Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Erlend fréttaskýring: Þegar Caliaghan forsætisráö- herra Bretlands var neyddur til þess aö rjúfa þing og ákveöa kosningar 3. maí blés ekki byrlega fyrir Verkamanna- flokknum. Allar skoöanakann- anir voru þá á eina lund: stórsigur íhaldsflokksins blasti viö og Margaret Thatcher yröi þar af leiöandi fyrsta konan er tæki sér bólfestu í Downing- stræti 10. Nú er líöur aö lokum kosningabaráttunnar saxast meö hverjum degi á forskot íhaldsflokksins. í gær myrkv- uðust enn vonir Margaret Thatcher þegar tvö íhaldsblöö, Daily Express og Daily Telegraph, skýröu frá niður- stööum í skoöanakönnunum, þar sem fram kom, að James Callaghan var langtum vinsælli meðal kjósenda en Margaret Thatcher. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt, lengst af hefur Callaghan aö því leyti staöiö betur aö vígi en Thatcher, en engu aö síöur hefur fæstum dottið alvarlega í hug annað en James Callaghan rædir vió Pierre trúö fyrir utan höfuóstöóvar brezka Verkamannaflokksins í dag. Pierre gaukaði ýmsum ráðleggingum að Callaghan varöandi kosningabaráttuna. Símamynd-AP. V erkamannaf lokkur- inn saxar á fylgi íhaldsflokksins íhaldsflokkurinn myndi bera sigur úr býtum. í þessum skoö- anakönnunum sem birtust í Daily Express kemur m.a. þaö í Ijós, aö íhaldsflokkurinn fengi nú 46 prósent atkvæöa en Verkamannaflokkurinn 40 pró- sent og Frjálslyndi flokkurinn 11 prósent. Þar meö eru yfir- buröir íhaldsflokksins aöeins sex prósent en voru um hríö allt aö 20% og vel þaö. Sams konar skoðanakönnun sem blaöiö birti viku áöur gaf íhaldsflokknum tólf prósent í forskot. í Gallupskoöanakönnun sem Daily Telegraph skýröi frá í dag eru niðurstööur enn ferlegri fyrir íhaldsflokkinn: þar fær hann aö vísu 46.4 prósent en Verkamannaflokkurinn hefur þar aöeins 4.5 prósent minna fylgi. Um miöjan marz voru niðurstöður Gallup þær, aö íhaldsflokkurinn fengi 14.5% meira en Verkamannaflokkur- inn. Nú hefur vissulega oftsinnis sýnt sig, aö skoöanakannanir og niöurstööur þeirra eru langt frá einhlítar. En engu aö síöur er athyglisvert aö fylgjast meö þeim. Og flest hnígur í þá átt aö Verkamannaflokkurinn hafi unniö stórkostlega á þessar síðustu vikur og nú séu tvær grímur aö renna á marga þá, sem vegna reiöi og óánægju meö ráöstafanir Callaghans og stjórnar hans, hugsuöu sér í fyrstu aö greiða íhaldsflokkn- um atkvæði sitt. Ef gengiö er nú út frá því aö skoðanakannanirnar og niöur- stööur þeirra gefi allsanna mynd af afstööu brezkra kjós- enda er nokkurn veginn öruggt aö Thatcher mun leiöa íhalds- flokkinn til sigurs eftir viku, en haldi biliö áfram að mjókka eins og upp á síökastiö yröi sá sigur býsna naumur. Þaö hlýtur og aö vera Margaret Thatcher vaxandi áhyggjuefni hversu erfiölega henni gengur aö ná hylli kjósenda en Callaghan getur á hinn bóginn státaö af slíku og án fa hefur sú vissa orðiö honum mikil hvatn- ing í kosningabaráttunni, sem hann hóf viö mikið mótlæti. Svo virðist líka sem Thatcher hafi orðið á ýmiss konar mistök í kosningabaráttunni og þó svo hún hafi í kringum sig reynda pólitíkusa eins og James Prior, Whitelaw, Keith Joseph og Margrét Thatcher leiðtogi brezkra íhaldsmanna brýnir raust sína á blaðamannafundi í höfuöstöövum íhaldsflokksins í dag. Símamynd-AP. Francis Pym, svo aö þeir sem nánastir eru séu nefndir, hefur henni gengiö brösulega. Allra síöustu daga hefur íhalds- flokkurinn reynt aö beina at- hyglinni frá Thatcher sjálfri og benda öllu meira á stefnu flokksins og aöra frambjóö- endur og því er ekki hægt aö neita að þetta er auðvitaö álitshnekkir fyrir Thatcher og þeim mun hvimleiöara þegar vinsældir Callaghans eru svo teknar meö í reikninginn. Margt er þaö sem hefur valdið því aö máiin hafa þróast á þessa lund, og ekki er allt því aö kenna að Margaret Thatch- er fari alfariö í taugarnar á kjósendum. Þaö er óumdeilan- legt að Verkamannaflokkurinn hefur náö ákaflega miklum árangri í baráttu sinni viö veröbólgu og atvinnuleysi á kjörtímabilinu og þó svo aö tök stjórnarinnar á flóknum vanda- málum síöustu mánaöa hafi verið klaufaleg og óskiljanleg, gera menn sér þó grein fyrir því aö hagur þjóöarinnar hefur vænkast og styrkzt ótrúlega mikiö. Því telja ýmsir aö ekki sé teflandi í þá tvísýnu aö glata því góöa sem áunnizt hefur og aö stefna íhaldsflokksins sé svo frábrugðin stefnu Verka- mannaflokksins í ýmsum meiri háttar málum aö þaö gæti reynzt afdrifaríkt aö skipta um forystu. Þetta er kannski nokk- uö ýkt mynd, því aö vitað er aö flokkur í stjórnarandstööu boðar jafnan róttækari breyt- ingar frá stefnu ríkjandi stjórn- ar en hann treystist síöan til aö framkvæma þegar í stjórn er komiö. En einnig má nefna þaö sem jafnan er komiö aö í þessu máli: margir vantreysta Marg- aret Thatcher og álíta aö hún rísi ekki undir því, sem þaö heföi í för meö sér aö takast á hendur aö stjórna Bretlandi. En svo er auövitað fjölda margt annað, þar eru efni bæöi mál- efnaleg, tilfinningaleg og þar fram eftir götunum. Og ekki má heldur leiöa hjá sér þá staö- reynd, aö fleiri þættir koma inn í myndina: þar er ekki fyrirferö- arminnstur þáttur svartra og asískra innflytjenda. Þúsundir þeirra kjósa nú í fyrsta sinni og það er ekki trúlegt aö þeir veiti íhaldsflokknum fylgi sitt. Og í skoðanakönnun Daily Mail meöal þessa fólks kom fram, að 92 prósent af Vestur-lndíu- fólki, sem býr á Bretlandi, ætluðu að styöja Verkamanna- flokkinn og 86% innflytjenda frá Asíu. Önnur úttekt sem var gerö á þessu benti til að 18% þessara innflytjenda heföu í hyggju aö veita íhaidsflokknum atkvæöi sitt og var um lítillega aukningu aö ræöa frá því aö sams konar könnun var gerö í október á sl. ári. Þaö er ekki ástæöa tii aö gera of mikiö úr þeim áhrifum sem atkvæöi þessara kjósenda gætu haft en þau skyldu ekki vanmetin held- ur. Margaret Thatcher og flokksmenn hennar hafa gert sér grein fyrir-þessu og tals- menn íhaldsflokksins hafa reynt aö viöra sig dálftiö upp viö þetta fólk og milda þau ummæli Margaretar Thatcher í þess garö sem mikla reiöi vöktu er hún lýsti því yfir aö Bretland væri aö drukkna í innflytjendum af ýmsum dökk- um kynstofnum. Af flestu er Ijóst aö þaö er ekkert einfalt mál aö segja fyrir um niöurstööur kosninganna hvaö svo sem skoöanakönnun um líður. Þaö gæti víst fariö svo aö íhaldsflokkurinn héldi sínu striki og ynni kosningarnar og sólskins-Jimmi myndi þá vænt- anlega hverfa úr forystusveit brezka Verkamannaflokksins innan tíöar. h.k. Sprengjualda í borgum á Italíu Róm, 14. apríl. AP. VINSTRISINNAÐIR hryðjuverkamenn haía hafið sprengjuherferð gegn skrifstofum kristilegra demókrata í ýmsum borgum á Ítalíu í sambandi við hátfðahöld á afmæli frelsunar landsins í heimsstyrjöld- inni. Ráðizt var á þrjár skrifstofur flokksins í bílaborginni Torino og skrifstofu flokksins í Róm í dag. Mikið tjón varð í árásunum að sögn yfirvalda en engan sakaði. I Sassari á Sardiníu var kastað benzínsprengju að heimili borgar- stjórans, sem er kristilegur demókrati, og tjón var mikið. Veður víða um heim / Akureyri 2 léttskýjaó Amsterda, 11 skýjaó AÞena 23 heióskírt Barcelona 15 skýjaó Berlín 15 skýjað BrUssel 9 skýjaó Chicago 18 rigning Frankfurt 12 rigning Genf 11 skýjaó Helsinki 5 skýjaó Jerúsalem 21 heióskírt Jóhannesarb. 20 sólskin Kaupmannah. 8 skýjaó Lissabon 18 sólskin London 11 rigning Los Angeles 22 sólskin Madrid 16 skýjaó Malaga 20 léttskýjaó Mallorca 16 léttskýjaó Miami 24 rigning Moskva 8 skýjaó New York 21 rigning Ósló 4 rigning París 12 skýjaó Reykjavík 7 bjart Rio De Janeiro 27 skýjað Rómaborg 16 skýjaó Stokkhólmur 8 skýjað Tel Aviv 22 heióskírt Tókýó 23 skýjaó Vancouver 16 skýjaó Vínarborg 18 skýjað í Torino sögðu Heimavarnar- hópar kommúnista, samtök öfga- manna lengst til vinstri, að þeir hefðu staðið fyrir sprengjuárásun- um. Þessi samtök sögðu í síðustu viku að þau hefðu kveikt í Lanc- ia-bílaverksmiðjunni í Chivasso. Sprengjuárásirnar í dag voru gerðar einum sólarhring eftir árásir hryðjuverkamanna á starfs- menn kristilegra demókrata í Tor- ino og Genúa, Giancarlo Dagnino og Franco Piccinelli. Ráðizt var á þá úr launsátri og skotið á þá í hnén. Rauðu herdeildirnar sögðust hafa staðið að þessum árásum. Útifundir voru haldnir um ger- valla Ítalíu í dag til að minnast þess að 34 ár eru liðin frá frelsun Italíu. Talí 1. sæti Montreal, 25. apríl. AP. TAL sigraði Spassky í 10. umferð skákmótsins í Montreal og komst þar með hálfum vinningi fram úr Karpov heimsmeistara. Ljubojevic og Larsen gerðu jafntefli. Þrjár skákir fóru í bið og verða tefldar á morgun, fimmtudag, skákir Karpovs og Hubners, Horts og Portischs og Timmans og Kavaleks. Tal er með 7 vinninga, Karpov með 6V2 og biðskák, Portisch 6 og eina biðskák, Ljubojevic 6, Hubner 5, Timman 4Ú2, Hort 4, Spassky 3V2, Larsen 3 og Kavalek 1V2. Þetta gerðist 1974 — Spinola hershöfðingi heitir frjáisum kosningum í Portúgal. 1966 - Fyrstu MIG-21 þotu kommúnista grandað í Víetnam- stríðinu. 1964 — Tanganyíka og Zanzibar sameinast og verða Tanzanía. 1962 — Fyrsta gervihnetti Breta og Bandaríkjamanna skotið. 1954 — Ráðstefna í Genf um Kóreu og Indókína. 1937 — Loftárás Þjóðverja á Guernica á Spáni. 1925 — Kosning Hindenburgs forseta í Þýzkaiandi. 1915 — Leynisamningur Breta, Frakka og ítala í London — Þjóðverjar hefja sókn í Rúss- landi. 1872 — Borgarastríð brýzt út á Spáni. 1828 — Rússar segja Tyrkjum stríð á hendur. 1807 — Rússar og Prússar stofna bandaiag. 1607 — Landganga John Smiths og fyrstu landnemanna sem stofnuðu varanlega enska ný- lendu í Ameríku á Cape Henry, Virginíu. 1532 — Suleiman I gerir innrás í Ungverjaland og sækir til Vínar. Afmæli: Markús Árelíus, róm- verskur keisari (121—180) — Maria de Medici, Frakkadrottn- ing (1573-1642) - David Hume, skozkur heimspekingur (1711-1776) - Lafði Hamilton, hjákona Nelsons iávarðar (1765—1815) — James Audubon, bandarískur fuglafræðingur (1785-1851) - Eugene Deiacroix, franskur iistmálari (1798-1863). Andlát: Daniel Defoe, rithöf- undur, 1731 — Björnstjerne Björnson, rithöfundur, 1910 — Andrei Grechko, hermaður, 1976. Innient: Eggert Ólafsson og Bjarni Páisson kyaddir með konungsbréfi til ísiands til rannsóícna 1751 — Oddur Sig- urðsson tapar fyrir Gottrup sýslumanni í Hæstarétti 1727 — 42 farast í ofsaveðri við Faxa- flóa 1834 — 14 manns úr Land- eyjum drukkna í fiskiróðri 1893 — Björn Jónsson ráðherra skip- ar nefnd í „bankamálinu" 1909 — Leiðangur Jóns Eyþórssonar kemur af Vatnajökli eftir 40 daga útivist 1951 — II hafrétt- arráðstefnunni lýkur í Genf 1960 — Útför Jóhannesar Kjar- vals 1972 — d. Stefán pr. Thor- arensen 1892 — f. Pétur Hall- dórsson borgarstjóri 1887 — Björgvin Guðmundsson tón- skáld 1891 — Kjartan Thors 1890 — Oddur Ólafsson 1909 — Halldór Pálsson 1911 - Regína Þórðardóttir 1906. Orð dagsins: Mönnum getur leiðzt þangað til ieiðindi verða dulræn reynsla. — L.P. Smith, enskur rithöfundur (1865-1946).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.