Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Með hverju ári sem líður eykst sá fjöldi Reykvíkinga, sem með einum eða öðrum hætti stundar íþróttir. Þessi gleðilega þróun á sér án efa margar orsakir, en vafalaust vegur þar þyngst auknar frístund- ir, fjölbreyttari möguleikar til iðkunar íþrótta og ekki síst vax- andi skilningur á gildi íþrótta og líkamsræktar. Höfuð markmið allrar íþrótta- iðkunar er að ávinna sér betri heilsu og aukna vellíðan og lífs- gleði, en hófleg áreynsla og hreyf- ing ásamt með hreinlæti, sem a.m.k. ætti jafnan að fylgja íþróttaiðkunum, stuðla mjög að þessu, að ógleymdri þeirri ánægju sem samvistir við góða íþrótta- félaga veitir. Þegar framangreind markmið ráða ferðinni, hefur það verið nefnt trimm og að trimma. Eðli málsins samkvæmt er það og á að vera stærsti hópurinn, sem þannig stundar íþróttir. Sá hópur er einnig stór, einkum meðal yngra fólks, sem ánægju hefur af því að sækjast eftir sem mestri full- komnun í íþrótt sinni og meta hæfni sína við aðra, sem eftir sama marki sækjast. Þetta eru hinar svokölluðu keppnisíþróttir. Þær laða til sín mikinn fjölda æskufólks og skapa því holl og góð tómstundastörf og ekki má gleyma því, að einmitt við þessar íþrótta- iðkanir lærir fjöldi fólks að meta gildi líkamsræktar og er líklegra en aðrir til, að halda áfram að stunda íþróttir eftir að keppnis- ferli líkur, þó með öðrum hætti sé. Uppbygging íþrótta- mála í Reykjavík Keppnisíþróttum fylgja kapp- leikir og mót, sem þúsundir manna koma til að horfa á og hafa ánægju af. Flestir menn geta orðið sam- mála um, að sé þessum þætti borgarlífsins kippt burtu og menn ættu þess ekki lengur kost að fara á Völlinn eða í Höllina, yrði borgarlífið til muna fátækara. Það er því tvímælalaust nauð- syn á, að borgaryfirvöld sinni báðum þessum þáttum líkams- ræktar og byggi og reki nauðsyn- leg mannvirki fyrir íþróttaiðkanir almennings og styrki jafnframt framkvæmdir og starfsemi íþróttafélaganna með byggingu mannvirkja, sem þau nota sam- eiginlega og sem eru af þeirri stærð og gerð, að ekki er hægt að búast við að íþróttafélögin geti byggt og rekið. I þessu sambandi verður að hafa í huga sérstöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar og langfjölmennasta bæjarfélags á landinu. Það hefur eðlilega komið í hlut Reykjavíkur að byggja þau stóru og fullkomnu mannvirki, er standast kröfur, sem gerðar eru til íþróttamann- virkja, þar sem landsleikir og alþjóðleg íþróttamót fara fram og er forsenda þess að Island geti verið þátttakandi í alþjóðlegu íþróttastarfi. Iþróttamannvirki kosta mikla peninga og ljóst er, að ekki verða allar óskir uppfylltar samtímis. Borgaryfirvöld standa jafnan frammi fyrir þeim vanda að ákveða hver verkefni skulu hafa forgang og hver að bíða. Eðlilegt verður að telja að þau mannvirki, sem þjóna sem flest- um, séu tekin fram yfir að öðru jöfnu. í þessu sambandi má minna á þá stefnu, sem undanfarin ár hefur Sveinn Björnsson: tvo áhugamannahópa um líkams- rækt, þ.e. trimmara og keppnis- menn, upp sem andstæðinga, þvert á móti ættu þeir að eiga létt með að skilja þörfina fyrir íþrótta- mannvirki, er báðum geti þjónað. Fjárveitingar á ári hverju Á undanförnum árum hafa sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt til, að allmiklu fjármagni verði ár hvert varið til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana, bæði fyrir almenning og til keppni og leiks. Undir forustu sjálfstæðismanna í borgarstjórn, var á síðasta kjör- tímabili lagt til fjármagn til að byggja og reisa stór og smá íþróttamannvirki: íþróttahús og er það nú fokhelt, en bað og búningsherbergi tilbúin. K.R. hefur lokið gerð nýs knatt- spyrnuvallar og tveggja grasvalla. Víkingur hefur breytt malarvelli í grasvöll og gert bætur á bað- og búningsherbergjum. K.R. og Í.R. hafa bæði reist vandaðar skíðalyftur. Þróttur er að byggja vallarhús og félagsheimili á íþróttasvæði sínu við Sæviðarsund. Í.R. endur- bætti mjög skíðaskála sinn í Hamragili og lagaði brekkur. Víkingur lauk við byggingu myndarlegs skíðaskála í Sleggju- beinslandi og rekur þar færanleg- ar skíðalyftur. Ungmennafélagið Hrönn tók í notkun nýjan skíðaskála í Skála- felli. Þessu mikla uppbyggingastarfi átti að halda áfram, byggja átti ný Mikill afturkippur í uppbyggingu íþróttamannvirkj a - eftir meirihlutaskipti i Reykjavík ríkt, þ.e. að tekið er tillit til þarfa íþróttahreyfingarinnar við bygg- ingu íþróttasala skóla, þannig að nú nota íþróttafélögin salina á kvöldin og um helgar og fæst með þessu mjög mikil nýting á sölunum til hagsbóta fyrir alla, því á þennan hátt sparast stórfé. Hér að framan hefur í örstuttu máli verið gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem jafnan voru höfð í huga við uppbyggingu íþróttamála í Reykjavík. Stöðugt var unnið að þessum málum og með vaxandi krafti meðan Sjálf- stæðismenn höfðu forustu í borg- arstjórn. Mannvirkin fyrir keppnisfólk og almenning Að undanförnu hafa komið fram í dagblöðum raddir, sem halda því fram, að byggingar íþróttamann- virkja í Reykjavík hafi fyrst og fremst miðast við þarfir keppnis- fólks, en mannvirki, sem þjónað geti almenningi, hafi verið látin sitja á hakanum. Væri þetta vissu- lega slæmt, ef satt væri, en því fer víðs fjarri. Á síðasta kjörtímaili var mest- um fjármunum varið til eftirtal- inna íþróttamannvirkja: Iþrótta- valla í Laugardal, skíðalyftna og skíðasvæðis í Bláfjöllum, nýrra bað- og búningsherbergja við Sundlaug Vesturbæjar og nýrrar sundlaugar í Breiðholti. Segja má að vísu að íþróttavell- irnir í Laugardal þjóni fyrst og fremst keppnisíþróttafólki, en þó verður einnig að hafa í huga þann mikla fjölda fólks, er nýtur þess að horfa á kappleiki og mót. Sund- laugarnar og skíðaaðstaðan í Blá- fjöllum þjóna hinsvegar fyrst og fremst almenningi. Nú er það svo, að flest íþróttamannvirki geta bæði komið að notum fyrir íþróttaiðkanir almennings og keppnisfólks. Svo er það með sundstaðina, Bláfjöllin og verður vonandi bráðlega einnig með nýja íþróttavöllinn í Laugardal, þegar almenningur uppgötvar hve gott er að skokka og hlaupa á Rubtan brautunum. Hægt er að tengja skokkæfingar baði og sundi í sundlauginni. Það er með öllu óþarft að setja þessa Lokið var gerð grasvallar í Laugardal milli aðalleikvangs og Laugardalshallar með áhorfenda- stæðum fyrir 5000 manns. Lokið var gerð kastvallar í Laugardal, þar sem kastæfingar frjálsíþróttafólks fara fram. Grasflöt aðalleikvangs í Laugar- dal var endurnýjuð svo og undirlag og frárennslislagnir. Lagt var nýtt og vandað gerfiefni á innanhús- hlaupabrautir Laugardalsvallar. Gerður var nýr og vandaður íþróttavöllur austan aðalleikvangs í Laugardal, lagður gerfiefni á hlaupabrautir. Þetta er fyrsti íþróttavöllur á íslandi, þar sem hlaupa- og atrennubrautir eru lagðar gerfiefni. I Breiðholti III var lokið gerð malarvallar og hlaupabrautar. Áhorfendastæði fyrir 3000 áhorf- endur. Lokið var byggingu vallarhúss við Árbæjarvöll. Lokið var byggingu íþróttahúss við Feliaskóla og Hagaskóla. Við íþróttahús Hagaskóla er áhorf- endarými fyrir 500 áhorfendur. Húsið er notað sem keppnishús fyrir körfuknattleik, blak, judo og glímu, svo og til æfinga fyrir þessar íþróttagreinar. Lokið var byggingu nýrra baða- og búningsherbergja við Sundlaug Vesturbæjar. Þar er um að ræða byggingu húss fyrir böð og bún- ingsherbergi karla og kvenna er rúma samtímis 320 baðgesti. Unnið hefur verið að byggingu nýs sundstaðar í Breiðholti III. Hefur kennslulaug verið tekin þar í notkun. I samvinnu við nágrannasveita- félög var unnið markvisst að uppbyggingu skíðasvæðis í Blá- fjöllum og reistar margar skíða- lyftur, bæði stórar og smáar. Gerður var samningur um kaup á afkastamikilli stólalyftu, sem reist var s.l. sumar. Keyptur var vand- aður snjótroðari, og unnið að brekkulögnum, lýsingu og bótum á vegi og bílastæðum. Aðstoð við íþróttafélögin var stóraukin bæði styrkir til bygg- inga íþróttamannvirkja og rekstr- ar. Hefur þetta hleypt nýju lífi í framkvæmdir íþróttafélaga. Á s.l. kjörtímabili hefur T.B.R. byggt stórt íþróttahús, sérhannað fyrir badminton. Fram reisti vallarhús á íþróttasvæði sínu við Miklu- braut. Valur lauk gerð vandaðs grasvallar. Ármann er að byggja böð og búningsherbergi við Sund- laugarnar í Laugardal. Þegar Sundlaugarnar í Laugar- dal voru byggðar, var það skoðun manna, sem að þeirri byggingu unnu, að byggja þyrfti stórt og vandað laugarhús fyrir búningsað- stöðu og böð. Núverandi búningsaðstaða er engan vegin fullnægjandi, og í flestum tilfellum ekki nógu þægi- leg, enda ekki ætluð fyrir allan þennan fjölda, sem sundlaugarnar í Laugardal sækja. Var hún upp- haflega ætluð fyrir skóla svo og íþróttahópa. Aðsókn að Sundlaugunum í Laugardal hefur ávallt verið mikil og á s.l. ári var tala sundgesta um 600 þúsund manns. Það er því nauðsynlegt að hefja byggingaframkvæmdir að nýju laugarhúsi við Sundlaugina í Laugardal. Aðeins nauðsynlegt viðhald Jes Einar Þorsteinsson arkitekt var ráðinn til að teikna og hanna nýja laugarhúsið í Laugardal og hefur hann lokið því. Ekkert verð- ur úr þessum framkvæmdum í ár, núverandi meirihluti borgar- stjórnar strikaði þær út, þrátt fyrir að í fjárlögum íþróttasjóðs ríkisins sé gert ráð fyrir 40 milljón króna fjárveitingu til byrjunar- framkvæmda á árinu 1979. Þegar núverandi meirihluti borgarstjórnar tók við, varð mikill afturkippur í uppbyggingu íþróttamannvirkja hér í Reykja- vík. Ekki vantaði þó viðleitni núver- andi meirihluta íþróttaráðs Reykjavíkur, né borgarfulltrúa meirihlutans til að gera mikið í þessum efnum. 3. marz 1978 í tíð fyrrverandi borgarstjórnar flutti Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins tillögu um, að hafin yrði á næsta ári (1979) bygging vélfrysts skautasvells, og á fyrstu fundum núverandi meiri- hluta íþróttaráðs Reykjavíkur gerðu fulltrúar hans tillögur til borgarráðs um miklar fram- kvæmdir á árinu 1979. Ætluðu þeir áð slá þar öllu við, nú skildi gera meira en Sjálf- stæðisflokkurinn hafði áður gert. Lögð var fram fjárhagsáætlun upp á 296 milljónir króna, sem skiptist þannig, að til byggingar bað- og búningsherbergja við Sundlaugina í Laugardal skildi verja 130 milljónum, til endurbóta á Sund- höllinni 40 milljónum, til bygging- ar gufubaða við Sundlaug Vestur- bæjar 23 milljónum, til byggingar stúku við Völl IV Laugardal 15 milljónum og til byggingar vél- frysts skautasvells I. áfanga 88 milljónir eða samtals 296 milljónir króna. Auk þessa átti svo að leggja mikið fjármagn til uppbyggingar Bláfjallasvæðisins. Heldur dró úr áliti meirihluta íþróttaráðs fyrir því að fjármagn fengist til framkvæmda, enda lítill skilningur núverandi meirihluta borgarstjórnar fyrir fjárveitingu til íþróttamála. Ekki skorti þó kröfur þeirra um aukna fjárveit- ingu til þessara mála, er þeir voru í minnihluta. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar afgreiddi tillögur íþrótta- ráðs, sem þó miðuðu fyrst og fremst að því að bæta aðstöðu almennings í borginni til iðkunar íþrótta og til að viðhalda þar með andlegri og líkamlegri heilsu sinni, þannig, að í staðinn fyrir 296 milljón króna tiliögu íþróttaráðs kom eitt stórt núll — ekkert fjármagn skildi veita til uppbygg- ingar íþróttamannvirkja, aðeins veitt til að standa straum af nauðsynlegasta viðhaldi við Sund- höllina og til afborgana af skíða- lyftu í Bláfjöllum, sem borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og sveitarstjórnir í nágrenni Reykja- víkur höfðu samþykkt og látið reisa. Með þessu er brotið blað í byggingaþróun íþróttamannvirkja borgarinnar og varla annað að- hafst en að framkvæma nauðsyn- legasta viðhald núverandi mann- virkja. Hvert renna stórauknar álögur? Ekki verður séð fram á, að núverandi meirihluti borgar- stjórnar afkasti miklu á bygginga- sviði íþróttamannvirkja með sama skilningi og verið hefur, þó fulltrú- ar íþróttaráðs séu allir að vilja gerðir til að leggja sitt að mörkum. Óneitanlega vaknar sú spurning í hvaða málaflokka allar hinar stórauknu álögur á borgarbúa eiginlega renna. Til þess að halda áfram upp- byggingu íþróttamannvirkja borg- arinnar, þarf að byggja þjónustu- miðstöð í Bláfjöllum, bæta sam- göngur, auk smærri umbóta á skíðasvæðinu svo sem flóðlýsingar á brekkum og göngubrautum. Ljúka byggingu nýju sundlaugar innar í Breiðholti III og byggingu nýrra bað- og búningsherbergja við sundlaugina í Laugardal. Gera endurbætur á Sundhöll Reykjavík- ur og ný gufuböð við Sundlaug Vesturbæjar. Byggja þarf íþróttahús við Fjöl- brautarskólann í Breiðholti með löglegri salarstærð til handknatt- leikskeppni. Koma upp þaki yfir hluta af áhorfenda-svæði við knattspyrnuvöll II og frjáls- íþróttavöll í Laugardal, svo og snyrtiaðstöðu. Byggja þarf fleiri böð- og búningsherbergi við íþróttavelli í Laugardal og bæta aðstöðu almennings til skokkæf- inga og trimms í dalnum. Hefja framkvæmdir við vélfryst skauta- svell, er síðar má byggja yfir og gera að skautahöll. Hefja þarf byggingu íþróttasvæðis í Breið- holti II (Mjóddinni). Byggja tengi- byggingu á milli Laugardalshallar og skrifstofuhúss og auka stuðning og samvinnu við íþróttafélögin um uppbyggingu og rekstur æfinga- og keppnisaðstöðu þeirra. > Iþróttir eru heilsugæsla í fleiri en einum skilningi, og líkamleg hreyfing er manninum lífs- nauðsynleg. Skilningur fólks á þessari staðreynd fer vaxandi og er þá mikilsvert, að aðstaða sé fyrir hendi til að glæða þennan skilning. Við skulum vona, að meirihluti borgarstjórnar taki sig á og verji einhverju fjármagni til þessa mikilvæga málaflokks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.