Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 5 Flytjendur og undirleikari „Segðu mér söguna aftur' „Segðu mér söguna aftur” Söng- og upplestrardagskrá um börn í íslenskum bókmenntum UPPLESTRAR- og söngdag- skrá um börn í íslenskum bók- menntum verður í fyrsta skipti flutt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins í kvöld, fimmtudagskvöld. Dagskrá þessi hefur hlotið heit- ið „Segðu mér söguna aftur“. Dagskráin er að nokkru til- komin í tilefni barnaárs en er þó einkum ætluð fuliorðnum, og fjallar um börn og samskipti þeirra við fullorðna eins og þau birtast í íslenskum skáldskap. Efnið er frá ýmsum tímum og af margvíslegu tagi. Höfundar þess eru milli 20 og 30 talsins og meðal þeirra eru Halldór Lax- ness, Gunnar Gunnarsson, Jónas Arnason, Jakobína Sigurðardóttir, Steinn Steinarr, Stefán Jónsson, Pétur Gunnars- son, Sigfús Halldórsson, Ragnar Bjarnason, Svavar Gests, Karl Möller o.fl. Guðrún Þ. Stephensen hefur haft umsjón með dagskránni og valið efnið í samráði við átta leikara aðra sem fram koma. Þeir eru Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hákon Waage, Helga Bachmann, Þóra Frið- riksdóttir og Ævar R. Kvaran. Undirleikari er Carl Billich. Sýningar á „Segðu mér söguna aftur" verða sem fyrr segir á Litla sviðinu í leikhús- kjallaranum og munu leikhús- gestir sitja við borð og verður unnt að fá veitingar framreidd- ar á borðin. Þá kemur einnig til greina að flytja dagskrána utan leikhússins. Akranes: Skipin að búast á kolmunnaveiðar Akranesl, 25. aprfl. AFLI báta þeirra sem veiða í þorskanet hefur verið frá 6—8 lestir þegar netin eru dregin daglega. Rán AK 35 kom til hafnar með 21 lest af blönduðum fiski eftir 3 sólarhringa úthald á togveiðum. Togarinn Haraldur Böðvarsson kom inn þann 20. apríl með 138 lesta afla, það var blandaður fiskur. Togarinn óskar Magnússon er væntanleg- ur af veiðum á morgun. Vs. Árni Sigurður stundar spærlingsveiðar fyrir sunnan land og hefur aflað vel. Fer aflinn í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna til vinnslu. Vs. Víkingur og Vs. Bjarni Ólafsson búast nú á kol- munnaveiðar og fara væntanlega næstu daga á Færeyjamið. Kol- munninn verður seldur í Hirtshals í Danmörku. Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan lauk við loðnu- bræðslu í dag og í sambandi við það má geta þess að hinn mikli reykháfur hennar hefur reynst í flestum tilfellum fær um að færa peningalyktina upp í loftið. Akra- borgin hefur stöðvazt um óákveð- inn tíma vegna verkfalls og synj- unar um undanþágu og er það ekki gott á þessum tíma. — Júlíus. Kanna stöðu húsnaeð- ismála í Reykjavík FÉLAGSFRÆÐILEG rann- sókn á stöðu húsnæðismála í Reykjavík stendur yfir um þessar mundir og annast hana Ingi Valur Jóhannsson og Jón Rúnar Sveinsson þjóð- félagsfræðingar. Er rann- sóknin þannig framkvæmd að um 2.000 fjölskyldum hafa þegar verið sendir spurninga- listar varðandi húsnæði þeirra. í frétt frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins segir að rann- sókn þessi sé hin víðtækasta sem fram hafi farið á íslandi á þessu sviði og markmið hennar sé að bæta úr því að skort hefur vitneskju um veigamikla þætti húsnæðis- mála. Megi telja augljóst að aukin þekking á þessum efn- um sé nauðsynlegur liður í umbótum og stefnumótun á sviði húsnæðismála. Segir einnig í frétt Húsnæðismála- ’stofnunar að rannsakað hafi verið fyrir 50 árum ástand húsnæðismála og á niðurstöð- um hennar hafi verið byggt þegar Alþingi samþykkti lög um verkamannabústaði árið 1929. Niðurstöður rannsókn- anna verða birtar í skýrslu, en þjóðfélagsfræðingarnir nota rannsóknina sem efnivið til doktorsritgerðar um byggða- þróun. Félagslegar umbætur: Ekkert undarlegt þótt menn verðí óþolinmóðir Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum lagði niður vinnu kl. 17 á föstudag eins og frá var skýrt í Mbl. á sunnu- dag og með þessari eftirvinnu- stöðvun lögðu félagar í Snót áherzlu á að dregist hefði að þeirra mati að félagslegar lagfæringar kæntu til fram- kvæmda sem lofað hefði verið að koma myndu þegar gefin var eftir 3% kauphækkunin sem verða átti í desember sl. Mbl. hafði samband við verka- lýðsleiðtoga í gær og spurðist fyrir um hvort í þeirra félög- um hefði orðið vart óþolin- mæði eftir þessum félagslegu atriðum. — Þeir sem hafa haft trú á að þessi félagsmálapakki myndi koma eru sjálfsagt orðnir mjög óþolinmóðir, sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða, honum var fyrst lofað í jóla- gjöf, sem síðan mátti ekki opna og síðan sem páskaeggi, sem ekki heldur var opnað. Nú þegar komið er fram á sumar er ekkert undarlegt þótt menn verði óþolinmóðir. En ég hefi alltaf sagt að þessi félagsmálapakki komi segir Pétur Sigurðsson ekkert eftirgjöf á kauphækkun við, kauphækkunin var gefin eftir að mínu mati til þess eins og halda lífi í ríkisstjórninni. En þessi félagsmálapakki er hins vegar margra ára og áratuga gömul loforð þeirra sem setið hafa í vinstristjórn- um og þau atriði ættu að ná fram að ganga án þess að til þurfi að koma eftirgjöf á laun- um. Það vill hins vegar oft verða svo að þeir sem við stjórnartauma sitja hafa minnstan tíma til að sinna stefnumarkandi málum, aðal- starfið er sífelld afgreiðsla mála og þá eru stærri mál oft látin sitja á hakanum. Að lokum má segja að komi þessi félagsmálapakki einhvern tíma á næstunni til fram- kvæmda þá verður hann án efa mun rýrari en menn áttu von á í upphafi. — Ég reikna með og veit ekki annað en allt sé í undir- búningi við að koma á þessum félagslegu umbótum, sem talað var um, sagði Jón Helgason formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Það hef- ur hins vegar tekið lengri tíma en búizt var við þar sem mikill tími hefur farið í að fjalla um efnahagsmál. Ég hef hins veg- ar ekki gefið upp alla von um að umbætur nái fram að ganga og menn fá ekki allt á stund- inni þrátt fyrir að loforð hafi verið gefin og það er hugsan- legt að aðgerðir hafi einhver áhrif þótt ég hafi ekki mikla trú á að þær flýti framkvæmd þessa máls. Electropower GÍRMÓTORAR RAFMÓTORAR mm ■ MÍ EIGUM JAFNAN TIL GÍRMÓTORA: Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMOTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 Utvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 20 hö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.