Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Gróður seinni til í Borgar- f irði en áður VETUR var svo til snjóalaus með öllu framundir áramót, en þá setti niður töluverðan snjó. Það sem eftir lifði vetrar þá var snjór hins vegar með mesta móti a.m.k. miðað við það sem gerzt hefur undanfarin ár. Þó voru í lok vetrar stillur og sólbráð um daga þannig að snjóa leysti hægt og ekki urðu flóð og vatnavextir vegna leysinga. Sparar það ófáar krónurnar í viðgerðum fyrir Vegagerð- ina. En aftur á móti er hætt við að aurbieyta verði með meira móti vegna hinna miklu frosta sem voru í vetur. En klaki hefur hlaupið dável í jörð. Gróður verður því með seinna móti í vor nema til mun betri tíðar dragi. Hagur þeirra sem hey selja vænkast vel og gæti svo farið, að þrátt fyrir gott heyaflasumar er leið að sumir bændur verði heylitlir á ofanverðu vori ef það verður gjaffrekt. Borið hefur á vatnsskorti í nokkrum bæjum þár sem lítið hefur rignt seinni hluta vetrar. Getur það verið bagalegt þar sem stór bú eru og langt þarf að fara til að afla vatns. Eru þeir vatnsberar ekki of sælir af sínum starfa í frosti og fannkomu sem sækja þurfa vatn daglega. Páskar voru haldnir hér í Borgarfirðinum eins og annars staðar á landinu. En Borgfirð- ingar margir hverjir eru bág- rækir til kirkju og kirkjutugtina virðast þeir ekki taka alltof hátíðlega. Og ígrunda ekki of alvarlega hvers vegna almennt og yfirleitt verið er að halda páska. Þó er gleðilegan vott að finna þegar um 170 ungmenni úr Kristilegum skólasamtökum komu saman í Vatnaskógi yfir bænadagana til að ígrunda til- gang hátíðarinnar og markmið, hinnar mestu er kristnir menn eiga. Svo og gerðu 60 ungmenni úr samtökunum Ungt fólk með hlutverk sem komu saman á Reykholtsskóla einnig yfir bænadagana. Hinn nýkomni 'prestur í Reyk- holtsprestakalli, Geir Waage, messaði sex sinnum yfir pásk- ana, á útkirkjunum 3 ásamt Reykholti. Hafði hann um hönd nýmæli að kvöldi föstudagsins langa þar sem hann hafði klass- íska messu að gregoríönskum sið. Var altarisganga og mæltist þetta vel fyrir. Að auki hafði hann messu og altarisgöngu í Húsafellskapellu á páskadag fyrir hina mörgu ferðamenn er dvöldu þar. Var kapellan þétt- setin og kom rúmlega helmingur kapellugesta til altaris, eða rúmlega 30 manns. Þykir það hin mesta nýlunda hér í byggð- um Borgarfjarðar. Kristleifur ferðamannabóndi á Húsafelli hefur nýverið tekið í notkun rafveitustöð er hann hitar upp dvalarhús sín með. Fæst þar með meira vatn í laugina, en vatn hennar er talið vera heilsusamlegt og hafa sum- ir fengið bót meina sinna með böðum í henni. Er alltaf jafnvel sótt að dvelja í húsunum yfir hátíðar og fullt má segja yfir allt sumarið. Enda Húsafell og umhverfið einhver ákjósanleg- asti staður til útivistar og að- staða fyrir dvalargesti til fyrir- myndar í alla staði. Fréttaritari. Hér er að vísu ekki verið að vinna að heyskap, en bundið hey úr galta er settur var upp sl. sumar að bænum Runnum í Borgarfirði. Hlöðurýmið var of lxtið í haust, en flutt var úr galtanum í hlöðuna þegar losnaði þar. Frá kristilegu skólamóti í Vatnaskógi á dögunum. Myndirnar eru frá sýningu nemenda í Vogaskóla, sem þeir efndu til á dögunum. Sýndu þeir handverk sín frá því í vetur og sá Ingiberg Magnússon kennari með þeim um uppsetningu hennar. Alls sýndu rúmlega 400 nemendur og má á myndunum sjá verk yngstu og elztu bekkjardeilda skólans. Auk þess sem sést á myndunum voru sýndir munir frá sjóvinnuvali og í eldhúsi skólans var komið upp sýningu á matreiðslu nemenda. Ljósm. Krístján Krafa Olafsvíkinga að vér- tíðin standi til 11. maí FYRIR skömmu var haldin á Ólafsvfk sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, útvegsmanna, sjómanna og fiskverkenda á Ólafsvík og var á fundinum rætt um þorskveiðitakmarkanir og áhrif þeirra á atvinnulíf í ólafs- vfk. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum: 1. Fundurinn er sammála nauðsyn þess að gerðar verði nauðsynlegar friðunaraðgerðir til verndunar þorskstofninum og minnir um leið á frumkvæði sjómanna og útvegsmanna um friðun innanverðs Breiðafjarðar, sem sannað hefur gildi sitt. Fundurinn undirstrikar nauðsyn þess að við friðunaraðgerðir sé haft sem víðtækast samstarf við hagsmunaaðila og ávallt sé tekið tillit til áhrifa þeirra á útgerð, fiskiðnað og afkomu þess fólks er í þessum atvinnugreinun starfa svo og uppbyggingar einstakra byggðarlaga og landshluta. 2. Fundurinn minnir á að í Ólafsvík og öðrum byggðarlögum á Snæfellsnesi byggist svo til allt atvinnulíf á fiskveiður og fisk- vinnslu. Mestur hluti aflans er bátafiskur, sem veiddur er á vetrarvertíð. Veiðitakmarkanir umfram það sem hafa verið í gildi á veiðum þessara báta á heima- miðum, geta því haft örlagaríkar afleiðingar fyrir atvinnulíf þess- ara byggðarlaga. 3. Af gefnu tilefni vill fundurinn taka fram að vertíðarafli undan- farin þrjú ár hefur verið með fádæmum lélegur í verstöðvum á Snæfellsnesi, svo jaðrað hefur við atvinnuleysi og orsakað mikla erfiðleika í útgerð og vinnslu. Á yfirstandandi vetrarvertíð hefur afli hins vegar verið mun betri, sem byggist að verulegu leyti á góðum gæftum. Sá fiskur, sem á land hefur borist í Ólafsvík í vetur, hefur því verið sérstaklega gott hráefni eins og fiskimatið staðfestir, og hefur verið verkaður jafnóðum í frystingu og salt. Er ástæða til að undirstrika þetta og jafnframt mótmæla og vísa algjör- lega á bug ósönnum fréttum og fullyrðingum um hið gagnstæða. 4. Fundurinn mótmælir áform- un um að stöðva netaveiðar á yfirstandandi vertíð og krefst þess að vertíð standi til 11. maí n.k. 5. fundurinn lýsir trausti á störf fiskifræðinga og leggur áherslu á eflingu rannsókna í þágu sjávarút- vegsins og óskar skynsamlega nýtingu og skipulag veiða á Breiðafirði og út af Snæfellsnesi með það að markmiði að viðhalda og tryggja allt árið útgerð og atvinnuöryggi byggðarlaganna, sem eiga alla afkomu sína undir því að fiskveiðar og fiskvinnsla blómgist, um leið og þessi byggðarlög eru mikilvægur hlekkur í útflutningsframleiðslu þjóðarinnar. Fyrirlestur um Arrabal VIGDÍS Finnbogadóttir leikhús- stjóri flytur fyrirlestur um íramúrstefnuhöfundinn Fernardo Arraba) á vegum Alliance Francaise í franska hókasafninu, Laufásvegi 12, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Maður- inn í fjötrum“. Fernardo Arrabal er í hópi þeirra erlendu skálda sem settust að í Frakklandi og kusu að skrifa á frönsku ádeiluverk sín um samtíð- ina eftir seinni heimsstyrjöldina. Nokkur verk Arrabals hafa verið sýnd hér á landi og hefur Leikfélag Reykjavíkur tekið til sýninga í vetur, fyrst allra leikhúsa utan Parísar, síðasta verk hans, „Steldu bara milljarði", í þýðingu Vigdís- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.