 -19 ÁRA 10 KM. 1. (1) Jón Björnsson H 15,41 32,34 2. (2) Ingrvar Ágústsson V 17,24 35.35 3. (4) Sifrurjðn Sigurjónss. H 18,06 37,04 4. (3) Bjarki Bjarnason V 20,09 41.30 KARLAR 20- 34 ÁRA 15 KM 1. (1) Þröstur Jóhanness. Á 15,10 31,21 47,11 2. (2.) Halldór Matthfass. FRAM 15,39 33,35 50.05 3. (4) öskar Kárason H 16.32 33.48 50,34 4. (5) Guðjón Höskuldss. II 17 27 36,10 54,45 5. (3) Árni Aðalbj.s. H 20,57 40,55 62,04 (6) Krístján R. Guðm.s. Á 16,56 KARLAR 35 -44 ÁRA 15 KM. 1. (3) Halldór Margeirss. S 19,41 40,13 60,39 2. (1) Konráð Eggertsson S 19,23 40,13 61,13 3. (4) Elfas Sveinss. Á 20,43 42,36 65,09 4. (2) Sigurður Sigurðss. H 21,19 44,16 67,13 KARLAR 45 ÁRA OG ELDRI 10 KM 1. (5) Sig. Jónsson S 19,51 40,19 2. (4) Oddur Pítursson Á 20,34 41,43 3. (6) Gunnar Pótursson A 20,23 41,45 DRENGIR 15-16 ÁRA 5 KM. 1. (2) Krístján Kristj-ss. H 19,28 2. (3) Einar A. Yngvason Á 19,44 3. (1) Guðm. F. Jóhannsaon H 20,12 4. (4) Snorrí Sigurhjartarson H 22,32 DRENGIR 13-14 ÁRA 3 KM 1. (6) Gunnar Þór Sig.ss. Á 10,14 2. (3) Jóhann Jónasson H 11,58 3. (2) Jón Smári Valdimarss. H 13,57 4. (4) Ólafur Sigurðss. S 14,21 5. (1) Árni B. Ólafsson V 15,09 6. (5) Haraldur Júlfuss. H 16,08 7. (7) Sigurvin Samúeiss. H 16,33 DRENGIR 11-12 ÁRA 2,5 KM. 1. (4) Garðar Sigurðss. H 7,11 2. (8) Guðm. R. Krístjjis. Á 7,15 3. (7) Steinþór Gunnarss. H 7,21 4. (9) Jón Þór Ágústss. Á 7,50 5. (5) Bjarni Gunnarss. Á 7,52 6. (6) Atli Stefán Einarss. H 8,12 7. (1) Brynjar Guðbjartss. H 8,21 8. (3) Aðalsteinn Elfass. Á 8,33 9. (2) Guðjón Helgi ólafsss. H 9,03 STÚLKUR 13-15 ÁRA 2,5 KM 1. (1) Auður Yngvad. Á 9,04 2. (3) Hjördfs Gunnlaugsd. H 9,36 3. (2) Sigrún Þórólfsd. S 9,41 DRENGIR 9-10 ÁRA 1,5 KM 1. (1) Óðinn Gústafss. H 5,31 2. (3) Þórír Jakobss. V 6,57 3. (2) Árni Marfasson H 7,03 STÚLKUR 12 ÁRA OG YNGRI 1,5 KM 1. (4) Sigríður L. Gunnlaugsd. V 4,29 2. (3) Áróra Gústafsd. * H 4,45 3. (1) Sigr. G. Ásgeirsd. H 4,48 4. (2) Herdfs A. Jónsd. S 7,14 DRENGIR 8 ÁRA OG YNGRI1 KM 1. (2) Sigurður Oddsson Á 5,46 2. (1) Guðm. Steinar Sigurðss. H 6,22 3. (5)Grétar Þór Magnúss. H 7,00 4. (4) óskar Jakohss. V 7,08 • Geir Hallsteinsson í landsleik & móti Dönum. Óskar bætti sig í kúluvarpi „Ég var að vonast til að kasta kringlunni yfir 60 metra á þessu móti, en vindurinn var óhagstæður, beinlínis keyrði áhaldið niður.“ Þannig mælti frjálsíþróttamaðurinn Óskar Jakobsson f spjalli við Mbl., en hann kastaði kringlu 58 metra í keppni með skóla sínum um síðustu helgi á móti í E1 Paso í Texas. Óskar náði sínu bezta f ár í kúluvarpi á sama móti með því að kasta 18.52 metra. óskar varð að gera sér annað sætið að góðu í kringlukastskeppn- inni, en hann hefði annars verið ósigrandi í skólakeppnum vestra það sem af er. Norðmaðurinn Walvik sigraði, en hann kastaði hálfum metra lengra en Óskar."Walvik hefur nýverið kastað rúma 63 metra og sagði Óskar árangur þeirra á mótinu í E1 Paso benda til þess að báðir ættu að kasta öllu lengra við hagstæðari skilyrði. Það kom fram í spjallinu við Óskar að Ilreinn Halldórsson, sem dvelur hjá óskari í Texas, keppti ekki á mótinu í E1 Paso, en báðir keppa þeir á stórmóti um næstu helgi. Hafa þeir félagar æft vel og mikið að undanförnu. Sagði óskar veður hafa verið gott ytra, sólskin og allt upp í 30 stiga hita flesta daga, en miklar rigningar gerir þó öðru hvoru. Innan skamms heldur Friðrik Þór Óskarsson til Texas, en þar mun hann dvelja við æfingar í nokkrar vikur. Friðrik hyggur einnig á nám við sama skóla og Óskar. Þjálfari skólans, James Blackwood, sagði í viðtali við Mbl. fyrir skömmu að áhugi væri á því vestra að fá fleiri frambærilega íslenska frjálsfþróttarmenn að skólanum. — ágás. Myndin er frá verðlaunaafhendingunni f flokki karla 45 ára og eldri. Frá vinstri er Oddur Pétursson sem varð annar, Sigurður Jónsson sem varð í fyrsta sæti og loks Gunnar Pétursson sem varð f þriðja sæti. Var mjög athyglisvert hversu frískir allir göngumennirnir voru í keppninni og létu þeir sem eldri voru engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir aldurinn. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.