Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Sæmundur Stefánsson: Hvadafugla á að fríða og hverjum á að fækka? Margt hefur verið rætt og ritað um fugla og fuglalíf hérlendis á undanförnum árum, og um það fjailað dýravinir, náttúruvernd- armenn, áhugamenn um æðar- rækt, fuglafræðingar skotmenn og aðrir veiðimenn. Eftirtektar- vert er, að mest ber þarna á áhyggjum manna af offjölgun eða hnignun ýmissa fuglastofna vegna gjörbreyttra aðstæðna á marga lund hin síðari ár. Eins og oft vill verða gætir þarna gjör- ólíkra skoðana, einkum þegar á stangast hagsmunir og tilfinn- ingamál. Flestir virðast þó sam- mála um nauðsyn þess að stokka þurfi rækilega upp spilin hvað varðar gildandi lagasetningar og reglur um fuglafriðun annars vegar og nytjar þeirra hins veg- ar. Allt var þetta einfaldara áður fyrr þegar að mestu eða öllu gilti hið einfalda lögmál mannsins að bjarga sér sem best mátti til þess að metta magana. Nú eru viðhorf- eggjatöku, sem þó eru hverfandi á móti þeirri skaðsemi er svartbak- urinn veldur. — Nefna má einnig silfurmáfinn í þessu sambandi. Fyrr meir þótti regla að ein hrafnshjón fylgdu hverjum sveita- bæ. Þau héldu sín hrafnaþing og allt var í föstum skorðum með viðhald og afföll. Vöxtur sjávar- þorpa og þéttbýliskjarna hefur hins vegar gjörbreytt hinum gömlu lögmálum hrafnsins, því nú er óæskileg fjölgun fóðruð og alin svo að engu viðnámi virðist við komið eftir að hætt var að eitra hræ og egg. Hrafninn er mjög frekur til fanga við eggjarán hjá öðrum fuglum, og þá ekki síst æðarfuglinum og þykir einnig allaðgangsharður við lambær og lömb um sauðburðinn. Ör fjölgun hettumáfs Hettumáfurinn er tiltölulega ný fuglategund hérlendis, en hefur egg hennar séu tekin, hún verpi bara aftur, fara mjög villir vegar. Jafnvel þótt eitthvað af kríunum verpi aftur, þá verða þær svo seinar með uppeldi unganna, að þær sem fyrr verpa eru fyrir löngu komnar með sína unga til sjávar en hinar orðnar svo fáar eftir að þær standast lítt ásókn hrafnsins, sem einmitt sækist þá eftir ófleyg- um eða lítt fleygum ungunum. Og jafnvel þótt þær samt sem áður komi ungum sínum fram, þá er orðið seint til undirbúnings fyrir flugið yfir hafið að hausti. Álftirnar voru drepnar til mik- illa búdrýginda hér áður fyrr, en með svanasöng skáldanna breytt- ist viðhorf manna í því efni svo að nú þykir næstum syndsamlegt að drepa þennan fagra fugl. Þó veitir hann bændum oft harðar búsifjar í ræktuðu landi. I góðæri fjölgar honum verulega en náttúran sér sjálf fyrir afföllum í vetrarharð- indum. verði ekki óglatt af henni né ungum hennar. Samt sem áður hefur hún haldið velli þótt miklar sveiflur verði oft í stofninum, og ekki að öllu kunnugt um orsakir, en viðkoman er mikil hvað unga- fjölda snertir. Þegar stofninn er lítill koma oft fram raddir um að friða hana fyrir skotmönnum, en svo aðrar sem telja slíkt aðeins verða vatn á myllu fálkans, tóf- unnar og ekki síst minksins. Æðarvarpiö Æðarfuglinn hefur jafnan verið hinn mesti nytjafugl, einkanlega vegna dúnsins, sem er mjög verð- mætur og hin besta útflutnings- vara. Ekki er æðarfuglinn ágengur við aðra fugla né dýr, en á hins vegar marga óvini og er þar helst að nefna örninn, svartbak, hrafn, tófu, mink og skúm. Þótt víða sé reynt að vernda æðarvarpið og hlynna að því, nær slíkt skammt þegar við ofurefli er að etja. Það er Svo eru nú alifuglarnir, með þá farið eins og húsdýrin, þeir eru drepnir og étnir með köldu blóði þótt í þeim renni raunar heitt blóð eins og öðrum fuglum sem ekki má hrófla við. Það stangast því stund- um eitt horn á annað í samúðartil- tektum okkar við dýrin sem við umgöngumst. Talsvert ber á óvild til þeirra sem nota byssu til fuglaveiða, einkum svokallaðra sportveiði- manna, eru þeir átaldir fyrir drápsfýsn og tillitsleysi þar sem fuglar særist af skotum og deyja síðan með harmkvælum eða verði vörgum auðveld bráð. Það verður víst langt í land þangað til frum- eðli mannsins breytist svo að veiðihugurinn hverfi, en með auk- inni þjálfun og kynningu um meðferð skotvopna t.d. hjá skot- félögum, sem einnig má nefna íþróttafélög, minnkar hættan á því að missa særða fugla, hvort heldur er um að ræða eingöngu veiðar til matar eða svokallaða sportveiði- Úr æðarvarpi á Mýrum í Dýrafirði Rjúpan heldur velli þótt sveiflur séu í stofninum Krfan er alltaf kærkominn gestur in önnur og flóknari, og verður hér vikið að einstökum fuglategund- um, sem verulegu máli skipta. Örninn og eitrið Beinast liggur við að byrja á erninum, en hann hefur löngum verið illa séður í æðarvarpi og einnig tekið lax í ám. Var reynt að fækka erninum vegna þessara búsifja, m.a. lagði gamla Vargafé- lagið fé til höfuðs honum með skotlaunum. Þó mun ekki um verulega fækkun að ræða fyrr en hann lagðist á eitruð hræ sem ætluð voru til útrýmingar hvers konar vargi, en þá tók stofninum að hraka svo mjög að jafnvel var talið að honum yrði útrýmt ef svo héldi áfram. Þá var tekið það ráð að banna algjörlega eiturnotkun til útrýmingar hvers konar vargi, en fljótt brá þá svo við að öðrum óvinum æðarfuglsins og laxins, einkum svartbaknum, fjölgaði svo að til stjórvandræða horfði, og aukast þau vandræði ár frá ári. I stað eitursins hafa þó verið reynd svefnlyf, en ekki borið tilætlaðan árangur. Það er því beinlínis og óbeinlínis að miklu leyti arnarins vegna að við erum svo illa á vegi stödd í þessum efnum, og verður vikið að þessu síðar. Offjölgun svartbaksins er al- kunn og ógnvekjandi staðreynd og mætti hafa þar um langt mál. Látið skal þó nægja hér að nefna ásælni hans og yfirgang við æðar- ungadráp, ásókn í lax og silung í ám og vötnum, og ágang um sauðburð. Auk þess sækir hann mikið í mófuglaunga. Þarna ræður náttúran sjálf ekki lengur við hæfilega takmörkun þessa harð- duglega fugls. Sumum finnast nokkur hlunnindi að sva'rtbaks- fjölgað svo ört og breiðst út hin síðari ár, að með ólíkindum má telja, enda er þetta duglegur fugl en argsamur og leiður. Leggst hann talsvert á kríuunga, mó- fuglaunga og þrastarunga. Sumir fuglafræðingar vilja þó ekki viður- kenna þessa staðreynd en telja hann allra notalegasta fugl, sem verji andavarp fyrir minkum og æðarvarp fyrir vargfugli. Kunnug- ir telja hins vegar að minkurinn sé bara ekkert hræddur við hettu- máfinn, enda væri það næsta furðulegt, svo harðsnúinn og grimmur sem minkurinn er. I æðarvarpi sést hettumáfurinn aldrei leggjast á móti vargfugli. Hitt vita svo allir að honum hefur tekist að hrekja kríuna frá mörg- um sínum gömlu varpstöðvum, og má að miklu leyti kenna honum um fækkun kríunnar ár frá ári. Það er því síður en svo ástæða til þess að vernda þennan fugl á nokkurn hátt. Hitt er svo annað mál hvaða ráð henti best til þess að fækka honum og halda viðgangi hans í skefjum, því lítið dugar þótt hann sé rændur eggjum; hann flytur sig aðeins á öruggari stað og verpir aftur. Krían er einhver skemmtilegasti fugl sem við höfum, og enda þótt hún sé stundum illskeytt við óboðna gesti í sínu umdæmi, og kroppi jafnvel stundum í kollinn á okkur og sé hinn hávaðasamasta, þá mun áreiðanlega enginn vilja skipta á gargi hennar og argi hettumáfsins. Þar sem saman fer kríu- og æðarvarp er hún hin besta vörn gegn ásælni óvina æðar- varpsins. Því miður gera margir sér leik að því að ræna hana eggjum og er þó eftir litlu að seilast í matarleit, og þeir sem halda því fram að ekki saki þótt Ágangur gæsarinnar Ýmsum er ekki vel við villigæsa- dráp og banna sumir með öllu slíkt fyrir sínu landi. Aðrir kvarta hins vegar undan ágangi gæsarinnar í ræktuðu landi og vilja gjarna fækka henni að mun. Áður voru gæsaveiðar mikil hlunnindi, enda matarmikill fugl og kostafæða. Skotmenn veiða gæs nokkuð hér- lendis en þó munu þeir mun fleiri sem njóta slíkra veiða þegar gæsin dvelur í hinu erlenda umhverfi sínu. Má telja það hugulsemi af okkar hálfu að gefa útlendingum eftir vænsta hlut veiðarinnar. Þegar lítið var orðið um matar- forða í erfiðum vetrum hér fyrr meir, þótti ekki lítil búbót í því að afla rjúpna í pottinn, og eins að leggja þær inn hjá kaupmannin- um, sem aftur seldi þær úr landi sem veislumat á borð höfðingj- anna. Nú er meir um að rjúpan sé skotin sem sport og síðan seld dýru verði í jólamatinn hér innan- lands. Auk þess er hún aðalfæða fálkans og uppáhaldsmatur tóf- unnar, og síðan minkurinn kom til skjalanna er fullyrt að honum því ekki að undra þótt sígi á ógæfuhliðina með æðarstofninn ár frá ári, og hafa þó ekki lengi komið til harðir ísavetur, sem oft hjuggu stór skörð í stofninn áður fyrr. En svo ég vísi til þess sem nefnt er um örninn hér að framan, þá stangast hér á annars vegar fjárhagslegir hagsmunur þeirra sem æðarrækt stunda en hins vegar hugsjónir eða tilfinningar arnarunnenda. Þarna þyrfti því að reyna að brúa bilið með einhvers konar málamiðlun. T.d. mætti leyfa eitrun þar sem örn hefur ekki aðsetur í nálægð æðarvarps, eða þar sem hann sést sárasjaldan nema þá einstöku flækingsfugl. Af öllu fuglafangi voru bjarg- fuglaveiðar, og eru enn, til mestra búdrýginda auk eggjatökunnar, þó er þetta stundað mun minna en áður, og raddir hafa heyrst úm að fækka þyrfti bjargfugli meir vegna þess hve mikið hann éti af ungfiski, sem auðvitað ætti að fá að vaxa og komast í dragnótina og netin. Lítið er um samúð með þessum fuglum þegar svo er kom- ið. mennsku. Og ekki eru skotmenn óvelkomnir við æðarvörpin til þess að skjóta vargfuglinn, þótt þar sjáist því miður sjaldnast högg á vatni Misheppnuð löggjöf I þessu sambandi mætti geta þess að það er næsta hjákátlegt þegar alþingismenn taka sig til og samþykkja lög um meðferð skot- vopna, sem sennilega hafa átt að koma í veg fyrir mistök við fugla- veiðar, en eru svo mislukkuð að ekki tekst að semja um þau reglugjörð án þess að ganga fram hjá aðalatriðum laganna. Hafa þarna auðsjáanlega ekki ekki verið höfð samráð við menn sem þekkingu hafa á skotvopnum né kunna með þau að fara. Dýravinir og náttúruunnendur sem samúð hafa með því lífræna í umhverfinu, telja ófáir að náttúran sjálf haldi bestu jafn- vægi þegar hún fær að ráða. Þarna er þó vandi á höndum, þegar mennirnir sjálfir raska svo þessu jafnvægi að úr verður afskræmi. Stangast þarna á eins og áður segir hagsmunir og hirðuleysi annars vegar og tilfinningar að hinu leytinu. Þeim mun nauðsynlegra er taka á þessum málum með varúð og virðingu fyrir ærlegum og skynsamlegum ábendingum ef árangursrík sam- staða á að fást um heildarlausn. Hér að framan er aðeins laus- lega drepið á nokkur atriði sem bíða úrlausnar m.a. til að undir- strika nauðsyn þess að hafa sem flesta í ráðum, sem haldgóða þekkingu hafa hver á sínu sviði, en forðast misvitrar og óraunhæfar lagasetningar og reglur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.