Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Matthías Bjamason á Alþingi í gær: MATTHÍAS Bjarnason al- þingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis í gær og gerði að umtalsefni þann mikla drátt sem orðið hefur á afgreiðslu lánsfjáráætlunar, vega- áætlunar og á afgreiðslu frumvarps um ráðstöfun gengishagnaðar. Matthías minnti á, að málið hefði farið til fjárhags- og við- skiptanefndar þann 19. mars, en þaðan væri það enn ekki komið. Sagði hann það ekki algengt, að stjórnarandstöðuþingmenn stæðu upp á Alþingi til að ganga eftir því að stjórnarfrumvörp nýir siðir á Alþingi, og því væri afgreiðsla málsins með endem- um. Matthías sagði, að þrátt fyrir það að ágreiningur væri með stjórnarþingmönnum um málið, þá mætti það ekki gerast að fjórir mánuðir liðu án þess að það væri afgreitt. Úr ágreiningi yrði að greiða svo málið næði fram að ganga. Sagðist hann vilja spyrja fjármálaráðherra að því, hvort enn þyrfti lengi að bíða, ekki þyrfti að segja honum þann vanda sem skapaðist vegna þess að fjárfestingalána- sjóðir eru lokaðir, nú þegar völdum, og væri það sjöunda fyrsta mál þingsins. Tómas Arnason fjármálaráð- herra sagðist hafa talað fyrir málinu þann 28. febrúar, og kvaðst hann vel geta viðurkennt það, að ekki var hægt að afgreiða málið fyrir áramót, en á það hefði hann lagt nokkra áherslu enda væri það eðlileg- asta málsmeðferðin. Kvaðst hann mælast til þess að fjár- hags- og viðskiptanefnd reyndi að hraða afgreiðslu þessara mála, eins og hann hefði raunar gert áður, enda færu tafirnar að valda truflunum í atvinnulífinu. Sagðist hann vona að ekki liðu margir dagar áður en málið kæmi til umfjöllunar. Kjartan Olafsson sagði, að Mikill vandi hefur skapast vegna tafa á afgreiðslu lánsfjáráætlunar fengju afgreiðslu. Sagði hann, að ríkisstjórnir á hverjum tíma ættu að fylgja eftir afgreiðslu sinna mála, en það virtist ekki eiga sér stað í þessu tilviki, eða þá að erfitt væri að fá stjórnar- liða til að afgreiða þetta mikil- væga mál úr nefnd. Til saman- burðar nefndi Matthías, að í fyrra var lánsfjáráætlunin sam- þykkt sem lög frá Alþingi þann 21. desember, viku eftir að það var lagt fram. Núna væri hins vegar senn liðinn þriðjungur af því ári sem lánsfjáráætlunin næði til, án þess að frumvarpið kæmi frá nefnd. Sagði Matthías að nú hefðu verið teknir upp komið væri fram á mesta fram- kvæmdatíma ársins. Einnig kvaðst hann vilja spyrja for- sætisráðherra, hvað liði af- greiðslu innan ríkisstjórnarinn- ar á lánakjörum til fjárfestinga- lánasjóðanna, ekki væri nóg að lofa lánum ef ekki væri tekin ákvörðun um lánakjörin. En Matthías sagði, að fleiri mál væru síðbúin á þingi en þetta mikilvæga mál. Spurði hann hvað liði því að vega- áætlun yrði lögð fram á Alþingi, en tími 'væri til kominn ef ekki ætti að leggja niður allar vega- framkvæmdir á landinu. Sagðist hann telja að samgönguráð- herra ætti að fara að taka til höndunum, því málið þyrfti sinn tíma á Alþingi, bæði í nefndum og fundum þingmanna ein- stakra kjördæma. Ekki væri við því að búast að vegaáætlunin yrði hrist fram úr erminni á tveim, þrem dögum. Enn kvaðst hann vilja minna á þriðja málið, og endurtók að fátítt væri að stjórnarandstað- an þyrfti að reka þannig á eftir málum. Þetta mál sagði hann vera frumvarp um ráðstöfun gengishagnaðar sem væri stað- festing bráðabirgðalaga sem ríkisstjórnin gaf út nokkrum dögum eftir að hún tók við þaö vildi þannig til að mikil forföll hefðu orðið í nefndinni, einkum vegna þess að formaður hennar og varaformaður sætu á hafréttarráðstefnunni í Genf, þó fjarvera þeirra hefði sennilega ekki tafið nefndarstörf, enda hefði hann gegnt störfum for- manns. Sagði hann vera fund í nefndinni í dag, og væri stefnt að því að hraða málinu eins og unnt er. Matthías Á. Mathiesen tók einnig til máls, tók undir gagn- rýni Matthíasar Bjarnasonar og sagði tafirnar einsdæmi á þingi, en ósamkomulagi stjórnarsinna væri um að kenna. Efri deild Alþingis: Harðar deilur um félags- málapakkann MJÖG harðar umræður urðu í efri deild Alþingis í gær, er tveir þing- manna Sjálfstæðisflokksins, þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Guðmundur Karlsson, báru fram tillögu um að frumvarpi um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúk- dóma og slysaforfalla, yrði frestað til hausts. Lögðu þeir Þorvaldur Garðar og Guðmundur til að frumvarpið yrði afgreitt með svofelldri rökstuddri dagskrá: „I trausti þess að félagsmálaráð- herra skipi nefnd, sem í eigi sæti fulltrúar launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds, til þess að fjalla um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla og að málið verði að þeirri umfjöllun lokinni á ný lagt fyrir Alþingi í byrjun næsta þings, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Urðu mjög harðar umræður um málið, og tóku þessir þingmenn til máls: Guðmundur Karlsson, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Karl Steinar Guðnason, Jón Ásbergsson, Jón Helgason, Oddur Ólafsson og Bragi Sigurjónsson. Var tillaga þeirra Þorvalds og Guðmundar felld, en frumvarpinu vísað til þriðju um- ræðu. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J JHorgunblahib r Askorun Vestfirðinga um úrbætur í vegamálum: Viljum ekki búa við þá einangrun er nú ríkir FIMMTÁN hundruð íbúar á norðanverðum Vestfjörðum hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að teknar verði nú þegar til greina óskir þeirra um úrbætur í vegamál- um að því er varðar tengingu innanverðs ísafjarðardjúps við vegakerfi landsins. Undirskriftasöfnun þessi var hafin fyrir nokkrum vikum að tilhlutan Kiwanisklúbbsins Arna á Bolungarvík og segir svo á undirskriftaskjalinu: „Þar sem endurskoðun vega- áætlunar stendur nú yfir er það eindregin krafa okkar, að séð verði fyrir nægilegu fjármagni til þess að unnt reynist að taka í notkun innan tveggja ára upp- byggðan veg er leysi af hólmi troðning þann, sem nú liggur um Þorskafjarðaheiði. Hér er ekki lagt mat á hvort tenging við Barðastrandarsýslu um Þorska- fjarðarheiði eigi að hafa forgang umfram aðra tengingu við Strandasýslu um Steingríms- fjarðarheiði, báðar leiðirnar verða farnar þegar tímar líða, en við þá einangrun sem nú ríkir, viljum við ekki una öllu lengur." Ornólfur Guðmundsson og Jakob Þorsteinsson afhentu í gær samgönguráðherra, Ragnari Arnalds, áskorun þessa undirrit- aða af 1.500 íbúum í Bolungar- vík, ísafirði, Súðavík og við ísafjarðardjúp og kváðu þeir ráðherra hafa tekið þeim vel og Örnólfur Guðmundsson og Jakob Þorsteinsson afhentu samgönguráð- herra 1500 undirskriftir frá Vestfirðingum í gær. Ljósm. Emilfa. talið góðar horfur á að mál þetta næði fram að ganga. Þeir sögðu að 25 km kafli sem vantaði um Steingrímsfjarðarheiði útilokaði Djúpveg frá vegasambandi við Reykjavík allt árið, en ef þessi leið yrði fær, þá væri greiðfært allt frá norðanverður Vestfjörð- um til Reykjavíkur allt árið, með því að farið yrði um Steingríms- fjarðarheiði til Hólmavíkur. Sögðu þeir að þessi vegarkafli kostaði samkvæmt áætlun kringum 530 milljónir króna. Auk þess sem þeir afhentu sam- gönguráðherra áskorunarskjalið hafa þeir sent öllum þingmönn- um bréf varðandi mál þetta. Létt frumsamin tónlist hjá stúdentum FÖSTUDAGINN 27. apríl n.k. klukkan 21 munu þeir Gísli Helga- son, Guðmundur Árnason og Helgi Kristjánsson flytja létta frum- samda tónlist í Stúdendakjallar- anum í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut. Gísli leikur á blokk- flautu, Guðmundur á gítar og Helgi á bassa. Kjallarinn verður opinn til klukkan 01. Einnig er vakin athygli á grafíksýningu Jóhönnu Bogadóttur, sem stendur yfir í Stúdentakjallaranum til 6. maí n.k. Jóhanna Bogadóttir með tvær myndanna, sem verða á sýningunni í Stúdentakjallaranum. (Ljósm. Emilía). Jóhanna Bogadóttir opnar grafíksýningu í StúdentakjaUaranum í KVÖLD kl. 20 opnar Jóhanna Bogadóttir sýningu á 18 grafíkmyndum í Stúdenta- kjallaranum í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þetta er átjánda einkasýning Jóhönnu, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér og erlendis. Jóhanna stundaði nám í Beaux Arts myndlistarskólan- um í París og við listháskólana í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin þrjú ár, en er nú að flytjast aftur heim til íslands. Jóhanna er nýkomin frá Örebro þar sem hún hélt einkasýningu í boði menningarnefndar borgar- innar. Þá efndi Finnska grafík- félagið til sýningar á myndum hennar í haust, og í nóvember setti Listasafnið í Tammerfors upp sömu sýningu. Sýning Jóhönnu Bogadóttur í Stúdentakjallaranum stendur til 6. maí og verður hún opin frá kl.10 til 23.30 daglega, að undan- skildu laugardagskvöldi, en þá er sýningarsalurinn lokaður frá kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.