Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 3 3 Jöfn keppni í Lone Pine Eins og komið hefur fram í fréttum er hinu geysisterka skákmóti í Lone Pine í Banda- ríkjunum nú lokið. Til mótsins, sem var opið öllum sem höfðu yfir 2400 stig, mættu 73 skák- menn og báru af þeim 27 stór- meistaranafnbót, en 22 alþjóð- legir meistarar voru meðal þátttakenda. Það voru heldur engin smáverðlaun sem dró allan þennan fjölda af titilhöf- um að, fyrstu vcrðlaun voru hvorki meira né minna en jafnvirði fimm milljóna ís- lenskra króna og önnur verð- laun námu sem svarar þremur og hálfri milljón. Undir lokin var því ekki laust við að mikill- ar varfærni og taugaóstyrks gætti á efstu borðunum. Þeir sem fyrir fram voru taldir sigurstranglegastir, þeir Vikt- or Korchnoi og Bent Larsen, urðu báðir fyrir óvæntum áföll- um snemma móts. Korchnoi tapaði fyrir þeim Liberzon og Lambardy, en Larsen varð að lúta í lægra haldi fyrir Yasser Seirawan, stórefnilegum skák- manni af arabískum uppruna, frá Seattle í Bandaríkjunum. Þeir sem eftir voru í toppbar- áttunni tóku eins og áður segir öllu með gát og þegar mótinu var lokið stóðu fjórir skák- menn uppi, efstir og jafnir. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1.—4. Liberzon, ísrael, Gherghiu, Rúmeníu, Hort, Tékkóslóvakíu og Gligoric, Júgóslavíu, v. af 9 möguleg- um. 5,—10. Sosonko og Ree frá Hollandi, Lombardy, Bandaríkj- unum, Larsen, Danmörku, Sahovic, Júgóslavíu, og Griin- feld, ísrael 6 v. 11—22. Banda- ríkjamennirnir Seirawan, Reshevsky, Kaplan, Peters, Morris, Diesen, Lein, Shamkovich, Bisguier og Tarjan, Korchnoi, Sviss, og Pachman, V-Þýzkalandi. Guðmundur Sigurjónsson og Hélgi Ólafsson höfnuðu í 23. til 33. sæti með 5 vinninga og Margeir Pétursson í 45. til 57. sæti með 4 vinninga. Árangur okkar íslendinganna hefur vafa- laust valdið ýmsum vonbrigð- um, en óhætt er að segja að við höfum ekki átt upp á pallborðið hjá gæfudísunum í þetta sinn. Þegar birta á skákir frá siík- um stórmótum er alltaf vinsælt að leita til góðkunningja okkar Islendinga Bents Larsen. Hann vann mótið í fyrra, en nú var hann ekki í eins góðu formi. Hann tefldi þó að venju nokkrar stórskemmtilegar skákir og við skulum líta á eina þeirra: Hvítt: Bent Larsen (Dan- mörku) Svart: Anatoly Lein (Banda- ríkjunum) Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. Rc3 - Rc6, 4. d4 - cxd4, 5. Rxd4 - Rf6, f4 (Larsen hefur löngum verið þekktur fyrir að taka sjaldgæf afbrigði upp á sína arma) Larsen tókst ekki að endurtaka sigur sinn frá 1978. Hann vann þó margar bráðskemmtilegar skákir eins og t.d. þá á móti Lein sem birtist hér. g6, 7. Rxc6 — bxc6, 8. e5 — Rd7, 9. exd6 — exd6,10. Be3 — Be7,11. Dd2 - 0-0, (Öruggari leið til þess að jafna taflið er'hér 11... Rf6, 12. 0-0-0 - Be6,13. Bd3 - Da5) 12. 0-04) — Rb6?! (Áætlun sú sem svartur velur er of hægfara. Betra ver að leika 12 ... Da5 og síðan 13 ... Hb8, sem hefði tryggt svörtum mót- spil eftir b-línunni.) 13. Be2 - d5, 14. h4 - h5, 15. g4! (Hvítur beitir hér þekktri hug- mynd til þess að opna sér leið að svarta kóngnum) Bxg4,16. Bxg4 Rc4! (Svartur verður að grípa til „taktískra" aðferða til þess að halda jafnvæginu í stöðunni. Eftir 16 ... hxg4, 17. h5 opnast allar flóðgáttir) 17. Dd3 - db8, 18. b3 - Ba3+, 19. Kbl - He8,20. Bb3 - Rb2, 21. Dd2 - hxg4 (Svartur hefur nú ekki fleiri millileiki og verður nú að taka manninn til baka. Við það fær Larsen mikilvægan tíma í sókn- ina, sem hann nýtir til hins ýtrasta): 22. f5! - Rxdl, 23. Dh6! - Rxc3+, 24. Bxc3 — He5, 25. fxg6 — fxg6, 26. Dxg6+ — Kf8, 27. Hfl+ - Ke7, 28. Hf7+ - Kd8, 29. Dg8+ - He8, 30. Bf6+ — Be7, 31. Bxe7+ og svartur gafst upp. Ágæt frammistaða öldungsins Sammy Reshevskys vakti mikla athygli, en hann náði nú betri árangri en hann hefur gert í langan tíma. A síðasta ári komst hann á eftirlaun hjá fyrirtæki, þar sem hann hefur unnið samfleytt sem bókari eftir að hann hætti í atvinnu- mennsku árið 1953. Reshevsky sagði er hann komst á eftirlaun- in að nú skyldi hann byrja að tefla fyrir alvöru. Flestir brostu aðeins að þessu, enda gamli maðurinn kominn fast að sjö- tugu. En hann hefur þó greini- lega lagt hart að sér við skák- rannsóknir, því að hér leggur hann Miles að velli með svörtu í uppháaldsafbrigði enska stór- meistarans. Hvítt: Anthony Miles (Eng- land) Svart: Samuel Reshevsky (Bandarfkjunum) Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - b6, 3. c4 Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON - e6, 4. Bf4 - Bb7, 5. e3 - Be7. 6. h3 (Óhákvæmara er 6. Rc4 vegna 6.. . Rh5! og svartur hefur jafnað taflið) 0-0 7. Rc3 — d5, 8. cxd5 — Rxd5, 9. Rxd5 - B.\d5.10. Bd3 - Bb4+. 11. Ke2 - Bd6. 12. Bxd6 — cxd6 (Á svæðamótinu í Amsterdam i desember lék spánverjinn Rivas. hér 12... Bxd3+, en Miles fékk miklu betri stöðu eftir 13. Kxf3! Dxd6, 14. Dc2 - f5,15. Hacl!) 13. Dc2 - h6, 14. Hhcl - Bc6, 15. Db3 - Bb7,16. Hc3 - Rd7. 17. Hacl (Á þennan hátt notfærir svartur sér bezt að hvíti kóngurinn stendur á miðborðinu) 18. dxe5 - Rc5! (c-línunni hefur nú verið lokað og svartur stendur vel að vígi) 19. Dc2 - dxe5, 20. Bb5 - a6, 21. b4 - axb5, 22. bxc5 - b4!, 23. Hb3 - bxc5, 24. Dxc5?? (Nauðsynlegt var fyrir hvítan að leika hér 24. Db2, þó að var- hugaverð kóngsstaða hans sé farin að segja til sín) Hc8 og hvítur gafst upp. Áttræð: Grímlaug Margrét Guðjónsdóttir Hún Margrét fæddist í Breiðu- vík austur 26. apríl 1899, næst yngst tíu systkina. Að henni standa austifirzkar ættir. Guðjón Gíslason var kynjaður af Fljóts- dalshéraði, kona hans Jórunn Björnsdóttir úr Breiðdal. Um þessar mundir bjuggu einn- ig í Breiðuvík Margrét Þorsteins- dóttir og Grímur Einarsson. Þau tóku nöfnu sína í fóstur þriggja ára gamla. En sumarið sem Mar- grét litla var á sjötta árinu veikt- ust þeir báðir og dóu, faðir hennar og fóstri. Ekkjurnar brugðu þá búum og hún fluttist með fóstru sinni til Borgarfjarðar. Fáum ár- um síðar lá leið þeirra til Héraðs að Geirastöðum og síðar Galta- stöðum í Hróarstungu. Maður Margrétar, Björn Björns- son, er nú látinn. Þau giftu sig 3. janúar 1916 og dvöldu fyrstu árin á Galtastöðum og Litla-Bakka. Árið 1922 hófu þau búskap á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaða- þinghá og bjuggu þar í tvíbýli í 12 ár. Þá fluttust þau til Seyðisfjarð- ar og settust að á Eyrunum, í Sjávarborg. Björn réðist til starfa hjá Þórarni Sigurðssyni útvegs- bónda, sá um landbúskapinn á Þórarinsstöðum og vann raunar ýmis fleiri störf. Dvöl þeirra á Eyrunum varð alllöng. Þar eyddist byggð vegna breyttra atvinnu- hátta. Fluttu þau brott síðust E.vrarbúa 1959 og þá til Eskifjarð- ar, þar sem Margrét dvelur enn í skjóli Guðbjargar dóttur sinnar og manns hennar. Björn og Margrét eignuðust fimmtán börn og ólu upp dóttur- barn. En tvö af þeirra börnum eru uppfóstruð annars staðar. Þrjú þeirra eru nú látin. Og Björn andaðist 9. júlí 1973. Okunnugt fólk, sem les það sem hér hefur sagt verið, kynni í fljótu bragði að álykta að ævi Grímlaug- ar Margrétar Guðjónsdóttur hafi verið fremur fábreytileg og lítið spennandi. — En svo einkennilega vill til, að tvær tölur sanna glögg- lega hið gagnstæða! Onnur þeirra er þegar nefnd: hún eignaðist 15 börn. Og nú þegar Margrét fyllir áttunda tuginn eru niðjarnir 136 talsins. Sú kona á því að baki mikla sögu og auðuga að blæbrigð- um. Hjá því getur ekki farið. Þessi saga verður vitanlega ekki rakin hér. En vekja vil ég athygli á festu þeirri og farsæld, sem auð- kennir æviferil Margrétar þegar á heildina er litið: langt og farsælt hjónaband, samvistir með fóstru hennar meðan báðar lifðu, og með dótturinni, Guðbjörgu, frá því hún fæddist og nálega óslitið til þessa dags, og svo náin tengsl við niðj- ana og mikil hlýja frá þeirra hendi. Margrét var — og er fríð kona og vel á sig komin, kvik í hreyfing- um og hress í máli. Að 80 árum gengnum talar hún ekki um basl og kreppur eins og okkur hættir stundum til, þegar aldurinn færist yfir. — Mér finnst að við höfum alltaf haft nóg. Börnin okkar voru aldrei svöng né vanhirt. Það voru góðar stundir þegar þau voru komin í ró og ég vakti ein við sauma mína og aðra umhirðu þeirra vegna. — Eitthvað á þessa leið fórust henni orð þegar fundum okkar bar saman á dögunum. Og hún minnti á, hvað margt hjálpað- ist að: fóstra hennar, eiginmaður- inn og svo börnin þegar þau komust á legg. Þau voru líka hraust, já og nægjusöm — heimt- uðu aldrei neitt, sagði Margrét. Sjálf hefur Margrét lengst af verið heilsuhraust. Og lundin létt! Enginn kunnugur mundi þó segja, að hana hafi skort einurð. Hús- móðurstörf svo sem saumaskapur, matargerö og hvers konar húsverk léku í höndum hennar. Mér líður vel og ég kvíði engu um framhaldið sagði Margrét, þegar við lukum skrafi okkar. Mikið má vera, ef einmitt þessi tilfinning hefur ekki lengst af verið nokkuð ofarlega í vitund hennar á umliðnum árum. — Já, það er kunnara en frá þurfi að segja, að sú heimspeki sem hald- best reynist er stundum heima- fengin. Við hjónin óskum afmælisbarn- inu allra heilla og sendum niðjum Björns og hennar, frændfólki okk- ar, bestu kveðjur. Vilhjálmur á Brekku. Egill Kristjánsson heildsali sjötugur Nær allan starfsferil hans, og hann er orðinn langur og farsæll, hefur Egill verið tengdur verzlun og viðskiptum. Þeim fækkar nú óðum, sem muna gömlu verzlanirnar í Reykjavík millistríðsáranna. Nafn tveggja a.m.k. eru þó enn í minni, en það voru Vöruhúsið í Hótel íslandshúsinu og Breiðablik í Lækjargötu. Við báðar þessar verzlanir starf- aði Egill og kann frá mörgu að segja frá þeim árum, ýmsu um erfiðleika og harða lífsbaráttu, öðru spaugilegu en í þeim frásögn- um nýtur sín bezl frásagnargáfa Egils. Þar er húmorinn á yfirborð inu, en alvaran tindir niðri. Mpö þessa reynslu í verzlun og við- skiptum að baki réðist Egill til Tollstjóraembættisins í Reykjavík og starfaði þar í mörg ár. Fór þar orð af vinnusemi hans og hjálp- semi við þatsem starfa hans þurftu að njóta. Árið 1943 stofnaði Egill svo eigin umboðs- og heildverzlun, sem hann rekur enn í dag. Egill hefur áhuga á þjóðfé- lagsmálum og lét stjórnmál til sín taka fram eftir árum. Jafnan hefur hann verið gagnrýninn á þá sem með völdin fara í þjóðfélaginu og stundum haft orð á því að þarflaust væri að sumir þeirra kembdu hærurnar. Þeir sem minna mega sín eða lífið hefur leikið grátt eiga hjá Agli ötulan málsvara. Þótt dvöl Egils í höfuðborginni sé orðin löng, sleit hann þó barnsskóm sínum suður á Vatns- leysuströnd og þangað hvarflar hugur hans oft. Æskuminningarn- ar þaðan eru blandnar gieði og nokkrum trega. Ein er sú minning sem hann oftast dregur fram. I henni felst aðdáun og þakklæti til þess sem hún snertir. Það var þegar Egill sat uppi á bæjarþekj- unni og skimaði inn eftir þjóðveg- inum til Hafnarfjarðar. Það var von á Bjarna lækni Snæbjörns- syni. Hann kom hjólandi suðureft- ir í sjúkravitjun. Egill telur sig standa í þakk- arskuld við marga samferðamenn sína í þjóðfélaginu, en á góðverk- um sínum við aðra vill hann lítið láta bera. Egill er kvæntur Margréti Briem og eru synir þeirra Ölafur deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu og Kristján flugmaður. Innilegar hamingjuóskir. Valgarð Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.